Morgunblaðið - 08.06.2004, Side 10
FRÉTTIR
10 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
BJÖRGÓLFUR Jóhannsson, formaður
Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir
að það hafi komið á óvart og valdi vonbrigðum,
að Hafrannsóknastofnun leggi samkvæmt
aflareglu til samdrátt í
þorskaflaheimildum þar
sem niðurstaða togararalls
hefði verið jákvæð. Björg-
ólfur sagðist raunar hafa
varað við því, þegar þær
fréttir bárust, að stofnunin
ætti eftir að vinna úr þeim
niðurstöðum og það hefði
nú komið á daginn.
Björgólfur sagðist hins
vegar ekki átta sig til fulls á
forsendum þess að Hafrannsóknastofnun
leggur til að þorskkvóti verði minnkaður. Hins
vegar verði farið yfir málið á fundi með fulltrú-
um stofnunarinnar á morgun.
Björgólfur sagði að það hefði ekki komið á
óvart að lagt sé til að ýsukvóti verði aukinn úr
75 þúsund tonnum í 90 þúsund tonn. Sama
megi segja um ufsakvótann.
Veldur
vonbrigðum
Björgólfur
Jóhannsson
ÁRNI Bjarnason, forseti Farmanna- og
fiskimannasambands Íslands, segir fátt í til-
lögum Hafrannsóknastofnunarinnar um
leyfilegan fiskafla á næsta fiskveiðiári koma
á óvart og þær séu þannig
í takt við það sem gert var
ráð fyrir.
Hann segir að sig sé aft-
ur á móti farið að lengja
eftir meiri þorskveiði-
heimildum. „Eflaust hafa
margir átt von á aukningu
í þorski en þessi tillaga
þarf hinsvegar ekki að
koma á óvart. Það virðist
minna nú um svæðalokanir en áður og það
er kannski vísbending um að minna sé af
yngstu árgöngunum en áður. Það eru aftur á
móti ákveðin vonbrigði að ráðgjöfin í þorski
sé niður á við, eftir allar þær miklu stjórn-
valdsaðgerðir sem ráðist hefur verið í og
hafa nú sennilega hvað mest áhrif á viðgang
stofnsins. Það er sérstaklega jákvætt að
ufsakvótinn sé nú aukinn, enda hafa margir
lent í verulegum vandræðum vegna mikillar
ufsagengdar, einkum karfaveiðiskip.“
Árni segir skipstjórnarmenn hinsvegar
lengi hafa varað mjög við slæmu ástandi
gullkarfastofnsins og því komi það sér nokk-
uð á óvart að lagður sé til sami afli og fyrir
yfirstandandi fiskveiðiár.
Fátt kemur
á óvart
Árni
Bjarnason
BREYTT umhverfisskilyrði í haf-
inu í kringum landið á undanförn-
um árum hafa haft veruleg áhrif á
viðgang einstakra fiskstofna, bæði
neikvæð og jákvæð. Breytt hegð-
un loðnu skapar þannig mikla
óvissu um framtíð þorskstofnsins.
Þetta kom fram í máli Jóhanns
Sigurjónssonar, forstjóra Haf-
rannsóknastofnunarinnar, í gær
þegar kynnt var skýrsla stofnun-
arinnar um ástand nytjastofna
sjávar og aflahorfur fiskveiðiárið
2004/2005.
Jóhann minnti á að undanfarin
4–5 ár hefðu komið í ljós sterk ein-
kenni hlýsjávarskeiðs, meðal ann-
ars aukin áhrif Atlantssjávar
norður og austur fyrir land, og
merkjanlegar breytingar á lífrík-
inu. Það mætti meðal annars
merkja á verulega auknu út-
breiðslusvæði og stofnstærð ýsu
við landið og mikilli styrkingu
ufsastofnsins. Eins benti Jóhann á
að tegundir á borð við kolmunna,
skötusel og lýsu gengju nú norður
fyrir landið í mun meiri mæli en
áður.
Jóhann tók hins vegar fram að
breytt umhverfisáhrif hefðu ekki
þorskinn í sjónum, sérstaklega á
meðan hann væri ungur.
Jóhann ítrekaði þá skoðun Haf-
rannsóknastofnunarinnar að sókn
í þorskstofninn hefði verið of þung
á undanförnum árum og að fram-
tíð stofnsins væri betur tryggð
með minna veiðiálagi. Á fundinum
í gær kom fram að Hafrannsókna-
stofnunin teldi brýnt að endur-
skoða núgildandi aflareglu fyrir
þorsk í ljósi reynslunnar og á
grundvelli tillagna nefndar sjávar-
útvegsráðherra um langtímanýt-
ingu fiskstofna svo markmið fyr-
irliggjandi nýtingarstefnu og
langtíma afrakstur þorskstofnsins
verði tryggð betur en nú er gert.
sagði að aðstæður gætu breyst
hratt, hafið í kringum landið gæti
allt eins kólnað strax á næsta ári.
