Morgunblaðið - 08.06.2004, Page 32
MINNINGAR
32 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Í
vísindum og fræðum velt-
ur allt á aðferðinni sem
beitt er til að rannsaka
viðfangsefni. Það er
m.ö.o. ekki efnið sjálft
heldur hin vísindalega aðferð sem
er í öndvegi. Hægt er að fylgja
henni óháð tilfinningum, skoð-
unum og persónum sem tengjast
málum.
Í uppeldi er það einnig aðferðin
sem vegur þyngst. Mikilvægt er
t.d. að foreldrar séu samkvæmir
sjálfum sér, virði barnið og laði
hæfileika þess fram en beiti það
ekki kúgun og ofríki.
Í blaðamennsku er það aðferð-
in sem skiptir mestu, einnig í
kennslu, viðskiptum, stjórn-
málum og
hvarvetna á
vettvangi fag-
mennsku.
Lýðræði er
aðferð til að
fara með vald.
Völd eru eftirsótt verðmæti. Vald
er höfuðhugtak í mannkynssög-
unni. Það birtist í öllum mann-
legum samskiptum og kallar fram
aðdáun, virðingu, ótta, öfund, hat-
ur og ást. Valdinu er skipt í fram-
kvæmdavald, löggjafarvald og
dómsvald í lýðræðisríkjum. Vonin
er svo að lýðræðið stuðli að jafn-
gildi, virðingu og samábyrgð
borgaranna.
Samkvæmt niðurstöðu könn-
unar Siðfræðistofnunar, Fé-
lagsvísindastofnunar HÍ og Stað-
ardagskrár 21 hjá
Reykjavíkurborg um viðhorf Ís-
lendinga til lýðræðis (og fleiri
þátta, 2003) nýtur lýðræð-
isskipulagið ótvíræðs (90%)
stuðnings almennings. Íslend-
ingar eru því lýðræðissinnar. Aft-
ur á móti sögðust 49% þeirra sem
afstöðu tóku frekar eða mjög
óánægðir sem framkvæmd lýð-
ræðis á Íslandi. Ennfremur
reyndust 63% þeirra sem afstöðu
tóku ósammála fullyrðingunni:
„Íslandi er í megindráttum
stjórnað í samræmi við vilja fólks-
ins.“ (Óánægja, Mbl. 11.4. 04.)
Það ætti því ekki að koma nein-
um á óvart að greina megi fremur
sterka óánægju hjá almenningi
með þær aðferðir sem ráðherrar
stundum beita í lýðræðissam-
félaginu.
Í könnun Siðfræðistofnunar
kom einnig fram að 72% þeirra
sem afstöðu tóku telja íslenska
stjórnmálaflokka ekki vera í takt
við kjósendur sína. Þá voru 86%
þeirra sem afstöðu tóku, frekar
eða mjög sammála fullyrðing-
unni: „Fáir, valdamiklir ein-
staklingar ráða of miklu í íslensk-
um stjórnmálum.“
Íslendingar eru með öðrum
orðum óánægðir lýðræðissinnar,
sem vilja þroska samræðuna og
gefa lýðræðinu meiri tíma. Góðar
líkur eru því á því að þegar núver-
andi (karla)valdakynslóð í ís-
lenskum stjórnmálum dregur sig
í hlé, að þá opnist möguleiki á
samræðulýðræði.
Vald er ekki fast hugtak, held-
ur fljótandi. Líkja má valdi við
jökulá sem sumir safna saman
með því að steypa stíflur, lón og
virkjun. Vald er sleipt; hált sem
áll. Það rennur oft saman við önn-
ur hugtök og tekur á sig ýmsar
birtingarmyndir; hlutleysis, heið-
arleika, þótt því sé beitt af geð-
þótta og eftir sérhagsmunum.
„Ég er ekki þrjótur,“ fullyrti Nix-
on í varnarræðu sinni vegna Wat-
ergate-málsins, en aðferðin sem
hann notaði var ekki í anda lýð-
ræðis.
