Morgunblaðið - 16.05.2004, Blaðsíða 44
MINNINGAR
44 SUNNUDAGUR 16. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Lífsþræðir tveggja
unglingsstúlkna ófust
saman um einhver
árabil. Seinna skildu
leiðir eins og gengur. Eftir lifa
minningar um Hólmfríði Ástu
Bjarnason – Fríðu – kæra vinkonu
frá unglingsárum; þegar fundum
okkar bar fyrst saman vorum við
þrettán ára.
Við kynntumst í sól og hita suð-
ur á Kanaríeyjum en þar dvöldum
við báðar ásamt foreldrum okkar.
Það stefndi í einmanalegt frí en ég
hafði þó rekið augun í stúlku á
mínu reki og greip tækifærið þegar
ég sá hana tilsýndar, að synda í
kaldri lauginni. Ég vék mér að
stúlkunni, kynnti mig og spurði
hana að nafni. Hún varð furðu lost-
in en sagði til nafns og við tókum
tal saman. Þá kynntist ég Fríðu,
eins og hún var alltaf kölluð. Fríða
með brúnu, fallegu augun og um-
hverfis dökk og löng bráhár. Hún
sagði mér síðar að henni hefði
brugðið í brún vegna þess að hún
taldi mig mun eldri en ég var. Litli
bróðir minn var með mér og hún
hélt mig vera mömmu hans. Þegar
þessi misskilningur leiðréttist þá
létti henni mikið og hennar dillandi
hlátur tók að óma. Þegar minning-
arnar spretta upp í huga mínum,
ein af annarri, þá eru þær umvafð-
ar hlátri hennar. Hláturinn var
henni eðlislægur, sprottinn af
HÓLMFRÍÐUR ÁSTA
BJARNASON
✝ Hólmfríður ÁstaBjarnason,
Fríða, fæddist í
Reykjavík 19. febr-
úar 1962. Hún lést í
Sjálfsbjargarheim-
ilinu í Hátúni 12
fimmtudaginn 29.
apríl síðastliðinn og
var jarðsungin frá
Árbæjarkirkju 7.
maí.
skopskyni sem hún
hafði gnótt af. Eftir
dvölina á Kanaríeyjum
urðum við góðar vin-
konur og við tóku ár
sem eru mikil mótun-
arár í lífi hverrar
manneskju. Unglings-
árin. Fríða bjó að
góðu uppeldi, átti heil-
steypta móður og
traustan stjúpföður
sem í sameiningu
bjuggu henni og
bræðrunum gott
heimili. Með þann
bakgrunn fór Fríða
inn í unglingsárin.
Við vorum aldrei í vandræðum
með að hafa ofan af fyrir okkur
enda Fríða uppátektasöm og vin-
sæl meðal vinkvenna sinna. Við
sátum gjarnan fram á nætur í her-
bergi Fríðu í Grundarlandinu,
spjölluðum saman og hlustuðum á
plötur en Fríða fylgdist grannt
með því sem efst var á baugi í tón-
list. Í uppáhaldi hjá henni þá voru
hljómsveitirnar Queen, Santana,
Electric Light Orchestra, Elton
John og Genesis. Tvær unglings-
stúlkur sem voru svo mikið að
þroskast, en þó ekki meira en það
að þær sátu fram á nætur, spiluðu
Matador, hlustuðu þá gjarnan á út-
varpið og fengu sér kornflekskök-
ur, bestu í heimi!, sem snilldar-
kokkurinn móðir Fríðu, Ellý, bjó
til.
Fríða er ein jákvæðasta mann-
eskja sem ég hef fyrirhitt um æv-
ina og mætti sannarlega til lífsins
með jákvæðni og hafði afar góð
áhrif á mig og aðra. Ef upp kom
hugmynd sem henni leist vel á þá
var hún drífandi og hrinti henni í
framkvæmd. Það var fyrir hennar
tilstilli að við fórum í margar úti-
legur, allar minnisstæðar, þó er sú
sem einföldust var í sniðum eft-
irminnilegust. Þá fórum við suður í
Hafnir þar sem afi og amma Fríðu
bjuggu. Tjölduðum steinsnar frá
hafi og fórum í fjörugöngur, skoð-
uðum eyðibýli í nágrenninu og lás-
um ástarsögur í tjaldinu. Þegar
kuldi svarf að fórum við inn til
ömmu hennar og fengum „ömmu-
kakó“. Með leyfi foreldra okkar
fórum við á Rauðhettuútihátíðina
og skemmtum okkur konunglega
en ekki fór eins vel þegar við stál-
umst til að fara í útilegu. Það
syndasumar unnum við báðar sem
sendlar í Arnarhvoli, Fríða í sam-
gönguráðuneytinu. Fannst okkur
að sumarið mætti ekki líða án þess
að við færum í eina útilegu. Eina
helgina skelltum við okkur svo upp
í rútu með tjald og nesti og fórum
að Búðum á Snæfellsnesi. Áttum
skemmtilega helgi og ætluðum að
taka rútuna klukkan sex á sunnu-
degi en vegurinn var langur frá
tjaldstæðinu á Búðum að þjóðvegi
og við misstum af rútunni. Það
voru hnípnar konur sem hófu
gönguna löngu, frá Búðum til
Reykjavíkur. Það þarf ekki að orð-
lengja að um miðnætti, eftir sex
tíma göngu í rigningu, þá gáfumst
við upp. Í ágústmyrkrinu gengum
við niður að bóndabæ og bönkuðum
upp á. Þar var okkur ágætlega tek-
ið og fengum við næturgistingu þar
og Fríða hringdi heim morguninn
eftir. Það var víst fyndið (eftir á!)
