Morgunblaðið - 08.06.2004, Qupperneq 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ELLAE
Í ÁLÖGUM
Sýnd kl. 6.
Svakaleg stórmynd um náttúruhamfarir í sinni
mögnuðustu mynd sem stefna öllu lífi á jörðinni í
hættu. Þvílíkt sjónarspil hefur aldrei áður sést
á hvíta tjaldinu! Missið ekki af þessari.
Ó.H.T Rás2
SV MBL
SKONROKK
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20.Sýnd kl. 8 og 10.
Hvað gerist þegar tveir andstæðingar
gifta sig fyrir slysni? Það verður allt
vitlaust!Skemmtilegasta
og rómantískasta grínmynd ársins.
PIERCE BROSNAN JULIANNE MOORE
Frá leikstjóra Johnny English
25.000
manns
á 12 dögum!!!
HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 15.00
ELLA
Í ÁLÖGUM
Sýnd kl. 4 og 6.
Sýnd kl. 8 og10.
Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og10.15.Sýnd kl.4, 5.20,6.40, 8,9.20 og10.40
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
Frá meistara spennunnar
Luc Besson kemur Taxi 3.
DVFrábær rómantísk
gamanmynd sem kemur
þér skemmtilega á óvart.
kl. 5.50, 8.30 og 11.10.
Svakaleg stórmynd um náttúruhamfarir í sinni
mögnuðustu mynd sem stefna öllu lífi á
jörðinni í hættu. Þvílíkt sjónarspil hefur aldrei
áður sést á hvíta tjaldinu!
Missið ekki af þessari.
Ó.H.T Rás2
SV MBL
Kvikmyndir.com
SKONROKK
25.000 gestir á
aðeins 12 dögum
25.000
manns
á 12 dögum!!!
Menntaskólinn við Hamrahlíð
INNRITUN
fyrir haustönn 2004
verður dagana 9. og 10. júní
Hlutverk MH er að mennta nemendur til stúdentsprófs með áherslu á
undirbúning fyrir nám í háskólum.
Markmið MH er velgengni brautskráðra nemenda og að skólinn sé
fyrirmynd um framsækna kennslu, góða stjórnsýslu og rækt við
menningu og listir.
Leiðarljós MH er að virða ólíkar þarfir einstaklinga og ganga út frá vilja
nemenda til að axla ábyrgð. Áhersla er lögð á fjölbreytni í valhluta
námsins og kappkostað er að kynna nemendum vinnubrögð sem tíðkast
í háskólanámi.
Námsbrautir eru félagsfræðabraut, málabraut, náttúrufræðibraut og
alþjóðleg námsbraut (IB) til alþjóðlegs stúdentsprófs sem lýkur með
International Baccalaureate Diploma. IB nám er 3 ára stúdentsprófsnám
fyrir dugmikla nemendur.
Námskipulag í MH er sveigjanlegt og býður m.a. upp á breidd í
menntun, dýpkun á afmörkuðum sviðum og nám til viðbótar 140
einingum eftir því sem nemandi kýs. Nemendur sem stunda tónlistar-
eða listdansnám eiga möguleika á að fá það metið inn á kjörsvið.
Námstími er háður vilja og getu nemandans en er að lágmarki 3 ár að
loknu grunnskólaprófi á öllum brautum.
Umsóknarfrestur nýrra nemenda á haustönn 2004 er til 11. júní en
æskilegt er að umsækjendur komi sjálfir í skólann og gangi frá
umsóknunum dagana 9.-10. júní milli kl. 9 og 18.
Upplýsingar um skólann og viðmiðunarreglur vegna innritunar nýrra
nemenda má finna á heimasíðu skólans www.mh.is.
Svör við umsóknum verða póstlögð í kringum 18. júní.
Rektor
líta svo á að hún hafi farið eins af
stað og þær. Það er þó búist við því
að þessi mynd eigi eftir að græða á
því að vera sýnd að sumri til, þegar
krakkar hafa meiri tíma til að fara í
bíó. Viskusteinninn endaði í 318
milljónum dala í Bandaríkjunum og
Leyniklefinn í 262 milljónum.
Sérfræðingar segjast hafa orðið
varir við að áhorfendur séu eldri á
nýju myndinni en hinum fyrri, að
þeir vaxi úr grasi samfara leik-
urunum í myndinni.
myndin Viskusteinninn tók 90,3
milljónir í nóvember 2001 og Leyni-
klefinn tók 88,4 milljónir ári síðar.
Þessi flotta byrjun er þar að auki
samkvæmt útreikningum Reuters
sú næst besta hjá mynd sem frum-
sýnd er á föstudegi, á eftir Spider-
Man sem tók inn 114,8 milljónir á
einni helgi í maí árið 2002.
Fanginn í Azkaban var reyndar
frumsýnd í fleiri kvikmyndahúsum
en forverarnir þannig að það má því
HARRY Potter og fanginn í Azkab-
an var frumsýnd um heim allan fyr-
ir helgi. Á Íslandi sóttu myndina
tæplega 14 þúsund manns að því er
fram kemur í tilkynningu frá Sam-
bíóunum, en skv. þeim tölum hefur
engin mynd farið eins vel af stað á
þessu ári.
Í Bandaríkjunum fór myndin bet-
ur af stað en fyrri myndirnar tvær.
