Morgunblaðið - 16.05.2004, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MAÍ 2004 37
spurninga. Og það vakna upp áhugaverð pólitísk
álitamál í þessu sambandi.
Þau sjónarmið sem hér hafa verið sett fram
munu smátt og smátt ná til almennings í landinu.
Íslendingar vilja ekki að nokkrir viðskiptajöfrar
eignist landið og að 99% þjóðarinnar verði leigj-
endur hjá þeim. Þess vegna munu grundvallar-
sjónarmiðin, sem liggja að baki fjölmiðlafrum-
varpi ríkisstjórnarinnar, að lokum ná til fólks og
verða ofan á í þessum umræðum.
Ef engin breyting verður á afstöðu stjórnar-
andstöðuflokkanna má telja líklegt að bæði Sjálf-
stæðisflokki og Framsóknarflokki gangi betur
að ná til kjósenda á miðju stjórnmálanna en í
undanfarandi kosningum. Ætli Samfylkingin sér
að halda þeirri pólitísku stöðu að verða næst-
stærsti flokkur þjóðarinnar verður hún að ná til
þessa miðjufylgis. En hún mun ekki ná til þess ef
kjósendur sannfærast um að flokkurinn hafi tek-
ið hamskiptum og hafi gerzt talsmaður þeirra
þjóðfélagsafla, sem margir fylgismenn Samfylk-
ingarinnar hafa hingað til litið á sem „auðvald“.
Er eitthvert vit í þessari pólitík fyrir Samfylk-
inguna? Er eitthvert vit í þessari pólitík fyrir
Steingrím J. Sigfússon, sem segir að pólitískur
bakgrunnur sinn sé eitthvað, sem hann kallar
„norðfjarðarsósíalisma“? Er hann að ganga til
liðs við það, sem einu sinni var kallað „auðvald-
ið“?! Hvað hefur komið fyrir þetta fólk? Er þetta
pólitísk hugsjón hins unga varaformanns Vinstri
grænna, Katrínar Jakobsdóttur? Er þetta það,
sem Mörður Árnason, alþingismaður Samfylk-
ingar, hefur viljað berjast fyrir? Er það pólitísk
hugsjón Bryndísar Hlöðversdóttur, að Íslandi
verði skipt á milli örfárra viðskiptajöfra? Er það
ástæðan fyrir afskiptum hinnar ungu þingkonu
Katrínar Júlíusdóttur af stjórnmálum? Ætlar
Ögmundur Jónasson – sem talað hefur af mestu
viti allra þingmanna stjórnarandstöðuflokkanna
um fjölmiðla í þessum umræðum – að taka þátt í
því að nokkrir auðhringar eignist Ísland? Það er
tími til kominn að þetta mæta fólk nái áttum.
Auðvitað dettur engum í hug að þeir þingmenn,
sem hér hafa verið nefndir og aðrir flokksbræð-
ur þeirra vilji stuðla að því að svarið við spurn-
ingunni hver eigi Ísland verði að Baugur, Sam-
son og nokkrir aðrir eigi Ísland.
Fjölmiðlafrumvarpið er aðeins hluti af þessari
stóru mynd og Alþingi kemst ekki hjá því að tak-
ast á við þessa stóru mynd á næstu mánuðum.
Hvers konar
þjóðfélag?
Það hefur verið sann-
færing Morgunblaðs-
ins áratugum saman,
að hin æskilega þjóð-
félagsgerð á Íslandi sé sú, að hér ríki ekki of
áberandi efnamunur. Sú lífsskoðun hefur verið
grundvallarþáttur í þjóðmálastefnu blaðsins. Fá-
mennið á Íslandi veldur því, að verði efnamunur
of mikill leiðir það til óróa í samfélaginu, sem er
engum til góðs.
Það verður aldrei friður á Íslandi og samstaða
um það, að nokkrar viðskiptablokkir eigi landið
allt. Það þýðir ekkert að segja við Morgunblaðið
að þessi afstaða sé ný. Hún er ekki ný. Hún hef-
ur einkennt skrif blaðsins um viðskiptalífið ára-
tugum saman. Þess vegna hefur blaðið lengi ráð-
lagt kraftmiklum kaupsýslumönnum að fá útrás
fyrir krafta sína í útlöndum, þegar þeir hafa náð
vissu stigi í uppbyggingu sinni hér. Og það er
eitt af því ánægjulegasta, sem gerzt hefur í síðari
tíma sögu okkar að ungir íslenzkir athafnamenn
hafa öðlast sjálfstraust til þess að láta að sér
kveða í öðrum löndum svo um munar. Lands-
menn fagna því. Ísland er þeirra heimavöllur en
sá heimavöllur er of lítill til þess að hann geti
rúmað athafnir þeirra allar. Þetta eiga þeir að
skilja. Það eru líka þeirra hagsmunir að óróleiki í
kringum athafnir þeirra hér hamli ekki umsvif-
um þeirra annars staðar, sem augljóslega er að
gerast.