þegar svarað var í símann í Grund-
arlandinu og nefmælt símstöðvar-
kvenrödd heyrðist í fjarska: „Halló,
Hólmfríður á Neðra-Hóli er á lín-
unni og biður um samtal.“
Að kynnast Fríðu og hafa fengið
að deila með henni hinum mik-
ilvægu unglingsárum var dýrmætt.
Hún var trygglynd og ber bunki af
bréfum þess merki. Hún skrifaði
mér löng og skemmtileg bréf þegar
ég fór til Kaupmannahafnar í eitt
ár. Einn sumardag árið 1981 þegar
við vorum báðar nítján ára, ég í
Kaupmannahöfn og hún í Reykja-
vík, þá hringdi hún og sagðist vera
að koma í heimsókn. Að vísu væri
hún í hjólastól en það myndi redd-
ast. Við hittumst á flugvellinum í
Kaupmannahöfn og við tók sum-
arfrí í glampandi sól og hita. Eftir
nokkurradaga dvöl í Kaupmanna-
höfn var farið upp í lest og stefnan
tekin á Stokkhólm þar sem Jón
Páll, faðir Fríðu, bjó og starfaði
sem gítarleikari. Þegar vel heppn-
aðri Kaupmannahafnar- og Stokk-
hólmsferð hennar lauk gekk hún
upp landganginn, ein og óstudd,
enginn hjólastóll. MS-kastið hafði
dregið sig í hlé og Fríða gekk í átt
að flugvélinni sem flaug með hana
heim til Íslands.
Nú hefur hennar bjarta sál, hlát-
urmildi andi, flogið til sólar.
Lífsþræðir tveggja unglings-
stúlkna fléttuðust saman um skeið.
Seinna skildu leiðir eins og gengur,
en þó fögnuðum við hvor með ann-
arri fæðingu frumburða okkar.
Eftir það slitrótt samskipti uns þar
kom að við spunnum þráðinn ekki
lengur. Eftir lifa í huga og hjarta
minningar, hjúpaðar þakklæti. En
einnig trega. Líf Fríðu litaðist svo
mjög af MS. Hún sem var öðrum
fremur andlega í stakk búin til að
Lína frænka eins og
ég kalla hana var hálf-
systir föður míns. Ég
þekkti hana frá barn-
æsku og hún var part-
ur af tilverunni. Kom
oft í heimsókn að
Uppsölum þar sem við bjuggum og
gisti stundum. Síðustu áratugina
bjó hún í litlu húsi sem stendur ut-
arlega í Garðinum þar til hún flutt-
ist á Garðvang. Við stunduðum
bókaskipti og fylgdumst stundum
með sömu sjónvarpsþáttunum.
Lína hafði gaman af að sauma út
og blómin hennar Línu vora alltaf í
fullum skrúða. Hún hugsaði mikið
um sonarbörnin, eins og raunar um
öll ættmenni sín. Ævistarf Línu
var fiskvinnsla eins og mitt og
flestra kvenna, sem unnu úti í
Garði og Sandgerði á tuttugustu
öldinni. Lína hélt sér vel og var
hraust þar til hún veiktist af heila-
EGILÍNA GUÐ-
MUNDSDÓTTIR
✝ Egilína Guð-mundsdóttir
fæddist í Garði 15.
janúar 1914. Hún
lést á Garðvangi í
Garði 1. apríl síðast-
liðinn og var útför
hennar gerð frá Út-
skálakirkju 10 apríl.
blóðfalli fyrir stuttu.
Þriðjudaginn 30. mars
sá ég Línu síðast. Við
sátum hjá henni og
hún brosti þegar við
sögðumst koma aftur
fljótlega. Eftir að ég
kynntist Geira fór ég
fljótlaga með hann í
heimsókn til Línu.