Þolimæði almennings gagnvart
beitingu valds án umræðu er
þverrandi á Íslandi, m.a. vegna
þess að sú aðferð er á skakk og
skjön við það sem kennt er í skól-
um; jafnt í leikskólum sem há-
skólum. Í aðalnámskrá grunn-
skóla er lögð mikil áhersla í námi
á helstu gildi lýðræðislegs sam-
starfs: jafngildi, virðingu og sam-
ábyrgð.
Lýðræði tengist þekkingu, við-
horfum, menntun og virkri þátt-
töku hvers og eins, og að mati
Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrv.
forseta lýðveldisins, á skólastarf
að vera uppeldi í lýðræði. Það „á
að venja skólanemendur á um-
ræðu, á að taka tillit til annarra, á
að taka þátt í að mynda meiri-
hluta og minnihluta, láta þá spila
saman, á að velja einstaklinga í
hlutverk sem tengjast hlut-
verkum annarra, efla bæði sam-
vinnu og samstillingu krafta,“
segir hún. (27.9. 02.) Vigdís var
norrænn tengiliður á ráðstefum
sem haldnar voru á vegum Nor-
rænu ráðherranefndarinnar um
lýðræði í skólastarfi 2001–2002.
Aðferðafræðin sem notuð var
við fjölmiðlafrumvarpið svokall-
aða virðist fremur merkt aðferð
ofríkis en lýðræðis, og því féll hún
ekki í góðan jarðveg. Ef málið var
heillavænlegt fyrir almenning, þá
eyðilagði aðferðin það. Enginn
vill gjafir sem gefnar eru með
ólund, jafnvel þótt beðið hafi ver-
ið eftir þeim. Ofríki opinberast
þegar hvorki er lögð stund á sam-
ræður né hlustað á aðra.
Það eru ekki „málin“ sem gera
Íslendinga að óánægðum lýðræð-
issinnum, heldur er það aðferðin
sem framkvæmdavaldið beitir við
að koma málum sínum áfram.
Veik umræðuhefð stjórn-
málaflokkanna veldur einnig
langtímaþreytu og óánægju al-
mennings á þeim.
Það er m.a. af þessum sökum
sem almenningur hefur litið með
velþóknun til þjóðaratkvæða-
greiðslu. Í niðurstöðum könnunar
Siðfræðistofnunar kom fram að
tæp 73% þeirra sem afstöðu tóku
voru fylgjandi því að þjóð-
aratkvæðagreiðslur verði teknar
upp í ríkari mæli hér á landi.
Niðurstöður Siðfræðistofnunar
knýja íslenska stjórnmálamenn
til að líta í eigin barm og hlusta
oftar en á fjögurra ára fresti á
þjóðina.
Það er brýnt hagsmunamál al-
mennings að fá að greiða atkvæði
í þjóðaratkvæðigreiðslum, jafnvel
þótt stjórnmálamönnum finnist
það óþægilegt, og jafnvel þótt
þeir vilji velja málin fyrir þjóðina
sem kjósa á um. Þrátt fyrir usl-
ann í kringum fjölmiðla-
frumvarpið, gæti væntanleg þjóð-
aratkvæðagreiðsla um það flýtt
því um áratug eða svo að beinna
og virkara lýðræði skapist á Ís-
landi.
Völd eru
verðmæti
Í könnun Siðfræðistofnunar kom fram
að 72% þeirra sem afstöðu tóku telja ís-
lenska stjórnmálaflokka ekki vera í takt
við kjósendur sína. Íslendingar eru
óánægðir með framkvæmd lýðræðis.
VIÐHORF
Eftir Gunnar
Hersvein
guhe@mbl.is
✝ Tryggvi Guð-mundsson var
fæddur í Vestmanna-
eyjum 1. okt. 1920.
Hann lést 1. júní síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Guðmund-
ur Eyjólfsson, f. 27.
okt. 1885, d. 16. des.
1924, og Áslaug Eyj-
ólfsdóttir, f. 26. sept.
1880, d. 24. júlí 1952.
Systkini Tryggva
voru: Sigurjón,
Björn, Rakel, Þórar-
inn og Ásvaldur
Ragnar, öll látin.
Hinn 19. maí 1951 kvæntist
Tryggvi eftirlifandi eiginkonu
sinni, Svövu Alexandersdóttur, f.
