Morgunblaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Kom, sá og sigraði forsetaembættið.
Norrænt þing um lækningahúmor
Hlátur hefur
heilsubætandi áhrif
Norrænt þing umlækningahúmorverður haldið í
Reykjavík dagana 9.-12.
júní n.k. Fyrirlestrar og
vinnufundir verða haldnir
í Hringsal við Barnaspít-
ala Hringsins, Landspít-
ala – háskólasjúkrahúsi
við Hringbraut, en á
þinginu mun fjöldi inn-
lendra sem erlendra fyr-
irlesara flytja erindi.
Þingið er ætlað heilbrigð-
isstarfsfólki en er öllum
opið. Skráning fer fram
hjá Helgu Láru Guð-
mundsdóttur, ráðstefnu-
deild Ferðaskrifstofu Ís-
lands, en Helga Lára
veitir nánari upplýsingar
og sér um skráningu í
síma 585 4371.
– Hvað eru Norræn samtök
um lækningahúmor?
„Norræn samtök um lækninga-
húmor urðu til út frá hugmynd
sem kviknaði á Íslandi árið 1997.
Ári síðar tóku Norðmenn við sér
og boðuðu til fundar sem var að-
dragandi að stofnun samtakanna
í janúar 1999. Norræn samtök
um lækningahúmor er hópur
lækna sem hefur áhuga á að nota
kímni innan heilbrigðiskerfisins
til þess að laða fram leikandi og
læknandi krafta lífsgleðinnar, líkt
og fram kemur í lögum félags-
ins.“
– Hvað felst í lækningahúmor?
„Það sem við erum að reyna að
gera er að breiða út ákveðinn
boðskap og á þessu þingi erum
við að reyna að höfða einnig til
annarra heilbrigðisstétta en
lækna.
Lækningahúmor er nefnilega
ekkert einkamál lækna. Eins vilj-
um við vekja athygli almennings
á því að lækningahúmor er nokk-
uð sem leyfilegt er að hugsa um í
samtali við lækna eða inni á heil-
brigðisstofnunum. Við finnum
nefnilega öll sem störfum í þess-
um geira að húmor léttir öllum
erfiðar stundir þegar hægt er að
koma honum við. Þetta þýðir þó
ekki að maður sé stöðugt að
segja brandara eða að fíflast,
heldur frekar að njóta eigi þeirra
ótal augnablika sem gefast í sam-
skiptum heilbrigðisstarfsfólks og
sjúklinga.“
– Þannig að lækningahúmor á
við jafnt á milli á starfsfélaga og
milli starfsfólksins og sjúklinga?
„Hann á við í báðum tilfellum
og maður finnur það sérstaklega
þegar maður hefur unnið árum
saman með ákveðinn sjúklinga-
hóp og er farinn að þekkja fólkið
mjög vel. Þetta er líka eitthvað
það notalegasta sem til er í sam-
skiptum fólks og það er ekki svo
sjaldan sem sjúklingar opna á
einhverju spaugilegu og gefa
læknum og öðru heilbrigðis-
starfsfólki þannig í skyn að það
sé í lagi að vera líka á léttu nót-
unum.“
– Hefur lækningahúmor bara
bætandi áhrif í tengslum við
mannleg samskipti eða felst í
honum raunverulegur
lækningamáttur?
„Hvoru tveggja má
svara játandi. Það hef-
ur sýnt sig að það er
fátt sem virkar jafn vel
og húmor í samskiptum fólks.
Það líður yfirleitt öllum vel sem
geta glaðst og hlegið. Svo hafa
rannsóknir hins vegar líka bent
til þess að hlátur hafi heilsubæt-
andi áhrif. Frægust er sennilega
sagan af Bandaríkjamanninum
Norman Cousins sem fékk bólgu-
sjúkdóm um miðja síðustu öld og
var í kjölfarið lagður inn á
sjúkrahús. Cousins ákvað hins
vegar, gegn vilja lækna, að út-
skrifa sig, en hann hafði veikst
undir mjög erfiðum kringum-
stæðum og áleit sem svo að ef
eitthvað svo neikvætt ylli veik-
indunum þá ætti eitthvað jákvætt
að geta haft andstæð áhrif. Hann
fékk sig útskrifaðan og viðaði svo
að sér skemmtiefni. Síðar skrifaði
Cousins svo grein um reynslu
sína í New England Journal of
Medicine sem vakti mikla athygli,
en hann var fyrsti leikmaðurinn
sem fékk grein birta í því blaði.
Talið er að hlátur og létt lund
örvi m.a. ónæmiskerfið til varnar
gegn sjúkdómum og kvillum.“
– Hvað verður í boði á þinginu?
„Þingið sem nú er haldið, er
þriðja norræna þingið um lækn-
ingahúmor og að þessu sinni er
markið sett hátt og við fáum
heimsfræga fyrirlesara til liðs við
okkur, sem og mjög áheyrilegt
fólk bæði frá Íslandi og hinum
Norðurlöndunum.
