Morgunblaðið - 16.05.2004, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 16.05.2004, Qupperneq 26
Listahátíð í Reykjavík Listahát íð í Reykjavík Sunnudagur Kl. 14 Ljósmyndasafn Reykja- víkur Nýir raunveruleikar, finnsk sam- tímaljósmyndun. Kl. 16 Háskólabíó Píanótónleikar með Marc-André Hamelin. Seinni tón- leikar. Kl. 19 Háskólabíó Frumsýning á kvikmynd um myndlistarmanninn Dieter Roth. LISTIR 26 SUNNUDAGUR 16. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTI ónýtt starfsorka ónýt ?ráðstefna um atvinnumál 45+ RÁÐSTEFNA UM STÖÐU MIÐALDRA FÓLKS Á VINNUMARKAÐI haldin 19. maí 2004 í Kiwanishúsinu, Engjateigi 11, Reykjavík. Dagskrá 12:30 Húsið opnað 13:00 Setning Árni Magnússon félagsmálaráðherra 13:15 Reynslusaga Guðmundur S. Guðmundsson tæknifræðingur 13:25 Reynslusaga Ólafur Ólafsson tölvunarfræðingur 13:30 Að takast á við atvinnuleysi á miðjum aldri Hugrún Jóhannesdóttir, forstöðumaður Vinnumiðlunar höfuðborgarsvæðisins 13:40 Starf og ný viðhorfskönnun nefndar félagsmálaráðherra varðandi stöðu miðaldra á vinnumarkaði Elín R. Líndal, formaður nefndarinnar og Kristinn Tómasson læknir 13:50 Breytinga er þörf Alda Sigurðardóttir, fræðslustjóri VR 14:00 Atvinnuöryggi hjá ríki og sveitarfélögum Ögmundur Jónasson, formaður BSRB 14:15 Skiptir aldur máli? Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins 14:30 Fyrirspurnir úr sal til frummælenda 15:00 Kaffihlé 15:30 Staða miðaldra fólks á vinnumarkaði í Noregi Asmund Lunde, framkvæmdastjóri Senter för Seniorpolitikk 16:00 Endurspeglar starfsmannastefna hæfnis- og eiginleikakröfur starfsmanna? Gylfi D. Aðalsteinsson, lektor við Háskóla Íslands 16:20 Umræður og fyrirspurnir úr sal 16:50 Samantekt og lokaorð ráðstefnustjóra 17:00 Ráðstefnulok Ráðstefnustjóri: Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar Ráðstefnan er ókeypis og öllum opin Skráning á www.vinnumalastofnun.is og í síma 820 9523 fyrir kl. 16 þriðjudaginn 18. maí nk. • Er æskudýrkun í starfsmannamálum valdandi þess að margt fólk 45 ára og eldra, með fulla starfsorku, á erfitt með að fá vinnu? • Mun fjölgun í aldurshópnum 45-66 auka á þennan vanda á næstu árum? • Er tímabært að breyta viðhorfi almennings til eiginleika þeirra sem eldri eru og hæfni þeirra til starfa? S A M B A N D Í S L E N S K R A B A N K A M A N N A félag bókagerðar- manna Að ráðstefnunni standa: Áhugahópur um atvinnumál miðaldra fólks, Félagsmálaráðuneytið,Vinnumálastofnun, Samtök atvinnulífsins, BSRB, VR, Félag bókagerðarmanna, Efling, Samband íslenskra bankamanna, Rafiðnaðarsambandið, Landssamtök lífeyrissjóða. ÞAÐ KOMA nokkur önnur hljóðfæri við sögu á útskriftartón- leikum Melkorku Ólafsdóttur flautuleik- ara frá Listaháskóla Íslands, þó að flautan sé þar að sjálfsögðu í aðalhlutverki. Tónleik- arnir verða haldnir í Salnum í dag kl. 14 og eru á efnisskránni flautukvartett eftir W.A. Mozart, sex kafl- ar fyrir flautu, alt- flautu og tónband eftir Önnu S. Þorvaldsdótt- ur sem samið er sér- staklega fyrir tónleikana og Chant de Linos eftir André Jolivet fyrir flautu og píanó, auk sónötu eftir Jean-Marie Leclair fyrir flautu, píanó og bassacontinuo sem leikið er á fagott, og sónötu fyrir flautu og píanó eftir Francis Poulenc. „Ég vildi fyrst og fremst hafa efnisskrána fjölbreytta, svo fólki leiddist ekki, og til að sýna eins margar hliðar á mér sem flautuleik- ara og hægt er,“ segir Melkorka í samtali við Morgunblaðið. „Mig langaði líka til þess að hafa eitthvað splunkunýtt á efnisskránni, og bað þess vegna Önnu S. Þorvaldsdóttur tónsmíðanema að semja fyrir mig verk.