Morgunblaðið - 08.06.2004, Síða 36
MINNINGAR
36 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
RÓSA HALLDÓRA HANSDÓTTIR,
Hrafnistu
í Reykjavík,
er lést miðvikudaginn 2. júní, verður jarð-
sungin frá Áskirkju fimmtudaginn 10. júní
kl. 13.30.
Markús Þorvaldsson, Sesselja Inga Guðnadóttir,
Hans H. Þorvaldsson, Guðlaug Sigurðardóttir,
Már Þorvaldsson, Guðrún Ástráðsdóttir,
Margrét Þorvaldsdóttir, Jónas B. Sigurþórsson,
Jóhann Þorvaldsson, Kristín Dagbjört Ágústsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar
sambýliskonu, móður, ömmu og langömmu
okkar,
RAGNHEIÐAR ERLU HAUKSDÓTTUR,
Eyrarvegi 12,
Flateyri.
Þorsteinn Guðbjartsson,
Jóhanna Zoëga Björnsdóttir, Sigurður Trausti Sigurðsson,
Sigurður K. Björnsson, Elín Bjarnadóttir,
Örn Björnsson,
Kristjana Björnsdóttir, Óli G. Guðmundsson,
Björn Zoëga Björnsson, Heiðdís Hrafnkelsdóttir,
Ingibjörg Zoëga Björnsdóttir, Friðgeir Bjarkason,
barnabörn og langömmubörn.
Eignmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir
og mágur,
PÉTUR HELGI GUÐJÓNSSON,
Suðurgötu 15,
Sandgerði,
lést af slysförum föstudaginn 4. júní.
Hrönn Hilmarsdóttir
og fjölskyldur.
✝ Arnljótur Björns-son fæddist í
Reykjavík 31. júlí
1934. Hann lést á
krabbameinslækn-
ingadeild Landspítal-
ans við Hringbraut á
hvítasunnudag, 30.
maí síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Þórdís Ófeigs-
dóttir húsfreyja, f.
22. mars 1908, d. 17.
des. 1986, og Björn
Snæbjörnsson, stór-
kaupmaður í Reykja-
vík, f. 1. mars 1904, d.
17. okt. 1981. Foreldrar Þórdísar
voru Ófeigur Ófeigsson bóndi, síð-
ast í Ráðagerði í Leiru í Gerða-
hreppi, f. 23. ágúst 1858, d. 31. maí
1942, og Jóhanna Guðrún Frí-
mannsdóttir húsfreyja, f. 16. des.
1871, d. 28. maí 1952. Foreldrar
Björns voru Snæbjörn Arnljótsson,
verslunarstjóri á Þórshöfn á
Langanesi, síðar eftirlitsmaður
með útibúum Landsbanka Íslands,
f. 2. apríl 1867, d. 9. júlí 1940, og
Sigurlaug Jónsdóttir húsfreyja, f.
27. mars 1877, d. 5. febr. 1942.
Hinn 12. febrúar 1961 kvæntist
Arnljótur Lovísu Sigurðardóttur,
cand. mag. í ensku frá HÍ, kennara
við Kvennaskólann í Reykjavík, f. 2.
júní 1938 í Stykkishólmi. Foreldrar
Lovísu voru Soffía Sigfinnsdóttir
versity 1974, við University of Cali-
fornia í Berkeley 1978, University
of Arizona í Tucson 1984, Victoria
University of Wellington, Nýja-Sjá-
landi 1993, University of San Diego
í Kaliforníu 2001 og Stetson Uni-
versity College of Law í St. Peters-
burg í Flórída 2002. Arnljótur var
lögfræðingur hjá Sjóvátryggingar-
félagi Íslands hf. 1959–1971. Hann
var prófessor við lagadeild Háskóla
Íslands 1971–1995 og forseti laga-
deildar 1976–1978 og 1990–1992.
