Morgunblaðið - 16.05.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.05.2004, Blaðsíða 34
LISTIR 34 SUNNUDAGUR 16. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Tangarhöfða 1 • 110 Reykjavík • Símar 567 2357 og 893 9957 150 þúsund kr. afsláttur til eldri borgara 60 ára og eldri af CLIPPER 70 Umboð á Akureyri Sigurður Valdimarsson Óseyri 5 MRSTÚDENTAFAGNAÐUR Nemendasambands Menntaskólans í Reykjavík verður haldinn laugardaginn 29. maí 2004 í Súlna sal hótels Sögu og hefst kl. 19.00. Nýstúdentar og allir afmælisárgangar eru hvattir til að fjölmenna. Aðgöngumiðar seldir á söluskrifstofu Hótels Sögu, 3. hæð, dagana 20-25 maí. Einnig er hægt að panta og greiða fyrir miðana með símgreiðslu í síma 525 9932. Samkvæmisklæðnaður. Stjórnin. Kynning á GOSH Falleg snyrtibudda að gjöf ef keypt er fyrir 2.000 eða meira Kynningastaðir: 19.maí Lyfja Spöng 20.maí Lyfja Smáratorg 21.maí Lyfja Smáralind UMHEIMURINN er kominn heim í stofu var sagt þegar sjónvarp- ið hóf göngu sína. Landamæri eru fyrir bí þegar Netið kom til. Alheims- þorpið komið til að vera og engin þörf á að ferðast lengur því við getum nálgast myndir af raunveruleikanum, öllu sem við viljum á andartaki. Það sama gildir um listaverk – þarf mað- ur nokkuð að fara og skoða þau þegar hægt er að sjá myndir af þeim í tíma- ritum, bókum og á Netinu? Svarið er þó afar einfalt og sýningin í Lista- safni Íslands er gott dæmi um það. Já, við þurfum að fara og skoða. Það er kannski í hreinni mótsögn við hug- myndafræði margra þessara verka sem flest vilja vinna gegn „áru“ lista- verksins, en staðreyndin er sú að þau eru bara miklu magnaðri í nærmynd, augliti til auglitis, heldur en á mynd. Já, maður segir bara VÁ eins og kan- arnir og er dásamlega minntur á það hversu sterkt og öflugt tungumál myndlistarinnar getur verið. Harmleikur hversdagsins Það er hægt að nálgast sýningu eins og þessa á fjölmargan hátt, fjalla um hana í listasögulegu samhengi eða um listfræðilegan grundvöll verkanna sem hér eru sýnd en það sem kemur ef til vill hvað mest á óvart þegar sýningin er skoðuð er hversu tilfinningalega hlaðin lista- verkin eru, hversu sterk nærvera þeirra er og hvernig næstum því öll sem eitt birta á kaldhæðinn, gagn- rýninn en um leið afar mannlegan hátt harmleikinn í samtímanum, neyslusamfélagið, grimmdina, dapur- leika samfélags sem er svo ríkt en samt svo fátækt bæði í efnislegum og andlegum skilningi. Þegar áhorfandinn hefur skoðun sína með því að ganga niður stigann er það strax verk Duane Hanson af Húsmóður sem slær tóninn. Dapur- leiki tilveru hennar er nístandi en þó býr hún hvorki við skort, stríð né þjáningar, hún býr í neyslusamfélag- inu, við upphaf þess á sjötta áratugn- um. Silkiþrykk Andy Warhol sem síð- an taka við inni í neðri salnum hafa svo sannarlega staðist tímans tönn og orka sterkt á mann. Og harmleikur- inn er ekki bundinn við Bandaríkin heldur búum við við slíkt hið sama, höfum líka okkar rafmagnsstól, eða hvernig getum við réttlætt þátttöku okkar í Íraksstríðinu og öllu sem því fylgir? Og í enn stærra samhengi er- um við öll hluti af mannkyninu sem enn fremur morð í beinni og sendir þau nú út á Netinu. Byssuþrykk Warhol eru enn í dag sterk og óhugn- anleg, fagurfræðin og hlutadýrkunin sem kemur fram í þeim er hrollvekj- andi. Og byssueign er víðar uppruni hræðilegra harmleikja en í Banda- ríkjunum. Í þessum dúr er áhorfand- inn leiddur áfram gegnum harmleiki vorra tíma, smáa og stóra, á drama- tískan hátt meira að segja. Því þó að þessir listamenn eigi það flest sam- eiginlegt að nota myndmál sam- félagsins á einn eða annan hátt og endurnýta það í verkum sínum eru verkin svo til öll tiltölulega drama- tísk, stór, áhrifamikil og sláandi eins og list Bandaríkjamanna á það til að vera í ríkara mæli en evrópsk list. Ímyndarsköpun stórfyrirtækjanna endurspeglast í verkum Richards Prince, meðferð hans á Marlboro- kúrekanum og myndin af barnungri Brooke Shields úr seríunni Spiritual America rétt gefa í skyn hvernig Prince vinnur með nútímagoðsagnir Bandaríkjanna, endurnýtir