Morgunblaðið - 11.06.2004, Page 24

Morgunblaðið - 11.06.2004, Page 24
SUÐURNES 24 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Söluaðilar Sími Vesturland / Vestfirðir Hjólbarðaviðgerðin Akranesi 431 1777 Bifreiðaþjónustan Borgarnesi 437 1192 Dekk og Smur Stykkishólmi 438 1385 KM þjónustan Búðardal 434 1611 Hjólbarðaverkstæði Ísafjarðar 456 3501 Vélaverkstæði Sveins Borðeyri 451 1145 Norðurland Kaupfélag V. Húnvetninga 451 2370 Léttitækni Blönduósi 452 4442 Pardus Hofsósi 453 7380 Hjólbarðaþjónusta Óskars Sauðárkróki 453 6474 Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki 455 4570 Bílaþjónustan Dalvík 466 1062 B.H.S. Árskógsströnd 466 1810 Bílaþjónustan Húsavík 464 1122 Austurland Dagsverk Egilsstöðum 471 1118 Réttingaverkstæði Sveins Neskaupsstað 477 1169 Sigursteinn Melsteð Breiðdalsvík 475 6616 Vélsmiðja Hornafjarðar Höfn 478 1340 Suðurland Bifreiðaverkstæði Gunnars Klaustri 487 4630 Framrás Vík 487 1330 Þ.G.B. Hvolsvelli 487 8114 Varahlutaverslun Björns Hellu 487 5995 Bílaþjónustan Hellu 487 5353 Vélaverkst. Guðmundar & Lofts Iðu 486 8840 Gunnar Vilmundars. Laugarvatni 486 1250 Sólning Selfossi 482 2722 Hjólbarðaþjónusta Magnúsar Selfossi 482 2151 Bílaverkstæði Jóhanns Hveragerði 483 4299 Höfuðborgarsvæðið Bæjardekk Mosfellsbæ 566 8188 Höfðadekk Reykjavík 587 5810 Gúmmívinnustofan Reykjavík 587 5588 Ísdekk Reykjavík 587 9000 Allar stærðir og gerðir landbúnaðarhjólbarða ÁSHOLT 2 – LYFTUHÚS Falleg 2ja herbergja íbúð á 6. hæð í eftirsóttu lyftuhúsi miðsvæðis í borginni auk stæðis í bílgeymslu. Suðursvalir og fallegt útsýni. Sér- lega skemmtilegur aflokaður sam- eiginlegur garður. Gott hús og ein- staklega falleg og snyrtileg sam- eign með 1. flokks húsvörslu. Hentar vel einstaklingum og eldri borgurum. Hentar einnig sérlega vel sem orlofsíbúð í borginni. Laus fljótlega. Frekari upplýsingar gefa sölumenn í síma 530 1500 en einnig má sjá 23 myndir á www.husakaup.is. Verð 10,9 millj. Keflavík | „Það er aðalsmerki þess- arar gleðisveitar að gera meira grín að okkur sjálfum heldur en öðrum og við höfum aldrei samið alvarleg lag. Grínið og léttleikinn virðist hafa fall- ið fólki vel í geð. Við kvörtum að minnsta kosti ekki,“ sögðu meðlimir gleðisveitarinnar Breiðbandsins þeg- ar blaðamaður truflaði þá á æfingu í vikunni. Þeir sögðust reyndar vera með alvarlegra móti þetta kvöldið, þar sem þeir væru enn að ná sér nið- ur eftir velgengni helgarinnar, þegar þeir héldu upptökutónleika í Frum- leikhúsinu í Keflavík. Þeir stefna á útgáfu plötu fyrir næstu Versl- unarmannahelgi, enda staðráðnir í að eiga vinsælasta smellinn þá helgina! Breiðbandið samanstendur af þremur breiðvöxnum Keflvíkingum, þeim Magnúsi Sigurðssyni, Rúnari Inga Hannah og Ómari Ólafssyni. Þeir hafa allir þekkst frá barnæsku, gengu í sama barnaskóla og hafa brallað ýmislegt saman. Þeir höfðu ennfremur starfað saman tveir og tveir, ýmist við skemmtanir, leik eða söng. En það má kannski segja að það sé Ómari að þakka að þeir þrír smullu saman. „Ég heyrði í Magga og Rúnari skemmta á herrakvöldi hjá körfuknattleiksdeild Keflavíkur og fannst þeir glataðir. Það vantaði mig í þetta band og ég stakk upp á því að við yrðum þrír saman,“ sagði Ómar með sínu háðska glotti og þeir viðurkenna allir að húmor þeirra liggi