Morgunblaðið - 08.06.2004, Page 21

Morgunblaðið - 08.06.2004, Page 21
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2004 21 Garður | Sveitarfélagið Garður hef- ur látið koma upp upplýsingaskilt- um um fugla við gamla vitann á Garðskaga. Fjöldi fugla hefur viðkomu í fjör- unum við vitann og er þetta einn vinsælasti fuglaskoðunarstaður landsins. Um 200 tegundir fugla hafa sést þar og á skiltunum eru myndir og lýsingar á sérkennum þeirra fugla sem algengastir eru í fjörum og á sjó við Skagann. Bæjaryfirvöld vonast til að skilt- in muni laða enn fleiri gesti á Garð- skagann.    Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Upplýsingar um helstu fugla Festist utan vegar | Lögreglan í Keflavík fékk um það tilkynningu í hádeginu á laugardag að japanskur ferðamaður sem þá var staddur í Grindavík hefði fest bifreið sína við Kleifarvatn. Ferðamaðurinn var á bílaleigubíl og hafði ekið út á veg- arslóða þar sem umferð vélknúinna ökutækja er bönnuð. Af þeim vegi hafði hann farið út á sendinn bakka Kleifarvatns og fest bílinn í gljúpum sandi. Bíll frá Björgunarsveitinni Þorbirni var fenginn til að ná bílnum upp. KATTAEIGENDUR á Suður- nesjum hafa nokkurra vikna frest til að skrá ketti sína hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja, samkvæmt samþykkt um kattahald sem tekið hefur gildi. Við skráningu kattar skal eigandi eða umráðamaður framvísa vottorði frá dýralækni um örmerkingu eða húðflúr- merkingu og spóluormahreins- un kattarins. Skráningargjald er kr. 15.000 fyrir hvern kött. Þeir sem láta skrá ketti sína fyrir 10. ágúst nk. fá 5.000 króna afslátt. Ekki er áætlað að taka upp árgjald fyrir katta- hald. Fram kemur á vef Heilbrigð- iseftirlits Suðurnesja að eftir 10. ágúst munu starfsmenn á vegum Heilbrigðiseftirlitsins fanga ketti í fellibúr. Löglega skráðum köttum verður sleppt aftur en óskráðir kettir verða færðir í dýrageymslu. Hafi þeirra ekki verið vitjað innan sjö daga verður þeim ráðstafað til nýrra eigenda, þeir seldir fyrir áföllnum kostnaði eða af- lífaðir. Allir kett- ir skulu skráðir Ármúla 31 • S. 588 7332 • www.i-t.is Veri› velkomin í glæn‡ja verslun okkar a› Ármúla 31 Nuddba›kar w w w .d es ig n. is @ 20 04 Eina nuddba›i› á marka›num úr emileru›u stáli! Stær›ir 170x83 sm. 180x83 sm. EXTRA DJÚP Reykjanesbær | Ísleifur Guð- leifsson sigraði á vormóti í boccia sem Tómstunda- starf eldri borg- ara í Reykja- nesbæ stóð fyrir. Keppendur voru sautján. Jó- hann Alexand- ersson varð í öðru sæti og Ólafur Björnsson í því þriðja. Þeir eru á myndinni ásamt Jóhönnu Arngrímsdóttur, þjálfara sínum. Sigruðu í boccia

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.