Morgunblaðið - 16.05.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.05.2004, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 16. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ „AL-JAZEERA er góð fréttastöð. Ég horfi oft á hana. Hún hefur breytt miklu fyrir okkur,“ segir leigubílstjóri við blaðamann. Þeir aka eftir götum Doha, höfuðborgar Katar. Úti er glampandi sól og heitt í veðri. Bifreiðin stansar við öryggishlið. Nokkru síðar situr blaðamaður inni á skrifstofu Jihad Ali Ballout, yfir- manns samskipta og almannatengsla hjá Al-Jazeera. Hann hefur unnið við fjölmiðla í 26 ár og var áður hjá BBC Arabic, líkt og mikið af starfsfólki Al- Jazeera. „Margir á Vesturlöndum reka upp stór augu þegar þeir heyra nafnið mitt,“ segir Jihad kankvís og bíður blaðamanni sæti. Menn tengja „jihad“ við „heilagt stríð“. Skiljum afstöðu bandarískra ráðamanna „Al-Jazeera hefur mikið verið gagnrýnd og það fyrir allt á milli him- ins og jarðar. Það lítur út fyrir að kastljósið lendi alltaf á okkur. Ef við gerum eitthvað, þá erum við spurð út í það – ef við gerum það ekki erum við spurð af hverju. Við höfum fengið mun meiri athygli frá Bandaríkjunum en margir aðrir fréttamiðlar. Fréttir okkar fara stundum ekki vel í bandaríska herinn, ráðamenn hans og fleiri. Við skiljum það mætavel. Við segjum oft hluti sem koma sér ekki vel fyrir þá og þeir vilja ekki að við segjum,“ segir Jihad. Daginn fyrir heimsókn blaðamanns fundaði utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, Colin Powell, með utanríkisráð- herranum í Katar, sjeik Hamad bin Jassim al-Thani. Í samtali þeirra kvartaði Powell meðal annars yfir umfjöllun Al-Jazeera um stríðið gegn hryðjuverkum og aðgerðunum í Írak. „Starfsmenn okkar í Írak hafa ver- ið fangelsaðir. 21 sat inni, sumir í þó nokkurn tíma, en var síðan sleppt án kæru. Almenningur og yfirvöld hafa gagnrýnt okkur fyrir að vera and-am- erísk. Við höfum verið sökuð um að vera málpípa bin Ladens og styðja Saddam Hussein. Arabar hafa hins vegar gagnrýnt okkur fyrir að vera of hliðholl Banda- ríkjunum. Gagnrýnin nær þannig yfir allan skalann. Það er væntanlega merki um árangur þess sem við erum að reyna að gera; að sýna fleiri en eina hlið málsins. Það er stefna okkar. Við erum ekki að reyna að vinna gegn Vesturveldunum. Al Jazeera hefur það að leiðarljósi að hverri skoðun fylgi ævinlega andvíg skoðun. Á hverju máli eru margar hliðar. Það er enginn einn sannleikur. Við álítum að margar mismunandi raddir verði að fá að heyrast.“ Áður heyrðust fáar gagnrýnisraddir Varðandi gagnrýni arabískra ríkis- stjórna bendir Jihad á sögu fjölmiðl- unar við Persaflóa. „Áður heyrðust fáar gagnrýnis- raddir. Við opnuðum fyrir umræður um ýmsa hluti sem áður voru ekki ræddir, til dæmis spillingu. Það fór ekki vel í marga. Al Jazeera hefur veitt arabískum áhorfendum sínum langþráð frelsi til að ræða hlutina og takast á um þá.“ – Hver hafa viðbrögð ykkar eigin ríkisstjórnar verið? „Stjórnin í Katar er sérlega opin. Margt hefur breyst hér á seinustu ár- um og fyrir nokkrum árum tilkynnti ríkisstjórnin algjört fjölmiðlafrelsi. Við höfum frelsi til að gera það sem við viljum. Stjórnin hefur verið undir miklum þrýstingi um að hafa áhrif á okkur. Hún segir hins vegar við gagn- rýnendur að þeir verði að tala beint við okkur. Ég get satt best að segja ekki séð fyrir mér neitt annað arab- ískt land sem myndi leyfa fjölmiðli að vera þetta sjálfstæður.