Morgunblaðið - 11.06.2004, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 11.06.2004, Qupperneq 50
DAGBÓK 50 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Sundream kemur og fer í dag. Mikael kem- ur í dag. Brúarfoss, Freri, Mánafoss, Cape Eg- mont og Pamiut fara í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, bað og jóga, kl. 14 bingó. Hár- snyrting, fótaaðgerð. Farið verður í gróð- ursetningaferð í Brú- arlund, Hvammsvík, 15. júní, ungt fólk sér um erfiðisvinnu, kaffi og meðlæti, skráning í síma 562 2571 og á Aflagranda. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 13– 16,30 smíðar. Bingó spilað 2. og 4. föstudag í mánuði. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–16 hárgreiðsla, kl. 8.30–12.30 bað, kl. 9–16 handavinna, kl. 13–16 vefnaður og frjálst að spilað í sal. Sími 535 2760. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9–16. 45 hárgreiðslustofan opin, kl. 9–12 aðstoð við böðun. Púttvöllurinn opinn. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8–16 handavinnustofan op- in, kl. 10–13 verslunin opin. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Opin vinnu- stofa með leiðbeinanda 9–16.30, opin hár- greiðslustofan, ganga kl. 9.30. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 10 hársnyrt- ing, kl. 10–12 verslun opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13 „opið hús“ spilað á spil. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Opið í Garðabergi kl. 13–17 fótaaðgerðarstofan s. 899 4223. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjá- bakka) kl. 20.30. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Kl. 14– 16 pútt á Hrafn- istuvelli. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Reykholts- sundlaug í Þjórsárdal, Stöng, Gjáin, Háifoss, Búðaháls, Hrauneyjar. Á svæðinu eru þrjú orkuver Landsvirkj- unar. Á heimleið er ekið um Landsveit. Kaffi og meðlæti í Hestheimum. Brottför frá Glæsibæ kl. 9. Leiðsögumaður: Ólaf- ur Sigurgeirsson. Skráning í sími 588 2111. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 10.30 gönguferð (ath. breyttur tími), frá há- degi spilasalur opinn. Gjábakki, Fannborg 8 kl. 13.15 brids. Gullsmári, Gullsmára 13. Félagsþjónustan er opin alla virka daga frá kl. 9–17. Alltaf heitt á könnunni. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna og búta- saumur , kl. 10–11 pútt, baðþjónusta, fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 14 bingó. Hvassaleiti 58–60. Grillveisla í dag kl. 17.30. Fótaaðgerðir, hársnyrting. Norðurbrún 1. Kl. 9– 17 hárgreiðsla, kl. 10– 11 ganga, kl. 14 leik- fimi. Vesturgata 7. kl. 9– 10.30 setustofa, dag- blöð og kaffi, kl. 9–16 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15–14 aðstoð v/ böðun, kl. 9.15–15.30 hannyrðir, kl. 9–10 boccia, kl. 9.30–11.30 skraut- skrift, kl. 13–14 leik- fimi, kl. 13.30 sungið við flygilinn við undir- leik Sigurgeirs, kl. 14.30 dansað í kaffitím- anum við lagaval Sig- valda, rjómakaka með kaffinu. Vitatorg. Kl. 8.45– 11.45 smiðjan, kl. 9–16 hárgreiðsla, kl. 9.30–10 morg- unstund kl. 9.30–16 handmennt kl. 9.30–12.30 bókband, kl. 10–11 leikfimi, kl. 10–16 fótaaðgerðir, kl 13.30–14.30 bingó. Þjónustumiðstöðin, Sléttuvegi 11. Opið frá kl. 10–14. Félag eldri borgara í Gjábakka. Spilað brids kl. 19 þriðjud. og kl. 13.15 föstud. Ferðaklúbbur eldri borgara. Dagsferð um Borgarfjörð 15. júní. Ekið um Kaldadal, Húsafell, Hraunfossar og Reykholtskirkja skoðuð, kaffi og með- læti. Skráning í síma 892 3011. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, kl. 10. Brúðubíllinn Brúðubíllinn, verður í dag kl. 10 við Malarás og kl. 14 við Njálsgötu. Minningarkort Hrafnkelssjóður (stofnað 1931) minn- ingarkort afgreidd í s. 551 4156 og 864 0427. Í dag er föstudagur 11. júní, 163. dagur ársins 2004, Barnabas- messa. Orð dagsins: Auðmýkið yður því undir Guðs voldugu hönd, til þess að hann á sínum tíma upphefji yður. Varpið allri áhyggju yðar á hann, því að hann ber umhyggju fyrir yður. (1. Pét. 5, 6., 7.)     