Morgunblaðið - 08.06.2004, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 08.06.2004, Qupperneq 45
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2004 45 FÓLK  COLIN Hendry, fyrrum lands- liðsmaður Skota í knattspyrnu, var í gær ráðinn knattspyrnustjóri enska 2. deildar liðsins Blackpool. Guðjón Þórðarson, fyrrum stjóri Stoke og Barnsley, var einn þeirra þjálfara sem komu til greina í starfið en stjórn Blackpool ákvað að gefa Hendry, sem áður lék með Blackpool, tækifæri en þetta verð- ur frumraun hans sem knatt- spyrnustjóri.  NENAND Perunicic handknatt- leiksmaður hefur gert tveggja ára samning við þýska 1. deildar liðið Wallau Massenheim. Perunicic hefur leikið með liði Magdeburg undanfarin ár en hefur komið að litlu gagni vegna þrálátra meiðsla í öxl. Perunicic, sem á að baki 140 landsleiki fyrir Júgóslava, hittir fyrir hjá Wallau landsliðsmanninn Einar Örn Jónsson en Rúnar Sig- tryggsson, sem lék með liðinu á nýafstaðinni leiktíð, hverfur á braut.  GASTON Gaudion tók risastökk upp á við á nýjum styrkleikalista Alþjóðatennissambandsins sem gefinn var út í gær. Argentínu- maðurinn, sem óvænt fagnaði sigri á opna franska meistaramótinu í fyrrakvöld eftir æsispennandi úr- slitaleik gegn landa sínum Guill- erme Coria, hækkaði sig um 34 sæti og er í 10. sæti á listanum. Hjá konunum urðu þau merkilegu tíðindi að bandaríska tennisdrottn- inginn Serena Williams féll af topp tíu listanum en hún er í 11. sæti og það er í fyrsta sinn í fimm ár sem hún er ekki á meðal tíu efstu. DETROIT Pistons vann óvæntan sigur í fyrsta leik úrslitarimmunnar við LA Lakers í NBA deildinni í fyrrinótt. Leikið var í Los Angels en leikmenn Pistons létu það ekki á sig fá og unnu 87:75, en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki hampar titlinum. Það virðist vera eitthvað hjá Lak- ers sem kallar fram bestu hliðar Chauncey Billups, leikmanns Detro- it. Í fyrrinótt gerði hann 22 stig, hitti úr 8 af 14 skotum sínum og öllum vítaskotum auk þess sem hann átti fjórar stoðsendingar og stal bolt- anum þrívegis. Gary Payton og Der- ek Fisher réðu ekkert við hann og náðu sér ekki á strik í sókn heldur, gerðu samtals fimm stig. Það var góður leikur allra liðs- manna Detroit sem skóp þennan óvænta sigur og átti vörn heima- manna í mestu vandræðum með jafnt lið gestanna. Átta leikmenn þeirra gerðu fimm stig eða meira en aðeins þrír hjá Lakers. Detroit er nú í úrslitum í fyrsta sinn síðan 1990 og segir Larry Brown þjálfari að liðið væri ekki komið svona langt nema vegna þess að Billups leikur með því. Hann gerði 53 stig í tveimur leikjum lið- anna í deildinni í vetur, 33 stigum meira en nokkur samherja hans. „Ég veit ekki hvað þetta er með La- kers og Billups. En hvað sem það er þá vona ég að þetta haldi svona áfram,“ sagði félagi hans, Corliss Williamson. Óvæntur sigur Pistons gegn Los Angels Lakers „ÞETTA er svo svekkjandi að mað- ur á bara ekki til orð,“ sagði Hösk- uldur Eiríksson, fyrirliði Víkinga, vonsvikinn eftir tapið í Keflavík í gærkvöldi. „Mér fannst við