Morgunblaðið - 08.06.2004, Page 46

Morgunblaðið - 08.06.2004, Page 46
ÍÞRÓTTIR 46 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ „FYRST maður átti möguleika á að ná þessum stóra áfanga þá var ekki um annað að ræða en að gera það, og það er gaman að vera búinn að því. Leikirnir hafa tínst til smám saman og eru víst orðnir þetta margir,“ sagði Birkir Kristinsson, markvörður og fyrirliði ÍBV, sem frá og með leiknum gegn FH í gær- kvöldi er markahæsti leikmaður efstu deildar hér á landi frá upp- hafi. Hann lék sinn 295. leik í deild- inni og sló met Gunnars Oddssonar. Birkir verður fertugur í ágúst en er ekki með neinar vangaveltur um hvenær hanskarnir verði lagðir á hilluna. „Nei, ég er hættur að gefa einhverjar yfirlýsingar um slíkt. Ég tek þetta leik fyrir leik, og á meðan hlutirnir ganga ágætlega fyrir sig, þá held ég þessu áfram og einbeiti mér bara að næsta verkefni sem blasir við,“ sagði Birkir við Morg- unblaðið. Birkir lék fyrst í efstu deild sum- arið 1984, þá með KA. Áður hafði hann verið varamarkvörður ÍBV og síðan leikið með Einherja í næst- efstu deild eitt ár. Hann meiddist illa í öðrum leik sínum með KA og spilaði ekki meira það árið. En frá 1985 hefur Birkir leikið hvern ein- asta deildaleik með sínum liðum hér á landi, aldrei misst úr leik, og aldrei fengið gult eða rautt spjald. Hann lék 54 leiki á þremur árum með ÍA og 144 leiki á átta árum með Fram. Síðan lék hann erlendis í nokkur ár en hefur nú spilað 95 leiki með ÍBV og er þar á sínu sjötta tímabili. Samtals lék Birkir 43 deildaleiki erlendis og 18 í næst- efstu deild svo deildaleikir hans eru samtals orðnir 356 talsins. Birkir leikjahæstur og ætlar alls ekki að hætta Morgunblaðið/Eggert Birkir Kristjánsson skipar fyrir í leiknum í gær við FH. ÚRSLIT KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild Fram - Fylkir............................................ 1:1 Andri Fannar Ottósson 62. - Ólafur Stígs- son 43. FH - ÍBV.................................................... 2:1 Tommy Nielsen 7. (víti), Guðmundur Sæv- arsson 80. - Einar Þór Daníelsson 35. Keflavík - Víkingur ................................. 1:0 Þórarinn Kristjánsson 71. KA - Grindavík............................................... Atli Sveinn Þórarinsson 62. - Grétar Hjart- arson 6. Staðan: Fylkir 5 3 2 0 7:2 11 Keflavík 5 3 1 1 7:5 10 ÍA 4 2 2 0 5:2 8 FH 5 2 2 1 5:4 8 ÍBV 5 1 3 1 6:6 6 Grindavík 5 1 3 1 5:6 6 Fram 5 1 2 2 7:7 5 KR 4 1 1 2 5:7 4 KA 5 1 1 3 4:6 4 Víkingur R. 5 0 1 4 2:8 1 Markahæstir: Grétar Ó. Hjartarson, Grindavík ............... 4 Atli Sveinn Þórarinsson, KA ...................... 3 Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV ............. 3 Andri Fannar Ottósson, Fram................... 2 Arnar Gunnlaugsson, KR........................... 2 Björgólfur Takefusa, Fylkir....................... 2 Magnús Már Lúðvíksson, ÍBV................... 2 Ríkharður Daðason, Fram ......................... 2 Sævar Þór Gíslason, Fylkir ........................ 2 Þorbjörn Atli Sveinsson, Fylkir................. 2 Þorvaldur Makan Sigbjörnsson, Fram ..... 2 1. deild kvenna B ÍA - Þróttur R. .......................................... 4:2 Noregur Lilleström - Stabæk ................................. 