15. sept. 1929. Þau eignuðust fjög-
ur börn. Þau eru: 1) Gylfi, kvænt-
ur Margréti Rósu Jóhannesdóttur
og eiga þau þrjá syni. 2) Aldís, gift
Vilhjálmi Vilhjálmssyni og eiga
þau einn son. 3) Guðmundur Ás-
valdur, kvæntur Auði Trausta-
dóttur og eiga þau
fjögur börn en fyrir
átti Guðmundur einn
son. Móðir hans er
Lilja Richardsdóttir.
4) Sveinn Orri,
kvæntur Steinunni
Ósk Konráðsdóttur
og eiga þau tvö börn.
Tryggvi eignaðist
áður dóttur, Soffíu
Völu, sem gift er Vil-
hjálmi Ólafssyni.
Móðir hennar er
Margrét Halldórs-
dóttir sem er látin.
Auk þess ól Tryggvi
upp, ásamt móður sinni, Bylgju
systurdóttur sína, sem er gift
Ólafi Höskuldssyni og eiga þau
fimm syni.
Tryggvi var lengst af kaupmað-
ur í Vestmannaeyjum og síðar í
Hafnarfirði.
Útför Tryggva verður gerð frá
Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í
dag og hefst athöfnin klukkan 15.
Það er komið að leiðarlokum hjá
Tryggva tengdapabba. Samkvæmt
lögmálum lífsins verðum við að
sætta okkur við að það kemur að
kveðjustundinni hjá okkur öllum.
Alvara lífsins kom snemma til
Tryggva. Hann var barnungur
drengur þegar móðir hans varð
ekkja, með fjögur ung börn og eitt á
leiðinni. Tryggvi varð stoð og stytta
móður sinnar og vann hörðum hönd-
um til að hjálpa til við lífsbjörgina.
Margir muna eftir honum í Eyjum
við afgreiðslu á Bjössabar, eins og
verslun Björns Guðmundssonar var
kölluð. Hann var stór og myndarleg-
ur maður og hvers manns hugljúfi.
Hann laðaði alla að sér með sínu
glaðlega viðmóti og góðmennsku og
það var aldrei lognmolla í kringum
hann.
Hjónaband Tryggva og Svövu var
afar farsælt og barnalán mikið. Auk
barnanna sem þau eignuðust saman
átti hann áður dótturina Soffíu Völu
og einnig gekk hann Bylgju syst-
urdóttur sinni í föðurstað. Hann
sagði alltaf: „Barnalán er betra en
gull“. Hann var þakklátur maður og
sagði oft við okkur: „Maður má ekki
gleyma að þakka fyrir það sem lífið
gefur“ . Það voru mörg heilræðin
sem við fengum hjá honum og geym-
um eins og gull.
Margt breyttist í lífi fjölskyldunn-
ar þegar hún varð að flýja undan
eldgosi á Heimaey. Fallega húsið
þeirra Tryggva og Svövu skemmdist
mikið, þannig að þau sneru ekki aft-
ur til Eyja. En þau létu ekki deigan
síga, heldur héldu ótrauð áfram lífs-
baráttunni. Eignuðust fallegt heimili
og undu vel við sitt.
Það er erfitt að ímynda sér Svövu
án Tryggva. Það er eins og að
ímynda sér Heimaey án Heima-
kletts. Þau voru alltaf svo samrýnd
og skemmtileg saman. Söngelsk og
hress. Nú verðum við að skemmta
okkur við minningarnar. Mamma
(eins og Tryggvi kallaði Svövu alltaf)
á marga góða að sem munu styðja
hana og styrkja á komandi tímum.
Hún hefur líka sýnt að hún er hetja
þegar á reynir.
Ég kveð elsku tengdapabba minn
með miklum söknuði. En ég ætla
ekki að gleyma að þakka allar góðu
stundirnar. Þegar ég hugsa til hans
á þessari stundu heyri ég fallegu
bassaröddina hans og við syngjum
saman „Sveinninn rjóða rósu sá“ og
ég brosi í gegnum tárin.
Margrét Rósa.
