Morgunblaðið - 08.06.2004, Síða 43

Morgunblaðið - 08.06.2004, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2004 43 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbörn dagsins: Þú ert vel gefin/n og býrð yf- ir metnaði, sjálfsaga og fyr- irhyggju og nærð því yf- irleitt góðum árangri í því sem þú tekur þér fyrir hend- ur. Nánustu sambönd þín verða í brennidepli á þessu ári. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þetta er góður dagur til að tala við nágranna þína, systk- ini og aðra ættingja. Þetta er einnig góður dagur til hvers kyns samningaviðræðna. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það sem þú kaupir þér í dag mun veita þér ánægju í lang- an tíma. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það eru þrjár plánetur í merkinu þínu og það dregur athygli fólks að þér. Þú ert einnig tilbúin/n að sýna öðr- um athygli og hlýju í dag. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú munt njóta þess að vera ein/n með sjálfri/sjálfum þér í fallegu umhverfi í dag. Það hjálpar þér við að endurhlaða batteríin. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þetta er góður dagur til að njóta samvista við vini þína. Samskipti þín við stofnanir og hópa fólks ættu einnig að ganga mjög vel í dag. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Einhver mun hugsanlega horfa öfundaraugum á þig í dag. Fólk tekur eftir vel- gengni þinni. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú munt hugsanlega fara í gott frí eða ferðalag á næst- unni. Þig hefur lengi langað til að komast í burtu og þú munt njóta þess. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Fólk sýnir þér mikla velvild í dag. Einhver gæti gefið þér gjöf eða gert þér greiða. Það er einnig hugsanlegt að þú njótir góðs af velgengni maka þíns eða náins vinar. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þetta er góður dagur til við- ræðna við foreldra þína, maka þinn eða mikilvæga við- skiptavini. Það ríkir velvild og skilningur á milli ykkar. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Samstarfsfólk þitt er mjög samvinnuþýtt í dag. Þú getur því komið miklu í verk og jafnvel aukið tekjur þínar í leiðinni. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú munt hugsanlega hefja nýtt ástarsamband í dag. Að öðrum kosti mun daður að öllum líkindum lífga upp á daginn hjá þér. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þetta er góður dagur til að kaupa eitthvað fallegt til heimilisins. Þetta er líka góð- ur dagur til að bæta sam- skiptin innan fjölskyldunnar enda er fólk óvenju tilbúið til að sýna öðrum hlýhug í dag. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. DROTTNINGIN Í SÓLHEIMUM Ég geymi ennþá eldinn og æskudagsins þrótt. Með gullinhyrndum hreinum að heiman ek í nótt. Með gullinhyrndum hreinum, og hratt mig yfir ber. Í sálu minni er söngur, til Sólheima ég fer. Það skiptir mestu máli að mega koma þar. Það var mér ungum auðna, en önnur tvísýn var. – – – Stefán frá Hvítadal LJÓÐABROT 90 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 8. júní, er níræð Una Ólafsdóttir Thoroddsen, hjúkr- unarkona, Hlíf 1, Ísafirði. 95 ÁRA afmæli. Í dag,8. júní, er níutíu og fimm ára Sigurlaug Guð- jónsdóttir, fyrrum hús- freyja í Fögruhlíð í Fljóts- hlíð, nú búsett á dvalarheimilinu Kirkju- hvoli, Hvolsvelli. Eig- inmaður hennar var Guð- mundur Guðnason bóndi, sem lést 1998. Í tilefni dags- ins tekur Sigurlaug á móti gestum á Kirkjuhvoli á af- mælisdaginn, frá kl. 15–17. VÖRNIN hefur hvítt – fær að byrja – svo notuð sé samlíking við skák. Þetta forskot varnarinnar skiptir hvað mestu máli í þremur gröndum. Suður gefur; NS á hættu. Norður ♠42 ♥Á974 ♦ÁG53 ♣DG2 Vestur Austur ♠G853 ♠Á1096 ♥85 ♥KDG106 ♦864 ♦102 ♣Á1085 ♣94 Suður ♠KD7 ♥32 ♦KD97 ♣K763 Spilið er frá landsliðsæf- ingu fyrir rúmri viku. NS eiga 25 punkta á milli hand- anna og fátt getur komið í veg fyrir að þeir reyni þrjú grönd. En sá samningur er dauðadæmdur með hjarta út, eins og legan er. Ef norður verður sagnhafi kemur auðvitað út hjarta, en frá sjónarhóli vesturs blasir það útspil ekki við. Dæmi: Suður opnar á tígli og norður svarar á einu hjarta. Suður svarar á grandi, norður stekkur í þrjú. Ef austur passar mun vestur væntanlega spila út spaða eða laufi. En austur gæti doblað til að biðja um hjarta út (lit blinds), þótt það sé vissulega ekki hættulaust. Allt fer þetta eftir þróun sagna. Á einu borðinu voru Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson í AV, gegn Val Sig- urðssyni og Steinari Jóns- syni: Vestur Norður Austur Suður Jón Valur Þorlákur Steinar -- -- -- 1 tígull Pass 2 tíglar Dobl Pass 3 spaðar Pass Pass 3 grönd Pass Pass Dobl Allir pass Valur og Steinar spila Precision og hækkun Vals í tvo tígla var krafa í geim. Þorlákur doblaði til að koma hálitunum inn í myndina og Jón hindraði með þremur spöðum. NS voru dæmdir í geim eftir tveggja tígla svar Vals og Steinar valdi auðvitað þrjú grönd. Með spaða út upp á ás vinnst það spil auðveldlega, en Þorlákur doblaði til að VARA við útspili í spaða. Jón lagði því af stað með hjartaáttuna og nú voru sagnhafa allar bjargir bann- aðar og hann endaði tvo niður. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Reykholtskirkju 3. apríl sl. af sr. Geir Waage þau María Guðfinna Davíðsdóttir og Kári Gunndórsson. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0–0 b5 6. Bb3 Bb7 7. He1 Bc5 8. c3 d6 9. a4 h6 10. d4 Bb6 11. dxe5 Rxe5 12. Rxe5 dxe5 13. Df3 Dd7 14. h3 0–0–0 15. Bc2 De6 16. Be3 g5 17. Ra3 Hdg8 18. Bxb6 Dxb6 19. axb5 axb5 20. Rxb5 g4 21. hxg4 Hxg4 22. Ra3 Hhg8 23. Rc4 De6 24. Re3 Hf4 25. De2 Rxe4 26. Bxe4 Hxe4 27. Ha7 Staðan kom upp á Evrópumeistaramóti einstaklinga sem lauk fyrir skömmu í Antalya í Tyrklandi. Björn Þorfinnsson (2.345) hafði svart gegn Baris Esen (2.262). 27. … Hxg2+! 28. Rxg2 28. Kxg2 hefði rakleið- is leitt til taps eftir 28. … Hxe3+. 28. … Hxe2 29. Hxe2 Dg4 30. Hxb7 Dxe2 31. Hb4 f5 og hvítur gafst upp. Meistaramót Skákskóla Íslands fer fram í vikunni og hefst föstudaginn 11. júní. Skemmtikvöld Tafl- félagsins fer einnig fram á þessum tíma. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. ÁRNAÐ HEILLA MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík FRÉTTIR Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10-14 í neðri safnaðarsal kirkjunnar. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Háteigskirkja, eldri borgarar. Félagsvist mánudaga kl. 13, brids miðvikudaga kl. 13. Bridsaðstoð á föstudögum kl. 13. Þátttaka tilkynnist til Þórdísar í síma 511 5405. Á morgun, miðvikudag: „Morgunstund og fyrirbænir“ í kirkjunni kl. 11. Stund fyrir alla sem eru heimavið og hafa tækifæri að sækja kirkju á virk- um degi. Allir velkomnir. Seltjarnarneskirkja: Foreldramorgnar kl. 10-12. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefn- um má koma til sóknarprests í viðtals- tímum hans. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10-12 ára börn í safnaðarheimilinu Strand- bergi, Vonarhöfn frá kl. 17-18.30. Víðistaðakirkja. Dagskrá fyrir 8-9 ára í dag kl. 15.30-16.30. Dagskrá fyrir 10- 12 ára (TTT) í dag kl. 17-18. Skemmti- legar stundir fyrir hressa krakka. Æsku- lýðsfélagið (Megas) heldur vikulegan fund kl. 19.30-21 í kvöld. Umsjón með starfi þessara hópa hafa Anna Hulda Einarsdóttir og Sigríður Rún Tryggvadótt- ir. Vídalínskirkja. Opið hús kl. 13-16.30 í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli. Karlar og konur, yngri sem eldri, eftirlaunafólk, ör- yrkjar og atvinnulausir eru velkomnir. Spilað, spjallað og kíkt í blöðin. Samver- unni lýkur með helgistund kl. 16. Um- sjónarmaður Nanna Guðrún djákni. Þor- lákur sækir þá sem vilja og ekur þeim heim. Sími 869-1380. Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10-12. Borgarneskirkja. Helgistund í kirkjunni kl. 18.30- 19. Þorlákskirkja. Bænastund kl. 09. Krossinn. Almenn samkoma kl.20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Kefas. Bænastund kl. 20.30. Nánari upplýsingar á www.kefas.is Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9. Glerárkirkja. Kyrrðarstund í kapellu kl. 18.10. Safnaðarstarf jöreign ehf Sími 533 4040 www.kjoreign.is Ármúla 21, Reykjavík Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali, GISTIHÚS Gistihús í fullum rekstri á svæði 105 í Reykjavík til sölu Húsnæðið er 600 fm á annarri og þriðju hæð, fullinnréttað og að mestu leyti ný tekið í gegn. Í húsnæðinu er 75 fm húsvarðaríbúð, 8 stúdíóíbúðir og 12 tveggja og þriggja manna herbergi, tveir morgunverðarsalir sem geta tekið 45 manns í mat. Öll tilskilin leyfi eru fyrir hendi. Upplýsingar gefur aðeins Dan Wiium í síma Kjöreignar eða 896 4013. NÝ stjórn Landakotsskóla hefur verið skipuð en hlutverk hennar er að aðstoða skólastjórann, sr. Hjalta Þorkelsson, við að stuðla að árangursríkri stjórnun skól- ans. Stjórnina skipa Oddný Guð- mundsdóttir, Oddur Björnsson og Jóhanna Long en þau eru öll fyrr- verandi nemendur við Landakots- skóla. Á sama tíma tók gildi, að boði biskups Kaþólsku kirkj- unnar, Stofnskrá um markmið, tilhögun og stjórnun skólans. Landakotsskóli var stofnaður af St. Jósefssystrum árið 1898 og er einkarekinn skóli í eigu kaþ- ólsku kirkjunnar. Á myndinni eru f.v.: Jóhanna Long, séra Hjalti Þorkelsson, séra Ágúst George, staðgengill biskups, Jóhannes Gijsen, Reykja- víkurbiskup, Oddur Björnsson og Oddný Guðmundsdóttir. Morgunblaðið/ÞÖK Ný skólastjórn við Landakotsskóla

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.