Í grein sem Jónatan Þór-mundsson, prófessor við lagadeild Háskóla Ís- lands, skrifaði í Morg- unblaðið í gær segir m.a.: „Skoðanafrelsi mitt og tjáningarfrelsi er varið samkvæmt 73. gr. stjórn- arskrárinnar, jafnt um lögfræðileg efni sem önn- ur mál. Ég vil gjarna ger- ast þátttakandi í baráttu fyrir auknu tjáningafrelsi, gegn vaxandi for- ingjaræði, gegn skoð- anakúgun og gegn ritskoðun hvers kon- ar. Í því felst bar- átta gegn lögum og frum- vörpum, sem eru til þess fallin að hefta frelsi fjölmiðla, draga úr fjölbreytni fjölmiðlunar og auka skoðanakúgun. Má í því efni nefna fjöl- miðlalögin margumtöluðu og frumvarp til breytinga á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna rík- isins …“     Ef þessi ummæli eru réttskilin virðist Jónatan Þórmundsson telja, að fjölmiðlalögin „hefti frelsi fjölmiðla“. Hvernig má það vera og á hvaða rök- um byggir prófessorinn þessa skoðun sína? Í fjöl- miðlalögunum er ekkert að finna, sem getur heft frelsi fjölmiðla. Þar er hins vegar að finna ákvæði, sem koma í veg fyrir, að einn og sami að- ilinn eignist alla einka- rekna fjölmiðla á Íslandi. Ef einn og sami aðilinn eignaðist alla einkarekna fjölmiðla í landinu væri frelsi fjölmiðla í stórkost- legri hættu. Það er barna- skapur að halda, að blaða- menn og fréttamenn hefðu við slíkar aðstæður frjálsar hendur um rit- stjórnarlegan rekstur þeirra fjölmiðla.     Raunar er það svo, aðallir stjórnmálaflokk- ar hafa tekið undir það sjónarmið, að nauðsynlegt sé að setja lög um eign- arhald á fjölmiðlum en þeir hafa ekki verið á eitt sáttir um efni þeirra.     Er Jónatan Þórmunds-son andvígur hvers konar lagasetningu um eignarhald á fjölmiðlum? Finnst honum eðlilegt að einn og sami aðili geti eignast alla einkarekna fjölmiðla í landinu eða tel- ur hann tilefni til að setja skorður í lögum við því? Ef hann telur ástæðu til að setja einhverjar tak- markanir við því, hvers konar takmarkanir úr því að hann telur fjölmiðlalög- in hefta frelsi fjölmiðla? Vill hann setja takmark- anir á það hverjir megi gefa út dagblöð? Vill hann setja takmarkanir á mark- aðshlutdeild einstakra blaðaútgáfufyrirtækja? Vill hann setja takmark- anir á markaðshlutdeild einstakra ljósvakamiðla? Hvað vill prófessorinn úr því hann er ekki sáttur við fjölmiðlalögin, sem nú hafa verið sett? STAKSTEINAR Hvað vill prófessorinn? Jónatan Þómundsson Víkverji skrifar... Víkverji lenti í þeirri erfiðureynslu um daginn að týna dagbókinni sinni. Í dagbókina góðu skrifaði Víkverji allt sem var á dag- skrá hjá honum; stefnumót úti í bæ, tíma hjá tannlækni, heim- ilisbókhaldið, saumaklúbba og eitt og annað. Meira að segja hafði Vík- verji nóterað hjá sér hvenær hann þyrfti að skrifa þennan dálk í Morgunblaðið. Frá því að dagbókin dýrmæta hvarf, að því er virðist af yfirborði jarðar, hefur Víkverji verið eins og það vanti á hann einhvern líkams- part. „Ertu upptekinn þann 16.?“, „hvenær ferðu í sumarfrí?“, „getur þú hitt mig á þriðjudaginn?“ Vík- verji veit hvorki haus né sporð á tilverunni lengur, veit varla hvaða dagur vikunnar er eða hvað hann heitir. Auðvitað gleymdi Víkverji þessum dálki og er því að skrifa þessi orð eftir að lokafrestur til að skila er útrunninn … Vonandi kem- ur það þó ekki niður á ykkur, les- endur góðir. Víkverji sér þann eina kost í stöðunni að fjárfesta í nýrri dagbók þar sem hægt er að skrá verkefni og stefnumót framtíðarinnar. Þann- ig getur hann reynt að koma aftur skikki á líf sitt, en hann hugsar enn með söknuði til góða skipulagsins sem nú er horfið út í veður og vind. x x x Maki Víkverja býr í útlöndumsem þýðir að mörgu síðkvöld- inu er varið í símanum. Þar til ný- lega