Þá var hann stundakennari við
lagadeild frá 2001 þar til á liðnum
vetri. Hann var skipaður hæstarétt-
ardómari 1995, en lét af því starfi
fyrir aldurs sakir árið 2000. Eftir
það starfaði hann sem varadómari
við Hæstarétt þar til á síðasta ári.
Arnljótur sat í skólanefnd Trygg-
ingaskóla Sambands íslenskra
tryggingafélaga 1969–1986, lengst
af sem formaður. Hann var fulltrúi
Íslands í stjórn Nordisk Institutt for
Sjørett 1991–1999, þar af var hann
formaður 1999. Hann sat í stjórn
Lögfræðingafélags Íslands 1964–
1969 og var formaður félagsins
1982–1986. Hann sat í stjórn hug-
vísindadeildar Vísindasjóðs 1974–
1977, í stjórn Lagastofnunar HÍ
1987–1995 og í stjórn Happdrættis
Háskóla Íslands 1983–1993. Auk
þess átti hann sæti í ýmsum öðrum
stjórnum og nefndum innan og ut-
an Háskóla Íslands. Arnljótur ritaði
mikinn fjölda bóka um lögfræðileg
efni og fræðiritgerðir í íslensk og
erlend tímarit og komu hinar síð-
ustu út á síðasta ári. Útför Arnljóts
fer fram frá Hallgrímskirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.30.
húsmóðir, f. 30. maí
1917, d. 11. mars 1998,
og Sigurður Skúlason
kaupmaður, f. 12. nóv.
1905, d. 14. jan. 1972.
Börn Arnljóts og
Lovísu eru: 1) Þórdís,
fréttamaður og leik-
ari, f. 13. júní 1963.
Synir hennar eru: a)
Arnljótur Björn Hall-
dórsson, f. 17. okt.
1990, og b) Hrólfur
Eyjólfsson, f. 22. mars
1999. 2) Edda, leikari,
f. 22. nóv. 1964, gift
Ingvari E. Sigurðssyni,
leikara, f. 22. nóv. 1963. Börn
þeirra eru: a) Áslákur, f. 22. nóv.
1990, b) Snæfríður, f. 14. jan. 1992,
c) Sigurður, f. 15. apríl 1998, og d)
Hringur, f. 5. sept. 1999. 3) Sigurð-
ur, viðskiptafræðingur, f. 14. nóv.
1968. Sonur hans er Kormákur, f.
19. nóv. 1996. 4) Ingibjörg, fulltrúi á
þróunarsviði Símans, f. 22. jan.
1972. Arnljótur Björnsson ólst upp
á Öldugötunni í Reykjavík. Hann
varð stúdent frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1954 og lauk embættis-
prófi í lögfræði frá Háskóla Íslands
1959. Hann stundaði framhaldsnám
í sjórétti og vátryggingarétti við
Nordisk Institutt for Sjørett við
Óslóarháskóla 1967–1968 og rann-
sóknir í skaðabótarétti og skyldum
greinum við lagadeild Oxford Uni-
Kveðja frá Hæstarétti Íslands
Ekki man ég hvenær ég sem
laganemi sá kennarann Arnljót
Björnsson í fyrsta sinn. Þannig á
það líka sennilega að vera þegar í
hlut á goðsögn í lifanda lífi. Allt frá
upphafi laganáms heyrði ég Arn-
ljóts getið sem stranga kennarans
á seinni námsárum, sem gerði gríð-
arlegar kröfur til nemenda eins og
til sjálfs sín. Hann ætti það til að
spyrja nemendur út úr í tímum,
stundum með skelfilegum afleiðing-
um fyrir þá, en sérstaka skemmtun
hefði hann af því að taka upp nem-
endur, sem sóttu illa kennslustund-
ir. Ég féll í þá freistni, hálfnaður á
leið gegnum lagadeild, að fara að
vinna í stað þess að sækja tíma.
