Morgunblaðið - 11.06.2004, Page 30

Morgunblaðið - 11.06.2004, Page 30
LA BUCA Degli Artisti eða Hellir listamannsins er lítill ítalskur veit- ingastaður við Godthaabsvej í Kaup- mannahöfn. Þetta er fjölskylduvænn sem getið hefur sér gott orð og þang- að hafa lagt leið sína heimsfrægir menn og konur á þeim tíu árum, sem liðin eru frá opnun staðarins. Það er Lolli fjölskyldan sem á og rekur La Buca ásamt veitingastaðn- um Casa D’Antino í Dr. Tværgade í Kaupmannahöfn, en þar er aðal- áherslan lögð á pastarétti. Á La Buca er boðið upp á dæmi- gerðan ítalskan matseðil, sem sam- anstendur af skemmtilegum smárétt- um, „antipasti“, súpum og fjölbreyttu úrvali af pasta að óbreyttu risottó með skógarsveppum. Í aðalrétt er að finna marga hefðbundna og góða ítalska rétti, allt frá skötusel, humri og smálúðu yfir í kjötrétti svo sem eins og lambakjöt, nautakjöt, villi- svín, kálfakjöt og „Kallun“ eða kýr- vömb í sérlega góðri heimagerðri tómatsósu. Þetta er réttur sem vert er að bragða á. Hann er á matseðli veitingastaða en er oft getið í ítölsk- um matreiðslubókum um sveitamat.  MATUR|Í Helli listamannsins La Buca: Lítill og vinalegur ítalskur veitingastaður í Kaupmannahöfn. Ítölsk matargerð í stórborginni La Buca Degli Artisti Godthaabsvej 209 Vandlöse Kaupmannahöfn Sími: 45-38-33-20-22 Netfang: www.labuca.dk krgu@mbl.is DAGLEGT LÍF 30 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ European Business School London EBS London is one of the UK’s largest and leading private business schools. Through our innovative programmes and corporate links, we consistently achieve a 100% employment rate amongst our graduates. BA (Hons) in International Business choice of six business majors, combined with 1 or 2 languages. Regents Business School London With a professional and practical focus our degree programmes are suitable for a range of entry qualifications. BA (Hons) degrees in: International Business International Finance & Accounting International Marketing International Business with Design Management British American College London Leading American University degree programmes delivered in Central London. 4 year BA degrees (GCSE entry): Management, Media Communications International Relations, Social Science, Psychology Study in London Situated in central London’s Regent’s Park, Regent’s College offers a unique education experience at one of 3 leading independent institutions. Apply now for August 2004 w w w .r e g e n ts .a c .u k Regent’s College, Regent’s Park, London NW1 4NS, UK T: 020 7487 7505 - F: 020 7487 7425 Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222. www.feminin.is Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. Sumar- fatnaður í úrvali Vorum að taka upp nýjar miniquevörur Glæsilegt úrval Stærðir 42-60 PÁLL Hilmarsson, fram- kvæmdastjóri markaðssviðs heild- verslunarinnar Innnes, sem m.a. flytur inn Maarud flögur, vill koma á framfæri athugasemd vegna greinar um naslfæði á neyt- endasíðu í gær þar sem að hans mati voru bornir saman ósam- bærilegir flokkar af snakki, ann- ars vegar snakk úr kartöflum og hins vegar formað snakk úr kart- öflumjöli. Að hans sögn þarfnast síðarnefndi flokkurinn skemmri steikingar og er af þeim sökum fituminni en hinn fyrrnefndi. Páll bendir á að í síðarnefnda flokkn- um framleiði Maarud t.d. skrúfur sem innihaldi 21 g af fitu í hverj- um 100 g. Athugasemd F yrir um hundrað árum var hvers- dagsfatnaður landsmanna nærri því allur úr ull og unninn á heim- ilunum. Alþýðukonur voru í nær- skyrtu og þar yfir