„Við verðum að laga okkur að
þessum veruleika og gera okkur
grein fyrir því þegar við erum að
nýta stofnana. Það að þorskarnir
séu svangir um þessar mundir
þýðir alls ekki að við eigum að
veiða meira af þeim. Þorskurinn
er býsna harðgerð skepna sem
þolir tiltölulega mikinn fæðuskort
í talsverðan tíma án þess að drep-
ast. Það er því engin ástæða til að
breyta út af hinni almennu nýting-
arstefnu sem við höfum fylgt,“
sagði Jóhann og bætti því við að
það gæfi góðar rentur að geyma
aðeins jákvæð áhrif á helstu nytja-
stofna. Til dæmis mætti nú merkja
breytta hegðun loðnustofnsins og
það hefði bein áhrif á afkomu
þorskstofnsins. Þannig virðist
mega rekja hægari vöxtur í þorsk-
stofni en vænst var til breytts at-
ferlis og/eða minni stofnstærðar
loðnu en meðalþyngdir þorsks
lækkuðu verulega árið 2003 og vís-
bendingar eru um að sú þróun
haldi áfram árið 2004. Jóhann
sýndi fram á að hlutfall loðnu í
magafylli þorsks hefði snarminnk-
að og þorskurinn virtist ekki ná að
bæta sér upp loðnuskortinn. Jó-
hann sagði loðnustofninn í raun í
uppnámi, misheppnaðar mælingar
á ókynþroska loðnu á
undanförnum misserum sköp-
uðu mikla óvissu um framvindu
þorskstofns. Hann sagði samband
þorsks og loðnu eitt mikilvægasta
verkefni fiskrannsókna á næstu
misserum og biðlaði til útgerðar-
innar um samstarf í þeim efnum.
Eigum ekki að veiða meira
þótt þorskurinn sé svangur
Jóhann sagði þannig mikla
óvissu í spá stofnunarinnar og
!!
"
#
! "#
!#
$
!
Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar
Mikil óvissa
um framtíð
þorskstofns
Morgunblaðið/ÞÖK
Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, kynnir
nytjastofna og aflahorfur.
ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra
segir skýrslu Hafrannsóknastofnunarinnar
um ástand nytjastofna sýna með skýrum hætti
að árangur sé að nást við uppbyggingu fisk-
stofna við landið. „Þorskstofninn stækkar
þriðja árið í röð, þar sem einstaklingunum í
stofninum fjölgar eins og gert var ráð fyrir.
Þetta kemur einnig fram varðandi ýsu, ufsa og
löngu. Aftur á móti hafa breytt umhverfisskil-
yrði áhrif á stofnana. Þessar breytingar hjálpa
okkur að byggja upp ýsu-,
ufsa- og löngustofnana en
leiða til þess að meðalþyngd
þorsks minnkar, líklega
vegna breytinga á hegðun
loðnunnar. Þær má vænt-
anlega skýra með hitastigs-
breytingum í umhverfinu.
Það má vissulega segja að
það séu vonbrigði að fjölg-
un í þorskstofninum skuli ekki leiða til aukins
kvóta vegna breytinga í umhverfinu. En afla-
reglan felur í sér viðbrögð við breyttum að-
stæðum og kvótinn verður því ekki eins hár.“
Árni segir að þótt stærð loðnustofnsins hafi
enn ekki verið mæld sé ótímabært að halda því
fram að hann sé hruninn og minnir á að mæl-
ingar hafi ekki náðst á hefðbundnum tíma síð-
astliðin tvö ár. Hann segir samt að loðnuveiðar
hefjist ekki fyrr en mæling liggur fyrir.
Hafrannsóknastofnunin telur brýnt að end-
urskoða aflareglu sem fyrst og draga meira úr
sókn í þorskstofninn en núgildandi aflaregla
gerir ráð fyrir. Árni segir að farið verði eftir
aflareglu varðandi ákvörðun um þorskkvóta
fyrir næsta fiskveiðiár. Hann sé hins vegar nú
að kynna sér fyrstu niðurstöður nefndar sem
hefur verið að endurskoða aflaregluna.
Erum að
ná árangri
Árni M.
