Morgunblaðið - 16.05.2004, Blaðsíða 26
Listahátíð í Reykjavík
Listahát íð í Reykjavík
Sunnudagur
Kl. 14 Ljósmyndasafn Reykja-
víkur Nýir raunveruleikar, finnsk sam-
tímaljósmyndun.
Kl. 16 Háskólabíó Píanótónleikar
með Marc-André Hamelin. Seinni tón-
leikar.
Kl. 19 Háskólabíó Frumsýning á
kvikmynd um myndlistarmanninn Dieter
Roth.
LISTIR
26 SUNNUDAGUR 16. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTI
ónýtt starfsorka
ónýt
?ráðstefna um atvinnumál
45+
RÁÐSTEFNA UM STÖÐU
MIÐALDRA FÓLKS Á VINNUMARKAÐI
haldin 19. maí 2004 í Kiwanishúsinu, Engjateigi 11, Reykjavík.
Dagskrá
12:30 Húsið opnað
13:00 Setning
Árni Magnússon félagsmálaráðherra
13:15 Reynslusaga
Guðmundur S. Guðmundsson tæknifræðingur
13:25 Reynslusaga
Ólafur Ólafsson tölvunarfræðingur
13:30 Að takast á við atvinnuleysi á miðjum aldri
Hugrún Jóhannesdóttir, forstöðumaður Vinnumiðlunar höfuðborgarsvæðisins
13:40 Starf og ný viðhorfskönnun nefndar félagsmálaráðherra
varðandi stöðu miðaldra á vinnumarkaði
Elín R. Líndal, formaður nefndarinnar og Kristinn Tómasson læknir
13:50 Breytinga er þörf
Alda Sigurðardóttir, fræðslustjóri VR
14:00 Atvinnuöryggi hjá ríki og sveitarfélögum
Ögmundur Jónasson, formaður BSRB
14:15 Skiptir aldur máli?
Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
14:30 Fyrirspurnir úr sal til frummælenda
15:00 Kaffihlé
15:30 Staða miðaldra fólks á vinnumarkaði í Noregi
Asmund Lunde, framkvæmdastjóri Senter för Seniorpolitikk
16:00 Endurspeglar starfsmannastefna hæfnis- og eiginleikakröfur starfsmanna?
Gylfi D. Aðalsteinsson, lektor við Háskóla Íslands
16:20 Umræður og fyrirspurnir úr sal
16:50 Samantekt og lokaorð ráðstefnustjóra
17:00 Ráðstefnulok
Ráðstefnustjóri: Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar
Ráðstefnan er ókeypis og öllum opin
Skráning á www.vinnumalastofnun.is og í síma 820 9523 fyrir kl. 16 þriðjudaginn 18. maí nk.
• Er æskudýrkun í starfsmannamálum valdandi þess að margt fólk
45 ára og eldra, með fulla starfsorku, á erfitt með að fá vinnu?
• Mun fjölgun í aldurshópnum 45-66 auka á þennan vanda á næstu árum?
• Er tímabært að breyta viðhorfi almennings til eiginleika þeirra sem
eldri eru og hæfni þeirra til starfa?
S
A
M
B
A
N D
Í S L E
N
S
K
R
A
B
A
N K A M A N
N
A
félag
bókagerðar-
manna
Að ráðstefnunni standa: Áhugahópur um atvinnumál miðaldra fólks, Félagsmálaráðuneytið,Vinnumálastofnun, Samtök atvinnulífsins,
BSRB, VR, Félag bókagerðarmanna, Efling, Samband íslenskra bankamanna, Rafiðnaðarsambandið, Landssamtök lífeyrissjóða.
ÞAÐ KOMA nokkur
önnur hljóðfæri við
sögu á útskriftartón-
leikum Melkorku
Ólafsdóttur flautuleik-
ara frá Listaháskóla
Íslands, þó að flautan
sé þar að sjálfsögðu í
aðalhlutverki. Tónleik-
arnir verða haldnir í
Salnum í dag kl. 14 og
eru á efnisskránni
flautukvartett eftir
W.A. Mozart, sex kafl-
ar fyrir flautu, alt-
flautu og tónband eftir
Önnu S. Þorvaldsdótt-
ur sem samið er sér-
staklega fyrir tónleikana og Chant
de Linos eftir André Jolivet fyrir
flautu og píanó, auk sónötu eftir
Jean-Marie Leclair fyrir flautu,
píanó og bassacontinuo sem leikið
er á fagott, og sónötu fyrir flautu og
píanó eftir Francis Poulenc.