Komið er að kveðjustund. Í dag
verður ástkær tengdafaðir minn
Tryggvi til moldar borinn. Tryggva
kynntist ég fljótlega eftir að leiðir
okkar Ása lágu saman. Það má segja
að ég hafi kynnst Tryggva í seinni
hálfleik í lífi hans. Ég kynntist þess-
ari fjölskyldu „eftir gos“ eins og
Vesmannaeyingar segja gjarnan.
„Fyrir gos“ bjuggu þau í Vest-
mannaeyjum og voru á hátindi lífs
síns, áttu sitt glæsilega heimili, voru
með sinn rekstur og höfðu allt til
alls. Allt var eins gott og það gat
verið en í einu vetfangi var fótunum
kippt undan þeim eins og fjölda ann-
arra Vestmannaeyinga. Það var ekki
til í orðabók Tryggva að gefast upp.
Þau réðust í það að kaupa kjörbúð í
Hafnarfirði með Birni bróður
Tryggva en þeir bræður störfuðu
alltaf náið saman. Þessa matvöru-
verslun ráku þau síðan í nokkur ár
með miklum dugnaði.
Það er margs að minnast og
margt að þakka á þeim tæplega 30
árum sem við höfum átt samleið.
Fallegar minningar renna í gegnum
huga mér. Við fjölskyldan höfum
ferðast saman bæði innanlands og
utan. Einnig höfum við átt góðar
stundir saman í Akóges en sá fé-
lagsskapur var Tryggva mjög kær
og þar starfaði hann í 50 ár, fyrst í
Vestmannaeyjum og síðan í Reykja-
vík. Matarboðin eru óteljandi og
svona mætti lengi telja. Tryggvi
kunni að gleðjast á góðum stundum.
Þetta hefur verið dásamlegur tími
þar sem hlýja og gleði hafa ráðið
ríkjum.
Tryggvi hafði mikinn áhuga á því
sem börn hans og barnabörn voru að
gera og studdi þau í því sem þau
tóku sér fyrir hendur. Hann var
stoltur af sínu fólki og sagði oft:
„Barnalán er betra en fé.“ Tryggvi
og Svava voru mjög samhent hjón,
nutu þess að vera saman og gera
hlutina saman. Það má með sanni
segja að Tryggvi hafi verið mjög
skotin í Svövu fram á síðasta dag og
hann bar hana á höndum sér þar til
fyrir nokkrum misserum að hún tók
stjórnina í sínar hendur þegar heilsu
hans tók að hraka. Það var aðdáun-
arvert hversu vel Svövu fórst úr
hendi að hjúkra honum á heimili
þeirra uns hann var lagður inn á
Landakot um miðjan mars síðastlið-
inn.
Með þakklæti og virðingu kveð ég
tengdaföður minn. Guð blessi minn-
ingu hans.
Auður Traustadóttir.
Elsku afi. Þegar fram líða stundir
munu ljúfar og fallegar minningar
koma í stað sársaukans sem við finn-
um nú fyrir.
Við getum huggað okkur við það
hve minningarnar um þig eru ynd-
islegar. Við barnabörnin, börn Ása,
erum á aldrinum 11–29 ára og eigum
því misjafnar og mismiklar minning-
ar um afa en allar eru þær ljúfar.
Afi var þekktur fyrir sína miklu
gjafmildi og oftar en einu sinni læddi
hann að manni gjöf og sagði okkur
að vera ekki að segja neinum frá.
Það var vegna þess að hann vildi
ekki bera góðmennsku sína á torg.
Oft talaði afi um hvað hann væri
ríkur, en þá var hann ekki að tala
um veraldlegu gæðin, heldur hvað
hann væri ríkur af góðu fólki í kring-
um sig og alloft sagði hann: „Barna-
lán er betra en fé.“ Þetta lýsir hon-
um mjög vel því honum leið best
með sínum nánustu og í góðra vina
hópi. Afi hafði mikinn áhuga á öllu
sem við systkinin tókum okkur fyrir
hendur og fylgdist vel með okkur.