Það fór því þannig að ég gerðist
svo djarfur að þreyta próf á fjórða
námsári hjá Arnljóti án þess að
hafa sótt tíma hjá honum. Við átt-
um okkar fyrsta samtal stuttu eftir
það þegar ég sat að vori 1978 í húsi
lagadeildar og beið eftir því að
gangast undir munnlegt próf. Á
grúfu yfir minnisblöðum vaknaði ég
skyndilega upp úr hugsunum mín-
um við það að Arnljótur stóð fyrir
framan mig og sagði formálalaust:
Jæja, þú slappst frá mér. Með lítt
skáldlegum orðum svaraði ég að
mér myndi aldrei lánast að þakka
almættinu að fullu fyrir að svo
hefði farið. Glottandi og með augun
leiftrandi af brosi sneri Arnljótur
frá, gekk þrjú skref og stoppaði
aftur. Hann leit yfir öxlina, óskaði
mér góðs gengis og hvarf svo á
braut. Eftir á að hyggja lýsir þetta
samtal Arnljóti betur í huga mér
en margt annað. Virðulegur maður,
alvarlegur í fasi, sem lét sig hafa
það að gefa sig á tal við ungmenni,
sem hann þekkti ekki af öðru en
þeirri ósvífni að hafa ekki sótt
kennslustundir. Eyddi ekki orðum í
óþarfa og veitti óumbeðinn sakar-
uppgjöf með kímni, þessum eig-
inleika sem hann var flestum betur
gæddur. Hlýtt hjarta og einlægni
skein út úr óskum um velgengni og
við svo búið var málið endanlega
afgreitt á engri stundu.
Fáum árum síðar hófst tveggja
áratuga samfylgd okkar Arnljóts í
starfi, þar sem við vorum báðir
fyrst í stað kennarar við lagadeild
en síðan dómarar við Hæstarétt.
Ekki er unnt að tíunda allt það,
sem Arnljótur miðlaði öðrum í slíku
samstarfi, jöfnum höndum af yf-
irgripsmikilli þekkingu sinni á lög-
um og þrotlausum brunni gaman-
semi og hlýju í daglegum
samskiptum. Vinnubrögð hans voru
í hvívetna öðrum til eftirbreytni.
Fór þar saman nákvæmni án smá-
munasemi, vandvirkni í orðfæri og
efnistökum, mikil afköst og skjót-
virkni. Það var mikil gæfa fyrir
Hæstarétt að Arnljótur skyldi fást
til að skipta um starfsvettvang eftir
langan og glæsilegan feril sem
lagakennari og fræðimaður, sem
hafði hlotið alþjóðlega viðurkenn-
ingu fyrir störf sín. Hann naut sín
vel í hlutverki dómara, þar sem
hæfileikar hans fundu sér nýja út-
rás við mótun réttarins en ekki að-
eins við fræðilega greiningu, svo
sem var í fyrra starfi.
Í Hæstarétti stendur nú hópur
góðra vina Arnljóts frammi fyrir
því að kveðja kæran samverka-
mann. Fyrir mitt leyti ber hæst
söknuð og þakklæti fyrir að hafa
notið þeirrar miklu gæfu að hafa
átt samleið með honum þessi ár.
Það segir líklega sitt um manngerð
hans að eftir áratuga nána samveru
í starfi og utan þess minnist ég að-
eins eins atriðis, sem okkur tókst
fyrr og síðar að deila um, en það
var hvort ég hefði sem nemandi
mætt í eitt skipti í kennslustund
hjá honum, eins og hann hélt fram,
eða aldrei, sem ég hélt fram. Okkur
tókst ekki í þessu lífi að útkljá
þetta alvörulausa deiluefni, hvað
sem síðar verður. Fyrir hönd dóm-
ara og annarra starfsmanna
Hæstaréttar færi ég fjölskyldu
Arnljóts innilegar samúðarkveðjur.
Markús Sigurbjörnsson.
