Morgunblaðið - 08.06.2004, Qupperneq 44
ÍÞRÓTTIR
44 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
JÓNATAN Þór Magn-
ússon fyrirliði KA í
handknattleik skrifaði í
gær undir nýjan eins árs
samning við bikarmeist-
arana og þar með er
ljóst að Jónatan gengur
ekki til liðs við sænska
úrvalsdeildarliðið Lugi.
Til stóð að hann gerði
samning við Lugi en
Jónatan var við æfing-
ar hjá liðinu fyrir
skömmu og lék einn
æfingaleik með því. Þetta eru
ánægjuleg tíðindi fyrir KA-menn því
liðið þarf að sjá á eftir þremur bestu
leikmönnum sínum til Þýskalands í
sumar. Línumaðurinn Andrius
Stelmokas fer til Göpp-
ingen, Arnór Atlason til
Magdeburg og Einar
Logi Friðjónsson í raðir
Friesenheim.
Þá eru KA-menn í
viðræðum við Halldór
Jóhann Sigfússon um
að leika með liðinu á
nýjan leik en Halldór
hefur sagt skilið við
Friesenheim í Þýska-
landi sem hann hefur
leikið með undanfarin
ár. KA er ekki eina liðið sem er á
höttunum eftir Halldóri því danskt
úrvalsdeildarlið hefur spurst fyrir
um hann samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins.
Jónatan Magnússon
áfram með KA
Jónatan Magnús-
son, fyrirliði KA.
ÞORVALDUR Örlygsson, þjálfari
KA, var ekki ánægður með leik
sinna manna þrátt fyrir batamerki í
leik liðsins í seinni hálfleik. „Leik-
urinn í dag var lélegur. Það er ekki
hægt að neita því. Við náðum hins
vegar stigi þrátt fyrir það og hefð-
um í raun átt að taka þau öll. Grind-
víkingar áttu ekki mörg skot að
marki þegar við fórum að sækja í
seinni hálfleik en við sköpuðum
okkur ekki nógu mörg færi,“ sagði
Þorvaldur.
„Við byrjuðum með aðra uppstill-
ingu og þreifuðum okkur áfram í
leiknum. Það var slæmt að missa
Pálma út af eftir slæma tæklingu.
Mér fannst við vera daprir í fyrri
hálfleik en lögðum okkur fram og
náðum í eitt stig og nú er bara að
halda áfram,“ sagði Þorvaldur.
Hrikalega óánægður
Gömlu félagarnir úr Þór, Jóhann
Þórhallsson og Óðinn Árnason,
háðu harða baráttu í leiknum sem
endaði með því að Óðni var vikið af
leikvelli eftir að hafa fengið að líta
tvö gul spjöld. „Ég er hrikalega
óánægður með bæði spjöldin. Dóm-
arinn hefði alveg getað sleppt þeim.
Annars er alltaf gaman að kljást við
Jóa. Þetta er í fyrsta sinn sem ég
spila á móti honum og það er leið-
inlegt að þetta skyldi enda svona.
Ég á harma að hefna,“ sagði Óðinn.
„Annars er gaman að koma á Ak-
ureyrarvöll. Hérna á maður heima.
Hins vegar hefðum við átt að vinna.
Við vorum mun sterkari í fyrri hálf-
leik og undir lokin fengum við
dauðafærri þrátt fyrir að vera
manni færri. Það er rýrt að fá bara
eitt stig,“ sagði Óðinn sem fylgdist
með lokakaflanum úr vallarhúsinu.
Uppskrift að skemmtilegu móti
Eggert Magnússon, formaður
KSÍ, var meðal áhorfenda á leikn-
um. „Mér fannst Grindvíkingar
mun sterkari í fyrri hálfleik og þeir
hefðu getað verið 2-3 mörkum yfir.
Það var hins vegar öllu meiri bar-
átta í KA í seinni hálfleik og hún
skilaði þessu jöfnunarmarki, ég tel
að úrslitin sanngjörn,“ sagði Egg-
ert.
Bæði lið voru jafn ósátt við
jafntefli á Akureyrarvelli
KA 1:1 Grindavík
Leikskipulag: 4-4-2 Landsbankadeild karla,
5. umferð
Akureyrarvöllur
Mánudaginn 7. júní 2004
Aðstæður:
Kjöraðstæður; skýjað og
þurrt, logn og 11 stiga hiti.