Nefna má Kanadamanninn
Rod A. Martin sem er mjög eft-
irsóttur fyrirlesari, en Martin er
mikill fræðimaður og hefur skrif-
að fjölda bóka og greina um
tengsl húmors og áhrif hans á
streitu og heilsu. Martin verður
með tvo fyrirlestra sem annars
vegar fjalla um áhrif húmors á
heilsuna og hins vegar jákvæð og
neikvæð áhrif húmors og þess
sem þar skilur á milli. Dr. Madan
Kataria frá Bombay á Indlandi,
heimilislæknir og stofnandi svo
nefndra hlátursklúbba sem starf-
andi eru víða um heim, mun þá
einnig flytja þrjú erindi, og eins
mun Óttar Guðmundsson geð-
læknir flytja erindi um
um hvernig söguhetjur
Íslendingasagna
mættu örlögum sínum
með glampa í augum.
Fjöldi annarra fyrir-
lesara tekur þá einnig til máls og
má þar nefna Svíann Mats Falk,
Pétur Lúðvígsson barnalækni,
Hildi Helgadóttur hjúkrunarfor-
stjóra sem fjallar um áhrif húm-
ors á hjúkrun, Braga Skúlason
sjúkrahússprest, norska bæklun-
arlækninn Stein Tyrdal og Önnu
Pálínu Árnadóttur sem ræða
mun um málin frá sjónarhóli leik-
manns.“
Bjarni Jónasson
Bjarni Jónasson er fæddur
1949 og Hafnfirðingur í húð og
ár. Hann lauk námi í læknisfræði
frá Háskóla Íslands árið 1976 og
framhaldsnámi í heimilislækn-
ingum í Västerås í Svíþjóð árið
1983. Frá þeim tíma hefur Bjarni
starfað sem heimilslæknir við
Heilsugæsluna í Garðabæ. Hann
er einnig formaður Hins íslenska
félags um lækningahúmor.
Bjarni er kvæntur Önnu S. Guð-
mundsdóttur meinatækni og þau
eiga fjögur börn.
Húmor léttir
öllum erfiðar
stundir
TUTTUGU fræðsluskilti um sögu byggðar í Viðey voru
afhjúpuð á laugardaginn að viðstöddum um hundrað
gestum. Skiltin eru við grunna og rústir gömlu húsanna í
þorpinu og má þar finna ýmsar upplýsingar um húsin og
gamla íbúa, að sögn Örvars Birkis Eiríkssonar, verkefn-
isstjóra Viðeyjar. Búið var í þorpinu frá 1907 til 1943 og
bjuggu um 140 íbúar í þorpinu þegar mest var en hið svo-
kallaða Milljónafélag reisti þorpið og rak útgerð á staðn-
um. Uppsetning skiltanna er samstarfsverkefni Árbæj-
arsafns og Umhverfis- og heilbrigðisstofu auk þess sem
Menningarborgarsjóður styrkir verkefnið.
Á laugardaginn var jafnframt opnuð ljósmyndasýning
um gamla þorpið í skólahúsinu í Viðey með um sjötíu
ljósmyndum.
198 skipverjum bjargað af tundurspilli
Seinna um daginn var þess minnst í félagsheimili Við-
eyingafélagsins að í ár eru liðin 60 ár frá því að skipverj-
um kanadíska tundurspillisins Skeena var bjargað við
Viðey. Örvar segir að tundurspillirinn hafi strandað í
vondu veðri í októbermánuði árið 1944 og sent út neyð-
arkall. „Einar Sigurðsson var þaulkunnugur staðháttum
og hann fór á pramma ásamt hópi manna til að stýra
björgunaraðgerðum á staðnum. Skipverjar náðu að
skjóta línu í land og koma sér þannig í land með hjálp
björgunarmanna. Alls björguðust 198 skipverjar á þenn-
an hátt en skipverjar voru í talsverðri hættu því skipið
var fullt af sprengiefnum og fékk á sig mikla öldu og
slóst utan í klettana. Fimmtán skipverjar létust fyrr um
nóttina er þeir reyndu að komast af sjálfsdáðum í land,“
segir Örvar.
Einar Sigurðsson var sæmdur heiðursorðu breska
heimsveldisins fyrir björgunarafrekið. Barnabarn Ein-
ars, Sigrún Guðbjartsdóttir, hélt stutta ræðu á minning-
arathöfinni og ræddi um afa sinn, einkum út frá því sem
amma hennar hefur sagt henni. Örvar segir að afkom-
endur skipverjanna sem létust í Viðey fyrir 60 árum
stefni að því að koma til landsins í haust.
Tuttugu fræðsluskilti um sögu byggðar í Viðey afhjúpuð
60 ár liðin frá björgunarafreki
Morgunblaðið/Ómar
Fræðsluskilti með upplýsingum um sögu Viðeyjar,
gömul hús og íbúa voru afhjúpuð á laugardaginn.