Morgunblaðið - 08.06.2004, Síða 40

Morgunblaðið - 08.06.2004, Síða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Grettir Smáfólk ÞEIR ÆTTU AÐ SETJA VARÚÐARMERKI Á ÞESSA DRULLUSOKKA! HVAÐ ER Í GANGI GRETTIR? KLEINUHRINGJA- STATÍF TALA EKKI AF FYRRA BRAGÐI FÉLAGI! SÁLGREINING 5 kr. LÆKNIRINN ER VIÐ SÁLGREINING 5 kr. LÆKNIRINN ER VIÐ SÁLGREINING 5 kr. LÆKNIRINN ER VIÐ ÞETTA ERU HLUTIR SEM ÞEIR VARA MANN EKKI VIÐ Í LÆKNANÁMINU... Risaeðlugrín © DARGAUD framhald ... TRASHOPTERIS ER ÁN EFA EINN AF ÓGEÐSLEGUSTU FUGLUM OKKAR TÍMAR HANN ER JAFN LJÓTUR OG HEMIPTERUS APTERUS OG VIRÐIST HAFA ALLA GALLA VERALDAR ...HANN LYKTAR LÍKA ILLA HANN ER GRIMMUR OG BLÓÐÞYRSTUR. HANN HRÆÐIR ALLA SEM Á VEGI HANS VERÐA HANN ER ILLA UPP ALINN OG SKAÐR FÓRNARLÖMB SÍN MEÐ VILLIMANSLEGUM MUNNSÖFÐNUÐI SÍNUM SEM VIÐ KJÓSUM AÐ FARA EKKI NÁNAR ÚT Í. TRASHOPTERIS ER SEM SAGT ALGJÖRT ÚRÞVÆTTI ? HEYRÐU, ÞÚ ÞARNA UPPI! LJÓTI FUGL!! HJÁLP! RITSKOÐAÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. MIKIÐ er talað um þá ógn sem stafar af umferðarslysum og líkist næstum styrjaldarástandi þegar verst lætur. Fjöldi fólks ferst og margir hljóta örkuml. Margt veld- ur og seint verður fullt öryggi á vegum úti, en hraðinn í umferðinni er þó oftast nefndur sem aðal- ástæðan og að ekki sé tekið tillit til akstursskilyrða, en þau breyt- ast oft snögglega eins og alkunna er. Um þetta er rætt fram og aftur og ráðstefnur haldnar um málið. Eitt liggur þó í þagnargildi. Sagt er að hámarkshraði á þjóðvegum sé 90 km á klst., en það er ekki rétt, hann er í raun yfir 100 km. Þegar farið var að lagfæra vegi og klæða mun Vegagerðin, ef rétt er munað, hafa lagt til 80 km há- markshraða en fékk því ekki ráðið. Nýju vegirnir okkar eru víða eins og landsbyggðarvegir erlendis, þar sem yfirleitt mun vera um 70 km hámarkshraði, enda breidd veg- anna oft í lágmarki og vegrið fá- séð. Þá ber líka að hafa í huga að nútíma vegagerð er varla nema aldarfjórðungs gömul hér á landi og hvarvetna er beðið eftir nýlögn og endurbótum. Það mun vera á vitorði flestra sem aka hratt að þótt 90 km há- markshraði sé á helstu þjóðvegum þá mun í reynd ekki byrjað að sekta fyrir of hraðan akstur fyrr en komið er að 105 km. Ástæðan er sögð vera sú að mælingarnar séu ekki nákvæmar og skekkj- umörkin veruleg. En nú er komin ný tækni til sögunnar, þ.e. hraða- mælir sem notar leysigeisla, en þeir eru væntanlega mun nákvæm- ari en hljóðbylgjumælarnir gömlu. Er þá ekki upplagt að byrja að sekta við 95 km hraða og lækka þannig almennan hámarkshraða um 10 km? Yrði þá lífi og limum margra þyrmt auk fjárhagslegs ávinnings. Hver mælir er sagður kosta eina milljón kr. og yrði ekki mikið í lagt að dreifa þeim á lög- reglustöðvar um allt land. Reynd- ar gæti það vel borgað sig fyrir tryggingafélögin að gefa mælana og hljóta um leið velþóknun margra fyrir framtakið. Þetta myndi mörgum bjarga, en þá fyrst er hægt að gera sér vonir um verulega fækkun