Morgunblaðið - 11.06.2004, Page 31

Morgunblaðið - 11.06.2004, Page 31
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2004 31 Efnalaug og fataleiga Garðabæjar Garðatorgi 3 • 565 6680 www.fataleiga.is ÚTSALA á glæsilegum brúðarkjólum Garðatorgi, Garðabæ - sími: 565 6550 PÆJUR OG PJAKKAR klæðast Petipino Nýkomið mikið úrval af barnafötum. Útskriftagjafi r Leðuriðjan ehf Brautarholti 4 RVK s. 561 0060 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s ENDURBÆTTUR vefur, www.ganga.is , var nýlega opn- aður. Þar er meðal annars er að finna upplýsingar um 800 göngu- leiðir. Að sögn Páls Guðmunds- sonar kynningarfulltrúa UMFÍ, er vefurinn unninn í samvinnu við Ferðamálaráð, Landmælingar Ís- lands, sem leggja til kort af göngu- leiðunum, ferðaþjónustuaðila og sveitarfélög á hverjum stað. Gert er ráð fyrir að milli 50 til 100 kort verði kominn inn á vefinn þegar í sumar. „Á vefnum eru grunn- upplýsingar og lýsingar á 800 gönguleiðum auk ítarefnis, þar sem meðal annars er vísað í nánari upp- lýsingar í heimahéraði,“ segir hann. „Gönguferðunum er skipt í langar ferðir og stuttar. Stuttu ferðirnar eru allar í alfaraleið, allar stikaðar og léttar og taka innan við tvær klukkustundir. Lengri leið- irnar eru miserfiðar og er ætlunin að merkja þær með erfiðleikastuðli t.d. með mismörgum gönguskóm. Þarna er að finna ótrúlega margar gönguleiðir og er ekkert landsvæði undanskilið.“ Í sumar mun UMFÍ dreifa 50 þús. leiðabókum með upplýsingum um gönguleiðir og er það þriðja árið í röð sem það er gert. „Í bókinni eru upplýsingar um 300 gönguleiðir, sem allar eru merktar við upphaf og endi,“ segir Páll. „Við skynjum mikinn áhuga á gönguferðunum og höfum frétt af mikilli þátttöku gönguhópa um allt land. Við erum ekki með nákvæma skráningu þát- takenda en væntanlega mun það breytast í sumar því á vefnum gefst göngufólki tækifæri til að tjá sig um gönguleiðirnar á sérstöku spjallsvæði, „ferðaflugur“, á vefn- um.“  GÖNGUFERÐIR Morgunblaðið/Þorkell Ganga.is: Hægt er að fá upplýsingar um 800 gönguleiðir á vefnum. Langar og stuttar gönguleiðir TENGLAR .............................................. www.ganga.is „HVAÐ er klukkan elskan? Hana vantar tuttugu mínútur í egglos, flýttu þér....“ Þannig hefst frétt á vef Berlingske Tidende um arm- bandsúr sem gefur konum sem bera það til kynna hvar í tíða- hringnum þær eru staddar. Konur þurfa bara að hafa úrið á sér á nóttunni og það nemur þá og greinir svita konunnar og horm- ónamagn í honum. Þannig getur það sagt til um egglos með allt að fjögurra daga fyrirvara og það getur verið gagnlegt fyrir konur sem vilja verða þungaðar. Úrið hefur verið á markaði í Kanada og Bandaríkjunum í nokkur ár og er nú komið í sölu í Skandinavíu undir nafninu Fertil- ité OV Monitor og seljandinn BabyPlan er svo öruggur um gæði vörunnar að konan fær úrið sem kostar 1.195 danskar krónur endurgreitt ef hún er ekki orðin ólétt innan tíu mánaða frá kaup- unum.  BARNEIGNIR Tuttugu mínútur í egglos ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.