Völlurinn góður.
Áhorfendur: 540
Dómari:
Magnús Þórisson,
Keflavík, 3
Aðstoðardómarar:
Rúnar Steingrímsson,
Guðmundur H. Jónsson
Skot á mark: 8(6) - 8(4)
Hornspyrnur: 2 - 4
Rangstöður: 4 - 0
Leikskipulag: 3-5-2
Sándor Matus M
Steinn V. Gunnarsson
Atli Sveinn Þórarinsson MM
Ronni Hartvig M
Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson
Dean Martin M
Kristján Elí Örnólfsson
(Sigurður Skúli Eyjólfsson 46.)
Pálmi Rafn Pálmason
(Steingrímur Örn Eiðsson 7.)
Örn Kató Hauksson
Jóhann Þórhallsson
Elmar Dan Sigþórsson M
Albert Sævarsson M
Orri Freyr Hjaltalín
(Eyþór Atli Einarsson 25.)
Gestur Gylfason
(Óskar Örn Hauksson 71.)
Óðinn Árnason M
Guðmundur A. Bjarnason
Óli Stefán Flóventsson M
Eysteinn Húni Hauksson
Paul McShane
Ray Anthony Jónsson M
Sinisa Valdimar Kekic M
Grétar Ó. Hjartarson
0:1 (6.) Há sending kom að vítateig KA-manna. Þar stökk Sinisa Kekic hæst og
skallaði knöttinn fyrir fætur Grétars Ólafs Hjartarsonar, sem sendi
boltann viðstöðulaust með nákvæmu skoti í bláhornið.
1:1 (62.) KA fékk aukaspyrnu hægra megin fyrir utan vítateig. Sigurður Skúli
Eyjólfsson renndi boltanum inn í teig og síðan barst hann til Atla
Sveins Þórarinssonar, sem þrumaði honum í markið úr miðjum vítat-
eignum.
Gul spjöld: Jóhann Þórhallsson, KA (26.), fyrir brot. Guðmundur A. Bjarnason, Grinda-
vík (36.), fyrir brot. Ray Anthony Jónsson, Grindavík (39.), fyrir brot. Paul
McShane, Grindavík (51.), fyrir mótmæli Óðinn Árnason, Grindavík (61.),
fyrir brot. Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson, KA (78.), fyrir brot.
Rauð spjöld: Óðinn Árnason, Grindavík (79.)
FÓLK
HREFNA Huld Jóhannesdóttir
lék allan tímann á miðjunni hjá Med-
kila sem tapaði fyrir Trondheim
Ørn, 3:1, í norsku úrvalsdeildinni í
knattspyrnu í fyrrakvöld. Medkila er
án stiga eftir fjórar umferðir með
markatöluna 19:2.
BRASILÍA og Chile skildu jöfn,
1:1, í S-Ameríkuriðli undankeppni
HM í knattspyrnu í Chile í fyrrinótt.
Luis Fabiano, sem lék í stað Ronald-
inhos, kom heimsmeisturunum yfir á
16. mínútu en Reinaldo Navia jafn-
aði fyrir heimamenn úr vítaspyrnu
sem Chilemenn fengu á silfurfati frá
argentínska dómaranum.
BRASILÍUMENN eru með for-
ystu í riðlinum en þeir hafa 13 stig
eftir sjö leiki, Argentína, sem varð
að láta sér lynda markalaust jafntefli
við Paragvæ, hefur 12 stig og Chile
11.
HOLLENSKI knattspyrnumaður-
inn Philip Cocu sem leikið hefur með
liðið Barcelona undanfarin sex ár
gekk í gær til liðs við PSV Eindhov-
en. Cocu, sem er 33 ára gamall
miðjumaður, er ekki ókunnugur her-
búðum PSV því hann lék með liðinu í
þrjú ár áður en hann gekk í raðir
Börsunga.
VICENTE de Bosque, fyrrum
þjálfari Real Madrid, var í gær ráð-
inn þjálfari tyrkneska liðsins Besikt-
as til tveggja ára. Bosque hefur verið
án atvinnu síðan hann var rekinn frá
Real Madrid síðastliðið sumar en
undir hans stjórn vann liðið í tvígang
Meistaradeild Evrópu og varð
spænskur meistari tvisvar sinnum.