og endur- skapar. Neysluhyggjan og dapurleik- inn sem fylgir hvarfi hinnar raun- verulega upplifunar og þess eilíflega ófullnægjandi tilbúna sýndarveru- leika sem kemur í staðinn birtist í verkum Jeff Koons, skilningsleysi yf- irvalda og almennings á eyðnisjúk- dómnum kemur aftan að manni þeg- ar maður les um hugsunina á bak við brjóstsykursmola Felix Gonzalez – Torres – (með molann í munninum). Síendurtekin niðurlæging og kúgun kvenna í gegnum kvikmyndir, aug- lýsingar og listasöguna er augljós í ljósmyndum Cindy Sherman. Ál- stúlka Charles Ray er ekki síður áhrifarík, hún er nálæg og óendan- lega fjarlæg í senn. Því miður nær Bruce Nauman sér ekki á strik á þessari sýningu enda þyrfti mun stærri sýningu til að gefa mynd af þeim ótrúlega fjölhæfa og áhrifaríka listamanni sem vinnur jöfnum hönd- um í hvaða miðil sem fyrir verður og er alltaf með fingurinn á púlsi sam- tímans. Við fáum hins vegar nokkra mynd af verkum Roberts Gober sem sker sig reyndar dálítið úr þessum hópi sem þó er einnig afar ólíkur inn- byrðis. Það má segja um öll hin að verk þeirra séu hreint rof við mód- ernismann sem lagði áherslu á ein- staklinginn, sköpunargáfuna og dul- úð listaverksins, þau sækja efnivið sinn í yfirborð samfélagsins en Gober sækir verk sín í undirmeðvitund ein- staklingsins, þó hann noti hluti úr okkar nánasta umhverfi eru þeir jafnan unnir upp á nýtt frá grunni. Gober sendir okkur ekki eins skýr skilaboð og verk hinna sem hér eru sýnd gera en snertir okkur engu að síður á óþægilegan og stundum mar- traðarkenndan hátt. Gober og Naum- an eru reyndar báðir í meiri tengslum við módernismann en þau hin. Þær Louise Lawler og Sherrie Levine standa líka dálítið sér á parti, en þær fjalla fyrst og fremst um uppruna og eiginleika listaverksins, frummynd og eftirmynd í verkum sínum, þó á mismunandi hátt sé. En þó að þær beini sjónum sínum fyrst og fremst að eiginleikum listaverka er sam- félagið líka hluti af verkum þeirra eins og sést í vali Sherrie Levine á ljósmyndunum sem hún „yfirtekur“ og sýnir sem eigin verk. Myndin sem sýnd er hér sem er gerð eftir ljós- mynd Walker Evans af andliti konu gleymist manni til dæmis ekki. Bylting neyslusamfélagsins Þessir listamenn sem hér sýna eiga það sameiginlegt að vera börn neyslusamfélagsins, eins og allar síð- ustu kynslóðir hafa verið. Andy War- hol er áhrifamestur þeirra, listaverk hans eru þegar orðin tákn fyrir list síðari hluta 20. aldar. Þegar Warhol kom fram voru módernískar hug- myndir um list enn við lýði. Þær fólu í sér að listrænt gildi verka var í beinu samræmi við það hversu persónuleg verkin voru og listamaðurinn átti að vera einstakur og hafa til að bera snilligáfu. Þessi snilligáfa var það sem þurfti til að skapa list. Warhol snýr þessu upp og niður, tekur ómerkilega hluti úr hversdagslegu umhverfi sínu og notar við listsköpun sína, segist vera „vél sem skapar list“, á tímum fjöldaframleiðslunnar. Þessi hugsun var mjög byltingar- kennd þó erfitt sé að ímynda sér það nú. Nú er svo langt síðan að neyslu- samfélagið varð til og við þekkjum ekkert annað. Það gleymist líka auð- veldlega að eitt sinn þótti ekki sjálf- sagt að nota hvað sem er í umhverfi okkar til að skapa listaverk, og að ekki hefur alltaf þótt sjálfsagt að nota eða vitna til verka annarra. Það eru ekki síst þeir listamenn sem hér eru kynntir sem hafa hver um sig átt stóran þátt í að móta hugsun okkar um eiginleika og eðli listaverka, um það hvernig list er sköpuð, hvaða efnivið má nota til þess og hvert hlut- verk hennar er í samtímanum. Það sem kom mér á óvart við skoðun þessarar sýningar var samt það að nú þegar aðferðir þessara listamanna við sköpun verka sinna eru löngu við- Hulunni svipt af harmleik samtímans MYNDLIST Listasafn Íslands BANDARÍSK SAMTÍMALIST ÚR ASTRUP FEARNLEY-LISTASAFNINU Til 27. júní. Listasafn Íslands er opið alla daga nema mánudaga kl. 11–17. NÆRMYND/Close-up Jeff Koons, New Hoover Convertibles, New Shelton Wet/Drys 5 Gallon Doubledecker, 1981–1987.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.