Morgunblaðið - 08.06.2004, Side 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
12 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÞETTA HELST …
VIÐSKIPTI
● Farþegum Iceland Express fjölg-
aði um 106% í maí frá sama mánuði
í fyrra. Í maí var markaðshlutdeild fé-
lagsins 24% af farþegaflutningum til
og frá landinu um Keflavíkurflugvöll,
að því er fram kemur í tilkynningu frá
félaginu.
Í apríl síðastliðnum fjölgaði farþeg-
um Iceland Express jafnframt um
meira en helming frá árinu áður.
Sætaframboð félagsins jókst um
helming þann 1. apríl þegar önnur
Boeing 737-þota var tekin í notkun
og byrjað að fljúga tvisvar á dag til
London og Kaupmannahafnar.
Meira en helmings
fjölgun hjá
Iceland Express
● KB BANKI hefur stofnað sérhæft
eignastýringarfyrirtæki í Lundúnum,
New Bond Street Asset Manage-
ment, NBS, í sam-
vinnu við hóp sér-
fræðinga.
Samkvæmt tilkynn-
ingu frá KB banka til
Kauphallar Íslands
mun NBS í fyrstu vinna að því að
byggja upp sérhæft skuldbréfa- og
lánasafn fyrir KB banka, en auk þess
stefni félagið að því að stýra sér-
hæfðum sjóðum fyrir þriðja aðila.
NBS mun eiga viðskipti með skulda-
bréf og skuldabréfaafleiður með hátt
lánshæfismat, auk veðlána. Stefnt
er að því að NBS verði með tvo millj-
arða evra, um 175 milljarða króna, í
stýringu innan tveggja ára.
Framkvæmdastjóri NBS verður
Zoe Shaw, sem frá 1995 til 2003
var framkvæmdastjóri skulda-
fjármögnunardeildar bankans
Bankgesellschaft Berlin, BGB, og
annar framkvæmdastjóra Lundú-
naútibús bankans. Hún hefur einnig
ritað bækur um skuldabréf og verð-
bréfun (e. securitization). Fyrrum yf-
irmaður Norðurlandadeildar BGB,
Jorgen Mandal, verður yfirmaður
eignastýringar NBS.
KB banki stofnar
eignastýringarfyr-
irtæki í Lundúnum
● FLUGFÉLÖG í heiminum hafa sam-
þykkt að stefna að því að lækka
rekstrarkostnað þeirra, m.a. með því
að hætta útgáfu flugmiða á pappír
eigi síðar en árið 2007. Þá vilja þau
einnig gera ýmsar aðrar breytingar
sem gera innritun flugfarþega einfald-
ari og þar með ódýrari. Þetta var sam-
þykkt á fundi Alþjóðasambands flug-
félaga, IATA, í Singapore, sem um
700 stjórnendur flugfélaga sóttu.
Segir í frétt Reuters-fréttastofunnar
að markmið flugfélaganna sé að
lækka rekstrarkostnað þeirra á
heimsvísu samtals um þrjá milljaðra
dollara á ári, sem svarar til liðlega
210 milljarða íslenskra króna. Ætl-
unin sé að ná þessu fram til að vega
upp á móti háum eldsneytiskostnaði
og vegna aukinnar samkeppni.
Hefur Reuters eftir Giovanni Bisign-
ani, forstjóra IATA, að í fyrra hafi flug-
félögin í heiminum þurft að takast á
við áhrif lungnabólgufaraldurs, stríðs-
ins í Írak, hryðjuverka og erfiðs efna-
hagsástands. Nú hafi hækkun á elds-
neytisverði bæst við.
Segir Bisignani að flugfélögin í
heiminum hafi tapað samtals um 30
milljörðum dala eftir hryðjuverkin 11.
september 2001. Samanlagður fjöldi
flugfarþega á fyrsta fjórðungi þessa
árs hafi hins vegar verið um 6,5%
meiri en á sama tímabili á árinu 2001
og því hafi verið áætlað að flugfélögin
myndu skila samtals um þriggja millj-
arða dala hagnaði á þessu ári. Elds-
neytishækkanir muni hins vegar
koma í veg fyrir að svo verði.
Flugfélög vilja
lækka kostnað
GENGIÐ hefur verið frá kaupum
nýstofnaðs félags, Eignarhalds-
félags Lyfju ehf., á öllu hlutafé í
lyfjaverslanakeðjunni Lyfju hf.
