Morgunblaðið - 11.06.2004, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 11.06.2004, Qupperneq 28
LISTIR 28 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í TÍÐ fyrrverandi söngmálastjóra þjóðkirkjunnar, Hauks Guðlaugs- sonar, sem lét af störfum 2001, voru haldin um 25 kóra- og organist- anámskeið í Skálholti. Námskeiðin voru ævinlega mjög fjölsótt, bæði af org- anistum og kór- fólki víðsvegar að af landinu. Nú, eftir þriggja ára hlé, tekur Haukur upp þráðinn aftur. Orgelþáttur nám- skeiðsins verður frá mánudeginum 9. ágúst nk. til 12. ágúst, en kórþátt- urinn verður frá 12.–15. ágúst. Kór- þátturinn endar með messu í Skál- holtsdómkirkju, sunnudaginn 15. ágúst. Einnig verður samkoma í Ara- tungu í tengslum við námskeiðið föstudaginn 13. ágúst. Námskeiðið skiptist í orgelkennslu, kórstjórn og þátt píanóleiksins í sam- bandi við leik á orgel. Kennslan verð- ur bæði í hóptímum og einkatímum. Kennarar verða nokkrir þeir sömu og fyrr á árum. Í orgelþættinum verða m.a. kynntar nýjar aðferðir í org- elleik og einnig í pedalspili. Umsóknareyðublöð, sem hafa ver- ið send organistum og prestum, send- ist útfyllt til Hauks Guðlaugssonar fyrir 25. júní nk., en einnig gefur hann nánari upplýsingar í síma 552 5715. Kóra- og organistanámskeið hjá Hauki Guðlaugssyni Morgunblaðið/Jim SmartHaukur Guðlaugsson SUMARSÝNING verður opnuð í bóksal Þjóðmenningarhúss kl. 17 í dag. Yfirskrift hennar er „Eddu- kvæði“. Á sýningunni verða fjölbreyttar útgáfur af Eddukvæðunum en árið 1665 voru Völuspá og Hávamál fyrst prentuð með útgáfu Snorra-Eddu í Kaupmannahöfn. Fyrsta heildarút- gáfa Eddukvæða kom út á árunum 1787–1828. Síðan hafa komið út margar útgáfur á fjölda tungumála og listamenn, fræðimenn og annað áhugafólk sótt í kvæðin innblástur og fróðleik. Höfuðhandrit Eddukvæða er Kon- ungsbók (Codex Regius) frá síðari hluta 13. aldar sem nú er á sýningu Stofnunar Árna Magnússonar á Ís- landi, Handritin í Þjóðmenningar- húsinu. Við opnunina verður flutt stutt ávarp og nokkur kvæðanna lesin upp. Sýningin „Eddukvæði“ stendur út ágústmánuð. Mynd eftir Jóhann Briem úr ritinu Þrjú Eddukvæði. Eddukvæði í Þjóð- menningarhúsi TÓNFÉLAGSFRÆÐILEG könnun á sprengfjölgun kvenna- kóra um þúsaldamótin gæti trúlega sýnt fram á nýtilkomna yfirburða- stöðu greinarinnar í íslenzkri sam- kynja kórmennt gagnvart hnign- andi veldi karlakóra, sem muna má fífil sinn fegri. Væri vissulega fróð- legt að rekja orsakir þessa og kringumstæður. Í millitíðinni er ástæða til að fagna hinni kær- komnu viðbót við kóraflóru lands- ins – og ekki sízt meðfylgjandi fjöl- breytni í verkefnavali sem veitti sannarlega ekki af, miðað við löngu trénað lagaval flestra karlakóra. Að uppgangur kvennakóra hafi skert hag blandaðra kóra er hins vegar ósennilegt, enda þjást þeir einkum af krónískri karlaeklu eins og dæmin sanna. Kvennakór Garðabæjar verður fimm ára í ár og hélt veglega vor- tónleika fjarri heimahögum í hinni velhljómandi Seltjarnarneskirkju í blíðskaparveðri á dögunum við fjöl- menna aðsókn. Meðal atriða á fjöl- breyttri dagskrá mætti nefna yf- irskriftarlag tónleikanna Í nótt mig dreymdi hamingjuna eftir Gunnar Reyni Sveinsson og hið ekki síður heillandi Aðeins eitt blóm eftir Hildigunni Rúnarsdóttur. Krummi Tryggva Baldvinssonar naut sín og vel, þó tæplega eins vel og í ein- söngsfrumútgáfunni. Spinna minni, rammheiðið og seiðandi lag Mistar Þorkelsdóttur, var í senn fram- sæknast og þjóðlegast í íslenzku deildinni og frábærlega flutt. Síðan tóku við þrjú ensk endurreisnar- lög, sem halda enn ferskri tilhöfð- un og tókust ágætlega. Hlutfalls- lega slakast var þó annars fjörugt lútusöngslag Dowlands What if I never