stjórna leiknum frá byrjun til enda, nema þarna rétt í lokin þegar við færðum mann- skapinn fram, en þar fyrir utan réð- um við gangi leiksins.Við sköpuðum okkur ekki færi í fyrri hálfleik og það hefur verið galli hjá okkur í sumar. Vörnin hjá okkur er sterk og ætli Keflvíkingar hafi ekki átt ein þrjú skot á markið hjá okkur. Svo fá þeir eitt færi og skora úr því. Þetta er alveg ferlega svekkjandi. Það kemur að því að þetta dettur fyrir okkur. Við höldum áfram að berjast eins og við erum búnir að gera í öllum leikjum, nema þeim fyrsta, og þá er ég viss um að stigin fara að detta inn hjá okkur. Við er- um búnir að vera í það minnsta jafn sterkir og mótherjar okkar í öllum leikjunum nema þeim fyrsta. Við höfum altént barist meira og verið grimmari, unnið tæklingar en það þarf víst að skora til að vinna leiki. Það eru mörkin sem skipta máli í þessu,“ sagði fyrirliðinn. Þess má geta að þetta var sjöundi sigur Keflvíkinga í röð á Víkingum í efstu deild í Keflavík. Það merki- lega við hina sex leikina er að í þeim öllum gerðu heimamenn þrjú mörk, unnu 3:1 1984, 1985 og 1988 en 3:2 1989, 1993 og 1999. Höldum áfram að berjast og þá koma stigin Keflavík 1:0 Víkingur R. Leikskipulag: 4-4-2 Landsbankadeild karla, 5. umferð Keflavíkurvöllur Mánudaginn 7. júní 2004 Aðstæður: Fínar, gola 10 stiga hiti og flottur völlur. Áhorfendur: 810 Dómari: Gylfi Þór Orrason, Fram, 4 Aðstoðardómarar: Einar Sigurðsson, Ingvar Guðfinnsson Skot á mark: 4(3) - 13(6) Hornspyrnur: 7 - 4 Rangstöður: 1 - 2 Leikskipulag: 4-3-3 Ólafur Gottskálksson M Guðjón Árni Antoníusson Sreten Djurovic Haraldur Freyr Guðmundsson Ólafur Ívar Jónsson M Hólmar Örn Rúnarsson Stefán Gíslason M Zoran Daníel Ljubicic (Jónas Guðni Sævarsson 67.) Scott Ramsay (Guðmundur Steinarsson 83.) Þórarinn Brynjar Kristjánsson Hörður Sveinsson (Magnús Sverrir Þorsteinsson 67.) Martin Trancík M Höskuldur Eiríksson M Grétar Sigfinnur Sigurðarson M Sölvi Geir Ottesen Steinþór Gíslason Vilhjálmur R. Vilhjálmsson Kári Árnason Sigursteinn Gíslason M (Stefán Þórðarson 80.) Stefán Örn Arnarson (Þorvaldur Már Guðmundsson 83.) Daníel Hjaltason Viktor Bjarki Arnarsson M (Egill Atlason 74.) 1:0 (71.) Keflvíkingar fengu innkast út við hornfána vinstra megin. Sretan Djuro- vic fékk boltann vinstra megin rétt innan vítateigs og náði góðu skoti sem Martin Tranicik varði vel og boltinn fór út í markteiginn hægra megin þar sem Þórarinn Kristjánsson náði honum og skoraði. Gul spjöld: Steinþór Gíslason, Víkingur R. (61.) fyrir brot. Rauð spjöld: Engin Fyrri hálfleikurinn í gær var einnsá allra daufasti sem sést hefur í íslenskri knattspyrnu í óratíma. Til að gera langa sögu stutta áttu Keflvík- ingar ekki eitt ein- asta skot að marki en Víkingar eitt og fór það hátt yfir markið. Gestirnir úr Reykjavík voru mun nær því að skapa sér færi en heimamenn, þó svo að það tækist ekki, en leikur þeirra var heldur markvissari ef eitthvað var. Keflvíkingar mættu til leiks með leikaðferðina 4-4-2 í stað 4-5-1 eins og liðið hefur leikið í sumar. Þórarinn