Morgunblaðið - 16.05.2004, Blaðsíða 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MAÍ 2004 41
Blómastofa Friðfinns,
Suðurlandsbraut 10,
sími 553 1099, fax 568 4499.
Opið til kl. 19 öll kvöld
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
Kársnesbraut 98 • Kópavogi
564 4566 • www.solsteinar.is
Helluhrauni 10, 220 Hfj.
Sími 565 2566
Englasteinar
Legsteinar
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Þegar andlát ber að
Síðastliðin 14 ár höfum við feðgar
aðstoðað við undirbúning útfara.
Alhliða útfararþjónusta
Símar: 567 9110,
893 8638 og 897 3020
Rúnar
Geirmundsson
Sigur›ur
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum.
Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta.
Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár
snertir mig og kvelur.
En þegar þið hlæið og syngið
með glöðum hug,
lyftist sál mín upp í mót til ljóssins.
Verið glöð og þakklát fyrir allt sem
lífið gefur
og ég tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu.
Elsku Magga og Guðmundur.
Með þessum fátæklegu orðum
langar mig að þakka ykkur fyrir
allt það góða sem þið gáfuð mér.
Þið voruð ætíð sömu vinirnir frá
okkar fyrstu kynnum til síðasta
dags.
Ég kveð ykkur með trega í
hjarta.
Takk fyrir allt.
Ykkar
Alda.
Þriðjudaginn 30. mars sl. kl.
20.15 hringdi síminn í Svíþjóð með
MARGRÉT GUÐBRANDS-
DÓTTIR OG GUÐMUNDUR
EINAR SVEINSSON
✝ Margrét Guð-brandsdóttir
fæddist í Reykjavík
13. september 1928.
Guðmundur Einar
Sveinsson fæddist að
Kringlu í Torfalækj-
arhreppi í A-Hún. 17.
janúar 1928. Þau lét-
ust af slysförum 30.
mars síðastliðinn og
var útför þeirra gerð
frá Akraneskirkju 7.
apríl.
þeim óskapafréttum að hún
mamma og hann Gummi hefðu far-
ist í bílslysi í höfninni á Akranesi.
Það tekur langan tíma að átta
sig á að svona nokkuð geti átt sér
stað þegar um svona heiðursfólk
er að ræða, en örlögin eru svo
sannarlega blind og ófyrirsjáan-
leg.
Það er svo margt sem átti eftir
að segja frá, margt að spyrja um
sem aldrei verður sagt eða gert.
Við sem eftir erum verðum samt
að reyna að sætta okkur við þetta,
en reyna að minnast þessara
ágætishjóna með sömu hlýju sem
þau sýndu öllum öðrum jafnt.
Ég ætla að minnast þeirra eins
og þau voru í síðasta skiptið sem
ég sá þau á lífi.
Það var síðastliðið sumar þegar
við komum í heimsókn til þeirra
með fyrsta langömmubarn hennar
og við áttum dásamlegan dag í
góðu veðri í fallega garðinum
þeirra.
Gummi sýndi okkur þá hvað
hann var að betrumbæta þar og
hún eldaði og gaf okkur þá bestu
fiskisúpu sem ég nokkru sinni hef
fengið. Ég ætla líka að minnast
allra annarra heimsókna sem ég
hef farið í til Akraness til þeirra;
barnabörnin komu og fóru, ná-
grannar og vinir kíktu inn; og allt-
af áttu þau eitthvað fyrir alla.
Þau voru einstaklega gestrisin
og höfðu alltaf pláss fyrir einn til,
enda bæði alin upp við þá hugsun
að betra er að gefa en þiggja.
Ég vil líka minnast fyrrum daga
í fjölskyldusamkvæmum, afmæl-
um, ættarmótum; þá voru þau, og
sérstaklega Gummi, miðdepill
samkvæmisins.
Við, þá yngra fólkið, reyndum
alltaf að vera í námunda við hann
til að fanga gullmolana sem hann
var svo örlátur á, hvort sem það
var spaug eða alvara. Hann var
jafnvígur á hvort tveggja.
Hún var sérlega virk í fé-
lagsmálum bæjarfélagsins, vel les-
in og fróð um flesta hluti. Átti það
til að leiðrétta málfar okkar ef
miður fór.
Við sem eftir erum, komum til
með að sakna þeirra mikið og sér-
staklega hún Edda systir mín.