Samningur þess efnis var undirrit-
aður síðastliðinn föstudag, 4. júní.
Eignarhaldsfélagið Lyfja ehf. er
dótturfélag Árkaupa ehf. Hluthafar
í Árkaupum eru Kaupfélag Suður-
nesja (33,3%), Vátryggingafélag Ís-
lands hf. (33,3%), Íslandsbanki hf.
(20%), Eignarhaldsfélagið Sam-
vinnutryggingar (10%) og Kaup-
félag Skagfirðinga (3,3%). Fram
kemur í tilkynningu frá VÍS að eig-
ið fé Árkaupa sé 1.500 milljónir
króna.
Greint var frá því í síðasta mán-
uði að VÍS hefði keypt 100% hluta-
fjár í Lyfju fyrir hönd óstofnaðs
hlutafélags síns og annarra fjár-
festa. Seljandi var Hagar hf.
Álitlegur
fjárfestingarkostur
Kaupfélag Suðurnesja er stærsti
hluthafinn í Samkaupum hf., sem
samanstendur m.a. af verslanakeðj-
unni Samkaup og Nettó, og fer
Guðjón Stefánsson, framkvæmda-
stjóri Samkaupa, með rekstur
Kaupfélags Suðurnesja. Hann segir
að Kaupfélagið hafi að undanförnu
fyrst og fremst verið í fasteign-
arekstri auk þess að eiga stóran
hlut í Samkaupum.
„Það er stefna Kaupfélagsins að
vera áfram í verslunarrekstri og
þess vegna var það talinn álitlegur
kostur að taka þátt í rekstri Lyfju,“
segir Guðjón. „Segja má að félagið
sé með þessum kaupum að árétta
að það vilji vera í fjölþættum versl-
unarrekstri.“
Hann segir að af hálfu Kaup-
félags Suðurnesja séu ekki fyrir-
hugaðar breytingar á rekstri Lyfju.
Kaupfélag Suðurnesja annar
af stærstu hluthöfum í Lyfju
Viljum vera í fjölþættum verslunarrekstri, segir framkvæmdastjóri Samkaupa
! "# $
"%
"%
"%
FYRIRTÆKIN Mentor og Marorka
fengu viðurkenningar fyrir bestu
markaðsáætlanirnar í verkefni Út-
flutningsráðs Íslands „Útflutnings-
aukning og hagvöxtur“ á föstudag.
Mentor er hugbúnaðar- og ráðgjaf-
arfyrirtæki á sviði kennslu og Mar-
orka er hugbúnaðar- og ráðgjaf-
arfyrirtæki á sviði sjávarútvegs.
Í fréttatilkynningu frá Útflutn-
ingsráði segir að undanfarið miss-
eri hafi níu íslensk fyrirtæki tekið
þátt í verkefninu en um er að ræða
þróunarverkefni fyrir lítil og með-
alstór fyrirtæki sem hafa áhuga á
að hefja útflutning eða festa í sessi
útflutning sem þegar er hafinn.
130 fyrirtæki hafa tekið þátt í
verkefninu frá upphafi og hafa
flest þeirra náð um 20% veltuaukn-
ingu ári eftir þátttöku í verkefninu
og um 25% aukningu í útflutningi.
Meðal þeirra fyrirtækja sem
hafa tekið þátt í verkefninu eru:
Össur, Bakkavör, Bláa lónið og
Límtré.
Mentor og Marorka verðlaunuð
Morgunblaðið/Golli
Verðlaunum hampað Freyja Björk Gunnarsdóttir og Vilborg Einarsdóttir
frá Mentor og Kristinn Aspelund frá Marorku.
Í SÍÐASTA tölublaði fasteigna-
blaðs breska blaðsins The Times er
hús í Grjótaþorpinu í Reykjavík
auglýst til sölu auk húsa á ýmsum
sumarleyfisstöðum sem Bretar
heimsækja, svo sem á Spáni, Flór-
ída í Bandaríkjunum og víðar. Tek-
ið er fram í auglýsingunni að Ice-
land Express fljúgi frá
Stansted-flugvelli í Englandi til Ís-
lands.
Ólafur Hauksson, forstöðumaður
almannatengsla hjá Iceland Ex-
press, segir að þetta sé ekki auglýs-
ing sem fyrirtækið hafi komið á
framfæri við Times. Reyndar sé
ekki um hefðbundna auglýsingu að
ræða, því hún sé unnin af hálfu
Times út frá kynningum sem
blaðinu hafi borist.