Kveðja frá lagadeild
Háskóla Íslands
Það brá dökkum skugga yfir
birtu hvítasunnunnar þegar okkur,
fyrrum samstarfsmönnum Arnljóts
Björnssonar við lagadeild Háskóla
Íslands, barst fréttin um andlát
hans.
Arnljótur gegndi starfi prófess-
ors við lagadeild um aldarfjórðungs
skeið. Á þeim tíma voru honum, að
verðleikum, falin trúnaðarstörf í
þágu hennar og Háskólans, þ.á m.
var hann forseti deildarinnar um
fjögurra ára skeið.
Þótt Arnljótur hafi tekið við
ábyrgðarmiklu starfi hæstaréttar-
dómara naut lagadeild áfram
starfskrafta hans, þ.á m. tók hann
sæti í stjórn Hollvinafélags deild-
arinnar og lagði sig þar fram, eins
og ævinlega, við að efla hag henn-
ar. Eftir að hann lét af störfum
sem hæstaréttardómari kom hann
að nýju til liðs við deildina sem
kennari. Síðasta trúnaðarstarfið,
sem hann tók að sér fyrir deildina,
var að sitja í dómnefnd til þess að
meta hæfi umsækjanda um kenn-
arastarf við hann. Þótt hann væri
þá orðinn sjúkur skilaði hann þessu
verki, eins og öðrum, með ágætum
og á tilsettum tíma.
Það sem skiptir ef til vill mestu
máli fyrir orðstír háskóladeildar og
nemendur hennar, þegar öllu er á
botninn hvolft, er að gerðar séu
ríkar kröfur til þeirra, sem stunda
þar nám, svo að þeir standist öðr-
um háskólamenntuðum mönnum
snúning þegar út í lífið er komið. Í
starfi sínu sem kennari stóð Arn-
ljótur ætíð vörð um það að ekki
væri slakað á námskröfum við laga-
deild. Þótt hann gerði þannig mikl-
ar kröfur til annarra gerði hann
enn ríkari kröfur til sjálfs sín.
Segja má að elja og ósérhlífni hafi
verið einkunnarorð hans.
Ég votta Lovísu og fjölskyldu
þeirra Arnljóts samúð okkar, sem
við lagadeild störfum, minnumst
við Þórhildur hans sem gamals
kennara og vinar.
Eiríkur Tómasson.
Kveðja frá Lögmannafélagi
Íslands
Stærstum hluta starfsævinnar
varði Arnljótur Björnsson við upp-
fræðslu verðandi lögfræðinga. Þótt
hann hafi um síðir gengið til liðs
við Hæstarétt og verið mikils met-
inn í því starfi, held ég að prófess-
orinn Arnljótur standi flestum lög-
mönnum fyrir hugskotssjónum á
kveðjustund. Ég trúi því reyndar
að prófessorsstarfið hafi staðið
Arnljóti næst hjarta. Þannig lét
hann sig ekki muna um það, eftir
að hann lét af störfum sem hæsta-
réttardómari, að sinna viðamikilli
kennslu við lagadeild HÍ. Enn eiga
því eftir að útskrifast lögfræðingar
sem notið hafa þess að nema af
Arnljóti.
Arnljótur var ekki einungis frá-
bær kennari, hann náði að verða
fræðigreinin sjálf. Ég held til dæm-
is að enginn sem hjá honum nam
geti leitt hugann að skaðabótarétti
án þess að hugsun um Arnljót læð-
ist með. Laganemar gáfu honum
meira að segja viðurnefni úr skaða-
bótaréttinum, Bonus Pater. Hver
var betri í hlutverk gegna og skyn-
sama mannsins en Arnljótur sjálf-
ur, ímynd vammleysisins?
Íslenskt lögfræðisamfélag stend-
ur í þakkarskuld við Arnljót. Hann
lét sér ekki nægja að fræða menn í
skóla. Hann var einnig afkastamik-
ill höfundur fræðirita og greina.