3:0 KNATTSPYRNA: Efsta deild kvenna, Landsbankadeild: KR-völlur: KR – ÍBV .................................20 1. deild karla: Ásvellir: Haukar – Þór...............................20 Húsavíkurvöllur: Völsungur – Valur........20 Njarðvíkurvöllur: Njarðvík – HK.............20 Valbjarnarvöllur: Þróttur R. – Fjölnir.....20 Kópavogsvöllur: Breiðablik – Stjarnan....20 2. deild karla: Leiknisvöllur: Leiknir R. – Afturelding...20 Selfossvöllur: Selfoss – Víðir.....................20 Sauðárkróksvöllur: Tindastóll – KFS ......20 Dalvíkurvöllur: Leiftur/Dalvík – KS ........20 Ólafsvíkurvöllur: Víkingur Ó. – ÍR...........20 3. deild karla: Gervigrasv. Laugardal: Afríka – Grótta ..20 Þorlákshafnarvöllur: Ægir – Reynir S.....20 Vilhjálmsvöllur: Höttur – Fjarðabyggð...20 Fáskrúðsfj.völlur: Leiknir F. – Sindri .....20 1. deild kvenna: Bessastaðavöllur: UMF Bess. – Keflavík 20 Víkingsvöllur: HK/Víkingur – Ægir.........20 „JÁ, mér tókst að pota boltanum í netið og var heppinn því hann breytti stefnu af varnarmann- inum. En ég átti alltaf að nýta þetta færi, boltinn lá vel fyrir mér og ég hitti hann vel með vinstri,“ sagði Guðmundur Sæv- arsson, bjargvættur FH-inga gegn ÍBV í gærkvöldi. „Við vorum óstyrkir og sýndum ekki okkar besta. Eyjamenn bökkuðu, manni færri, og það var erfitt að brjóta þá niður. Við vor- um meira með boltann en sköp- uðum okkur ekki almennileg færi. Það vantar einhvern takt í sóknarleik okkar ennþá, en þetta var í lagi fyrst við unnum og von- andi kemur þetta í næstu leikjum. Við urðum að vinna í kvöld, það var hrein skylda, ef við ætluðum okkur að komast í hóp 3–4 efstu liða, eins og við stefndum að,“ sagði Guðmundur við Morg- unblaðið. Boltinn lá vel fyrir mér Mark Guðmundar dugði til aðfleyta FH-ingum upp í efri hluta deildarinnar en Eyjamenn urðu hins vegar að sætta sig við sinn fyrsta ósigur á tímabilinu. Þeir virtust þó lengi vel ætla að leika sama leik og gegn KR á dögunum – jöfnuðu metin manni færri og voru nálægt því að gera það aftur undir lokin. „Ég hélt að við myndum hafa þetta af. Liðið sýndi mikinn styrk, manni færri, en við þurfum að fara að sýna það sama þegar við erum ellefu á vellinum. Alveg eins og gegn KR tókum við okkur saman í andlitinu þegar við misstum mann af velli. En þrátt fyrir tapið er ég þokkalega sáttur við okkar leik, mér líður miklu betur með þetta lið en í fyrra, hópurinn er sterkari og við getum gert góða hluti,“ sagði Birkir Kristinsson, mark- vörður og fyrirliði ÍBV. FH fékk vítaspyrnu í sinni fyrstu alvöru sókn og Tommy Nielsen skoraði úr henni, 1:0. Ian Jeffs var rekinn af velli, öðru sinni á tímabilinu, fyrir gróft brot á Jóni Þorgrími Stefánssyni þegar hálf- tími var liðinn, en Eyjamenn gáfu þá í. Þeir eru með tvo magnaða aukaspyrnusérfræðinga í sínu liði, Bjarnólf Lárusson og Einar Þór Daníelsson, sem þrumuðu fimm sinnum á mark FH af 20–30 metra færi, hittu alltaf á rammann, og Einar Þór jafnaði á 35. mínútu úr einni slíkri, 1:1. Mistækir varn- armenn FH, sem sjaldan hafa ver- ið eins óöruggir og í gærkvöld, buðu líka hættunni heim með mörgum klaufalegum brotum rétt utan vítateigs. Lið hafa ekki efni á slíku gegn ÍBV í sumar. Eyjamenn voru betri aðilinn þann stundarfjórðung fyrri hálf- leiks sem þeir voru manni færri en eftir hlé drógu þeir sig aftar á völlinn, þéttu miðjuna og skildu Gunnar Heiðar Þorvaldsson eftir einan frammi. FH-ingar voru meira með boltann en komust ekk- ert áleiðis, og sköpuðu sér ekki eitt einasta opið færi fyrr en Guð- mundur brá sér í sóknina og bjargaði málunum þegar allt stefndi í óefni. Það munaði síðan engu að fimmta hættulega aukaspyrna ÍBV skilaði liðinu öðru jöfnunarmarki, fimm mínútum áður en flautað var til leiksloka. Eftir þrumufleyg Bjarnólfs, sem Daði Lárusson varði naumlega, björguðu FH-ing- ar tvívegis á marklínu áður en þeir náðu að bægja hættunni frá. Ef FH-ingar