Morgunblaðið - 08.06.2004, Qupperneq 13
ÚR VERINU
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2004 13
Skógarhlíð 18, sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Heimsferðir bjóða þér nú síðustu sætin í sólina í júlí
á hreint ótrúlegu verði, en nú er sumarið komið á
vinsælustu áfangastöðum Evrópu og aldrei betra að
njóta vinsælustu staðanna á fegursta tíma ársins.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Síðustu
sætin
í sólina
í júlí
frá kr. 19.990
með Heimsferðum
Bologna
Verð frá kr. 19.990
Flugsæti, m.v. 2 fyrir 1 til Bologna/-
Forli, 1. og 8. júlí. Netverð.
Mallorca
Verð frá kr. 34.995
M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, 7. júlí,
vikuferð, nettilboð. Netverð.
Benidorm
Verð frá kr. 29.995
M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, viku-
ferð, stökktutilboð, 7. júlí. Netverð.
Rimini
Verð frá kr. 39.995
M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, viku-
ferð, 1. júlí, stökktutilboð. Netverð.
Costa del Sol
Verð frá kr. 39.990
M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, viku-
ferð, 7. júlí, stökktutilboð. Netverð.
Barcelona
Verð frá kr. 19.990
Flugsæti, m.v. 2 fyrir 1 til Barcelona,
1. júlí. Netverð.
Portúgal
Verð frá kr. 39.990
M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, viku-
ferð, 7. júlí, stökktutilboð. Netverð.
Króatía
Verð frá kr. 33.895
Flugsæti á mann með sköttum, beint
flug á Trieste.
Tryggðu þér síðustu sætin í júlí
FJÖLMENNI tók þátt í hátíðarhöldum vegna sjó-
mannadagsins í Hafnarfirði. Lagður var blómsveigur
að minnsmerki um drukknaða sjómenn, farið í sigl-
ingar og keppt í róðri. Þrír aldraðir sjómenn í Hafn-
arfirði voru heiðraðir fyrir ævistörf. Á myndinni eru
þeir ásamt eiginkonum sínum, f.v. Magnús Þor-
steinsson og Þuríður Lára Ottósdóttir kona hans, Ingi-
mar Kristjánsson og Kristín G. Gunnbjörnsdóttir kona
hans, Svavar Benediktsson og Sonja Jóhanna kona
hans.
Þrír heiðraðir í Hafnarfirði
Ljósmynd/Hallgrímur Indriðason
HÁTÍÐ hafsins var haldin í Reykjavík á sjómannadag-
inn. Að vanda heiðraði Sjómannadagsráð aldraða sjó-
menn fyrir störf þeirra. Að þessu sinni voru heiðraðir
fimm sjómenn. Þeir voru f.v. Tryggvi Eyjólfsson vél-
stjóri, Reynir Björnsson loftskeytamaður, Gustav M.
Siemsen skipstjóri, Eggert Ó Eggertsson bryti og Birg-
ir Hólm Björgvinsson fyrrverandi gjaldkeri Sjómanna-
félags Reykjavíkur.
Aldraðir sjómenn heiðraðir
HÁTÍÐARHÖLD Sjómannadagsins
hér á Húsavík voru með hefðbundnu
sniði, skemmtisiglingu, kappróðri
og fleiri keppnisgreinum.
Á myndinni má sjá Elías Frímann
Elvarsson á leið í sjóinn eftir að Þor-
grímur Jóelsson hafði slegið hann
niður í koddaslagnum.
Koddaslagur
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Húsavík. Morgunblaðið.
Í TILEFNI af sjómannadags-
helginni var haldin myndlistar-
sýning í íþróttahúsinu á Skaga-
strönd. Þar sýndu Steinunn
Steinþórsdóttir og Slavko Velim-
ir 97 listaverk úr gleri og járni.
Steinunn vinnur verk sín í gler
en Slavko í járn. Flest verkanna
hafa þau unnið nú seinni hluta
vetrar og hafa listamennirnir
unnið verkin saman þar sem
blandað er á skemmtilegan hátt
járni og gleri. Þá voru einnig á
sýningunni verk unnin eingöngu
úr gleri ásamt verkum úr járni.
Listaverkin eru bæði ýmiss kon-
ar nytjahlutir og frumlegir list-
munir sem standa fyrir sínu sem
slíkir. Steinunn og Slavko eru
nágrannar og koma hugmyndum
sínum á framfæri hvort við ann-
að og vinna þannig verkin í sam-
einingu. Þau eru bæði sjálf-
menntuð í list sinni þótt erfitt sé
fyrir leikmenn að sjá það á verk-
um þeirra.
Mikill fjöldi gesta sótti sýn-
inguna dagana sem hún var opin
og seldust mörg verkanna og
sum þeirra fengu færri en vildu.
Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson
Steinunn og Slavko við eitt verk-
ið – frumlegan veggkertastjaka.
Myndlist úr
gleri og járni
Skagaströnd. Morgunblaðið.