“ En Chant de Linos eftir Jolivet er eftirlætistónverk Mel- korku. „Það er mjög krefjandi, eitt erf- iðasta verk sem skrif- að hefur verið fyrir flautu. En það er mjög kröftugt og drama- tískt.“ Gefur einnig út ljóðabók Melkorka Ólafsdótt- ir lærði fyrst á flautu hjá Maríu Cederborg. Sextán ára hóf hún nám við Tónlistarskól- ann í Reykjavík þar sem kennarar hennar voru Bernharður S. Wilk- insson og Hallfríður Ólafsdóttir. Haustið 2001 hóf hún nám við Listaháskóla Íslands og lék einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands í febrúar síðastliðnum. Síðastliðið haust var Melkorka skiptinemi við Konservatoríið í Amsterdam og lærði þar á flautu hjá Harrie Starreveld. Stefnir hún á fram- haldsnám þar eða í Haag í haust. Auk tónleikanna gefur Melkorka út ljóðabók í dag, sem hægt er að nálgast á tónleikunum. Bókin inni- heldur ljóð sem hún hefur samið á námsárum sínum í LHÍ. Vildi hafa eitthvað splunkunýtt Melkorka Ólafsdóttir ACTAVIS, RÚV og Leiklistarsam- bands Íslands, sem stendur að Grím- unni, íslensku leiklistarverðlaunun- um, hafa gert með sér samkomulag þess efnis að Actavis verði aðalstyrkt- araðili verðlaunanna næstu þrjú árin. Gríman, sem var afhent í fyrsta skipti á síðasta ári, verður afhent við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu hinn 16. júní næstkomandi. Bein út- sending verður í Ríkissjónvarpinu frá verðlaunaafhendingunni. Keppt er í fimmtán flokkum auk þess sem veitt eru sérstök heiðurs- verðlaun þeim aðila sem þykir hafa sett mark sitt á íslenskt leikhús. Jafnframt er þeirri leiksýningu sem áhorfendur velja sem bestu leik- sýninguna veitt sérstök áhorfenda- verðlaun. Björn Aðalsteinsson, markaðs- stjóri Actavis í Norður-Evrópu, segir ástæðuna fyrir því að Actavis gerist máttarstólpi Grímunnar vera þá að fyrirtækið vilji standa við bakið á öflugu leikhúslífi á Íslandi. „Við vilj- um leggja okkar af mörkum til þess að hvetja sviðslistamenn enn frekar til dáða. Nýtt nafn fyrirtækisins, Actavis, vísar í frumkvæði og kraft. Nokkuð sem íslenskt leikhúslíf ein- kennist af.“ Helga E. Jónsdóttir, framkvæmda- stjóri Grímunnar, segir að stuðningur Actavis sé mikilvægur og Leiklistar- samband Íslands vænti mikils af sam- starfinu. Leiklistarsamband Íslands er regnhlífarsamtök alls leikhúsfólks í landinu og því sé stuðningur Actavis Group stuðningur við alla sviðslist á Íslandi. Lárus Guðmundsson, auglýsinga- stjóri RÚV, Björn Aðalsteinsson, markaðsstjóri Actavis í N-Evrópu, og Guðjón Pedersen, formaður Leiklist- arsambands Íslands, undirrituðu samkomulagið í Borgarleikhúsinu á dögunum. Morgunblaðið/ÞÖK Frá undirritun kostunarsamningsins í Borgarleikhúsi milli leiklistar- verðlauna Grímunnar og Actavis group. Actavis máttarstólpi Grímunnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.