speed?, er sungið var frekar kraftlaust, sveiflusneytt og allt of hægt af kvartett kórkvenna. Elg- ar-lögin tvö op. 26 við undirleik pí- anós og fiðlna voru hins vegar bráðfalleg og furðutær fyrir síð- rómantískan tilurðartíma sinn. Seinni hlutinn hófst með trúar- söngvum; tveimur eftir Fauré og á milli þeirra hinu kunna Til þín Drottinn eftir Þorkel Sigurbjörns- son í 5⁄4 er heppnaðist hvað bezt, þó að hrífandi tenútósöngurinnn í Eitt er orð Guðs op. 11 væri einnig eft- irtektarverður. Af fjórum „Jónas- arlögum“ Atla Heimis Sveinssonar voru líflegust Heylóarvísa og Vor- vísa og bætti meðleikur píanós, klarínetts, fiðlna og kontrabassa ekki litlum glansi við náttúruglað- værðina, er síðan kórónaðist með nýrri raddsetningu Atla á létt- brahmskulegum smelli sínum Það kom söngfugl að sunnan. Kórstjór- inn söng sjálf eitt versið og minnti þar með á hversu óþarflega langt var síðan maður hafði heyrt í þeirri ágætu söngkonu. Undirtektir voru hlýjar og verðskuldaðar, enda söngurinn nær ávallt tandurhreinn (ef nokkuð „yfirskaut“ hann frekar en að síga), og fallega mótaður í hvívetna. Að ógleymdum lýtalitlum undirleik píanistans og fyrrtaldra hljóðfæraleikara var hljómur kórs- ins óvenjuunglegur, og virtist sem stendur helzt vanta aðeins meiri fyllingu í dýpstu rödd. Kvennakór Garðabæjar: Undirtektir voru hlýjar og verðskuldaðar, enda söngurinn nær ávallt tandurhreinn. Æskutær kvennakór TÓNLIST Seltjarnarneskirkja Vortónleikar Kvennakórs Garðabæjar. Helga Laufey Finnbogadóttir píanó, Sig- urlaug Eðvaldsdóttir & Júlíana Elín Kjart- ansdóttir fiðlur, Einar Jóhannesson klar- ínett og Richard Korn kontrabassi. Stjórnandi Ingibjörg Guðjónsdóttir. KÓRTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson ÁRLEGIR Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri verða haldnir dagana 13., 14. og 15. ágúst í fjór- tánda sinn í félagsheimilinu Kirkju- hvoli. Þessi tónleikaröð hefur skipað sér fastan sess í íslensku tónlistarlífi yfir sumarmánuðina þar sem flutt hefur verið síðan 1991 metnaðarfull efnisskrá af tónlistarfólki innlendu sem erlendu. Mismunandi efnisskrá er á hverjum tónleikum og hafa tón- listarunnendur komið og dvalið á Kirkjubæjarklaustri þessa helgi. Flytjendur í ár eru þau Sesselja Kristjánsdóttir messósópran, Peter Tomkins óbóleikari, Guðríður Sig- urðardóttir píanóleikari, Pálína Árnadóttir fiðluleikari, Þórunn Ósk Marínósdóttir víóluleikari, Sigurgeir Agnarsson sellóleikari og Edda Er- lendsdóttir píanóleikari og listrænn stjórnandi tónleikana. Það er menn- ingarmálanefnd Skaftárhrepps og Edda Erlendsdóttir sem skipu- leggja þessa tónleika. Þýsk og ensk kammertónlist Í ár verður frönsk þýsk og ensk kammertónlist áberandi og mun Sesselja Kristjánsdóttir messósópr- an m.a. syngja ljóð eftir frönsku tón- skáldin Ravel og Pauline Viardot. Hún mun einnig flytja ljóð eftir Brahms fyrir messósópran, víólu og píanó og ljóðaflokkinn A Charm of Lullaby eftir Benjamin Britten. Pet- er Tomkins óbóleikari mun ásamt strengjaleikurunum flytja kvartetta eftir Mozart og Britten. Hann mun spila sónötu eftir Saint Saëns með Guðríði Sigurðardóttur píanóleikara og kvartett eftir tékkneska tón- skáldið Martinu með Pálínu Árna- dóttur fiðluleikara Sigurgeiri Agn- arssyni sellóleikara og Eddu Erlendsdóttur píanóleikara. Flutt verður tríóið Þar eftir Olivier Kent- ish og af stærri kammerverkum verða flutt tríó fyrir víólu, selló og píanó eftir Brahms þar sem Þórunn Ósk Marínósdóttir leikur víólurödd- ina sem upphaflega var samin fyrir klarinett. Að lokum verður flutt eitt glæsilegasta kammerverk tónbók- menntana píanókvartett í Es dúr op. 47 eftir Schumann þar sem Edda Erlendsdóttir leiðir