Morgunblaðið - 16.05.2004, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 16. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Það mun hafa verið árið 1953 að vígalegsveit bæjarstarfsmanna á vegumBorgarverkfræðings kom á vettvangvið Fríkirkjuveg. Þar höfðu góðtempl-arar undir forystu Freymóðs Jóhanns-
sonar búið um sig í svokallaðri Bindindishöll, en
svo nefndu þeir hús Thors Jensens, sem þeir
höfðu eignast er þeir keyptu stórhýsi hans við
Fríkirkjuveg. Ég minnist þess er vinnuflokkur
kom á vettvang. Þar fór fyrir
nafnkunnur heiðursmaður,
Einar B. Pálsson, sonur fyrsta
bæjarstjóra Reykjavíkur,
Páls Einarssonar hæstarétt-
ardómara. Einar er kunnur
vegna margra farsælla af-
skipta sem hann hefir haft af
framfaramálum í borg sinni. Í
þessu máli, sem hér verður
rætt, gekk hann þó erinda
þeirra sem unnu verk sem
ekki hefði átt að komast til framkvæmda.
Jón Björnsson, víðreistur garðyrkjufrömuður,
sem kenndur er við Alaska og mörg þarfleg verk
hefir unnið m.a. að ráða til sín Dieter Roth, snill-
ing, sem starfaði hér á landi um alllangt skeið og
frægur er. Jón var nýkominn frá Alaska og bauð
Reykjavíkurborg þjónustu sína. Um þessar
mundir hafði greinarhöfundur tekið á leigu garð-
hús það sem enn stendur í garði húss Thors Jen-
sens. Ég samdi við Freymóð og félaga hans um
leyfi til íssölu í garðinum. Lét smíða lítil hentug
veitingaborð, sem hægt var að stafla hverju ofan
á annað þegar þau voru ekki í notkun. Einnig
festi ég kaup á liprum garðstólum, sem mátti
leggja saman svo lítið færi fyrir þeim í geymslu.
Fjöldi fólks sótti garðinn og fann „sólskinsblett í
heiði“, skjólsælt athvarf í Hallargarðinum, en svo
var staðurinn nefndur eftir Bindindishöllinni.
Það, að fjöldi fólks sótti garðinn var fyrst og
fremst því að þakka að þar var skjól fyrir vindum,
sem annars hefðu mælt sér mót til þess m.a. að
fletta ungmeyjar á aldur við Marilyn Monroe
pilsum, svo sem frægt var er hún var ljósmynduð
þegar loftstraumur fletti pilsi hennar í hæð höf-
uðs.
Harðsnúin sveit borgarstarfsmanna kom með
kúlu sem var þeytt á trausta múra Thors Jen-
sens. Þeir féllu hver af öðrum líkt og múrinn í
Jerikó á sinni tíð við lúðrablástur Jósúa. Ég vissi
ekki fyrr en nú nýlega að hugmyndasmiður að
baki múrbrotsins var góðkunningi minn, Sveinn
Ásgeirsson hagfræðingur, stjórnandi frægra út-
varpsþátta.
Ég reyndi hvað ég gat að stöðva niðurbrot
múrsins. Þeir hlustuðu ekki á viðvörunarorð al-
menns borgara. Múrarnir hrundu, hver af öðrum.
Hér fylgja ljósrit af bréfaskiptum Kvennaskól-
ans og Reykjavíkurborgar og ljósmyndir frá góð-
um dögum í garðinum. Lúðrasveit skemmti
stundum. Margir áheyrendur nutu kvöldblíðunn-
ar.
Þeir sem högnuðust mest á framkvæmdum
þessum voru skósmiðir í Lækjargötu. Flestar
konur sem gengu krákustíga Alaska-Jóns brutu
skóhæla er þær fetuðu hellulögn hans. Gísli
Ferdinandsson og nágranni hans höfðu ekkert
annað fyrir stafni en að hæla skó þeirra sem
lögðu leið sína um garðinn.
Hugmyndin um skjólsælan garð var ekki að
fæðast núna.
Þegar skjólgarðar Thors Jen-
sens voru jafnaðir við jörðu
Deilur um skipulagsmál eru ekkert
nýmæli í sögu Reykjavíkurborgar.
Pétur Pétursson rifjar upp er múr-
arnir við Hallargarðinn hrundu.
Lúðrasveit Reykjavíkur leikur á sólbjörtum sumardegi.
Tjörnin er friðsæl og sólin ljómar og vermir.
Bréf borgarstjórnar um niðurbrot skjólgarða. Kvennaskólinn setur fyrirvara.
Fjöldi barnavagna. Smábörn og „barnapíur“ undu sér vel undir
sólhlífum. Garðstólar keyptir hjá Gísla Jónssyni. Hægt var að
leggja þá saman.
Lystihús Thors Jensens.
Jón Eyjólfsson, lengi starfsmaður
Leikfélags Reykjavíkur og Lúðra-
sveitar Reykjavíkur. Gætti garðsins
af alkunnri samviskusemi.
Góð stund í Hallargarðinum. Næði til þess að skrifa kunningjabréf.
Athugið skjólvegginn sem rís að baki. Hann var brotinn eins og
múrinn í Jeríkó.
Pétur Pétursson
Höfundur er þulur.
’ Fjöldi fólkssótti garðinn og
fann „sólskins-
blett í heiði“,
skjólsælt athvarf
í Hallargarð-
inum. ‘
Ljósmynd/ Eyjólfur HalldórssonMorgunblaðið/Ól. K.M.
Starfsmenn borgarverkfræðings komu á vettvang á stórvirkum vinnuvélum og
brutu skjólveggi Thors Jensens og jöfnuðu við jörðu. Hér má sjá garðinn (múrvegg-
inn) sem veit að Kvennaskólanum.
Ljósmynd/Vignir