Morgunblaðið - 11.06.2004, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 11.06.2004, Qupperneq 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU ARTHUR Boga- son, formaður Landssambands smábátaeigenda, var kjörinn for- maður Alþjóða- samtaka strand- veiðimanna og fiskverkafólks (World Forum of Fish Harvesters and Fishworkers, WFF) á aðalfundi samtakanna sem haldinn var í Lissabon í Portúgal. Um 150 aðilar frá 35 þjóðum sátu fundinn en Landssamband smábátaeigenda hefur frá stofnun WFF árið 1997 tek- ið virkan þátt í starfinu og átt sæti í stjórn frá upphafi. Fulltrúar LS í Portúgal voru Arthur Bogason, Guð- rún Pálsdóttir frá Flateyri og Odd- björg Friðriksdóttir, skrifstofustjóri LS. Arthur var kjörinn formaður sam- takanna ásamt Margaret Nakato frá Uganda en samkvæmt reglum sam- takanna gegna karl og kona for- mennskunni samtímis. Á vef LS kemur fram að hlutverk WFF er að standa vörð um rétt strandveiða og taka þátt á alþjóðleg- um vettvangi í þeirri umræðu sem fram fer um málefni hafsins og fisk- veiða. Samtökin eiga nú þegar sæti sem óháð félagasamtök hjá FAO á COFI fundunum (Nefnd FAO um fiskveiðar) ásamt undirnefnd hans. „Eins og alkunna er, hafa málefni hafsins orðið æ fleirum hugðarefni, en því miður er margt af því sem kemst í hámæli víðsfjarri raunveru- leikanum. Fiskimenn, ekki síst strandveiðimenn, eru í augum fjöl- margra samtaka, sem m.a. kenna sig við umhverfisvernd, helstu óvinir líf- ríkis heimshafanna og hafa á stefnu- skránni að stöðva fiskveiðar – hvers- konar. Á þessu eru vitaskuld ánægjulegar undantekningar, en eitt af hlutverkum WFF er að vera þarna á varðbergi. Þá er ekki síður nauð- synlegt fyrir strandveiðimenn hvar- vetna að hafa alþjóðlegan málsvara varðandi fjölmarga aðra þætti tengda fiskveiðunum. Má þar nefna sívax- andi kröfur varðandi öryggismál, um- hverfismerkingar, tækjabúnað og mengunarmál,“ segir á vef LS. Arthur kjörinn formaður WFF Arthur Bogason SÁ HUMAR sem veiðst hefur það sem af er humarvertíðinni hefur ver- ið óvenjusmár, að sögn Hermanns Stefánssonar, framleiðslustjóra hjá Skinney-Þinganesi á Hornafirði. Hermann segir að þótt veiði hafi ver- ið ágæt valdi smæð humarsins því að hann sé mun verðminni en ella. „Hlutfallslega getur verðmunur- inn á stærsta og minnsta humrinum verið fimmfaldur,“ segir Hermann. Hann segir humarinn hafa verið mun stærri undanfarin ár. Spurður um ástæður þess hve smár humarinn er, segist Hermann telja að árgang- urinn í ár sé yngri og þar af leiðandi smærri en þeir sem veitt hefur verið úr undanfarin ár. „Það er búið að veiða mest af eldri og stærri árgöng- unum,“ segir Hermann. Skinney-Þinganes hefur verið með fjögur skip að veiðum á vertíð- inni og hafa skipin einkum verið á austursvæðinu, aðallega í Breiða- merkurdýpi. Hermann segir mest af humrinum hafa farið á markað á Spáni og stærstur hluti aflans sé seldur í heilu lagi, þó alltaf sé eitthvað um að halar séu seldir. Hann segir Skinney- Þinganes stefna að því að fullnýta humarvertíðina en hún hófst 15. mars og stendur til 16. júlí. Róleg vertíð Sigurður Ólafsson, skipstjóri á samnefndum bát, tekur í sama streng og Hermann og segir hum- arveiðina hafa verið mjög rólega hingað