Morgunblaðið - 08.06.2004, Side 17
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100.
Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti
Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján
Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is,
sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115.
Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Íbúar Fljótsdalshéraðs eru með ýmislegt á
sinni könnu um þessar mundir. Eitt af því
er að kjósa á um sameiningu fjögurra sveit-
arfélaga samhliða forsetakosningunum.
Íbúar hafa fengið senda málefnaskrá og
glugga nú í hana. Forsvarsmenn sveitarfé-
laganna eru ekki á einu máli um gildi sam-
einingar á þessum tímapunkti og íbúar auð-
vitað með ýmsar skoðanir á málefninu.
Verður því fróðlegt að sjá hvernig fer.
Annað á áðurnefndri könnu er Austurland
2004, atvinnu- og mannlífssýning sem hefst
í bænum á fimmtudag. Um 130 fyrirtæki,
einstaklingar og stofnanir hafa munstrað
sig til leiks og verða Egilsstaðir sjálfsagt
með líflegasta móti þessa daga. Skemmti-
legt hvernig Austlendingafjórðungur rís nú
upp eins og fuglinn Fönix og ýfir fjaðrirnar
með glæsibrag.
Bæjaryfirvöld á Austur-Héraði þýfga
Kaupfélag Héraðsbúa um land til kaups. Er
um að ræða land frá iðnaðarsvæði bæjarins
í austri niður að Hringvegi í vestri. Lög-
fræðistofa mat þetta land á 167 milljónir
króna en bæjarráð taldi af og frá að sú upp-
hæð gæti staðist. Er nú viðræðum fram
haldið og deginum ljósara að bæinn vantar
land til að mæta stækkun.
Á dögunum var opnuð ný viðbygging Hót-
els Héraðs. Hótelið var stækkað um 24 her-
bergi og 120 manna ráðstefnusal, en í eldri
byggingu eru 36 herbergi, fundarsalir og
110 manna matsalur. Björn Kristleifsson
arkitekt hannaði hótelið, en Guðbjörg
Magnúsdóttir sá um hönnun innanhúss.
Burðarásar Óperustúdíós Austurlands,
þau Keith Reed og Ásta Bryndís Schram,
eru þessa dagana að pakka niður og flytja
til Reykjavíkur og alls óljóst um framhald á
starfsemi Óperustúdíósins, sem flutti tón-
listarlíf á Héraði í nýjar víddir. Þá er Magn-
ús Magnússon, skólastjóri Tónlistarskóla
Austur-Héraðs, að hætta sökum aldurs eft-
ir margra áratuga farsælt starf og Jón Guð-
mundsson, aðstoðarskólastjóri og mik-
ilvirkur tónlistarmaður, einnig að flytja
burt. Maður kemur í manns stað, en það er
sannast sagna skarð fyrir skildi í tónlistar-
lífi bæjarins.
Úr
bæjarlífinu
EGILSSTAÐIR
EFTIR STEINUNNI ÁSMUNDSDÓTTUR
BLAÐAMANN
Íslenski ferðabækling-urinn „Upp í sveit“ erkominn út hjá Ferða-
þjónustu bænda og er fá-
anlegur á öllum helstu upp-
lýsingamiðstöðvum,
bensínstöðvum Esso hring-
inn í kringum landið og hjá
bændum. Í bæklingnum er
að finna upplýsingar um
gistingu á 124 ferðaþjón-
ustubæjum um land allt.
Gistingin er fjölbreytt og
ættu allir að geta fundið
eitthvað við sitt hæfi, segir
í frétt á vefnum bondi.is.
Nefnd er bændagisting,
sveitahótel, sumarhús og
heimagisting. Afþreying er
einnig orðin fjölbreytt, þar
eru hestaferðir nefndar,
golfvellir við bæina eða í
nágrenninu, merktar
gönguleiðir, fuglaskoðun,
bátsferðir, sveitaheimsókn
barna og sala á veiðileyf-
um. Einnig er sagt frá ferð-
um á fjórhjólum og vél-
sleðaferðir.
Upp í sveit
Grímsey | Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kom til
Grímseyjar með 40 farþega af mjög blönduðu þjóðerni.
Þar mátti sjá Hollendinga, Þjóðverja, Bandaríkjamenn,
Ástrali, Kínverja og Dani, auk íslensks leiðsögumanns.
Útgerð skipsins sem heitir „Professor Multanovskiy“
er rússnesk en það eru Hollendingar sem hafa það á
leigu. Síðasti viðkomustaður skipsins og farþega þess,
á undan Grímsey, var Jan Mayen. Það var létt yfir
mannskapnum sem gekk Grímsey í nærri fjóra klukku-
tíma. Auðvitað stigu allir yfir heimskautsbauginn.
Nokkuð rigndi en gestirnir létu veðrið ekkert á sig fá
heldur nutu fugla- og mannlífsins. Það hefur aukist
undanfarin ár að minni skemmtiferðaskip leggi leið
sína til Grímseyjar.