kom inn í liðið fyrir baráttujaxlinn á miðjunni, Jónas Guðna Sævarsson sem var á bekknum. Hjá Víkingum var Daníel Hjaltason kominn í liðið á ný eftir smávægileg meiðsl. Víkingar hófu síðari hálfleikinn af krafti. Viktor Bjarki Arnarsson átti ágætt skot sem Ólafur Gottskálksson varði, en Ólafur var mikið í boltanum í leiknum í gær og átti gjörsamlega all- an teiginn, virkaði þó ekki mjög öruggur fyrstu mínúturnar. Þórarinn skoraði síðan fyrir heima- menn á 71. mínútu og var það annað skotið á mark Víkinga en það fyrra var frá Sreten Djurovic sekúndubrot- um áður. Þarna sannaðist enn og aft- ur að það tekur ekki langan tíma að skora mark – og það þarf ekki nema eina sókn til þess. Þórarinn var óþarf- lega frír eftir skot Djurovic og átti auðvelt með að skora. Víkingar héldu uppteknum hætti en hvorki gekk né rak hjá þeim þegar að markinu kom. Ólafur varði það sem kom á markið og einu sinni var bjargað á línu. Á lokamínútunum gerðu Víkingar örvæntingarfulla til- raun til að jafna og settu þá flestalla menn sína fram. Við það fékk Magn- ús Þorsteinsson tvö færi en tókst ekki að nýta þau. Það kemur að því að Víkingar vinna leik, á því er ekki nokkur vafi. Liðið er með sterka vörn en það vant- ar meiri hugmyndaauðgi þegar nær dregur marki mótherjanna. Höskuld- ur Eiríksson og Grétar Sigurðsson voru sterkir í vörninni, Sigursteinn barðist mjög vel á miðjunni og Viktor Bjarki Arnarsson átti fína spretti á vinstri vængnum. Keflvíkingar léku ekki vel í gær. Ólafur Ívar Jónsson var þó duglegur í vinstri bakverðinum og Stefán sterk- ur á miðjunni. En það eru jú mörkin sem skipta máli og Þórarinn sá um að tryggja stigin þrjú. „Ég er mjög ánægður með að fá öll þrjú stigin því sigurinn hefði getað lent hvorum megin sem var. En það er nóg að skora einu sinni og halda hreinu, það gefur þrjú stig,“ sagði Stefán Gíslason, miðjumaður Keflvík- inga, ánægður með stigin í gærkvöld, en Stefán stóð fyrir sínu á miðjunni eins og hann hefur gert í sumar. „Við vissum að Víkingar vildu spila svona og við duttum í að leika eins. Við spilum best þegar við höldum boltanum niðri og látum hann fljóta á milli manna. Það gerðum við alls ekki í fyrri hálfleik en náðum þessu aðeins upp í þeim síðari. Víkingar eru harðir, þeir berjast vel og gefast ekki upp og við náðum ekki því floti í leikinn sem við vildum. Við fengum þó þetta færi og nýttum það,“ sagði Stefán. Keflvíkingar inn á sigurbraut á ný ÞAÐ er ekki spurt um sanngirni í íþróttum. Það fengu Víkingar að reyna í Keflavík í gærkvöld þegar þeir urðu að sætta sig við enn eitt tapið. „Sökudólgurinn“ að þessu sinni var Þórarinn Kristjánsson, oft nefndur bjargvætturinn, og stóð hann fyllilega undir þeirri nafn- gift í gær. Keflvíkingar voru heppnir og eru nú í öðru sæti á meðan Víkingur situr enn í neðsta sætinu. Keflvíkingar unnu tvo fyrstu leiki sína, gerðu síðan jafntefli og töpuðu í síðustu umferð. Nú virðast þeir komnir á sigurbaut á nýjan leik. Skúli Unnar Sveinsson skrifar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.