Elsku mamma Magga og Guð-
mundur.
Ég sakna ykkar.
Bragi.
Minningarnar
hrannast upp þegar
kvödd er kær vinkona.
Við þekktumst í hálfa
öld og tæpu einu ári betur og jafn-
vel þótt stundum liðu mánuðir eða
ár án þess að annað færi á milli
okkar en jólakort báru samveru-
stundirnar þess ekki merki. Þær
urðu allmargar og mér ásamt fjöl-
skyldu minni var alltaf tekið opn-
um örmum hvort sem var á Kúlu-
dalsá eða síðar á Höfðagrundinni.
Kynnin hófust þegar ég var á
þrettánda ári, en þá var þeim hjón-
um Margréti og Þorgrími á Kúlu-
dalsá trúað fyrir mér – eða eins og
þá var orðað: Ég var ráðin til
þeirra í vist sumarlangt. Börnin á
heimilinu voru þrjú, tveggja ára,
fjögurra ára og níu ára. Einnig
voru þar tveir unglingspiltar á tán-
ingsaldri sem þau hjónin gengu í
foreldra stað um tíma. Ég man, að
mér þótti þau hafa stórt hjarta, því
að við vorum líka hjá þeim tvö
sumarbörn úr Reykjavík. Til við-
MARGRÉT AÐAL-
HEIÐUR KRISTÓ-
FERSDÓTTIR
✝ Margrét Aðal-heiður Kristó-
fersdóttir fæddist að
Litlu-Borg í Vestur-
Húnavatnssýslu 28.
október 1920. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Akraness 2. apríl síð-
astliðinn og var útför
hennar gerð frá
Akraneskirkju 14.
apríl.
bótar þessu voru svo
foreldrar Möggu, Em-
ilía og Kristófer silf-
ursmiður, mikið á
heimilinu og borðuðu
þar oftast, enda var
hús þeirra nokkrum
metrum frá við bæj-
arhlaðið ofanvert.
Bæði þessi heimili
voru mér – borgar-
barninu – ævintýra-
heimur, enda sann-
kölluð menningar-
heimili. Mér var tekið
eins og einni úr fjöl-
skyldunni, vígð inn í
silfursmíði og víravirkisgerð ann-
ars vegar og hins vegar lærði ég
allt um þess tíma búskaparhætti
bæði utan húss og innan. Mér var
trúað fyrir börnunum í fjöruferðir
og ýmsa könnunarleiðangra.
Magga var óþreytandi við að leið-
beina á ýmsa lund. Hún kenndi
mér að taka blómaafleggjara og
koma þeim til í skreyttum niður-
suðudósum. Hún kenndi mér að
prjóna sokka á hringprjónavél,
brjóta saman þvott og rulla hann.
Kenndi mér að borða hvalspik,
rauðmaga, grásleppu, njólajafning
og njólasalat. Enda þótt annasamt
væri oft var allt skemmtilegt sem
við gerðum saman. Og eftir langan
dag áttum við það til að loka hurð-
um á eldhúsinu og taka til við að
fækka húsflugunum sem virtust
þrífast ekki síður en mannfólkið.
Þau hjónin áttu gamlan vörubíl
sem notaður var við malarnám
virka daga, en um helgar voru
farnar menningarferðir á honum.
Annan hvern sunnudag var ekið til
messu á Innra-Hólmi og sátu hjón-
in með yngsta barnið inni í bílnum.
Aftan á pallinum vorum við hin og
sátum þar flötum beinum í skjóli
við bílhýsið.
Sunnudagana milli messudaga
var húsvitjað á ýmsum bæjum,
skoðuð handavinna húsmæðranna,
spjallað um slátt og heyannir og
loks þegið kaffi og meðlæti.
Þetta sumar lærði ég nöfn
flestra bæja við Akrafjall og kynnt-
ist mörgum ábúendum. Mér þótti
mikið til þessa alls koma og síðar
varð reynslan, umhverfið og lands-
lagið á þessum slóðum mér hug-
myndabanki þegar ég skrifaði sög-
ur fyrir börn og unglinga.
Heimsóknir að Kúludalsá urðu
margar og nokkrar á Höfðagrund
eftir flutning Möggu á Skagann.