einstaklega vel saman. Það stendur ekki á viðbót frá Rúnari. „Þeir segja hér að það komi stór- hljómsveit fram á sjónarsviðið hér í Keflavík á 40 ára fresti. Okkar tími er kominn,“ og Rúnar er að vísa hér í 40 ára afmæli Hljóma í fyrra en það ár var Breiðbandið stofnað. „Annars var það eiginlega brúðkaup sem kom þessu öllu af stað, brúðkaup Palla og Pöllu,“ upplýsir Rúnar. „Samstarfs- kona mín bað mig um að halda ræðu í brúðkaupi systur sinnar og ég stakk upp á því að Breiðbandið myndi flytja hana í lögum, sem var sam- þykkt. Atriðið kom á óvart og í fram- haldi fór boltinn að rúlla. Ég skil bara ekkert í því af hverju fjölmiðlar hafa látið okkur í friði fram að þessu.“ Sambland af uppistandi og söng Upphaflega höfðu félagarnir ætlað að gefa út söngbók enda allir lunknir texta- og lagasmiðir. Vinnan tók hins vegar nýja stefnu í kjölfar vaxandi vinsælda, fólk vildi heldur heyra þá flytja lögin. Að undanförnu hefur verið pressað stíft á þá að gefa út plötu og nú er plata í vinnslu hjá Geimsteini. „Við ákváðum að taka plötuna upp á tónleikum enda næst stemmningin best þannig. Tónleikar okkar eru alltaf sambland af uppi- standi og spilun, þar sem ég sé um að tala og segja brandara,“ sagði Rúnar og það verður að segjast eins og er að hann var líka atkvæðamestur í viðtalinu. Málgleðin er greinilega hans list en allir skapa þeir þó í sam- einingu þann létta anda sem svífur yfir vötnunum. „Við vinnum allt sam- an,“ sagði Ómar. „Á æfingu kemur einhver með línu, í framhaldi verður til lag og þannig koll af kolli hrærum við saman góðan kokkteil. Og það er mikið hlegið. Þú ert ekki að fá réttu myndina af núna, við erum með al- varlegasta móti í kvöldi, enda enn að ná okkur niður eftir helgina.“ Síðasti vetur var annasamur hjá Breiðbandinu, tónleikar þeirra voru hátt í 40 og tímabilið var frjótt. Þeir upplýstu að að jafnaði hefði orðið til eitt lag á æfingu en sveitin kemur saman í bílskúr skáhallt við Geim- stein einu sinni í viku. Nágrönnunum dettur ekki í hug að kvarta, enda ein- göngu ljúfir tónar sem berast úr skúrnum, frá banjói, gítar og þremur börkum. Og þrátt fyrir sumarkom- una ætla þeir ekki að slá slöku við, því auk vinnunnar við plötuna, sem er þó að mestu í höndum tækni- manna Geimsteins, segjast þeir verða að semja ný lög fyrir næsta vetur, enda eigi þeir ekki vona á að vinsældirnar minnki. Breiðbandið vinnur að plötu vegna mikils þrýstings að sögn meðlima Aldrei samið alvarlegt lag Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Breiðbandið: „Enginn virðist þola, er ég fer úr að ofan,“ syngja félagarnir íturvöxnu í Breiðbandinu, þeir Magnús Sigurðsson, Rúnar Ingi Hannah og Ómar Ólafsson. Þeir eru að undirbúa útgáfu á plötu og æfa vel þessa dagana. Reykjanesbær | Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti samhljóða í gær tillögu for- manns bæjarráðs um að ráða Guðmundu Láru Guðmunds- dóttur í stöðu skólastjóra Njarð- víkurskóla. Tíu umsóknir bárust þegar staðan var auglýst laus til umsóknar. Guðmunda Lára tek- ur við starfinu í sumar af Gylfa Guðmundssyni sem sagði stöð- unni lausri í vor. Um stöðuna sóttu, auk Guð- mundu Láru, þau Anna Margrét Ákadóttir, Árni Þorsteinsson, Daði Viktor Ingimundarson, Guðmundur Skúli Stefánsson, Guðrún Snorradóttir, Helgi Jó- hann Hauksson, Jakob