fékk Víkverji alltaf himinháan símreikning um hver mánaðamót þar sem hann þurfti að súpa seyðið af öllu masinu. Þetta er þó ekki lengur raunin. Víkverji komst fyrir tilviljun að því að hægt er að kaupa alþjóðleg símakort, t.d. Atlaskort eða Heims- kort, og hringja til útlanda en borga jafnmikið og fyrir símtal inn- anlands. Kort, sem gefur kost á rúmlega átta klukkustundum í sím- anum við útlönd, kostar 2.000 krón- ur og reiðir Víkverji þær af hendi með bros á vör. Á þennan hátt hef- ur Víkverji sparað mörg þúsund krónur á síðustu vikum. Símnotandi þarf að slá inn lyk- ilnúmer og hlusta á þýða rödd á út- lenskum símsvara og fylgja leið- beiningum til að ná sambandi, en Víkverja finnst þetta ansi góð lausn fyrir þá sem þurfa oft og tíðum að hringja út fyrir landsteinana. Fyrir vikið talar Víkverji auðvit- að helmingi lengur í símann og skammast sín bara ekkert þó að stundum sé hann klukkustundunum saman í símanum, kvöld eftir kvöld. Á þennan hátt er hægt að halda ástinni við og hvísla ljúfum ást- arorðum þegar símtalið kostar ekki meira en raun ber vitni! Það getur verið erfitt að halda sambandi við vini í öðrum löndum, en leikur einn eftir að svona kort er komið á símaborðið. Símreikningur Víkverja hefur lækkað um mörg þúsund krónur frá því hann byrjaði að nota síma- kort þegar hann hringir til útlanda. Öðruvísi mér áður brá EFTIR að hafa fylgst með Alþingi og fjölmiðlasirk- usnum er ég hissa á því fólki sem hnýtti mest í þá sem gerðu það gott hér áð- ur fyrr. Oft jaðraði við öf- undsýki og undarlegt er að það fólk skuli nú óskapast út af því að sett verði lög um að einhver einn geti ekki keypt landið og jafnvel æðstu menn þess. Það er mafíulykt af því ef sú verð- ur raunin. Guðrún Magnúsdóttir. Tapað/fundið Gleraugu fundust GLERAUGU fundust 8. júní s.l. við Hlöllabáta á Ingólfstorgi. Gleraugun voru í hylki undir bekk. Starfsmaður Hlöllabáta tók gleraugun og þau eru í vörslu hans þar sem hægt er að vitja þeirra. Dýrahald Kettlingar fást gefins LJÚFIR kettlingar leita að fyrirmyndarforeldrum. Ólíkir að lit, skapgerð og lögun. Áhugasamir hafi samband við Nótt í síma 847 1635. Vettlingur fæst gefins VETTLINGUR er eins og hálfs árs gamall svartur fress. Hann leitar nú að nýju heimili vegna flutn- inga. Hann er einstaklega gæfur og kelinn. Allir sem vettlingi geta valdið eru beðnir um að hafa samband í síma 696 0802. Týnd kisa GRÍMA er eins árs brúnyrjótt læða, eyrna- merkt 04G83. Hún hvarf frá Miðstræti 6, 3. júní s.l. Þeir sem vita hvar hún er niður komin, vinsamlegast hringi í síma 551 6843, 898 6843 eða 862 3057. Fundarlaun. Þrír kettlingar fást gefins ÞRÍR yndislegir og kassa- vanir kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 699 7369. 2 kettlingar fást gefins TVEIR tveggja mánaða kettlingar fást gefins, fress og læða. Gráir að lit og kassavanir. Upplýsingar í síma 567 1672 eða 866 1672. Gári fannst á Freyjugötu GÁRI fannst á Freyjugötu við Óðinsgötu í Reykjavík, þetta er karlkyns gári og er hann grænn að lit. Upplýs- ingar í síma 866 1185. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 skjálfa, 4 ber að, 7 kjána, 8 úrkomu, 9 for, 11 einkenni, 13 gras- flötur, 14 snupra, 15 óm- júk, 17 stöð, 20 reykja, 22 reiði, 23 blæs kalt, 24 ve- sæll, 25 skynfærið. LÓÐRÉTT 1 orða, 2 doka við, 3 kvenfugl, 4 urgur, 5 snjó- koma, 6 hroki, 10 sælu, 12 land, 13 hryggur, 15 aftra, 16 tölum um, 18 erfið, 19 mergðin, 20 hugarburður, 21 kasta mæðinni. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 strekking, 8 föggur, 9 náðug, 10 ann, 11 skarn, 13 aurar, 15 stund, 18 saggi, 21 ónn, 22 nánös, 23 æfing, 24 brandarar. Lóðrétt: 2 tugga, 3 ekran, 4 kenna, 5 níðir, 6 afls, 7 Æg- ir, 12 Rán, 14 una, 15 senn, 16 unnur, 17 dósin, 18 snæða, 19 gripa, 20 Inga. Krossgáta  Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.