Brett Gregory-Peake, hjá al-
mannatengslafyrirtækinu Frank &
Earnest Communications í Lund-
únum, sem annast almannatengsl
fyrir Iceland Express í Bretlandi,
sagði í samtali við Morgunblaðið að
hann hefði haft samband við Times
og bent á þá möguleika sem hefðu
skapast með ódýru flugi milli Ís-
lands og Bretlands. Kaup Breta á
fasteignum erlendis hefðu aukist
mikið á undanförnum árum og
blaðamenn fasteignablaðs Times
hefðu einfaldlega kveikt á þeim
möguleikum sem Ísland byði nú
upp á í þessum efnum, með tilkomu
ódýrara flugs en áður.
Ísland auglýst Fjárfestingarkostir
víða um heim í auglýsingunni í
fasteignablaði Times.
Bretum bent á
fjárfestingarmögu-
leika á Íslandi
ALVARLEGT þunglyndi og önnur
andleg veikindi valda sífellt meiri
fjarvistum starfsmanna frá vinnu,
og er mikilvægt að yfirmenn læri
að þekkja fyrstu einkenni alvar-
legrar depurðar og hvernig best sé
að takast á við þunglyndi starfs-
manna. Kom þetta m.a. fram á
morgunverðarfundi um veikinda-
fjarvistir sem haldinn var á Radis-
on SAS, Hótel Sögu í síðustu viku.
Åke Nygren og Marie Åsberg,
prófessorar við Karolinska institu-
tet í Stokkhólmi, voru meðal frum-
mælenda og ræddu þau annars
vegar um þátt alvarlegs þunglynd-
is, ofþreytu og annarra andlegra
sjúkdóma í mikilli fjölgun langra
veikindaleyfa meðal sænsks launa-
fólks og hins vegar til hvaða
bragða megi grípa til að fækka
veikindadögum af þeirra sökum.
Er svo komið að kostnaður ríkisins
og einkarekinna fyrirtækja af
veikindaleyfum er orðinn meiri en
rekstrarkostnaður alls sænska
heilbrigðiskerfisins og eru andleg-
ir sjúkdómar sá veikindaflokkur
sem mest aukning hefur orðið í.
Grípa skjótt inn í
Hafa þau Nygren og Åsberg,
ásamt samstarfsmönnum, unnið
viðamiklar rannsóknir til að kom-
ast að því hvað valdi þessari miklu
aukningu.
Samkvæmt viðtölum við þung-
lynda starfsmenn eru það helst sex
atriði sem hafa áhrif á andlega líð-
an og heilsu starfsfólks á vinnu-
stað. Vinnuálag, svigrúm til sjálf-
stæðrar ákvarðanatöku, hlutfall
vinnu og umbunar, samband við
samstarfsmenn, sanngirni yfir-
manna og hvort starfsmanni finn-
ist hann vera að gera eitthvað sem
skipti máli. Leggja þau Nygren og
Åsberg áherslu á að því betur sem
búið sé að starfsmönnum, og því
betur sem þeim líði á vinnustað,
þeim mun færri vinnudagar tapist
vegna veikinda og því sé það fyr-
irtækjum í hag að reyna að komast
fyrir þennan vanda.
Þau benda einnig á að hættuleg-
ast sé ef þunglyndi eða ofþreyta
þjaka sama starfsmanninn í lengri
tíma áður en hann brotnar niður
og tekur sér leyfi. Því sé mik-
ilvægt að yfirmenn fylgist með
starfsfólki og reyni að taka eftir
fyrstu merkjum um depurð eða
mikla þreytu. Sé gripið skjótt og
vel inn í megi jafnvel koma í veg
fyrir að einn einasti vinnudagur
tapist.
Fyrstu einkennin eru m.a.
svefnleysi, pirringur, líkamlegir
verkir – sérstaklega í hálsi og baki
– og jafnvel minnisleysi. Takist að
greina sjúkdóminn á fyrstu stigum
leggja þau t.d. til að starfsmönn-
um sé boðið upp á einka- eða hóp-
viðtöl við sálfræðing og þeim
kenndar aðferðir við slökun, s.s.
jóga.
Dýrari en heilbrigðiskerfið allt
Andleg veikindi valda auknum fjarvistum frá vinnu, en hægt er að bregðast við