Morgunblaðið - 16.05.2004, Blaðsíða 68
68 SUNNUDAGUR 16. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir stutt spjall um tónlist-argyðjuna, sem oft erharður húsbóndi og ekkiallra að þjóna, þótti mér
nærtækast að spyrja um það sem
fyrst blasir við þegar plötuumslagið
er skoðað, en það eru textar Guð-
mundar.
Það er viss angurværð yfir text-
unum, ertu að gera einhverja hluti
upp?
„Þeir eru nú líka bjartir inn á milli.
Það hefur alltaf verið svolítið erfitt
fyrir mig að gera texta, að skálda eitt-
hvað upp. Þarna ákvað ég að semja
texta upp úr einhverju í mínu lífi,
hvað er að ske. Í rauninni að hafa
gaman af því að gera textana, að þeir
skipti mig einhverju máli, þegar ég er
að syngja þá skipti þeir einhverju
máli. Ég hef verið að hlusta svolítið á
menn eins og Ryan Adams, Damien
Rice, Bubba og Magnús Eiríks, sem
eru oft með dálítið opin sár með það
hvernig þeim líður í það og það skipt-
ið. Mér finnst gaman að heiðarlegum
og einlægum tónlistarmönnum.“
Það má segja að þetta séu svip-
myndir sem þú bregður fram?
„Já, þetta eru allavega engar lög-
regluskýrslur, en texti verður að
syngjast vel og hæfa laginu, sem kall-
ar dálítið á hvernig textinn er.
Lagið Gullkálfurinn fjallar til
dæmis dálítið um firringuna sem
virðist ríkja í samfélaginu okkar. Við
viljum fá allt strax og gerum svo
miklar kröfur hvert til annars og út-
litsins, svona efnisleg gæði. Það er
svo mikil keyrsla hér á Íslandi. En ég
er ekki að predika neitt því ég er
svona sjálfur.
Í laginu Regnboginn er ég líka að
skoða hvernig hlutirnir líta út þegar
morgunsólin skín yfir dreggjar helg-
arfyllirísins, þegar maður kemur út.
Þá missir stemningin svolítið sjarm-
ann og rómantíkin, sem var kannski í
gangi inni á skemmtistaðnum, fær á
sig nýjan og ekki eins fallegan svip.
En lögin eru ekki öll um einhver
ósköp, sum þeirra eru um von. Eitt
þeirra, „Ég skal vaka“ er um strákinn
minn. Þetta er aðal-
lega persónulegt. Mér
finnst menn eiga að
leyfa sér að leggja spil-
in á borðið þegar þeir
gefa út sólóplötur.
Það lá fyrir að Sálin
færi í frí á þessu ári.
Þá datt mér í hug að
nota fyrri part ársins í
að gefa út þessa plötu
með svolítið persónu-
legum textum og hafa
þetta einfaldari tónlist
og hljóðfæraskipan.
Það er sosum ekkert
„master plan“ í gangi,
en ég valdi bara tíu lög
og texta sem hæfa þeim og tók þann
pól í hæðina að gera sem mest sjálfur.
Mér finnst að einherjaplötur eigi að
vera svolítið á þá leið.“
Hrá
Settirðu þig í einhverjar ólíkar
stellingar þegar þú samdir fyrir
þessa plötu en þegar þú semur fyrir
Sálina?
„Ég tek mér yfirleitt einn mánuð á
ári sem ég nota í að semja lög. Maður
fer ekki út úr húsi án þess að það sé
komin einhver hugmynd, svo tekur
maður það upp og fer að vinna í því.
Þessi lög voru flest samin í fyrrasum-
ar. Þá vissi ég ekkert hvað ég átti að
gera við þessi lög. Maður er í seinni
tíð að semja þetta í skorpum, en ekki
jafnóðum eins og þetta var í gamla
daga.
Mig langaði líka að fara að spila
svolítið meira á gítar, að vera svolítið
meira gítarband. Ég hafði aldrei ver-
ið með neinar „ambisjónir“ um að
vera með einhvern sólóferil, en þessi
lög kölluðu á mig að gera eitthvað
svona, þannig að þetta þróaðist út í
sólóplötuna. Það gæti alveg farið svo
að ég færi út í að spila þetta einn á
kassagítar. En þetta eru allt bara lítil
smáskref sem ég er að taka þessa
dagana. Þetta er nógu stressandi
hvort sem er.