halda áfram að bíða eftir því að Borgvardt komi og bjargi sóknarleik þeirra, verða þeir ekki ofarlega í sumar. Það er allavega engan getumun að sjá á þeim og Eyjamönnum, sem spáð var barningi í neðri hluta deild- arinnar. Miðað við þennan leik má ekki á milli sjá hvort þeirra verður ofar þegar upp verður staðið í haust. Morgunblaðið/Eggert Tommy Nielsen og Eyjamaðurinn Atli Jóhannsson berjast um knöttinn á Kaplakrikavelli. Bakvörðurinn bjargaði bitlausri FH-framlínu BAKVÖRÐURINN Guðmundur Sævarsson kom bitlausri framlínu FH-inga til bjargar í gærkvöld þegar hann skoraði sigurmark þeirra, 2:1, gegn tíu Eyjamönnum, tíu mínútum fyrir lok leiks liðanna í Kaplakrika. Það var því með herkjum að Hafnfirðingarnir náðu að herja út stigin þrjú, án þess að leika vel gegn liði ÍBV sem var manni færra í heilan klukkutíma en var alltaf líklegt til að fljúga heim með eitt eða jafnvel fleiri stig í farteskinu. Víðir Sigurðsson skrifar Í KVÖLD FH 2:1 ÍBV Leikskipulag: 4-3-3 Landsbankadeild karla, 5. umferð Kaplakriki Mánudaginn 7. júní 2004 Aðstæður: Milt veður, þurrt, ágætur völlur Áhorfendur: 1.143 Dómari: Egill Már Markússon, Grótta, 2 Aðstoðardómarar: Einar Guðmundsson, Sævar Jónsson Skot á mark:20(10) -14(11) Hornspyrnur: 4 - 4 Rangstöður: 3 - 1 Leikskipulag: 4-4-2 Daði Lárusson M Guðmundur Sævarsson M Sverrir Garðarsson Tommy Nielsen Freyr Bjarnason Heimir Guðjónsson Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (Emil Hallfreðsson 62.) M Baldur Bett M Jón Þorgrímur Stefánsson Ármann Smári Björnsson (Víðir Leifsson 70.) Atli Viðar Björnsson M Birkir Kristinsson M Bjarni Geir Viðarsson Tryggvi Bjarnason (Andri Ólafsson 52.) Matt Garner M Mark Schulte Ian Jeffs Bjarnólfur Lárusson M Einar Þór Daníelsson M Atli Jóhannsson (Jón Skaftason 77.) Gunnar Heiðar Þorvaldsson M Magnús Már Lúðvíksson (Bjarni Rúnar Einarsson 85.) 1:0 (7.) Atli Viðar Björnsson brunaði inn í vítateig ÍBV, vinstra megin, framhjá Tryggva Bjarnasyni sem braut klaufalega á honum. Vítaspyrna rétti- lega dæmd og úr henni skoraði Tommy Nielsen af miklu öryggi. 1:1 (35.) Freyr Bjarnason braut á Atla Jóhannssyni í vítaboga FH, um 18 metra frá marki. Einar Þór Daníelsson tók aukaspyrnuna og skoraði með föstu skoti, með jörðinni í hægra hornið. 2:1 (80.) Atli Viðar Björnsson skaut að marki ÍBV en Birkir Kristinsson varði. Boltinn hrökk til Jóns Þorgríms Stefánssonar sem var í dauðafæri en Bjarni Geir Viðarsson komst fyrir skotið. Boltinn hrökk út á vítateigsl- ínu, Emil Hallfreðsson lagði hann snyrtilega fyrir fætur Guðmundar Sævarssonar sem skoraði með viðstöðulausu skoti, boltinn breytti stefnu af Andra Ólafssyni og lak í markhornið. Gul spjöld: Bjarni Geir Viðarsson, ÍBV (23.), fyrir brot  Einar Þór Daníelsson, ÍBV (41.), fyrir brot  Tommy Nielsen, FH (42.), fyrir brot  Heimir Guðjónsson, FH (69.), fyrir mótmæli  Bjarnólfur Lárusson, ÍBV (69.), hrinti mótherja  Atli Jóhannsson, ÍBV (71.), fyrir brot  Baldur Bett, FH (73.), fyrir brot. Rauð spjöld: Ian Jeffs, ÍBV (30.), fyrir brot. SIGURÐUR Jónsson, þjálfari Vík- ings og fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í knattspyrnu, tók fram skóna á föstudaginn. Hann lék þá með 23-ára liði Víkings gegn Skagamönnum á Íslandsmótinu. Endurkoma Sigurðar var skamm- vinn því hann meiddist illa í návígi við einn leikmanna ÍA. Sigurður staðfesti við Morgunblaðið í gær- kvöld að sprunga væri í beini við ökklann og því ljóst að hann spilar ekki meira með lærisveinum sínum í sumar. Stutt endurkoma Sigurðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.