Myndin halaði inn inn 92.7 milljónir
dala fyrstu sýningarhelgina. Fyrsta
Þrátt fyrir innreið Potters þá
heldur Shrek 2 áfram að slá metin.
Eftir helgina er myndin nú komin í
hvorki meira né minna en 313,6
milljónir dala, sem gerir hana að 15.
mest sóttu mynd allra tíma í banda-
rísku bíói. Engin mynd hefur verið
eins fljót að rjúfa 300 milljóna dala
múrinn, en það hefur tekið einungis
18 daga. Næsta met í augsýn er svo
að slá út Leitina að Nemó sem
tekjuhæsta teiknimynd sögunnar,
en það stendur í 339 milljónum
dala.
Harry Potter alls staðar á toppnum
Stærsta frumsýning ársins
Potter er vinsæll og veit af því.
skarpi@mbl.is
!
"
#$%
&'$(
)$
%$'
*$'
$#
$)
$&
+$(
($)
#$%
&+&$%
+)$)
,$
++#$+
')$+
++$+
++,$*
'*$,
%$
EYJÓLFUR Kristjánsson, eða
Eyfi, mun í kvöld hefja umfangs-
mikla gandreið um landið en um er
að ræða sautján tónleika. Þeir
fyrstu eru í kvöld á Grenivík en þeir
síðustu í Reykjavík hinn 9. júlí.
„Ég tek þetta í mikilli striklotu,
það er alveg rétt,“ segir Eyfi í sam-
tali við blaðamann. Ferðalagið er
kallað „Stjörnutúr“, í höfuðið á
plötu Eyfa frá því á síðasta ári,
Stjörnur.
„Ég ætla að leika þrjú til fjögur
lög af þeirri plötu en svo að sjálf-
sögðu öll gömlu góðu lögin enda eru
það lögin sem fólk vill heyra og ekki
ætla ég að bregðast því.“
Ferðalagið verður alger farand-
söngvaraferð, Eyfi verður einn með
gítarinn og svo pappakassa með
diskum í, sem hann ætlar að selja.
„Ég ætla að fara í gegnum allan
minn feril sem lagasmiðs. Mér
finnst mikill munur á því að vera að
spila eigið efni og svo efni eftir
aðra. Einu sinni spilaði maður hálf-
gerð böll á pöbbunum, einn með
kassagítarinn að þræla sér í gegn-
um Stones, Bítlana og Doobie Brot-
hers. Mér fannst það hrikalega erf-
itt. Nú get ég haldið uppi tveggja
tíma dagskrá, þar sem efnið er ein-
göngu mitt. Það er alveg yndislegt.
Og fólk kemur til að hlusta, ekki til
að kneyfa öl og hafa söngvarann í
bakgrunni.“
Eyfi segist vera búinn að spila á
næstum því hverju einasta plássi á
landinu. Honum teljist til að það
séu bara Grímsey og Hofsós eftir. Í
kvöld mun hann loks klára Greni-
vík, en þar hefur hann aldrei komið
fram áður.
„Ég ætla svo að enda þetta í
Reykjavík, á NASA, og þá ætla ég
að fá góða gesti með mér og vera
með smáband á bak við mig.“
Eyfi segir frá því að lokum að
hann sé búinn að upphugsa næsta
verkefni, sem verður ekki lítið í
sniðum.
„Það mun fara í gang í september
2005. Þá ætla ég að taka upp tón-
leika fyrir mynddisk með stórri
sveit, strengjasveit og öllu klabbinu.
Ég neita að hætta fyrr en ég er bú-
inn að koma lögunum mínum í þetta
form (hlær).“
Eyjólfur Kristjánsson leggur land undir fót
Stjörnutúr Eyfa
Morgunblaðið/Jim Smart
Eyfi ætlar að renna sér í gegnum
allan ferilinn á komandi ferðalagi.
arnart@mbl.is
8. júní, þriðjudagur.
Miðgarður, Grenivík.
9. júní, miðvikudagur.
Tjarnarborg, Ólafsfirði.
10. júní, fimmtudagur.
Græni Hatturinn, Akureyri.
11. júní, föstudagur.
Kaffi Torg, Siglufirði.
14. júní, mánudagur.
Kaffi Rót, Hveragerði.
15. júní, þriðjudagur.
Ráðhúskaffi, Þorlákshöfn.
22. júní, þriðjudagur. Svarthvíta
hetjan mín, Egilsstaðir/Fellabær.
23. júní, miðvikudagur.
Valhöll/Pizza 67, Eskifirði.
24. júní, fimmtudagur.
Hótel Höfn, Höfn, Hornafirði.
25. júní, föstudagur.
Systrakaffi, Kirkjubæjarklaustri.
28. júní, mánudagur.
Sjávarperlan, Grindavík.
29. júní, þriðjudagur.
Kaffi Duus, Keflavík.
1. júlí, fimmtudagur.
Prófasturinn, Vestmannaeyjum.
6. júlí, þriðjudagur.
Kaffi Krókur, Sauðárkróki.
7. júlí, miðvikudagur.
Árbakkinn, Blönduósi.
8. júlí, fimmtudagur. Þinghúsbar,
Hvammstanga.
9. júlí, föstudagur. NASA,
Reykjavík (ásamt gestum).