Morgunblaðið - 08.06.2004, Side 6

Morgunblaðið - 08.06.2004, Side 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ GUÐMUNDUR Ágústsson hagfræð- ingur lést að heimili sínu í Reykjavík 5. júní sl. Guðmundur fæddist 2. febrúar 1939 í Bol- ungarvík. Foreldrar Guðmundar voru Sig- urður Ágúst Elíasson, kaupmaður og yfirfisk- matsmaður á Vest- fjörðum og síðar á Norðurlandi, og Val- gerður Kristjánsdóttir, húsfreyja. Guðmundur ólst upp á Ísafirði og Æðey í Ísafjarðardjúpi en fór ungur að árum til Akureyrar þar sem hann lauk gagnfræðaskóla. Hann flutti til Reykjavíkur og út- skrifaðist sem stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1959. Sama ár hélt hann til Berlínar til náms og lauk diplom-prófi í þjóðhag- fræði við Hochschule für Ökonomie árið 1964. Eftir heimkomu að loknu háskóla- námi starfaði Guðmundur hjá Al- þýðusambandi Íslands árin 1965-71. Á þeim tíma sinnti hann einnig störf- um stundakennara í stærðfræði við Kennaraskóla Íslands 1967-70 og við framhaldsdeild Samvinnuskólans 1975-78. Frá 1970 til 1985 var hann stærðfræðikennari við Menntaskól- ann við Hamrahlíð, aðallega við öld- ungadeild. Árið 1985 réðst hann sem aðstoðarbanka- stjóri Alþýðubankans og gegndi þeirri stöðu til ársins 1989. Árin 1990 til 1996 var hann útibússtjóri hjá Ís- landsbanka. Fyrstu þrjú árin í útibúi bank- ans við Laugaveg 31 og seinni þrjú árin við Dal- braut. Síðustu starfsár sín vann hann hjá Lánaeftirliti Íslands- banka á Kirkjusandi. Hann lét af störfum vorið 2003. Guðmundur gegndi ýmsum fé- lags- og trúnaðarstörfum. Hann var í vinnumálanefnd ríkisins 1973-1988, í stjórn Iðnaðarbankans hf 1972-1975, stjórn KRON 1973-1976, í í stjórn Norðurstjörnunnar hf 1973-75 og Glits hf 1976-80. Einnig gegndi hann stöðu endurskoðanda Sparisjóðs vél- stjóra 1975-79. Guðmundur var for- maður Alþýðubandalagsins í Reykjavík 1967-1969 og 1977-1978, og gegndi ýmsum störfum á vegum þess. Guðmundur bjó alla sína starfsævi í Reykjavík með eiginkonu sinni, Moníku Maríu Karlsdóttur, sem starfar við endurhæfingardeild Landspítalans. Guðmundur og Mon- íka eignuðust 3 börn, Kristján, Stef- án Ásgeir og Katrínu. Andlát GUÐMUNDUR ÁGÚSTSSON DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði aðspurður að loknum þing- flokksfundi sjálfstæðismanna síðdeg- is í gær að engar ákvarðanir hefðu verið teknar um það hvenær þing yrði kallað saman vegna fjölmiðlamálsins. „Nei, það er ekki búið að taka neina ákvörðun um það,“ sagði hann við blaðamenn. Fundurinn fór fram í Valhöll, húsa- kynnum Sjálfstæðisflokksins, og stóð hann yfir í rúma tvo tíma. Á fundinum var farið yfir stöðu mála eftir að for- seti Íslands, Ólafur Ragnar Gríms- son, ákvað að staðfesta ekki fjölmiðla- lögin í síðustu viku. Davíð sagði að þetta hefði verið góður umræðufund- ur þar sem farið var yfir stöðuna. Engar ályktanir hefðu verið gerðar. „Það var bara farið yfir þessa stöðu, hvernig málin stæðu, og horft fram á veginn. Það var engin ástæða til að taka sérstaka ákvörðun,“ sagði hann. Þegar hann var spurður hvort ákvarðanir hefðu verið teknar um nefnd sérfræðinga, sem ætti að vera ríkisstjórninni til ráðgjafar um fram- kvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu, ítrekaði hann að þeir Halldór Ás- grímsson hefðu tekið ákvörðun um að setja saman slíka nefnd. Hún yrði kynnt síðar um daginn eða í dag, þriðjudag. Inntur eftir því hvort fram væru komnar sérstakar óskir um menn í nefndina sagði hann: „Bara einhverja vel meinandi menn sem vel eru að sér.