í ermalausum bol. Yst voru þær í dagtreyju og oft með hyrnu á herðunum, sem krosslögð var yfir brjóstið og bundin að aftan. Þá voru konur í nærbuxum, sem stundum voru án klofbótar. Síðan kom nærpils og þar yfir millipils, sem oftast var röndótt og litskrúðugt. Yst var bor- ið svart „utanyfirpils“ og þar yfir svunta. Á fótunum voru ullarsokkar og skinnskór, í skónum voru hafðir illeppar. Á höfðinu báru konur skotthúfur eða klúta, svo- nefnda hettuklúta. Um þetta má m.a. fræðast á sýningu, sem nýlega var opnuð í Árbæjarsafni, en þar gefur að líta sýnishorn af þjóðbún- ingum og nærfatnaði kvenna frá fyrri hluta 20. aldar eða frá aldamótum og fram að seinna stríði, að sögn Dagnýjar Guð- mundsdóttur sem setti sýninguna upp ásamt Áslaugu Sverrisdóttur. Sýningin, sem ber yf- irskriftina „Yst sem innst“, er til húsa í Suð- urgötu 7 í Árbæjarsafni og verður opin gest- um og gangandi í allt sumar. Kot og prjónaklukkur Í sýningarborðum er undirfatnaður og ýmsir hlutir, sem tilheyrðu snyrtingu kvenna á þriðja til fimmta áratug aldarinnar sem leið. Þar má m.a. sjá nærfatnað úr silki, magabelti, sem stundum voru nefnt „korse- lett“, útsaumaða vasaklúta, hekluð dömubindi og hanska, snyrtivörur, púður og ilmvatn. Í fataskápnum gefur svo að líta spariund- irföt úr bómull, m.a. undirbuxur og und- irkjóla, skreytt svonefndum enskum útsaumi. Í kommóðuskúffum eru vélprjónuð undirföt, undirkjóll, sem nefndist prjónaklukka, nær- buxur og nærbolir. Einnig svokölluð kot, sem voru ermalausir bómullarbolir. Íslenskar konur leggja vaðmálsbrókunum Sérstakri myndasyrpu, sem Árbæjarsafn hefur búið til, er svo ætlað að bregða ljósi á hversdagsklæðnað kvenna, yst sem innst, eins og hann tíðkaðist á Íslandi á árum áður. Sólborg Una Pálsdóttir, starfsmaður safnsins, tók myndirnar. Á fyrri hluta aldarinnar sem leið ruddu vélprjónuð nærföt sér til rúms og upp úr aldamótunum fóru íslenskar konur að gefa erlendri tísku æ meiri gaum. Erlend tískublöð, einkum Nordisk Möns- ter-Tidende, urðu vinsæl hér á landi, en ekki voru allir á eitt sáttir með þá þróun er íslenskar konur tóku upp á því að leggja íslensku vað- málsbrókunum. Margir urðu til þess að mótmæla þeirri þróun að íslenskar konur létu glepjast af erlendum tískuáhrifum. Einkum andæfði kröftuglega Halldóra Bjarnadóttir, skóla- stjóri og heimilisiðnaðarráðunautur, í riti sínu Hlín, en þar skrifar hún m.a. árið 1926: „Ís- lensk alþýða þarf að eiga aðra betri upp- sprettu að ausa úr en „Nordisk Mönstertidende“. Hún má ekki láta leiðast út á þá glapstigu að álíta silkisaumaðar myndir eftir bréfkortum æðsta takmark íslensks list- saums.“ Nokkru síðar heldur Halldóra enn uppi vörnum fyrir íslenskan heimilisiðnað og segir þá m.a. í riti sínu: „Silkisokkarnir hneyksla menn mest, en sokkarnir eru síst verri en útlendi kvenbúningurinn í heild, eins og hann er almennt tíðkaður hjer á landi: Berir handleggir, háls og brjóst, pils uppi á hnjám, lélegur nærfatnaður og skór. Íslendingar eru að verða svo hégómlegir í klæðaburði að útlendingum, sem hingað koma, þykir nóg um.“ Óvarlegt að glepj- ast af erlendum tískustraumum Höfuðföt: Skotthúfur eða svonefndir hettu- klútar nutu vinsælda. Nærföt: Á fyrri hluta aldarinnar ruddu vél- prjónuð nærföt sér til rúms. Pilsaþytur: Fyrst kom nærpilsið, svo millipils- ið, síðan utanyfirpilsið og loks svuntan. Fótabúnaður: Ullarsokkar og skinnskór með illeppum. Silkisokkarnir hneyksla menn mest join@mbl.is  ÁRBÆJARSAFN|Klæðnaður kvenna yst sem innst LJÓSMYNDIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.