Morgunblaðið - 16.05.2004, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MAÍ 2004 23
Meira en fjórðungur allra
Íslendinga er með
háþrýsting og um 40%
Íslendinga um sextugt,
en tíðni hans eykst með
hækkandi aldri.
Hvernig er
blóð-
þrýstingurinn?
LH-mjólkurdrykkurinn
er fersk, sýrð
mjólkurvara.
Lífvirku
peptíðin
í honum geta
hjálpað til við
stjórn á blóðþrýstingi.
Sjá nánar á www.ms.is
Náttúruleg hjálp við
stjórn á blóðþrýsting
i
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
NEYTENDASAMTÖKIN hafa af-
hent Samkeppnisstofnun kæru
vegna auglýsingar Samtaka banka
og verðbréfafyrirtækja (SBV) um
samanburð á þjónustugjöldum í
bönkum á Íslandi, í Noregi, Dan-
mörku og Svíþjóð. Eftir að þetta
fregnaðist sendu SBV frá sér til-
kynningu þar sem samtökin furða
sig á kærunni.
Neytendasamtökin segjast á
heimasíðu sinni hafa gagnrýnt
skýrslu SBV um samanburð á þjón-
ustugjöldum sem birt var í febrúar
en SBV hafi engu að síður birt reglu-
lega auglýsingar í sjónvarpi þar sem
niðurstöðum skýrslunnar sé hamp-
að. Það er álit lögfræðinga Neyt-
endasamtakanna að auglýsingarnar
brjóti í bága við ákvæði samkeppn-
islaga enda gefi þær engan veginn
rétta mynd af aðstæðum. Krefjast
Neytendasamtökin þess því að birt-
ing umræddrar auglýsingar verði
stöðvuð þegar í stað.
Í tilkynningu SBV benda samtök-
in á að auglýsingarnar hafi byggst á
samanburðarskýrslu GJ Fjármála-
ráðgjafar um þjónustugjöld á Norð-
urlöndum. Aðferðir þess fyrirtækis
séu þekktar og samtökin véfengi
ekki niðurstöður skýrslunnar. Þau
standi við fyrri orð sín um að þjón-
ustugjöld banka hér á landi séu síst
hærri en í nágrannalöndunum.
„SBV telja við hæfi að Neytenda-
samtökin leggi fram faglega unnar
upplýsingar um bankamarkaðinn
hér á landi fremur en að gera við-
leitni annarra til upplýstrar umræðu
tortryggilega með órökstuddri
gagnrýni og tilhæfulausum uppþot-
um í fjölmiðlum,“ segir í tilkynningu
Samtaka banka og verðbréfafyrir-
tækja.
Þá hefur GJ Fjármálaráðgjöf sent
frá sér tilkynningu þar sem segir
m.a. að engin ný rök komi fram í
kæru Neytendasamtakanna. Þau
hafi kosið að sneiða framhjá mál-
efnalegri umræðu og endurtekið
upphrópanir í sífellu. Frábiður fyr-
irtækið sér slíkar umræður.
Neytenda-
samtökin
kæra aug-
lýsingar
bankanna
SÁ GÓÐI prófessor Jón Stein-
ar Gunnlaugsson fer mjög með
fleipur í greinarstúf sem hann
birti í Morgunblaðinu í gær,
laugardag, og helgaði ekki síst
minni persónu.
Í fyrsta lagi mundi ég verða
mjög sár og reiður þeim orðum
að ég „seldi mig hæstbjóðanda“
ef ég gerði mér ekki grein fyrir
að þau eru látin falla í hita þeirra
miklu deilna sem fjölmiðlafrum-
varp Davíðs Oddssonar hefur
vakið. Ég hlýt þó að taka fram að
ég mundi aldrei láta mér til hug-
ar koma að hafa þvílík orð um
þann ágæta málsvara sinna skoð-
ana Jón Steinar og ætlast eig-
inlega til að þau séu heldur ekki
höfð um mig.
Í öðru lagi mótmæli ég því ein-
dregið að DV undir minni rit-
stjórn og Mikaels Torfasonar
birti „róg“ og „söguburð“ um for-
sætisráðherra. Það er fjarri öll-
um sanni, þótt stundum sé skor-
inort komist að orði í ýmsum
greinum blaðsins, enda finnur
Jón Steinar orðum sínum aðeins
tvær stoðir.
Sú fyrri er haldlaus með öllu.
Við höfum engar sögur birt um
að Davíð hafi hótað föður Hall-
gríms Helgasonar rithöfundar
embættismissi. Við birtum aftur
á móti útdrátt af viðtali sem haft
var við Hallgrím á Útvarpi Sögu
þar sem hann tók reyndar skýrt
fram – í tilefni af frægum fundi
sínum og Davíðs – að hann hefði
tekið upp hjá sjálfum sér að ótt-
ast um starf föður síns. Ef Jón
Steinar hefur einhverjar athuga-
semdir, af hverju ræðst hann
ekki á Útvarp Sögu þar sem
þetta allt kom fram? Hin seinni
er að sönnu grafalvarlegt mál og
kurl ekki komin til grafar ennþá.
Það snýst um frétt í DV um að
forsætisráðherra hefði hringt í
umboðsmann Alþingis til að lýsa
óánægju sinni með álit hans á
skipan dómsmálaráðherra á Ólafi
Berki Þorvaldssyni í embætti
hæstaréttardómara. Og höfum
við eftir heimildum sem við telj-
um mjög áreiðanlegar að þar hafi
forsætisráðherra talað með þeim
hætti að kalla verði hótanir.
Hér er sannkallað stórmál á
ferðinni sem fá verður niðurstöðu
um sem fyrst en stóryrði um
„lágkúru“, „saurblað“ og annað
þess háttar munu ekki duga til að
hylja málið moldviðri. Tilraun til
þess sýnist mér grein Jóns Stein-
ars umfram allt vera – og má
geta þess að nú þegar er komin á
kreik sú kenning að furðu harðar
árásir Davíðs sjálfs á forseta Ís-
lands séu líka tilraun til að draga
athyglina frá þessu máli varðandi
umboðsmann, sem gæti átt eftir
að reynast forsætisráðherra tölu-
vert skeinuhættara en jafnvel
slagur við Ólaf Ragnar Grímsson.
Fleipur
Eftir Illuga Jökulsson
Höfundur er ritstjóri DV.
FRÉTTIR
mbl.is