„Ég vildi fyrst og fremst hafa
efnisskrána fjölbreytta, svo fólki
leiddist ekki, og til að sýna eins
margar hliðar á mér sem flautuleik-
ara og hægt er,“ segir Melkorka í
samtali við Morgunblaðið. „Mig
langaði líka til þess að hafa eitthvað
splunkunýtt á efnisskránni, og bað
þess vegna Önnu S. Þorvaldsdóttur
tónsmíðanema að semja fyrir mig
verk.“ En Chant de
Linos eftir Jolivet er
eftirlætistónverk Mel-
korku. „Það er mjög
krefjandi, eitt erf-
iðasta verk sem skrif-
að hefur verið fyrir
flautu. En það er mjög
kröftugt og drama-
tískt.“
Gefur einnig
út ljóðabók
Melkorka Ólafsdótt-
ir lærði fyrst á flautu
hjá Maríu Cederborg.
Sextán ára hóf hún
nám við Tónlistarskól-
ann í Reykjavík þar sem kennarar
hennar voru Bernharður S. Wilk-
insson og Hallfríður Ólafsdóttir.
Haustið 2001 hóf hún nám við
Listaháskóla Íslands og lék einleik
með Sinfóníuhljómsveit Íslands í
febrúar síðastliðnum. Síðastliðið
haust var Melkorka skiptinemi við
Konservatoríið í Amsterdam og
lærði þar á flautu hjá Harrie
Starreveld. Stefnir hún á fram-
haldsnám þar eða í Haag í haust.
Auk tónleikanna gefur Melkorka
út ljóðabók í dag, sem hægt er að
nálgast á tónleikunum. Bókin inni-
heldur ljóð sem hún hefur samið á
námsárum sínum í LHÍ.
Vildi hafa eitthvað
splunkunýtt
Melkorka Ólafsdóttir
ACTAVIS, RÚV og Leiklistarsam-
bands Íslands, sem stendur að Grím-
unni, íslensku leiklistarverðlaunun-
um, hafa gert með sér samkomulag
þess efnis að Actavis verði aðalstyrkt-
araðili verðlaunanna næstu þrjú árin.
Gríman, sem var afhent í fyrsta
skipti á síðasta ári, verður afhent við
hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu
hinn 16. júní næstkomandi. Bein út-
sending verður í Ríkissjónvarpinu frá
verðlaunaafhendingunni.
Keppt er í fimmtán flokkum auk
þess sem veitt eru sérstök heiðurs-
verðlaun þeim aðila sem þykir hafa
sett mark sitt á íslenskt leikhús.
Jafnframt er þeirri leiksýningu
sem áhorfendur velja sem bestu leik-
sýninguna veitt sérstök áhorfenda-
verðlaun.
Björn Aðalsteinsson, markaðs-
stjóri Actavis í Norður-Evrópu, segir
ástæðuna fyrir því að Actavis gerist
máttarstólpi Grímunnar vera þá að
fyrirtækið vilji standa við bakið á
öflugu leikhúslífi á Íslandi. „Við vilj-
um leggja okkar af mörkum til þess
að hvetja sviðslistamenn enn frekar
til dáða. Nýtt nafn fyrirtækisins,
Actavis, vísar í frumkvæði og kraft.
Nokkuð sem íslenskt leikhúslíf ein-
kennist af.“
Helga E. Jónsdóttir, framkvæmda-
stjóri Grímunnar, segir að stuðningur
Actavis sé mikilvægur og Leiklistar-
samband Íslands vænti mikils af sam-
starfinu. Leiklistarsamband Íslands
er regnhlífarsamtök alls leikhúsfólks í
landinu og því sé stuðningur Actavis
Group stuðningur við alla sviðslist á
Íslandi.
Lárus Guðmundsson, auglýsinga-
stjóri RÚV, Björn Aðalsteinsson,
markaðsstjóri Actavis í N-Evrópu, og
Guðjón Pedersen, formaður Leiklist-
arsambands Íslands, undirrituðu
samkomulagið í Borgarleikhúsinu á
dögunum.
Morgunblaðið/ÞÖK
Frá undirritun kostunarsamningsins í Borgarleikhúsi milli leiklistar-
verðlauna Grímunnar og Actavis group.
Actavis máttarstólpi
Grímunnar