Mathiesen
ÞORSKURINN er nú mun léttari en verið
hefur undanfarin ár og er það að nokkru leyti
skýrt með breyttri göngu loðnunnar. Því er
lagt til að dregið verði úr sókn í þann gula.
Stofnar ýsu og ufsa eru í örum vexti og hefur
nýliðun batnað verulega á síðustu árum, en
stutt er síðan þessir stofnar voru taldir í lág-
marki.
Hér fara á eftir helztu niðurstöður Haf-
rannsóknastofnunar um þorskstofninn
Meðalþyngd þorsks eftir aldri í afla árið
2003 minnkaði verulega frá árinu 2002 og
var mun minni en gert hafði verið ráð fyrir.
Minni meðalþyngd þorsks virðist tengjast at-
ferli og/eða stofnstærð loðnu. Undanfarinn
áratug hefur áætluð stofnstærð loðnu verið
notuð til að spá fyrir um meðalþyngd þorsks í
afla en ekki hefur tekist að mæla stofnstærð
loðnu að þessu sinni. Í núverandi úttekt var
meðalþyngd þorsks eftir aldri í afla áætluð út
frá meðalþyngd í stofnmælingu í mars.
Samkvæmt núverandi úttekt er stærð við-
miðunarstofns þorsks í ársbyrjun 2004 áætl-
uð 854 þús. tonn, þar af er hrygningarstofn-
inn talinn um 202 þús. tonn. Í úttektinni árið
2003 var viðmiðunarstofn í upphafi árs 2004
áætlaður 914 þús. tonn. Meginskýring á
lægra mati á viðmiðunarstofni nú er lægri
arstofn vaxi úr 202 þús. tonnum 2004 í um
260 þús. tonn árið 2005.
Nefnd sem sjávarútvegsráðherra skipaði
árið 2001 til að meta árangur af beitingu afla-
reglu skilaði skýrslu í apríl 2004. Meginnið-
urstaða nefndarinnar er að þó setning afla-
reglunnar hafi skilað árangri, hefði mátt ná
mun betri árangri með 22% veiðihlutfalli í
stað 25% þegar til langs tíma er litið.
Hafrannsóknastofnunin telur brýnt að end-
urskoða núgildandi aflareglu fyrir þorsk í
ljósi reynslunnar og á grundvelli þessara til-
lagna.
Í ljósi lítils magns af stærri og eldri þorski í
hrygningarstofni leggur Hafrannsóknastofn-
unin til að núverandi svæðalokanir á hrygn-
ingarslóð og möskvastærð í netum verði
áfram í gildi.
Líkur eru á að viðmiðunarstofn þorsks
muni fara vaxandi næstu árin. Að teknu tilliti
til aldurssamsetningar hrygningarstofns,
óvissu í stofnmati og stærðar árgangsins frá
2001 er æskilegt að draga enn frekar úr sókn
en gert er ráð fyrir samkvæmt núgildandi
aflareglu. Þannig aukast líkur á að betur tak-
ist að nýta uppvaxandi árganga, breytileiki í
aldri hrygningarstofns aukist og hlutfall
eldri fisks verði hærra.
áætluð meðalþyngd eftir aldri en áður var
gert var ráð fyrir. Þessi lækkun á með-
alþyngd leiddi jafnframt til þess að á árinu
2003 voru fleiri fiskar veiddir og veiðidauði
hærri en ella.
Á undanförnum árum hefur með-
alveiðidánartala og afli sem hlutfall af veiði-
stofni verið verulega umfram það sem stefnt
var að með aflareglu. Með aflareglu var
stefnt að 25% veiðihlutfalli og meðalveiðidán-
artölu 0,4. Árið 2003 var veiðihlutfallið 28%
og meðalveiðidánartala 0,7. Á undanförnum
þremur árum er afli umfram aflamark, breyt-
ing á aflareglu og ofmat á meðalþyngd meg-
inorsök þessa háa veiðihlutfalls. Hátt hlutfall
ungs fisks í stofninum hefur að auki áhrif til
hækkunar meðalveiðidánartölu.
Árgangar í tæpu meðallagi
Allir árgangar frá 1997 eru nú metnir í
tæpu meðallagi nema árgangur 2000 sem
mælist rúmlega meðalárgangur og árgangur
2001 sem er metinn mjög lélegur.
Samkvæmt núverandi aflareglu verður
aflamark 205 þús. tonn fiskveiðiárið 2004/
2005. Áætlað er að viðmiðunarstofn minnki
úr 854 þús. tonnum í ársbyrjun 2004 í 788
þús. tonn í ársbyrjun 2005 en hrygning-
Meðalþyngd þorsksins minnkar verulega