“ Þörf á skilningi Al-Jazeera-sjónvarpsstöðin var stofnuð árið 1996. Í dag eru starfs- menn um 750 talsins og eiga rætur sínar að rekja til yfir tuttugu landa, flestra arabískra. Sjálfur er Jihad með breskt og líbanskt vegabréf. Árið 2001 kom Al-Jazeera á fót vefsíðu og á næsta ári hyggst hún hefja útsend- ingar á ensku. „Þetta verður ekki þýðing á arab- ísku stöðinni, heldur stöð sem rekin er samhliða hinni. Það verður hins vegar auðvitað mikið af sömu fréttum og vitanlega sama ritstjórnarstefna,“ segir Jihad. – Hvað liggur að baki ákvörðuninni um ensku fréttirnar? „Meirihluti frétta um Mið-Austur- lönd og heim araba er gerður af vest- rænum fréttamönnum og er því í gegnum þeirra augu. Í fréttum héðan er þörf á skilningi á arabaheiminum. Ég er ekki að segja að fréttamenn- irnir séu ekki faglegir eða starfi sínu almennt vaxnir, málið er einfaldlega að þeir eru ekki hluti af menningunni hérna. Við álítum að fólk sem lifir og hrærist í þeirri menningu sem um er rætt geti flutt söguna betur. Sjálfur gæti ég varla flutt jafngóðar og ná- kvæmar fréttir frá Íslandi og íslensk- ur fréttamaður. Auk þess hefur ákvörðunin um ensku stöðina með það að gera, að í Mið-Austurlöndum eru margvíslegir hlutir sem okkur finnst skipta máli, þótt vestrænu fjölmiðlarnir fjalli ekki um þá. Undirliggjandi er löngun til að byggja brú á milli vestræna frétta- heimsins og okkar. Við viljum koma á fót samskiptaleið sem veitir upplýs- ingar í báðar áttir. Hingað til hefur straumurinn oftar en ekki verið ein- ungis í aðra áttina, við fengið fréttir frá Vesturlöndum en fólk þar litlar fréttir af okkur. Al-Jazeera veitir nýtt og annað sjónarhorn í heimi þar sem það hvað telst fréttnæmt er gjarnan einhæft. Enska stöðin mun reyna að draga nákvæmari mynd af araba- heiminum en viðgengst í dag.“ – Hversu ranga álíturðu myndina sem vestrænir fjölmiðlar gefa af þess- um hluta heimsins? „Hún er ekki röng, ég sagði það ekki. Hún er bara önnur en sú sem við Á hverju máli eru margar hliðar Arabíska sjónvarpsstöðin Al-Jazeera hefur mikið verið í kastljósinu og meðal annars verið sökuð um and-amerískan áróður. Á Vesturlöndum skaut stöðinni upp á sjónarsviðið þegar hún sjónvarpaði ávarpi Osama bin Laden eftir 11. september 2001. Sigríður Víðis Jónsdóttir heimsótti höfuðstöðvar Al-Jazeera í landinu Katar við Persaflóa. Jihad Ali Ballout, yfirmaður samskipta og almannatengsla hjá Al-Jazeera. Höfuðstöðvar Al-Jazeera. Ljósmynd/Sigríður Víðis Tæknimaður að störfum. HÖFUÐSTÖÐVAR Al-Jazeera eru í borginni Doha. Doha er höfuðborg Katar og þar býr meira en helmingur lands- manna. Katarbúar eru um 600.000 talsins. Landið er rúmir ellefu þúsund ferkíló- metrar að stærð og á svipaðri breiddargráðu og Flórída. Kat- ar hefur landamæri að Sádi- Arabíu og undan ströndu þess er eyjan Barein. Katar er eyðimörk og þar er sól árið um kring. Á sumrin fer hitinn yfir fjörutíu gráður. Landið skagar út í Persaflóa og er bæði ríkt af olíu og gasi. Tekjurnar af þessu hafa tryggt ríkisstjórninni nægt fé, þannig að skattheimta í Katar er eng- in. Katarbúar teljast til araba og meirihluti landsmanna er múslímar. Í Katar er einnig mikið af útlendingum við vinnu, frá ýmsum löndum Asíu og Afríku, auk Vesturlanda. Æðsti maður ríkisins er kall- aður emír og titillinn gengur í erfðir. Núverandi emír heitir sjeik Hamad bin Khalifa al- Thani. Sól árið um kring                                        AL-JAZEERA var sett á lagg- irnar árið 1996, að hluta til með lánum frá ríkisstjórn Katar. Í bók- inni Qatar segir um Al-Jazeera: „Skelegg meðhöndlun Al- Jazeera á stjórnmálum og menningu Mið-Austurlanda er nýr og ferskur kostur í umfjöllun sjónvarpsstöðva sem margar eru undir eftirliti yfirvalda. Fréttir stöðvarinnar og umræðuþættir hafa brotið blað í arabískri fjöl- miðlun og kynnt áhorfendum Mið-Austurlanda fjöldann allan af mismunandi skoðunum.“ Blað brotið í arabískri fjölmiðlun Reuters Fréttamenn að störfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.