Gestirnir komu gríðarlegaákveðnir til leiks og léku ágæta
knattspyrnu og KA-menn voru varla
vaknaðir þegar þeir
lentu undir eftir lið-
lega fimm mínútna
leik. Mark Grindvík-
inga var nánast ljós-
rit af fyrsta marki þeirra gegn Fram
á dögunum, nema hvað Grétar Hjart-
arson lagði boltann með nákvæmu
skoti í bláhornið í þetta sinn, í stað
þess að þruma honum upp í sam-
skeytin. Og ekki vænkaðist hagur
heimamanna þegar driffjöður þeirra
á miðjunni, Pálmi Rafn Pálmason,
þurfti að fara meiddur af leikvelli
mínútu eftir markið.
Áfram hélt Grindavík að sækja og
herða tökin á leiknum. Liðinu gekk
mun betur en KA að halda knettinum
innan liðsins, láta boltann ganga sam-
herja á milli og byggja upp sóknir. Á
þeim bæ var miðjan í molum, hélt
engum boltum og spyrnur allar tilvilj-
anakenndar. Framlínumenn höfðu
ekki úr neinu að moða en langbesti
hluti liðsins, aftasta línan, skilaði sinni
vinnu með sóma og bjargaði því sem
bjargað varð. Þrátt fyrir yfirburði úti
á vellinum tókst Grindavík ekki að
skapa sér nein afgerandi færi.
KA gerði breytingar á liði sínu eftir
hlé, bæði taktískar og hugarfarslegar.
Enda átti liðið í fullu tré við gestina
framan af seinni hálfleik og eftir lið-
lega stundarfjórðung kom jöfnunar-
markið. Miðvörðurinn Atli Sveinn
Þórarinsson skoraði þar þriðja mark
sitt í sumar.
Grindvíkingar virtust slegnir út af
laginu við þetta og það sem eftir lifði
leiks voru heimamenn mun betri að-
ilinn. Baráttan var komin í lag, Atli
var færður á miðjuna og náði að binda
hana vel saman. Núna voru það KA-
menn sem unnu alla bolta, náðu ágæt-
is samspili og pressuðu Grindvíkinga
stíft. Framherjarnir fengu þar með úr
meiru að moða og það skilaði sér í því
að Óðinn Árnason Grindvíkingur fékk
reisupassann á 79. mínútu, eftir að
hafa tvívegis fengið gult spjald í við-
leitni sinni við að stöðva sinn gamla
félaga úr Þór, Jóhann Þórhallsson.
En Grindvíkingar þéttu vörnina, Sin-
isa Kekic var færður í öftustu vörn og
KA náði ekki að nýta sér liðsmuninn.
Sem oftast áður var miðvarðaparið
og markvörðurinn sterkasti hluti KA-
liðsins. Og Atli Sveinn sýndi hvað í
hann er spunnið með því að vera líka
eins og kóngur á miðjunni, eftir að
hann var færður þangað. Að öðru
leyti er miðjan aðaláhyggjuefni KA
því þar er ekkert spil eða uppbygging
í gangi.
Sinisa Kekic var besti maður
Grindvíkinga, bæði í sókn og vörn, og
Óðinn var sömuleiðis traustur meðan
hans naut við. Aðrir áttu góða spretti í
fyrri hálfleik en voru síðri eftir hlé.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Magnús Þórisson dómari sýnir Óðni Árnasyni, leikmanni Grindavíkurliðsins, rauða spjaldið – eftir annað gula spjaldið, í bæði skiptin
eftir brot á fyrrverandi samherja sínum úr Þór, Jóhanni Þórhallssyni. Grétar Hjartarson (11) og Atli Sveinn Þórarinsson fylgjast með.
Sanngjarnt jafntefli
GRINDVÍKINGAR gerðu sitt þriðja jafntefli í fimm leikjum þegar þeir
sóttu KA heim í gærkvöld. Þetta var hins vegar fyrsta jafntefli heima-
manna en þeir hefðu þurft á sigri að halda til að komast úr fallsæti.
Miðað við gang leiksins geta bæði lið þó vel við unað; Grindvíkingar
voru sterkari í fyrri hálfleik en KA-menn frískari eftir hlé.
Valur
Sæmundsson
skrifar