Morgunblaðið - 11.06.2004, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 11.06.2004, Qupperneq 52
ÍÞRÓTTIR 52 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Golfvöllurinn er nú kominn í sumarbúning. Þetta er mjög góður 9 holu völlur og er staðsettur ofan Hveragerðis. Golfskálinn er opinn virka daga kl. 13 til 21 og kl. 10 til 21 um helgar. Ýmis tilboð í gangi, verið velkomin. Golfklúbbur Hveragerðis Gufudal auglýsir: 99 krónur skilaboðin. PATRICK Kluivert, framherji hol- lenska landsliðsins í knattspyrnu, á möguleika á að komast í efsta sæti yfir markahæstu leikmenn úr- slitakeppni Evrópumótsins frá upp- hafi. Kluivert hefur skorað sex mörk fyrir Hollendinga í tveimur úrslitakeppnum EM en markahæst- ur er Frakkinn Michel Platini með níu mörk sem hann skoraði öll á Evrópumótinu 1984 þegar Frakkar urðu Evrópumeistarar á heima- velli. Platini skoraði mörkin níu í fimm leikjum en átta lið léku til úr- slita á EM en eru 16 í dag. Kluivert varð markakóngur á EM í Hollandi og Belgíu fyrir fjór- um árum með fimm mörk og hann skoraði eitt mark í keppninni á Englandi 1996. Takist honum að skora í keppninni í Portúgal verður hann annar knattspyrnumaðurinn í sögu Evrópukeppninnar sem tekst að komast á blað á þremur mótum en Þjóðverjinn Jürgen Klinsmann er sá eini sem afrekað hefur það. Tekst Kluivert að komast upp fyrir Michel Platini? Ég ber mikla virðingu fyrir enskaliðinu og ég veit betur en margir aðrir að það hefur vel burði til að vinna keppnina,“ segir Henry, sem fór heldur betur á kostum með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á nýafstaðinni leiktíð, skoraði 30 mörk og var útnefndur knattspyrnumaður ársins á Englandi annað árið í röð. „Englendingar komust í loka- keppni HM með því að gjörsigra Þjóðverja, 5:1, og þeir gerðu marka- laust jafntefli við Tyrki á útivelli sem tryggði þeim þátttökuréttinn á EM. Þetta segir töluvert um styrk enska landsliðsins. Ensku leikmenn- irnir leika svo sannarlega með hjartanu og ég hef lært það á veru minni hjá Arsenal að enskir leik- menn leggja sig 100% fram í hverj- um leik. Hvort sem þeir eru takt- ískir eða ekki þá gefa þeir ávallt allt í leikinn og ég virði leikmenn sem gera það frekar en þá sem aðeins tala um hlutina en framkvæma þá síður,“ segir Henry sem kemur örugglega til með að hrella varn- armenn Englendinga í leiknum á sunnudaginn. Henry segir að enska liðið sé afar góð liðsheild og innkoma Frank Lampards í byrjunarliðið geri ekk- ert annað en að efla það. „Lampard átti hreint frábært tímabil með Chelsea og ég kaus hann leikmann ársins.“ Michael Owen, kollegi Thierry Henry í liði Englendinga, lét hafa eftir sér í vikunni að Henry væri besti framherjinn í heiminum og þegar þessi ummæli voru hermd upp á Henry var hann hógværðin uppmáluð og fór lofsamlegum orð- um um Owen. „Ég hef dáðst að því sem hann hefur gert því ég get ekki gert sömu hluti og hann gerir. Ég get til að mynda ekki beðið í vítateignum eftir boltanum eins og hann á til að gera. Ég þarf sífellt að vera á hreyfingu og best líður mér að hafa boltann. Jafnvel þótt mér takist að skora þá líður mér ekki vel nema ég hafi spil- að vel,“ segir Henry. Þrátt fyrir Henry sé bjartsýnn fyrir hönd Englendinga í keppninni þá telur hann sitt lið vera það sig- urstranglegasta. „Það er ekkert hægt að fela það. Við erum kandítatar enda með mjög öflugt lið,“ segir Henry en hann og félagar hans í franska liðinu eru ekki búnir að gleyma úrslitakeppni HM fyrir tveimur árum í Japan og S-Kóreu þegar þeir fóru með skott- ið á milli lappanna, töpuðu öllum þremur leikjum sínum og skoruðu ekki mark. Reuters Tveir af helstu köppum franska landsliðsins, Thierry Henry og Zinedine Zidane, teygja eftir æf- ingu franska landsliðsins í vikunni. Englendingar geta unnið EM FRANSKI framherjinn Thierry Henry segir að enska landsliðið sé nægilega sterkt til að fara alla leið á Evrópumótinu í knattspyrnu en Evrópumeistarar Frakka hefja titilvörn sína í leik gegn Englend- ingum í Lissabon á sunnudagskvöld.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.