Hann hafði mikla trú á þeim verk-
efnum sem við tókum að okkur og
stóð með okkur í þeim ákvörðunum
sem við tókum hverju sinni. Hann
lagði mikla áherslu á að okkur liði
vel þegar við vorum í heimsókn hjá
honum og ömmu, og eigum við öll
góðar og skemmtilegar minningar
frá Efstalundinum og síðar Arn-
arsmáranum, sem við munum
geyma í huga okkar um ókomna
framtíð. Í þessu sambandi dettur
okkur í hug tilvitnun í Spámanninn
sem hljóðar svo: „Hann mælir okkur
lofsamlega, hann sér ekkert nema
gott í okkur, ég færi það aðeins í orð,
sem þið vitið í hjörtum ykkar.“
Það eru til mjög margar góðar og
skemmtilegar sögur af honum afa og
tengjast margar þeirra knattspyrnu.
Hann var mikill keppnismaður og
þoldi illa að horfa á sitt lið í sjón-
varpi eða á velli ef hann sá að það
stefndi í óefni. Oft hringdi hann
heim uppá Ljósaberg og spurði
hvernig staðan væri í leiknum, því
hann hafði verið að horfa á og hætt.
Hann hafði ekki taugar í það. Þá
vildi hann vita stöðuna og ætlaði að
horfa á seinni hálfleik ef staðan væri
betri.
Afi var alltaf hrókur alls fagnaðar
þegar hann var í fjölskylduboðum og
öðrum boðum, alltaf fremstur í
flokki í söng og gleði, oft stóð hann
upp, söng einn og hafði mikla
ánægju af. Sömuleiðis fólkið í kring-
um hann.
Elsku afi, núna ertu kominn á
friðsamlegan stað, þar sem við vit-
um að það verður tekið vel á móti
þér, þegar tekið er mið af því sem þú
hefur gefið af þér á ævi þinni. Afi,
við komum til með að sakna sam-
verustundanna með þér en við get-
um huggað okkur við það hve minn-
ingarnar um þig eru yndislegar.
Elsku amma, guð styrki þig.
Tryggvi, Elín Ósk, Trausti,
Svava Dís og Bjarni.
Elsku langafi.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Afi, núna ert þú orðinn engill.
Þín langafabörn,
Agatha Alexandersdóttir,
Guðmundur Andri
Tryggvason, Tandri Snær
Traustason.
Sumir einstaklingar setja þann
svip á umhverfi sitt að eftir er tekið,
ekki einungis af góðum verkum
heldur einnig sökum persónuein-
kenna sinna, lífskrafts, glaðværðar
og góðvildar. Slíkur maður var
Tryggvi Guðmundsson föðurbróðir
okkar sem kvaddi þennan heim í
byrjun sumars. Á árstíma sem féll
vel að skapgerð hans og einkennist
af gróanda, birtu og yl. Langar okk-
ur systkinin að kveðja kæran
frænda með nokkrum orðum.
Tryggvi var glæsimenni, hávaxinn
og bjartur yfirlitum sem átti auðvelt
með að laða fólk að sér og hrífa með
lífsgleði sinni. Þegar horft er til
baka rifjast upp ljúfar minningar
um farsælan mann sem ávallt var
reiðubúinn að veita aðstoð og gefa
góð ráð þegar eitthvað bjátaði á. Það
var gaman að vera í návist Tryggva.
Lundin létt, bjartsýni ríkjandi og
jafnan horft til þess góða í fari sam-
ferðafólks. Þá var hann ætíð þakk-
látur fyrir það sem lífið hafði gefið
honum. Lífsförunautur Tryggva var
Svava Alexandersdóttir og var sam-
band þeirra svo náið og gott að nöfn
þeirra eru jafnan nefnd í sömu
andrá. Tryggvi var góður faðir og
eiginmaður sem unni börnum sínum
heitt og veitti þeim alla þá um-
hyggju sem hann megnaði og þau
búa nú að.
Að leiðarlokum viljum við systk-
inin þakka góða samfylgd og óska
Tryggva blessunar á nýjum vegum.
Ástvinum öllum sendum við hug-
heilar samúðarkveðjur.
Kristín, Áslaug og Guðmundur.
TRYGGVI
GUÐMUNDSSON