Morgunblaðið - 16.05.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.05.2004, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MAÍ 2004 27 Málþing: Gagnvirk framtíðarrými miðvikudaginn 19. maí frá kl. 15:00 til 18:00 á 6. hæð í Húsi atvinnulífsins að Borgartúni 35 Hvernig munum við haga námi, starfi og samskiptum við vini og félaga eftir 10 ár? Hvernig mun ný tækni hjálpa okkur að mynda tengsl og finna okkur stað í tilverunni? Hvar eru hin nýju stafrænu skil og hvernig brúum við bilin milli manns, umhverfis og tækni? Hvaða áhrif mun tæknin hafa á manngert og náttúrulegt umhverfi? Hvernig bregðast íslensk fyrirtæki við framþróun á þessu sviðum, sem neytendur eða framleiðendur? Á málþinginu munu erlendir og innlendir fyrirlesarar leitast við að svara þessum spurningum með dæmum úr þróun tækni og rannsóknum, fjallað verður m.a. um gegnsmeyga tölvunotkun (pervasive computing), tækni til skynjunar aðstæðna og gervigreindarstýringu, þarfir notenda og viðbrögð þeirra. 15:00 15:15 15:30 15:45 16:00 16:15 16:45 17:15 17:45 Dagskrá: Málþingið er öllum opið Vinsamlegast sendið beiðni um skráningu á mottaka@si.is eða hringið í síma 591 0100. Nánari upplýsingar um málþingið og fyrirlesara eru á vefsetri Samtaka iðnaðarins; www.si.is. Opnun málþings Skúlína Kjartansdóttir, hönnuður Fyrir utan kassann Helga Waage, tæknistjóri, Hex Notendaprófanir á leið til nýrra tíma Marta Kristín Lárusdóttir, lektor, HR Sagnaarfurinn myndgerður með nútíma tækni Hilmar Sigurðsson, Caoz Kaffiveitingar Skóli, vinna og daglegt líf - samskipti í gagnvirkum rýmum Kaj Grønbæk, prófessor við Háskólann í Árósum Gegnsmeyg tölvunotkun - sýn á tengjandi raunveruleika Preben Mejer, forstjóri Innovationlab Katrinebjerg, Árósum Rannsóknir í media lab UIAH Philip Dean, prófessor, Media Lab UIAH, Helsinki Fyrirspurnir og umræður Fundarstjóri: Guðný Káradóttir framkvæmdastjóri Gagarín. VIÐURKENNING fyrir bestu fræðibók ársins 2003 var veitt í 12. sinn á aðal- fundi Upplýsingar 10. maí sl. Viðurkenningu hlaut að þessu sinni bókin Úr torf- bæjum inn í tækniöld sem Bókaútgáfan Örn og Örlyg- ur gaf út. Meðal höfunda er Árni Björnsson. Ritstjóri var Magnús Kristinsson, myndaritstjóri Örlygur Hálfdanarson. Í ár stóðst engin bók fyrir börn og unglinga lágmarkskröfur. Úr torfbæjum inní tækni- öld er í tveimur meginþátt- um. Annars vegar er í fyrsta bindinu umfjöllun Árna Björnssonar þjóð- háttafræðings, Íslenskt mannlíf á milli stríða, hins vegar eru í öðru og þriðja bindi ferðalýsingar, frá- sagnir og ljósmyndir nokk- urra þýskra karla og kvenna sem dvöldust hér á landi á sama tímabili. Viðurkenningarnar hljóta höfundur og útgef- andi viðkomandi ritverks þar sem vönduð bók bygg- ist á skilvirkri samvinnu þessara aðila. Megintil- gangur viðurkenningarinn- ar er að vekja athygli á mikilvægi þess að gera fræðibækur vel úr garði, hvort sem um er að ræða fræðibækur fyrir börn eða fullorðna, almenning eða sérfræðinga. Áhersla er lögð á gildi heimildaskráa og þess að aðgengi að efni fræðibóka sé vel tryggt með ítarlegum og vönduðum hjálparskrám. Í áliti nefndarinnar segir m.a. „Úrslitaáhrif við val hafði umfjöllunin um tíma- bilið frá 1918–1940 í fyrsta bindinu og vandaðar hjálp- arskrár sem fylgja ritinu og auðvelda aðgengi notenda að efni þess. Notagildi rits- ins er mikið, sérstaklega þar sem hér er gefið heild- stætt yfirlit yfir millistríðs- árin. Myndum og texta er í öllum bindunum fléttað saman í eina órofa heild. Ritið er aðgengileg hand- bók um efnið sem stenst jafnframt fræðilegar kröf- ur. Við gerð þess og frá- gang allan er fagmennska og vandvirkni í fyrirrúmi.“ Matsnefndina skipa þær Bryndís Áslaug Óttarsdótt- ir, Elín Kristbjörg Guð- brandsdóttir og Þórdís T. Þórarinsdóttir. Úr torfbæjum inn í tækniöld besta fræðibókin Magnús Kristinsson Örn Hálfdánarson Árni Björnsson NÝ KVIKMYND í fullri lengd um ævi og störf hins heimsþekkta myndlistarmanns Dieters Roth, sem bjó og starfaði á Íslandi um árabil, verður frumsýnd í Háskólabíói í kvöld kl. 19, en kvikmyndin er sýnd í sam- vinnu við Listahátíð í Reykjavík. Að sögn Björns Roth, sonar Dieters, kviknaði hug- myndin að gerð myndarinnar í tengslum við viðamikla yfirlitssýningu um Dieter sem Björn vann í samvinnu við Laurenz-stofnun- ina í Basel fyrir nokkrum árum. Á yfirlitssýn- ingunni, sem sýnd var fyrst í Schaulager Basel, svo Museum Ludwig Köln og loks á MoMA (Museum of Modern Art) í New York, var að sögn Björns reynt að gera starfævi Dieters eins góð skil og mögulegt var. „Í tengslum við sýninguna kviknaði hugmyndin um að fara út í gerð heimildarmyndar um Dieter og var hin svissneska kvikmyndagerð- arkona Edit Rud fengin til starfsins, en hún hefur á síðustu tveimur áratugum gert fjöldann allan af heimildarmyndum um lista- menn.