umferðarslysa, þegar ökuritar verða komnir í all- ar bifreiðar. Það mun bæta mann- lífið svo um munar og draga mjög úr kostnaði við heilbrigðiskerfið. VALDIMAR KRISTINSSON, Kirkjusandi 1, Reykjavík. Talað um hraðann Frá Valdimar Kristinssyni: SKILMERKILEGAR umræður hafa farið fram í Morgunblaðinu um þá hugmynd að leggja veg um fjöll milli Borgarfjarðar og Skaga- fjarðar. Greinarhöfundur nokkur, sem hélt fram vegabótum um sveit- ir í stað hins nýja vegar, nefndi veginn um Þverárfjall „(hvar sem það fjall nú er)“ til að stytta leiðina milli Blönduóss og Sauðárkróks. Sú merking orðsins fjall, sem þarna er, kann að hafa týnst sum- um. Þá er sem sagt ekki um að ræða fjall, sem fjallgöngumaður hefur komið á, heldur fjalllendi sem andstæðu við láglendi og heimaland. Í skrá Vegagerðarinnar um hæð fjallvega – þeir eru 65 – er varla nokkur vegur, sem er uppi á fjalli, þótt allt séu það fjallvegir. Fáeinir bera þó fjallsnafn, eins og nú skal nefnt. Vegurinn um Eyr- arfjall í Ísafirði (360 m.y.h.) er um fjalllendi jarðarinnar Eyrar, sem er hluti af löngum hálsi milli Ísa- fjarðar og Mjóafjarðar. Vegurinn um Hafnarfjall (320 m.y.h.) er upp úr Örlygshöfn; þar er um að ræða fjalllendi Örlygshafnar, en leiðin næst ekki á mynd sem fjall. Fram- angreint Þverárfjall (322 m.y.h.) næst ekki heldur á mynd sem fjall. Enn er til marks um þessa merk- ingu, að í Reykjavík segja menn að fara austur fyrir fjall „(hvar sem það fjall nú er)“ – sem sagt fjall- lendi – og koma svo sömu leið til baka, og kalla það að fara suður yf- ir heiði. – Haustsmalamennskur á afrétti sunnanlands hétu alltaf að fara á fjall, líka þar sem afrétt- urinn var flöt heiði. Þar af eru komin nafnorðin fjallskil, fjallferð og fjallmaður (oftar notað í fleir- tölu, fjallmenn). Í skrifuðum orðum er lesið í Út- varpinu úr minningum Ingunnar Jónsdóttur frá Melum í Hrútafirði, að þeir, sem komu þar við á ferð um Norðurland, hefðu ýmist farið sveitir eða fjöll, en þá var vitaskuld ekki farið upp á nokkurt fjall, held- ur heiðar. Enn má benda á þessa merkingu orðsins fjall, að sveit heitir Hólsfjöll, en þar eru engin fjöll, og á leið austur á Hólsfjöll úr Mývatnssveit er farið um Austur- fjöll, en þar eru engin fjöll, sem freista fjallgöngumanna eða ljós- myndara, heldur sléttlendi með litlum mishæðum. Vegagerðin hefur sniðgengið ör- nefnið Austurfjöll, en talar þar um Mývatnsöræfi. Þá talar Vegagerðin um veginn um Vopnafjarðarheiði, sem er nýnefni, en þar er um að ræða veg um fjalllendi Vopnafjarð- ar, sem sagt veg um Vopnafjarð- arfjall. Vegagerðin gerði tilraun til að nota fjall í þessari merkingu, þegar vegurinn um fjalllendið milli Norðurárdals og Miðdala var flutt- ur og Brattabrekka varð enn fjær vegi en verið hafði, enda þótt hann hefði verið kenndur við hana, og kallaði Dalafjall. BJÖRN S. STEFÁNSSON, Sólvallagötu 80, Reykjavík. Að fara fjöll Frá Birni S. Stefánssyni:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.