Íslenzka þjóðin var klofin í rótina í hálfa öld
vegna átaka á alþjóða vettvangi. Vegna aðildar
okkar að Atlantshafsbandalaginu og veru banda-
ríska varnarliðsins hér. Áhrif kalda stríðsins á ís-
lenzk stjórnmál heyra nú að mestu sögunni til.
En það er þyngra en tárum taki ef það á eftir
að gerast að þjóðin sundrist á ný og skiptist í
tvær fylkingar vegna grundvallarátaka um við-
skiptablokkir og umsvif þeirra. Það er óþolandi
farg fyrir þetta þjóðfélag ef það á eftir að gerast.
Tvennt getur komið í veg fyrir það: Annars
vegar að stjórnmálamenn á vinstri kantinum nái
áttum og geri sér grein fyrir því að afstaða
stjórnarflokkanna til viðskiptablokkanna og þar
með samþjöppunar á fjölmiðlamarkaði felur í sér
mikil pólitísk tækifæri fyrir þá, ef þeir á annað
borð eru hollir hugsjónum sínum. Slík víðtæk
pólitísk samstaða er nauðsynleg til þess að hægt
sé að ráða við viðskiptablokkirnar. Þær eru
orðnar svo öflugar að við erum komin fram á ell-
eftu stund. Og hagsmunum hverra þjónar það, ef
þær deila og drottna vegna sundrungar og deilna
á hinum pólitíska vettvangi um hvernig eigi að
setja þeim takmörk? Ekki hagsmunum íslenzku
þjóðarinnar.
Og hins vegar þetta:
Að viðskiptajöfrarnir á Íslandi sjái að sér,
slaki á og beini sjónum sínum annað. Og taki þátt
í því að setja sjálfum sér og öðrum á vettvangi
atvinnulífsins eðlilegan starfsramma. Þeir hafa
efni á því og þeir eiga að hafa þá skynsemi til að
bera að gerast þátttakendur í því. Það er þeim
sjálfum fyrir beztu að friður ríki um starfsemi
þeirra hér og að ekki birtist stöðugt í erlendum
fjölmiðlum fréttir um átök í kringum þá hér
heima fyrir.
Forseti Íslands hefur dregizt inn í þessar um-
ræður síðustu daga. Það er hans meginhlutverk
að sameina þjóðina en ekki sundra. Hver sá sem
kjörinn er til þess að verða þjóðhöfðingi allra Ís-
lendinga hlýtur að líta á það sem sína höfuð-
skyldu.
Afskipti forseta af fjölmiðlafrumvarpinu
mundu ekki einungis leiða til snarpra pólitískra
deilna í nokkrar vikur eða mánuði. Slík afskipti
mundu líka kljúfa þjóðina í tvo andstæða hópa.
Deilur vegna afskipta forseta mundu verða hat-
rammari en nokkuð sem hér hefur sést á seinni
áratugum. Afleiðingar af slíkum átökum mundu
setja mark sitt á íslenzk stjórnmál ekki í nokkur
ár heldur áratugi. Það getur ekki þjónað nokkr-
um tilgangi fyrir þann sem gegnir embætti for-
seta hverju sinni að efna til slíkra átaka.
Undanfarna daga hafa fallið stór orð í ýmsum
áttum. Það er nóg komið af því. Alþingi á að taka
sér góðan tíma á næstunni í að ræða fjölmiðla-
frumvarpið og afgreiða það síðan. Slíkar umræð-
ur þurfa að fara fram á breiðum grundvelli en
ekki út frá því þrönga sjónarhorni, sem hefur
einkennt þessar umræður um of.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Krakkar úti að hreyfa sig við Snælandsskóla.
„Hvað hefur komið
fyrir þetta fólk? Er
þetta pólitísk hug-
sjón hins unga vara-
formanns Vinstri
grænna, Katrínar
Jakobsdóttur? Er
þetta það, sem
Mörður Árnason, al-
þingismaður Sam-
fylkingar, hefur vilj-
að berjast fyrir? Er
það pólitísk hugsjón
Bryndísar Hlöðvers-
dóttur, að Íslandi
verði skipt á milli
örfárra viðskipta-
jöfra? Er það ástæð-
an fyrir afskiptum
hinnar ungu þing-
konu Katrínar Júl-
íusdóttur af stjórn-
málum?“
Laugardagur 15. maí