til, með smáum humri og lít- illi veiði. Hann segist selja mest af heilum humri, yfirleitt til Bestfisks, sem er vinnslustöð á Hornafirði en lítill hluti fer alltaf á fiskmarkaði. Sigurður segist mest hafa verið að veiðum á Hornafjarðardýpi og Lón- dýpi en undanfarna daga hefur hann verið í Breiðamerkurdýpi. Hann reiknar með að veiða út vertíðina, svo framarlega sem kvótinn klárist ekki. „Við sjáum fram á þetta verði rólegt það sem eftir er vertíðar,“ segir Sigurður. Mjög róleg humarvertíð það sem af er Lítil veiði og smár humar Allt að fimmfaldur verðmunur á stórum og smáum humri Morgunblaðið/Sigurður Mar Vertíð Humarinn hefur verið smár í vor og rólegt er yfir veiðunum. ÞETTA HELST … VIÐSKIPTI ● TVEIR nýir stjórnarmenn voru kjörn- ir í stjórn Flugleiða á hluthafafundi fé- lagsins í gær. Þetta eru þeir Gylfi Óm- ar Héðinsson, múrarameistari og annar eigandi BYGG, byggingafélags Gunnars og Gylfa, og Jón Þorsteinn Jónsson hjá Saxhóli. Komu þeir inn í stjórnina í stað Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar, forstjóra Baugs Group, og Pálma Haraldssonar, framkvæmda- stjóra Eignarhaldsfélagsins Fengs. Baugur Group og Fengur seldu í síðasta mánuði öll hlutabréf sín í Flugleiðum, alls tæplega 27% hluta- fjár, til óstofnaðs einkahlutafélags í jafnri eigu BYGG og Saxhóls. Skipt um tvo í stjórn Flugleiða ● RÓBERT Melax, sem ásamt öðr- um fjárfestum hefur samið við Norðurljós hf. um kaup á Skífunni, segir að Jón Ólafsson, fyrrverandi aðaleigandi Norðurljósa, eigi for- kaupsrétt að Skífunni eins og greint var frá í Morgunblaðinu í fyrradag, og það hafi legið ljóst fyrir er samið var um kaupin. Sá forkaupsréttur sé í gildi til 2. júlí næstkomandi. „Við erum núna komnir vel á veg með kostgæfnisathugun á fyrirtæk- inu. Þetta er nokkuð flókinn rekstur og mikið af erlendum samningum, þannig að það hefur tekið tíma,“ segir Róbert. Hann segir að að því gefnu að forkaupsréttar verði ekki neytt, geri hann ráð fyrir að taka við fyrirtækinu 2. júlí. Róbert segir að hann fari fyrir hópi fjárfesta, en vill ekki gefa upp hverjir aðrir fjárfestar í hópnum séu, það sé raunar ekki að öllu leyti ljóst hverjir verði í hópnum. Forkaupsréttur á Skífunni til 2. júlí ● SEÐLABANKI Englands hækkaði stýrivexti sína um 0,25% í gær. Eru stýrivextirnir nú 4,5%. Í síðasta mán- uði hækkaði bankinn stýrivextina einnig um 0,25% en þeir hafa verið hækkaðir alls fjórum sinnum á síð- astliðnum sjö mánuðum. Stýrivextir í Bretlandi hækka um 0,25% VÍSITALA neysluverðs fyrir júnímánuð, sem Hag- stofan birti í gær, hækkaði um 0,77% frá síðasta mánuði. Er það svipuð hækkun og mánuðinn þar á undan og á það sammerkt með henni að þær voru báðar umfram spár greiningaraðila á markaði. Það sem helst veldur hækkun vísitölunnar nú eru verðhækkanir á húsnæði og bensíni, en samanlagt skýra þessir tveir liðir um ¾ hækkunarinnar. Ársverðbólga mælist nú 3,9%, en var 3,2% í maí, og er nálægt því að fara upp fyrir efri þolmörk Seðlabanka Íslands, sem eru 4% verðbólga á ári. Seðlabankinn hefur í tvígang hækkað stýrivexti sína á einum mánuði og eru þeir nú 5,75%. Sérfræðingar sem Morgunblaðið ræddi við sögð- ust búast við frekari hækkunum stýrivaxta, jafnvel á