Ég hafði ráðið mig
á bát frá Keflavík
1987, og höfðu kynni
mín og Elsu konu
minnar hafist fljótlega
eftir það.Veturinn
1988, er við vorum eitt
sinn á leið frá Keflavík til Sand-
gerðis sagði Elsa að við skyldum
koma við í Garðinum hjá Línu
frænku. Ég hafði ekki heyrt um
Línu áður. Þegar við renndum að
húsinu sá hún okkur í gegnum
stofugluggann. Hún var fljót til
dyra og tók mér strax eins og hún
hefði þekkt mig alla tíð. Og kisan
Lóló, sem svaf í rúmi sínu, sem
ekki var dónalegt, reis úr rekkju til
að athuga gestina. Þá þrjá vetur
sem ég átti eftir að stunda sjóinn
frá Keflavík kom ég oft við hjá
Línu á leiðinni til Sandgerðis þegar
ég kom af sjónum. Færði ég henni
í soðið og var það vel þegið af þeim
AFMÆLIS- og minningar-
greinum má skila í tölvupósti
(netfangið er minning@mbl.is,
svar er sent sjálfvirkt um leið
og grein hefur borist) eða á
disklingi. Ef greinin er á disk-
lingi þarf útprentun að fylgja.
Nauðsynlegt er að tilgreina
símanúmer höfundar og/eða
sendanda (vinnusíma og heima-
síma). Ekki er tekið við hand-
skrifuðum greinum.
Um hvern látinn einstakling
birtist ein aðalgrein af hæfi-
legri lengd á útfarardegi, en
aðrar greinar séu um 300 orð
eða 1.500 slög (með bilum) en
það eru um 50 línur í blaðinu
(17 dálksentimetrar). Tilvitn-
anir í sálma eða ljóð takmark-
ast við eitt til þrjú erindi. Einn-
ig er hægt að senda örstutta
kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–
15 línur, og votta virðingu án
þess að það sé gert með langri
grein. Greinarhöfundar eru
beðnir að hafa skírnarnöfn sín
en ekki stuttnefni undir grein-
unum.
Minningargreinum þarf að
fylgja formáli með upplýsing-
um um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um er fæddur, hvar
og hvenær dáinn, um foreldra
hans, systkini, maka og börn og
loks hvaðan útförin verður gerð
og klukkan hvað. Ætlast er til
að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður,
en ekki í greinunum sjálfum.
Þar sem pláss er takmarkað
getur þurft að fresta birtingu
greina, enda þótt þær berist
innan hins tiltekna frests.
Frágangur
afmælis-
og minning-
argreina
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langlangamma,
GUÐBJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR,
Bjarteyjarsandi,
verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju, Saur-
bæ, Hvalfjarðarströnd, þriðjudaginn 18. maí
kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á
dvalarheimilið Höfða, Akranesi.
Jónas Guðmundsson,
Hallgrímur Guðmundsson, Rebekka Gunnarsdóttir,
Óttar Guðmundsson, Jóna G. Ólafsdóttir,
Sigurjón Guðmundsson, Kolbrún R. Eiríksdóttir,
Dúfa Stefánsdóttir, Vífill Búason,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn.
Við þökkum innilega þeim fjölmörgu, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug í orði og verki í
veikindum, við andlát og útför okkar elskuðu
eiginkonu, móður, tengdamóður, dóttur,
ömmu, systur, mágkonu og svilkonu,
SVEINBORGAR HELGU SVEINSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til Heimahlynningar Krabba-
meinsfélagsins.
Finnbogi Jónsson,
Esther Finnbogadóttir, Bjarni Karl Guðlaugsson,
Ragna Finnbogadóttir, Andrés Minarro,
Sigríður R. Júlíusdóttir,
Finnbogi Guðmundsson,
Júlíus Sveinsson, Freydís Fannbergsdóttir,
Sveinn S. Sveinsson, Margrét J. Bragadóttir,
Ragnar Sveinsson, Gunnhildur M. Sæmundsdóttir,
Birgir Sveinsson, Steinunn Ingibjörg Gísladóttir,
Dóróthea Bergs, Helgi Már Bergs,
Anton Helgi Jónsson, Margrét Sveinsdóttir,
Hrafnhildur Ólafsdóttir.
Elskulegur eiginmaður minn,
GÍSLI DAGSSON,
Vesturbergi 50,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánu-
daginn 17. maí kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast Gísla, er vinsamlega
bent á að láta Krabbameinsfélagið njóta þess.
Margrét Sigvaldadóttir.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför móður minnar, tengda-
móður og ömmu,
PÁLÍNU MAGNEU PÁLSDÓTTUR,
Skipholti 8,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar D-6,
Landspítala, Fossvogi.
Páll Ástþór Jónsson, Hólmfríður Tryggvadóttir,
Hlín Pálsdóttir,
Sif Pálsdóttir,
Jón Ingi Pálsson.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
INGIBJÖRG ÓLADÓTTIR,
Stekkjargerði 6,
Akureyri,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju þriðju-
daginn 18. maí klukkan 13.30.
Haukur Guðmarsson, Marta Vilhjálmsdóttir,
Gylfi Guðmarsson, Arnheiður Eyþórsdóttir,
Guðmundur Guðmarsson, Helga Aðalsteinsdóttir,
Óli Guðmarsson,
Anna Steinunn, Hafdís Inga
og Óli Gneisti Sóleyjarbörn,
barnabörn og langömmubörn.