Morgunblaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 21
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2004 21 Seltjarnarnes | Krakkar og kenn- arar í Mýrarhúsaskóla héldu markaðsdag á mánudag þar sem þau héldu tombólu, seldu myndir eftir yngstu nemendurna, héldu tónleika, seldu kökur og fleira. Markmiðið með markaðs- deginum var að safna fé fyrir vin- askólann Namazizi Lea í þorpinu Chirombo í Malví, og söfnuðust rúmar 135 þúsund krónur. Pen- ingarnir sem söfnuðust, ásamt við- bót frá Þróunarsamvinnustofnun Íslands, fara í að kaupa hand- bækur, landakort og bolta sem mun nýtast skólabörnum í Malaví vel. Namazizi Lea skólinn var byggður árið 2000 af Þróunarsam- vinnustofnun Íslands og komust það sama ár á tengsl milli skólans og Mýrarhúsaskóla. Börn á Sel- tjarnarnesi hafa síðan í tvígang safnað skóladóti og öðru sem nýta má við skólastarf og sent til Malaví. Á móti hafa malavískir nemendur sent Mýrarhúsaskóla afrískt handverk, t.d. skartgripi og útskurð, ásamt bréfum og teikningum. Handagangur í öskjunni: Það var mikið um að vera þegar krakkarnir í Mýrarhúsaskóla héldu markaðsdag. Senda krökkum í vinaskólan- um í Malaví bækur og bolta Námskeið í Hellisgerði | Hellis- gerði í Hafnarfirði mun iða af lífi í sumar þegar listasmiðja barna verður starfrækt í garðinum. Alls verða haldin þrjú námskeið, og hefst það fyrsta 14. júní. Þema námskeiðana verða þrjú mismun- andi barnaleikrit, Dýrin í Hálsa- skógi, Ronja ræningjadóttir og Hrói höttur. Þar munu börnin syngja, dansa og leika við hvern sinn fingur, sér og öðrum til skemmtunar. Lífrænn markaður | Árbæj- arsafn stendur fyrir grænmet- ismarkaði í safninu í dag milli kl. 13 og 17. Selt verður lífrænt rækt- að grænmeti frá Akri og Engi í Laugarási, þar á meðal tómatar, gúrkur, kirsuberjatómarar, papr- ikur, spínat og ýmis konar salat. Ókeypis aðgangur er að safninu eftir hádegi á föstudögum.    Miðborgin | Borgarverkfræðingur mun setja upp nýjan gosbrunn í Reykjavíkurtjörn í sumar, en tillaga borgarstjóra þess efnis var sam- þykkt í borgarráði í vikunni. Björn Ingi Sveinsson borgarverk- fræðingur segir að nú verði farið í að útfæra nákvæmlega hvers konar gosbrunnur verði settur í stað Gosa gamla sem tekinn var niður á síðasta ári. Ekki er ljóst nákvæmlega hvenær nýr brunnur verður tekinn í notkun, en Björn segir að það verði vænt- anlega einhvern tímann í sumar. Björn segir að til greina komi að setja gosbrunn með breytilegri bunu, eða brunn svipaðan Gosa nema lægri og breiðari, enda þurfti reglulega að slökkva á Gosa þegar vindur feykti úða yfir gesti Hljóm- skálagarðsins. Kostnaður við að koma upp gos- brunni fer eftir því hvers konar brunnur verður keyptur. Í umsögn Garðyrkjustjóra um málið kemur fram að tvær tegundir af gosbrunn- um komi til greina, og á báðum teg- undum sé hægt að velja mismunandi hæð og lögun á gosinu. Kostar sú minni á bilinu 400 til 500 þúsund krónur, en sú stærri á bilinu 1,3 til 1,6 milljónir króna, miðað við inn- kaup frá Noregi án virðisaukaskatts. Gosbrunnur í Tjörnina í sumar Reykjavík | Waldorfgrunnskólinn og leikskólar Sólstafa í Reykjavík fögnuðu 10 ára afmæli sínu þann 6. júní síðastliðinn. Allir nemendur Sólstafa tóku þátt í leikuppfærslum og söng og voru sýnd fjögur leik- verk við góðar undirtektir. Sýning- arnar voru litskrúðugar og skemmtilegar og veðurguðirnir héldu sig til hlés með rigningu þar til dagskrá var lokið. Innritun nýrra nemenda stendur yfir í þessari viku og næstu og tekur Waldorfskólinn nýjum nemendum fagnandi enda vaxandi. Afmælishátíð Waldorfskólans debenhams S M Á R A L I N D Pólóbolir Verð 1.490 kr. - 3.990kr. Mikið úrval! E-kortshafar fá 2,5% endurgreiðslu af því sem keypt er í Debenhams.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.