Morgunblaðið - 08.06.2004, Síða 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2004 9
Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• Sími 581 2141
Í sumarfríið
Peysur, bolir, kjólar og buxur
25%
afsláttur af
öllum skóm
Laugavegi 63
(Vitastígsmegin)
sími 551 2040
Þri. 1/6: Spínatlasagne Stjána bláa
m. fersku salati, hrísgrjón-
um og meðlæti.
Mið. 2/6: Sætur baunapottur og
kartöflubakstur m. fersku
salati, hrísgrjónum og
meðlæti.
Fim. 3/6: Chili sin carne og fylltar
pönnukökur m. fersku
salati, hrísgrjónum og
meðlæti.
Fös. 4/6: Moussaka = girnilegur og
grískur m. fersku salati,
hrísgrjónum og meðlæti.
Helgin 5-6/6: Spínatkarrý og buff
m. fersku salati, hrísgrjón-
um og meðlæti.
Matseðill
www.graennkostur.is
Laugavegi 4, sími 551 4473
• www.lifstykkjabudin.is
Póstsendum
Ný sending frá
Bankastræti 14, sími 552 1555
Fallegar
sumarvörur
í úrvali
Úrval af sumarbuxum
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
s. 557 1730 s. 554 7030
Opið mán.—fös. frá kl. 10—18
lau. kl. 10—16
Ný sending
af náttfötum
og undirfötum
Margar stærðir
Gott verð
50% afsláttur
af öllum meðgöngufötum
Opið virka daga frá kl. 10–18
laugardag frá kl. 10–14
Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222.
www.feminin.is
Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16.
Sumar-
fatnaður
í úrvali
Vorum að taka upp
nýjar miniquevörur
Glæsilegt úrval
Stærðir 42-60
VEIÐI hófst í Blöndu á laugardag en
veitt er á fjórar stangir. Fimm laxar
veiddust á fyrstu tveimur vöktunum.
„Sá minnsti var 12 pund og sá stærsti
20. Þetta er alvöru. Maður sér ekki
stærri fiska en hér,“ sagði Stefán Sig-
urðsson, sölustjóri
hjá Lax-á, sem var
einn veiðimannanna.
Laxinn var mest að
taka maðkinn en
menn voru líka að
hreyfa hann með
Sunray Shadow-túp-
um og Snældu.
„Vatnið í Blöndu er ekki of mikið
núna og mjög tært,“ sagði Stefán.
„Laxinn er greinilega að ganga þessa
dagana, maður bíður bara, horfir á
vatnið þangað til næsti lax birtist og
þá er kastað.“
Fiskarnir voru að taka neðst á
Breiðunni, í Dammi og í Holunni.
Það fréttist af göngum víðar, því
allnokkuð hefur sést af laxi í Norðurá
og annað hollið sem lauk veiðum þar í
ár veiddi 15 laxa. Flestir eða 10 veidd-
ust á fossasvæðinu, en einnig gáfu
staðir eins og Stokkhylsbrotið og
Berghylsbrotið fisk. Sjö tóku maðk-
inn, annað eins
Frances og einn
féll fyrir hits-
túpu.
Silungsveiðin
hefur víða verið
góð upp á síð-
kastið og ekki
bara á þekktum
stöðum. Það fréttist af tveimur fé-
lögum sem gengu til fjalla í Dalasýslu
nú um helgina, vopnaðir veiðistöng-
um og fluguboxum. Þar eyddu þeir
dagsparti við friðsælt fjallavatn sem
„kraumaði af bleikju“ í blíðunni. Afl-
inn var um 60 bleikjur, frekar smáar,
en afar ljúffengar að sögn annars
veiðimannsins.
Morgunblaðið/Einar Falur
Veiðimaður kastar flugu á Breiðuna í Norðurá. Annað holl sumarsins
veiddi fimmtán laxa í ánni og veiddust flestir á fossasvæðinu.
Góð byrjun í Blöndu
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur úrskurðað tvo menn á fertugs-
aldri í gæsluvarðhald fyrir að hafa 1
kg af amfetamíni og nokkuð af hassi í
fórum sínum. Annar var úrskurðað-
ur í 3 vikna gæslu og hinn í viku.
Málið komst upp fyrir tilviljun
þegar lögreglumenn voru að sinna
útkalli vegna ótengds máls í húsi í
borginni. Hinir handteknu hafa kom-
ið við sögu lögreglunnar áður að
sögn Harðar Jóhannessonar yfirlög-
regluþjóns.
Málið er í rannsókn lögreglunnar í
Reykjavík, en þetta er annað fíkni-
efnamálið á stuttum tíma þar sem
lagt er hald á mikið magn amfeta-
míns. Seint í maí var 1 kg af amfeta-
míni og annað eins af kókaíni tekið af
manni í Leifsstöð og situr hann í
gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknar
málsins.
Teknir með
eitt kg af
amfetamíni
ÁGÆTAR horfur
eru með bókanir á
gististöðum í sumar,
að sögn fram-
kvæmdastjóra Sam-
taka ferðaþjónust-
unnar, Ernu
Hauksdóttur, sem er
ásamt starfsfólki
sínu í góðu sam-
bandi við eigendur
hótela og gistiheim-
ila um land allt. Á
þetta einkum við um
höfuðborgarsvæðið
en Erna segir eitt-
hvað hafa borið á af-
bókunum á lands-
byggðinni nú í júnímánuði. Eru
hópar þá að afbóka sig en að sögn
Ernu hefur þróunin orðið sú að
fólk ferðast nú meira á eigin veg-
um en áður og hópar ferðamanna
því ekki eins algengir hótelgestir.
Eru sérhópar þá undanskildir sem
hingað koma af sérstöku tilefni,
fyrirtækjaferð eða ráðstefnu.
„Annars eru menn bara nokkuð
bjartsýnir fyrir sumarið. Aukning
það sem af er ári hefur verið
ágæt, eins og nýjustu tölur Hag-
stofunnar bera með sér. Við von-
umst bara eftir enn meiri aukn-
ingu,“ segir Erna og bendir á að
komum erlendra ferðamanna til
landsins fjölgaði um 15% fyrsta
ársfjórðunginn og gistinóttum út-
lendinga fjölgaði um 7,5%.
„Sumarvertíðin er æði stutt víða
á landsbyggðinni. Yfirleitt er full-
ur kraftur ekki kominn í þetta
fyrr en upp úr 20. júní,“ segir
Erna.
Hún segir herbergjanýtingu á
hótelum í Reykjavík í maímánuði
hafa verið heldur betri en í sama
mánuði í fyrra, eða ríflega 70%.
Nýtingin á landsbyggðinni var
heldur verri, en endanlegur tölur
um þetta liggja ekki fyrir hjá
Samtökum ferðaþjónustunnar.
Varðandi afbókanir hópa í júní-
mánuði segir Erna að þróunin sjá-
ist hvað best hjá bílaleigunum.
Þangað snúi ferðamenn sér í aukn-
um mæli þegar þeir skipuleggja
ferðir sínar um landið. Þeir stoppi
hins vegar styttra við ef þeir komi
í skipulögðum hópum. Framboð á
hótelherbergjum hafi aukist og því
hafi nýtingin heldur staðið í stað.
Morgunblaðið/Kristinn
Ferðamenn ferðast meira á eigin vegum.
Ágætar horfur með
bókanir á gististöðum
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111