“ Hörð regla Þegar Davíð var spurður hvort rætt hefði verið um tiltekna lág- marksþátttöku í þjóðaratkvæða- greiðslu sagði hann að engar álykt- anir hefðu verið gerðar á fundinum. Síðan sagði hann: „Einu þekktu dæm- in eru þessi hugmynd sem R-listinn kom með og Ingibjörg Sólrún [Gísla- dóttir] um að það yrðu að vera þrír fjórðu – sem var út af flugvellinum – sem er að vísu minna mál heldur en þetta mál.“ Hann sagði að reyndar hefði verið miðað við þessa sömu pró- sentu þegar kosið var um sam- bandslagafrumvarpið 1918. „Þar var gert ráð fyrir þremur fjórðu og að þrír fjórðu yrðu einnig að samþykkja. Þannig að það er mjög hörð regla.“ Geir H. Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist í samtali við blaðamenn eftir fundinn ekki hafa gert það upp við sig hve margir þyrftu að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin svo atkvæða- greiðslan myndi teljast gild. Hann kvaðst þó telja eðlilegt að sett yrðu skilyrði um ákveðna lágmarksþátt- töku. Spurður um 75% þátttökuskilyrði sagði Geir að það kæmi vel til greina. „Ég tel að það komi alveg til greina enda eru fordæmi fyrir því hér á landi,“ sagði hann og bætti við: „Það má ekki rugla okkar kerfi saman við kerfi í löndum þar sem kosningaþátt- taka almennt er mjög lítil.“ Hann sagði að sem betur fer væri hér háþróað lýðræðisríki, þar sem kosn- ingaþátttaka væri almennt mikil. Menn þyrftu því ekkert að óttast skil- yrði um lágmarksþátttöku. „Það læð- ist að manni sá grunur að þeir sem óttast slík skilyrði séu ekkert alltof öryggir með sinn málstað í málinu.“ Geir sagði síðar að þetta væri mál sem menn þyrftu að fara yfir og lög- fróðir menn að skoða. Aðspurður taldi hann eðlilegt að halda þjóðarat- kvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin sem fyrst, enda væri kveðið á um það í stjórnarskránni. „Ég teldi eðlilegast að ljúka henni af sem fyrst, enda stendur í stjórnarskránni að það eigi að gera eins fljótt og kostur er. En það er annað ákvæði í stjórnar- skránni um þjóðaratkvæði,“ sagði Geir enn fremur og vísaði til 11. grein- ar stjórnarskrárinnar. „Ef þingið kýs að víkja forseta frá, þá segir þar hreint út að það eigi að gera innan tveggja mánaða. Þannig að það er ákveðin viðmiðun sem má hafa í huga.“ Dauður bókstafur Inntur álits á 26. grein stjórnar- skrárinnar kvaðst Geir alltaf hafa verið þeirrar skoðunar að ákvæðið um synjunarrétt forseta Íslands væri dauður bókstafur. „Mér hefur aldrei dottið í hug að þessu ákvæði yrði beitt nema í ítrustu neyð. Það er engu slíku til að dreifa í þessu máli. Þannig að þetta kemur auðvitað fullkomlega á óvart.“ Geir sagði það sína skoðun að breyta þyrfti umræddri grein stjórn- arskrárinnar. „Ég tel að ef það er í rauninni þannig að hinn pólítíski meirihluti á Alþingi, sem er kosinn í þingkosningum, megi búa sig undir það í hvert skipti sem lög eru sam- þykkt á þinginu að þau sæti persónu- legri endurskoðun af hálfu Ólafs Ragnars Grímssonar eða þess forseta sem situr hverju sinni, sé komin upp allt önnur staða en menn hafa hingað til skilið að gilti um stjórnskipan landsins.