Platan er líka dálítið hrá. Við höfð-
um ekki mikinn tíma til að taka upp
plötuna, þannig að ég fór með Birgi
Nielsen og Jakobi Smára Magn-
ússyni og við æfðum og tókum þetta
upp í hljóðveri bara þrír. Þetta var
„Menn eiga að leyfa sér að
leggja spilin á borðið“
Guðmundur Jónsson, gítarleikari og
lagahöfundur, gaf út sína fyrstu sóló-
plötu á dögunum. Svavar Knútur
Kristinsson átti stutt en laggott spjall
við Guðmund um textana, skemmtilegt
samstarf og vináttuna.
Japl er fyrsta sólóplata Guðmundar Jónssonar.
Frábær ævintýramynd hlaðin tæknibrellum eins og þær
gerast bestar í anda IndianaJones.Fyrsta stórmynd
sumarsins þar sem hetjan Van Helsing á í höggi við
Drakúla greifa, Frankenstein og Varúlfinn.
Fyrsta
stórmyndsumarsins.
KRINGLAN
Sýnd kl. 3, 6, 8, 9.15 og 10.30. (POWERSÝNING kl. 10.30.)
Frábær ævintýramynd hlaðin tæknibrellum eins og þær gerast bestar
í anda IndianaJones.Fyrsta stórmynd sumarsins þar sem hetjan
Van Helsing á í höggi við Drakúla greifa, Frankenstein og Varúlfinn.
Tvíhöfði
DV
Roger Ebert
Chicago Sun Tribune
VINSÆL
ASTA
MYNDIN
Á ÍSLAN
DI!
POWERSÝNING
kl. 10.30.
FRÁ LEIKSTJÓRA „THE MUMMY“
OG „THE MUMMY RETURNS“
FRÁ LEIKSTJÓRA „THE MUMMY“ OG „THE MUMMY RETURNS“ FRÁ LEIKSTJÓRA „THE MUMMY“ OG „THE MUMMY RETURNS“
HÁDEGISBÍÓ Í SAMBÍÓUM, KRINGLUNNI
MIÐAVERÐ KR. 400 Á ALLAR MYNDIR KL. 12
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 8 og 10.40. B.i.12 ára
KRINGLAN
Sýnd kl. 10.
„Frábærar
reiðsenur,
slagsmálatrið
i, geggjaðir
búningar og
vel útfærðar
tæknibrellur“
Fréttablaðið
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 6.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i.12 ára
SV. MBL
VE. DV
Tær snilld.
Skonrokk.
Stranglega bönnuð
innan 16 ára.
Sýnd kl. 3.45, 8 og 10.20.Sýnd kl. 4. Íslenskt tal.
Sýnd kl. 4, 6.15, 8 og 10. Sýnd kl. 6, 8 og 10.
FRÁ LEIKSTJÓRA „THE MUMMY“ OG
„THE MUMMY RETURNS“
Útlit myndarinnar er frábært. Tæknibrellurnar eru fyrsta flokks.
Van Helsing er alvöru sumarpoppkornssmellur sem stendur fyllilega
undir væntingum.
Þ.Þ. Fréttablaðið.
Tvíhöfði
DV
Fyrsta
stórmyndsumarsins.
Roger Ebert
Chicago Sun Tribune
VINSÆL
ASTA
MYNDIN
Á ÍSLAN
DI!
SKONROKK
HJ MBL
J.H.H
Kvikmyndir.com
Það er óralangt
síðan ég sá jafn
skelfilega
grípandi mynd.
Án efa ein
besta myndin í
bíó í dag.
KD, Fréttablaðið
„Þetta er
stórkostlegt
meistaraverk“
ÓÖH, DV
Í SNERTINGU VIÐ TÓMIÐ
Með Íslandsvininum, Jason Biggs úr „American Pie“ ofl.
frábærum leikurum eins og Woody Allen, Danny DeVito, Christina
Ricci (Sleepy Hollow) og Stockhard Channing (West Wing).
Ný rómantísk gamanmynd
frá háðfuglinum
Woody Allen
FRUMSÝNING
Sýnd kl. 4 og 9. Sýnd kl. 6.05.
&
kynna
Verður frumsýnd 17. og 18. maí kl. 18.00.