Morgunblaðið/Helga Mattína
Fyrsta skip sumarsins
Vísur bárust „tilPéturs með góðrikveðju“ frá
Rúnari Kristjánssyni á
Skagaströnd, en undirrit-
aður sendi Rúnari ljóða-
bréf á föstudag í liðinni
viku eftir langa bið:
Undrandi ég alveg varð
og það færi í letur,
þegar yfir skammar skarð
skeiðið þreytti Pétur!
Fyrst að loks til leiks var mætt,
lýsi ég dómi mínum.
Pétur hefur brot sitt bætt,
bjargað heiðri sínum!
Leyst er nú úr langri bið,
lífguð gleði í anda.
Samskiptanna sálarhlið
sé ég opin standa!
Leggur þar með birtu um
braut
bragarvina tveggja.
Manndóm auki og minnki
þraut
málskotsréttur beggja!
Bið ég Pétri láns og lífs,
legg þá bæn í skeyti,
að til skeiðar hann og hnífs
hafi að mestu leyti!
Svar frá Rúnari
pebl@mbl.is
Borgarnes | Eitt af því sem
nemendur í 10. bekk í Grunn-
skóla Borgarness gerðu eftir að
samræmdu prófunum lauk var
að prófa að vinna við glerlist.
Ólöf Davíðsdóttir glerlistakona
sem á og rekur bæði glervinnslu
og gallerí í Brákarey, bauð
krökkunum að koma og leið-
beindi hún þeim við gerð á kerta-
stjökum fyrir sprittkerti.
Hver nemandi gerði tvo kerta-
stjaka úr gleri og sá Ólöf Davíðs-
dóttir um að setja upphafsstafi
hvers og eins á viðkomandi grip.
Ólöf var að leiðbeina strákunum
þegar myndin var tekin en þeir
eru frá vinstri: Þiðrik Örn Við-
arsson, Björn Viggó Björnsson
og Sölvi G Gylfason.
Þessi borgfirska glerlist prýð-
ir nú nokkur heimili í sveitarfé-
laginu Dragsholm í Danmörku
því nemendurnir fóru þangað í
vorferðalag og gáfu dönsku gest-
gjöfunum sínum kertastjakana í
þakklætisskyni fyrir uppihaldið.
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Bjuggu til kertastjaka
Glerlist
Borgarnes | Sparisjóður Mýrasýslu og
Borgarbyggð undirrituðu samning nýlega
vegna kaupa Borgarbyggðar á húsi SPM
að Borgarbraut 14 í Borgarnesi. Húsnæðið
sem nú hýsir skrifstofur Borgarbyggðar er
hinum megin við götuna og er löngu orðið
of lítið fyrir starfsemina. Sparisjóðurinn
hyggst byggja nýtt húsnæði við Vestur-
landsveg hjá Brúartorgi og er reiknað með
að það verði tilbúið vorið 2005. Borgar-
byggð fær því húsið afhent 1. júní 2005 og
eru flutningar áætlaðir þá um haustið.
Að mati bæjarstjóra, Páls S. Brynjars-
sonar, sómir húsið sér mjög vel sem ráð-
hús, það sé fallegt, vel við haldið, vel stað-
sett, umhverfið sé fallegt og stærðin
hentug. Hægt verði að bæta aðgengi að
skrifstofum bæjarins, en á núverandi skrif-
stofu er aðgengi fyrir fatlaða slæmt. Kaup-
verð hússins er 83 m.kr. og húsið er 1.050
m2. Borgað er fyrir húsið með makaskipt-
um á eignum og þær eignir eru núverandi
húsnæði bæjarskrifstofa að Borgarbraut
11–13 og jarðirnar Álftarós og Stapasel.
Borgarneskjötvörur stækka
Við sama tækifæri var undirrituð vilja-
yfirlýsing um kaup Borgarbyggðar á eign-
um Borgarneskjötvara í Brákarey, en fyr-
irtækið hyggst reisa nýtt hús undir
starfsemi sína í Borgarnesi. Jafnframt
kom fram að Borgarneskjötvörur hafa
keypt kjötvinnslu Samkaupa og með þeirri
viðbót mun störfum fjölga í fyrirtækinu um
15–20. Páll S. Brynjarsson bæjarstjóri
sagði að með kaupum á þessum eignum
væri Borgarbyggð að undirstrika vilja þess
efnis að í Brákarey yrði í framtíðinni íbúð-
arsvæði og iðnaður færðist þaðan.
Borgarbyggð
kaupir hús
sparisjóðsins
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Páll S. Brynjarsson bæjarstjóri, Gísli
Kjartansson sparisjóðsstjóri og Sigurður
Már Harðarson, stjórnarformaður SPM,
takast í hendur og innsigla samninginn.