næstu dögum, og sögðu slíka vaxtahækkun þegar reiknaða inn í markaðina. Greiningardeild Íslands- banka reiknar með því að stýrivextirnir verði komn- ir upp í 7,5% um mitt næsta ár. Í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka segir að þótt hugsanlegt sé að verðbólga fari yfir 4% á næstu mánuðum sé líklegt að um hæsta gildi á árinu sé að ræða. Gengi krónunar hafi undanfarið verið að hækka og bensínverð á heimsmarkaði verið að lækka. Þá telur greiningardeildin ólíklegt að sömu hækkanir húsnæðisverðs verði næstu mánuði. Greining Íslandsbanka vekur jafnframt á því at- hygli að verðbólgan hafi, það sem af er árinu, að stórum hluta étið upp þær almennu kjarasamnings- bundnu hækkanir sem samið var um að launafólk fengi á þessu ári. Frá áramótum hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,5% en hinar almennu kjarasamningsbundnu hækkanir hafa verið um 3,25%. Sé tillit tekið til töfluhækkana, slysatrygginga og annarra þátta megi gera ráð fyrir að kjarasamn- ingsbundnar hækkanir hafi verið um 4–4,5% í ár. Ís- landsbanki segir, að eftir standi samt að verðbólgan hafi tekið talsvert af þessum hækkunum til sín og þannig slegið á kaupmátt launa. Ekki raunveruleg verðbólga? Í hálffimmfréttum KB banka í gær kveður við ann- an tón. Segir þar að hefði verðstöðugleiki ríkt á fast- eigna- og eldsneytismörkuðum hefði ársverðbólga að- eins verið 1,2%. Þetta þýði að verðbólgan sé enn mjög afmörkuð, í raun svo afmörkuð að velta megi fyrir sér hvort verðhækkanir á þessum tveim vörutegundum séu nógu almennar til að geta talist raunveruleg verð- bólga. Þrátt fyrir þetta varar KB banki við því að hættan sé samt sem áður raunveruleg. Hætta sé á að verðbólguvæntingar hliðrist upp á við og ýmsar aðrar hækkanir velti út í verðlagið. Fyrirtækjum landsins sé mun hægara að hækka verð á sínum eigin vörum ef allt annað virðist vera að hækka á sama tíma. Þá sé hætta á því að hækkun vísitölu muni hækka launa- kröfur og jafnvel virkja uppsagnarákvæði kjara- samninga. Verðbólgan nálgast þolmörk Morgunblaðið/ÞÖK Mest áhrif Verðhækkanir á húsnæði og bensíni eiga mestan þátt í hækkun vísitölu neysluverðs. HREINN Loftsson, stjórnarformað- ur Baugs Group, segir Fjárfar ehf. alls óviðkomandi Baugi og hvorugt fé- lagið sé hluthafi í hinu. Hreinn segir fráleitt að halda því fram að Baugur hafi misnotað nafn Sævars Jónssonar og segir að Baugur hefði heldur enga þörf haft fyrir það. Sævar Jónsson, kaupmaður í Leon- ard, hefur, eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu í gær, sagt að nafn sitt hafi verið misnotað af hálfu Baugsmanna. Nafn sitt hafi komið nálægt viðskiptum innan Baugs árum saman án sinnar vitundar og að hann hafi talið sig vera genginn úr stjórn Fjárfars fyrir sex árum. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, sagði í viðtali við Rík- isútvarpið í gær, að því færi fjarri að fjárfestingarfélagið Fjárfar hefði gegnt lykilhlutverki í fjárfestingum á sínum vegum. Félagið sé í umsjón Gaums vegna skulda við Gaum. Gaumur er stór hluthafi í Baugi. Morgunblaðið náði ekki tali af Jóni Ásgeiri og Jóhannes Jónsson, stjórn- armaður í Fjárfari, vildi ekki tjá sig um málið en vísaði á Hrein Loftsson. Samkvæmt upplýsingum frá Hlutafélagaskrá var Fjárfar ehf. stofnað 11. nóvember 1998. Hlutafé var tvær milljónir króna og skiptist til helminga á milli stofnendanna tveggja, Sigfúsar R. Sigfússonar og Sævars Jónssonar. Sigfús var eini stjórnarmaður félagsins, og þar með jafnframt stjórnarformaður, og Sæv- ar sat í varastjórn. Samkvæmt sam- þykktum Fjárfars skyldi stjórnin, uns annað yrði ákveðið, skipuð einum manni og öðrum til vara. Í lok desember 1999 er Hluta- félagaskrá send tilkynning þess efnis að á hluthafafundi sem haldinn hafi verið 29. þess mánaðar, hafi í stjórn Fjárfars verið kjörnir Helgi Jóhann- esson lögmaður og Sævar Jónsson. Helgi er sagður stjórnarformaður en Sævar meðstjórnandi. Vegna ákvæða í samþykktum um skipan stjórnar er Sævar engu að síður skráður vara- maður í stjórn hjá Hlutafélagaskrá. Í tilkynningunni er sagt frá því að heimilisfang Fjárfars hafi verið flutt í Lágmúla 7, þar sem lögmannsstofa Helga hafði starfsemi. 20. mars árið 2000 er tilkynnt um að prókúruumboð Sigfúsar og Sæv- ars hafi verið fellt niður, en Helga hafi verið veitt prókúruumboðið. Tæpum tveimur árum síðar, í byrj- un mars 2002, fær Hlutafélagaskrá tilkynningu um að Helgi hafi sagt sig úr stjórn Fjárfars og að prókúruum- boð hans hafi fallið niður. Mánuði síð- ar, 5. apríl 2002, var, samkvæmt til- kynningu til Hlutafélagaskrár, haldinn hluthafafundur í Fjárfari, þar sem Jóhannes Jónsson, kenndur við Bónus, var kjörinn aðalmaður í stjórn með prókúruumboð. Í tilkynningunni er að öðru leyti ekkert getið um skip- an stjórnar eða varastjórnar. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Hlutafélagaskrá er Jóhannes Jónsson stjórnarmaður og prókúru- hafi Fjárfars og Sævar Jónsson vara- maður í stjórn. Helgi Jóhannesson vildi ekkert tjá sig um aðild sína að Fjárfari í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann stað- festi hins vegar að hann væri „hættur sem skipaður verjandi Jóns Ásgeirs í Baugsmálinu. Um ástæður þess er ég bundinn trúnaði gagnvart skjólstæð- ingi mínum,“ sagði hann. Fjárfar í miðju átaka Fjárfar hefur komið að ýmsum fjárfestingum í gegnum tíðina. Í apríl 1999 tók félagið þátt í að kaupa 35% hlut í 10–11 verslununum. Eigendur Fjárfars á þeim tíma, samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka þá, voru Eiríkur Sigurðsson og Helga Gísladóttir, stofnendur 10–11, Árni Samúelsson, eigandi Sam-bíóanna, og Sævar Jónsson, og áttu allir nokkurn veginn jafnan hlut. Mánuði síðar keypti Baugur 10–11 og greiddi að hluta til með hlutafé. Í árslok 1999 átti Fjárfar 6,2% hlutafjár í Baugi. Eins og fram kemur hér að ofan á Fjárfar ekki hlut í Baugi nú að sögn forstjóra Baugs. Fjárfar kom einnig mikið við sögu í átökum í viðskiptalífinu sem urðu um eignarhald á Íslandsbanka, Straumi og Tryggingamiðstöðinni á árunum 2001 og 2002. Í fréttum sem tengdust hluta þessara viðskipta kom fram að félagið væri í eigu Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar, Jóhannesar Jónssonar, Sævars Jónssonar og fleiri fjárfesta. Neita tengslum við Fjárfar Hreinn Loftsson segir fráleitt að Baugur hafi misnotað nafn Sævars Jónssonar Jóhannes Jónsson Sævar Jónsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.