“ Að sögn Edit Rud, sem stödd er hér á landi í tilefni frumsýningarinnar, tók gerð mynd- arinnar þrjú ár, en hún var frumsýnd í Zürich í fyrra og sýnd þar í borg í rúmar tuttugu vik- ur. Í framhaldinu var myndin síðan sýnd bæði í MoMA í New York og á kvikmyndahátíðum bæði í Þýskalandi og Frakklandi, en á næst- unni eru fyrirhugaðar sýningar á myndinni í Austurríki og í haust verður hún tekin til al- mennrar sýningar í Frakklandi. Í myndinni er rætt við tugi fólks, bæði vini og ættingja sem rifja upp ævi og störf lista- mannsins, en segja má að Björn sé nokkurs konar sögumaður er leiði fólk gegnum mynd- ina. Sjá má brot úr myndbandsverkum Diet- ers og heyra viðtöl við listamenn sem störfuðu náið með honum, en Dieter var frumkvöðull í því að vinna að myndlist í samvinnu við marga listamenn. „Í mínum huga er list Dieters Roth óaðskiljanleg frá lífi hans og ætlun mín var að tvinna hvoru tveggja saman. Þannig reyndi ég í myndinni m.a. að gefa innsýn í hvernig verk hans urðu til, þ.e. hvaða vinnuferli lá að baki verkunum,“ segir Edit Rut. Aðspurður segir Björn Roth myndina gefa afar góða mynd af Dieter. „Ég get alla vegna sagt að ég þekki karl föður minn eins og hann birtist í myndinni.“ Spurður hvaða þýðingu það hafi að fá svo greinargóða mynd um ævi Dieters segir Björn það afar mikilvægt, ekki síst til að hægt sé að setja list Dieters í rétt samhengi. „Þessi mynd gefur góða innsýn í hluti sem listfræðingar hafa ekki getað fjallað um, en á síðustu árum hefur raunar talsvert verið skrifað um Dieter, sérstaklega á meg- inlandi Evrópu. Gagnrýnendur og listfræð- ingar hafa auðvitað allan hátt á því hvernig þeir lýsa verkum hans, en mjög mörg verk- anna eru afar persónuleg og þann þátt hafa þeir oft misst af eða hreinlega misskilið. Ég get ímyndað mér að þessi mynd hjálpi til við að sjá persónuna sjálfa, því hann tengdi list sína svo mikið daglegu lífi og á síðari árum reyndi hann að láta hvoru tveggja nánast renna saman í eitt.“ Þess má að lokum geta að næstu sýningar á myndinni eru á morgun og þriðjudag kl. 18, en myndin verður sýnd fram eftir vikunni. Framleiðandi myndarinnar er Franziska Reck fyrir Reck Filmproduktion, en dreifingu á Íslandi annast Pegasus Pictures. Líkt og kom fram í blaðinu á föstudag var myndin for- sýnd á Seyðisfirði í gær, en stefnt er að því að sýna hana á listahátíðinni Á seyði sem haldin er á Seyðisfirði nú í sumar. Ný kvikmynd um ævi og list myndlistarmannsins Dieters Roth frumsýnd í Háskólabíói Líf og list renna saman í eitt Ný kvikmynd um ævi og störf Dieters Roth verður frumsýnd í Háskólabíói í kvöld. Pixlar ehf., Suðurlandsbraut 52 Nú stendur yfir ljósmyndasýning Finnboga Marinóssonar. Hann hef- ur undanfarin þrjú ár starfað á Ak- ureyri og rekið Dagsljós ehf., ljós- myndaþjónustu. Í byrjun árs sýndi hann þessar myndir á Glerártorgi á Akureyri undir nafninu Konur eru … Um er að ræða 26 mynda ser- íu af nokkrum konum á öllum aldri. Sjá má myndirnar á vefsvæðinu www.dagsljos.is. Skriðuklaustur kl. 15 Guðrún S. Birgisdóttir þverflautuleikari og Pétur Jónasson gítarleikari flytja m.a. verk eftir Hjálmar H. Ragn- arsson, Atla Heimi Sveinsson, Þor- kel Sigurbjörnsson, Áskel Másson og Kjartan Ólafsson. Í DAG AÐSTANDENDUR gallerís Meistara Jakob, Skólavörðustíg 5, hafa ákveðið að hætta rekstri gallerísins frá og með 21. maí nk. Galleríið hefur verið starf- rækt í rúm fimm ár og verið rekið af listamönnum sem hafa haft verk sín til sýnis og sölu í galleríinu. Alls hafa 22 lista- menn komið við sögu Meistara Jakobs, að jafnaði 12 manns í senn. Haldnar hafa verið sýningar á verkum listamanna í Meistara Jakob hér á landi og erlendis, nú síðast í Norræna húsinu í nóv- ember sl. í tilefni af fimm ára af- mæli gallerísins. Auk þess hefur galleríið staðið fyrir ýmsum uppákomum á menningarnótt. Meistari Jakob hættir Fréttasíminn 904 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.