Bragi Hannesson, Sigríður Dúa Goldsworthy og Sigrún Birna Björnsdóttir. Ráðin skólastjóri Njarðvík- urskóla Kjallararokk | Efnt verður til rokktónleika í kjallara 88-hússins við Hafnargötu í Reykjanesbæ næstkomandi laugardag, klukkan 20. Hljómsveitirnar Ritz, Tuco og Antífemínistar leika. Í tilkynningu frá 88- húsinu kemur fram að þetta er vímulaus skemmtun og er aldurs- lágmark. Léttsveit með tónleika | Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar held- ur tónleika á Tjarnargötutorgi í Keflavík í dag, föstudag, milli klukk- an 15 og 17. Stjórnandi er Karen J. Sturlaugsson. Tónleikarnir verða á útisviði og eru liður í Kaffihátíð í Reykjanesbæ sem hefst í dag og stendur um helgina. Þeir eru einnig haldnir í tilefni af tíu ára afmæli Reykjanesbæjar sem er í dag og eru í boði bæjarins. Léttsveitin er á förum í tónleika- ferð til Bandaríkjanna og Bermúda og mun hún leika hluta af efnis- skránni sem notuð verður í ferðinni.    Sandgerði | Starfsmenn Vélsmiðj- unnar Hamars eru að rífa verk- smiðjuhús fiskimjölsverksmiðjunnar í Sandgerði sem hætti starfsemi fyr- ir rúmu ári. Húsið sem er nýlegt stálgrindarhús verður reist á ný fyr- ir vélsmiðju á Eskifirði. Lengi hefur verið rekin fiskimjöls- verksmiðju að Garðvegi 5 í Sand- gerði. Njörður hf. eignaðist verk- smiðjuna fyrir nokkrum árum og hóf endurbyggingu hennar. Síðar sam- einaðist fyrirtækið Snæfelli hf. í Eyjafirði og síðast eignaðist Síldar- vinnslan hf. í Neskaupstað verk- smiðjuna. Síldarvinnslan lagði loka- hönd á endurbygginguna en síðan var verksmiðjunni lokað. Tækin voru tekin niður og flutt á ýmsa staði á landinu. Elsti hluti verksmiðjuhússins verður væntanlega rifinn og lýsis- og olíutantar verða fjarlægðir. Þá munu standa eftir mjölgeymsluhús og þrær. Að sögn Davíðs Þórs Sigur- bjarnasonar, eins af eigendum Ham- ars fjárfestinga hf. sem á verk- smiðjuhúsin, hefur ekki verið ákveðið hvaða starfsemi verður í þeim húsum sem eftir standa. Verið er að kanna ýmsa möguleika á nýt- ingu þeirra. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Hverfur: Verið er að rífa klæðninguna utan af verksmiðjuhúsinu. Húsið rifið og flutt austur á land Sandgerði | Lögreglan og varn- arliðið hafa óskað liðsinnis for- eldra og forráðamanna barna og unglinga til að koma í veg fyrir óleyfilega umferð í Rockville-rat- sjárstöðinni á Miðnesheiði. Kem- ur þetta fram á vef Víkurfrétta. Í fréttatilkynningu frá lögregl- unni á Keflavíkurflugvelli kemur fram að framtíð gömlu ratsjár- stöðvarinnar Rockville við Sand- gerði er óráðin. Stöðin er á at- hafnasvæði varnarliðsins og stendur auð, en afgirt. Aðgangur að svæðinu og mannvirkjum á því er óheimill enda ýmsar hætt- ur sem leynast kunna í bygg- ingum þar sem mikil skemmd- arverk hafa þegar verið unnin. Nokkuð hefur borið á óleyfilegri umferð einkum barna og ung- linga á svæðinu. Varnarliðið og lögreglan á Keflavíkurflugvelli halda uppi eftirliti svo sem kost- ur er og hafa haft afskipti af fólki á svæðinu. Þrátt fyrir það hafa starfsmenn varnarliðsins ítrekað orðið að endurnýja lása og girðingar og negla fyrir dyr og glugga og þá helst þar sem börn og unglingar kynnu að geta farið sér að voða. Börn og unglingar fari ekki í Rockville

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.