“ Sagði hann að þess vegna þyrfti að breyta umræddu ákvæði. Þingflokkur sjálfstæðismanna á fyrsta fundi eftir að forseti synjaði staðfestingar Staðan rædd en engin ályktun gerð Morgunblaðið/Sverrir Þingflokkur sjálfstæðismanna fundaði í Valhöll í gær um þá stöðu sem upp er komin eftir synjun forseta. Vikurflutningaskipið Hernes var dregið af stað til Gdansk í Póllandi í gærmorgun þar sem skipið fer í við- gerð. Hernes strandaði í mynni Þor- lákshafnar 26. maí sl. og var dregið af strandstað til Hafnarfjarðar þar sem unnið var að bráðabirgðarvið- gerð skipsins. Slippurinn í Hafnar- firði er hins vegar ekki nógu stór til að geta séð um heildarviðgerð skips- ins og því var ákveðið að fara með það til Póllands. Guðmundur Ásgeirsson, stjórnar- formaður Nesskipa, sem gerir út Hernes, segist reikna með að drátt- urinn til Gdansk taki um sjö til átta daga. Danski dráttarbáturinn Stevns Ocean dregur Hernesið og búist er við að viðgerðin úti taki um þrjár vikur. Hernes dregið til Póllands PRÓFESSOR við næringarfræði- deild Kaliforníuháskóla, David A. McCarron, hélt því fram í fyrirlestri á Norræna mjólkuriðnaðarþinginu á Hótel Nordica í gær, að ef Banda- ríkjamenn myndu auka neyslu á mjólkurvörum upp í þrjá til fjóra skammta á dag væri á fyrsta ári hægt að spara 26 milljarða dollara í banda- ríska heilbrigðiskerfinu og á fimmta ári um 200 milljarða dollara, eða 14.400 milljarða íslenskra króna. Miðað við höfðatölu hér á landi benda aðstandendur þingsins á að þetta geti þýtt sparnað í íslenska heil- brigðiskerfinu upp á 3–4 milljarða króna á fyrsta ári og 24 milljarða króna eftir fimm ár. McCarron og samstarfsmenn hans hafa unnið að viðamiklum rannsókn- um á áhrifum mjólkurneyslu. Benda niðurstöður þeirra rannsókna til þess að mjólkurvörur geti skilað miklum árangri í baráttu við helstu sjúkdóma samtímans eins og til dæmis offitu, hjarta- og æðasjúkdóma, háþrýsting, áunna sykursýki og vissar tegundir krabbameins. Í tilkynningu frá að- standendum þingsins segir m.a. að rannsóknirnar hafi miðað að því að safna saman niðurstöðum sem allar styrkja heilsubætandi langtímaáhrif mjólkurvöru, prófa niðurstöðurnar með samanburðarrannsóknum og tengja ætluð heilsuáhrif við kostnað samfélagsins af einstökum tegundum sjúkdóma og kvilla. Samkvæmt fyrirlestri McCarrons telur hann að í stað þess að bandarísk heilbrigðisyfirvöld haldi sig við tvo til þrjá skammta af magurri mjólkur- vöru í daglegu mataræði þá eigi að auka ráðlagðan dagskammt í þrjá til fjóra skammta og ekki miða eingöngu við fituskertar mjólkurafurðir. Telur hann alla efnaflóru mjólkurinnar mik- ilvæga þegar heilsubætandi áhrif séu metin. Í mjólk eru sögð 14 af 18 mik- ilvægustu vítamínum og steinefnum sem líkaminn þarf daglega. Mjólk verði aðgengileg Niðurstöður McCarrons og sam- starfsmanna í Kaliforníuháskóla hafa vakið athygli á Bandaríkjaþingi og eru þar til umfjöllunar tillögur um að mjólk verði alls staðar gerð aðgengi- leg fyrir börn og unglinga í skólum landsins og hvatt til aukinnar neyslu hennar með ýmsum ráðum. Segja aukna mjólkur- neyslu spara stórfé Í ÁLYKTUN miðstjórnar og þingflokks Frjálslynda flokks- ins vegna fyrirhugaðrar þjóð- aratkvæðagreiðslu um svoköll- uð fjölmiðlalög segir að sama regla eigi að gilda og almennt í kosningum, að einfaldur meirihluti þeirra sem greiða atkvæði ráði úrslitum. Miðstjórn og þingflokkurinn telja mikilvægt að virða stjórnarskrána og hafna hug- myndum um að málskotsrétt- ur forseta verði numinn brott úr stjórnarskránni. Verði ráð- ist í breytingar á stjórnar- skránni er nauðsyn á víðtækri sátt um þær og ætla til þess þann tíma sem þarf. Eðlilegt er að landið verði þá gert að einu kjördæmi. Einfaldur meirihluti ráði úrslitum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.