Fræðaskrif Arnljóts báru sterkt
svipmót af höfundinum. Orðum var
ekki eytt í óþarfa heldur vikið beint
að efninu á afar hagnýtan hátt.
Fræðaskrif hans nýtast því ekki
einungis laganemum heldur ekki
síður starfandi lögfræðingum og
lögmönnum.
Arnljótur var mikill áhugamaður
um golf síðari árin. Þótt ekki hafi
hann náð sömu hæðum í íþróttinni
og lögfræðinni taldi lögmannafélag-
ið sér heiður að því að hann tók
iðulega þátt í golfmótum þess. Þar
var hann góður félagi sem verður
sárt saknað.
Arnljótur skilur eftir sig mikið
ævistarf og engum datt í hug fyrr
en undir það allra síðasta að tími
væri kominn til þess að setja punkt
aftan við það. Um það tjóir þó ekki
að deila við hinn æðsta dómara.
Fyrir hönd Lögmannafélags Ís-
lands sendi ég fjölskyldu Arnljóts
innilegar samúðarkveðjur á sorg-
arstundu sem kom svo alltof fljótt.
Gunnar Jónsson, formaður.
Maðurinn var meðalmaður á
hæð, grannur, beinn í baki, bar sig
bara nokkuð vel, átti börn, buru og
hús og lifði hófsömu lífi í alla staði.
Samt var hann á engan hátt venju-
legur. Af gáfum sínum finnst mér
hann borið af flestum sem ég þekki
og lærdómur hans var slíkur að ég
efa að margir hafi náð jöfnuði á því
sviði sem hann valdi sér. Mestur
var hann þó af sjálfum sér, prúð-
mennsku sinni, kurteisi og látleysi.
Hann var einn af þeim fáu sem
aldrei talaði niður til nokkurs
manns eða léti illt orð falla um
aðra.
Þannig minnist ég mágs míns,
Arnljóts Björnssonar sem var
drengur góður og er nú sárt sakn-
að.
Ég var enn á barnsaldri þegar
hann og Lovísa systir mín giftu sig
og þekki vart annað en þau tvö sem
órjúfanlega heild með ásamt börn-
um sínum, tengdabörnum og
barnabörnum. Þrátt fyrir aldurs-
muninn kom Arnljótur mágur alla
tíð fram við mig eins og jafningja
en því átti ég ekki að venjast ver-
andi örverpið í stórri fjölskyldu.
Hann var vanur að heilsa öllum
með handabandi og kveðja á sama
hátt. Hann innti fregna, vildi vita af
fólki og málefnum og kunni einkar
vel þá list að hlusta og spyrja á
þann hátt sem hvatti til svara. Þess
vegna var hann skemmtilegur við-
mælandi og ekki síðri í rökræðum
því ekki var alltaf fullljóst hvort
hann var að safna upplýsingum til
að mynda sér skoðun eða hvort
hann var að reyna mann. Verst var
að hann spurði oft hvers vegna og
þá þurftu að fylgja með sannfær-
andi rök.
Arnljótur var ekki pólitískur á
sama hátt og við hin í stórfjölskyld-
unni. Það kom þó ekki í veg fyrir
að hann tæki þátt í umræðunum en
hann notaði aldrei stór orð eða
hækkaði rödd sína eins og við hin
áttum til með að gera. Málflutn-
ingur hans var að öllu leyti hóf-
samur og hann spurði frekar en að
fullyrða og oft var manni svara
vant. Spyrja má þó viti, segir gam-
all málsháttur.
Þegar stórfjölskyldan hefur kom-
ið saman á tyllidögum, afmælum
eða stórhátíðum hafa fylgt hávaða-
samar stjórnmálaumræður. Þó við
flest höfum fylgt Sjálfstæðisflokkn-
um að málum greinir okkur eðli-
lega á um menn og málefni. Arn-
ljótur tók þátt í slíkum umræðum
en þó á sínum eigin forsendum.
ARNLJÓTUR
BJÖRNSSON