píanóröddina. Styrktaraðilar tónleikanna í ár eru menntamálaráðuneytið, Menn- ingarborgarsjóður, Hótel Kirkju- bæjarklaustur, Rarik, KB bankinn og VÍS. Þýsk rómantík og frönsk fágun FRÆNKA Charleys er klassískt viðfangsefni áhugaleikfélaga á Ís- landi og er enn leikið um víða ver- öld eins og einföld leit á Netinu gef- ur til kynna. Verkið hefur heldur verið á undanhaldi á efnisskránum síðustu ár sem ekki er furða; frænkan er klárlega barn síns tíma og menningarheims, enda gengur vandræðagangurinn í því út á þá ósvinnu að tveir ungir menn bjóði til sín stúlkum sem þeir hafa auga- stað á, án þess að virðuleg eldri kona sé til staðar sem siðgæðis- vörður. Verkið er jafnframt nokkuð of langdregið núna á öld óþolin- mæðinnar, og ekki annað að sjá á flutningi Leikfélags Hólmavíkur en að það byggi nokkuð á stöðluðum týpum úr enskri yfir- og miðstétt- armenningu aldamótanna nítján hundruð, sem fara fyrir ofan garð og neðan á Ströndum norður núna upp úr aldamótunum tvö þúsund. Góðu fréttirnar eru á hinn bóg- inn þær að það sem bitastæðast er í verkinu af fyndni er sígrænt: nefni- lega karlmaður sem neyðist til að leika konu sem hinir karlarnir taka þegar að girnast. Ungu mennirnir narra sem sagt fremur grunnhygg- inn eilífðarstúdent til að bregða sér í gervi siðgæðisvarðarins, en missa fljótlega tökin á atburðarásinni sem brunar sína leið að nokkuð fyr- irsjáanlegri röð trúlofana í lokin. Leikfélag Hólmavíkur er óvenju- öflugt félag miðað við stærð heima- vallarins, og ferðaglatt með af- brigðum. Mannekla háir þeim samt og bróðurpartur leikhópsins að þessu sinni er að stíga sín fyrstu skref á sviði. Leikstjórinn er einnig á byrjunarreit, öflugur leikari í fé- laginu til margra ára en grípur núna í annað verkefni og ferst það um margt vel. Sýningin er nokkuð fumlaus, umgjörð ágætlega leyst og búningar óvenjutrúverðugir, fyrir utan kúrekahatt annars von- biðla frænkunnar sem tónaði einna helst við fremur óviðeigandi Bourbon-viskíflöskuna í vínskápn- um. Það sem einna helst háir Arnari í vinnu sinni með leikhópnum er Akkillesarhæll flestra þeirra sem grípa í leikstjórn með leikreynslu sína eina að vopni; hann nær ekki að styðja nægilega við bakið á reynslulitlum leikurum, hjálpa þeim til að hvíla í hlutverkum sín- um og skila rullunum af krafti og öryggi. Fyrir vikið er nokkuð dauft yfir sýningunni þegar stórkanón- urnar úr eldri deildinni eru ekki í forgrunni. Nýliðarnir eru efnilegir en valda því ekki að bera uppi sýn- ingu af þessu tagi. En sem betur fer þurfa þeir þess ekki. Einar Indriðason, í hlutverki Babs, gerði frænkunni óborganleg skil, trúlega það besta sem ég hef séð til þessa ágæta leikara. Litlu síðri voru þeir Matthías Sævar Lýðsson og leikstjórinn, Arnar S. Jónsson, sem hæfilega spýtukarla- legir vonbiðlar. Þeir Jón Gústi Jónsson og Úlfar Hjartarson stóðu sig síðan vel miðað við aðstæður í stórum hlutverkum vonbiðlanna. Það er tilhlökkunarefni þegar þessi efnilegi leikhópur og leik- stjórinn hafa öðlast meiri reynslu og öryggi. Þá verður svo sannar- lega vel þess virði að heimsækja Hólmvíkinga, en bíða ekki eftir því að þeir heimsæki okkur. Sú gamla kemur í heimsókn Þorgeir Tryggvason LEIKLIST Leikfélag Hólmavíkur Höfundur: Brandon Thomas. Þýðandi: Úlf- ur Hjörvar. Leikstjóri: Arnar S. Jónsson. Leikendur: Arnar S. Jónsson, Einar Indr- iðason, Ester Sigfúsdóttir, Ingibjörg Birna Sigurðardóttir, Jón Gústi Jónsson, Jórunn Helena Jónsdóttir, Matthías Sæv- ar Lýðsson, Sigríður Einarsdóttir, Svan- hildur Jónsdóttir og Úlfar Hjartarson. Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ sunnudag- inn 6. júní. FRÆNKA CHARLEYS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.