Hún kenndi mér tólf ára gamalli
fyrstu gítargripin og ýmsar
skemmtilegar vísur og vers sem
við sungum saman.
Áratugum seinna sátum við
hjónin og tvö barna okkar í stof-
unni hennar á Höfðagrundinni og
rifjuðum upp þessa söngva ásamt
ýmsum uppáhaldssálma okkar
beggja. Hún spilaði galvösk undir á
gamla orgelið sitt á meðan kött-
urinn hennar faldi sig undir sóf-
anum og stökk loks út um stofu-
gluggann.
Magga spilar nú og syngur á
annarri grund og minningin um
hana við orgelið er mér einkar
kær.
Börnunum hennar, fjölskyldum
þeirra og afkomendum flyt ég sam-
úðarkveðjur mínar og fjölskyldu
minnar. Guð blessi minningu henn-
ar.
Rúna Gísladóttir.
Kveðja frá
Arsenalaðdáendum
Það var í apríl 1997
að Finnbogi Friðfinns-
son, kaupmaður í Vest-
mannaeyjum, var kjörinn fyrsti
Heiðursfélagi Arsenalklúbbsins á
Íslandi, af þeim fimm sem hlotið
hafa þessa heiðursnafnbót frá stofn-
un klúbbsins. Bogi í Eyjabúð, eins
og hann var kallaður, var einn af
þeim fyrstu sem gengu í klúbbinn
okkar á árdögum hans snemma á ní-
unda áratugnum. Bogi var lengi einn
elstu félaga Arsenalklúbbsins og
hélt alla tíð mikilli tryggð við klúbb-
inn og starfsemi hans. Í Vestmanna-
eyjum var og er að finna mjög
marga Arsenalaðdáendur og var
Bogi þar einn margra tryggra.
Húmoristinn Bogi sagði Albert heit-
inn Guðmundsson hafa haft mikil
áhrif á að hann hóf að halda með
Arsenal, enda lék Albert með Arsen-
al um tíma. Finnbogi var útnefndur
heiðursfélagi þegar hann hélt upp á
sjötugsafmælið sitt og má segja að
allt frá þeirri stundu hafi Bogi og
hans frábæra kona Kristjana Þor-
finnsdóttir orðið eins konar útverðir
FINNBOGI
FRIÐFINNSSON
✝ Finnbogi Frið-finnsson fæddist
í Vestmannaeyjum 3.
apríl 1927. Hann lést
á heimili sínu aðfara-
nótt 21. desember
síðastliðins og fór út-
för hans fram 27.
desember, í kyrrþey
að ósk hins látna.
klúbbsins. Margoft var
hringt og oft hist og
voru þau hjón bæði
jafn áhugasöm um
framgang og starfsemi,
vöxt og viðgang klúbb-
starfseminnar. Jóla-
kveðjur, gjafir til
klúbbsins á tímamótum
og fleira í þeim dúr ein-
kenndi þau hjón. Ég
hitti Boga í haust og
ræddum við eins og
ávallt gengi okkar
manna og hugsanlega
vegferð þeirra í vetur.
Þrátt fyrir hógværð
Boga og raunsæi, þá virtist hann
nokkuð sannfærður um að vel myndi
ganga þetta keppnistímabil og má
segja að margt af því sem hann sagði
mér þá hafi nú gengið eftir. Þeir
myndu læra af mistökunum sl. vor
er þeir gáfu titilinn í hendur erki-
fjendanna á lokasprettinum. Finn-
bogi kvaddi þennan heim skömmu
fyrir jól þegar gengi okkar manna í
deildinni var í hámarki, og því trúi
ég því að glatt sé á hjalla hjá þeim
fyrir handan eins og hjá okkur hérna
megin, þegar okkar menn hafa
tryggt sér meistaratitilinn. Ég get
því sagt með réttu nú að leiðarlokum
að ég er ríkari maður en áður að
hafa kynnst þeim heiðurshjónum
Finnboga og Kristjönu og fyrir það
þakka ég. Við Arsenalmenn söknum
vinar og sendum Kristjönu og fjöl-
skyldu samúðarkveðjur.
Kjartan Björnsson, fyrrver-
andi formaður Arsenal-
klúbbsins á Íslandi.
Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er
sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út-
prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu-
síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda
þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn
einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar
skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17
dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er
hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að
það sé gert með langri grein.