Morgunblaðið - 11.06.2004, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 11.06.2004, Qupperneq 53
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2004 53 LETTAR, sem svo óvænt tryggðu sér keppnisréttinn á Evrópumótinu í knattspyrnu í Portúgal, koma til með að fá öflugan stuðning á mótinu. Rúmlega 3.000 stuðnings- menn lettneska landsliðsins ætla að styðja við bakið á sínum mönnum í Portúgal en íbúafjöldi þessa fyrrum Sovétlýðveldis er 2,4 milljónir. Lettar öðluðust sjálfstæði árið 1991 og er þetta fyrsta stórmótið sem þeir leika á en þeir unnu sér keppnisréttinn með því að slá út Tyrki, silfurliðið frá því á HM fyrir tveimur árum, í umspili um sæti á EM. Lettar leika í D-riðli á Evr- ópumótinu ásamt Þjóðverjum, Tékkum og Hollendingum. Þrjú þúsund Lettar á EM PORTÚGAL, England og Grikkland eru einulöndin á EM í Portúgal sem hafa erlenda þjálf- ara. Ekkert lið sem þjálfað er af útlendingi hefur unnið EM, eða heimsmeistarakeppnina ef út í það er farið og því gæti svo farið að einn þessara þjálfara mundi skrá nöfn sín í sögu- bækurnar. Brasilíumaðurinn Luiz Felipe Scolari, sem þjálfar Portúgal, leiddi Brasilíu til sigurs á HM fyrir tveimur árum en reynir nú að leiða heimamenn til sigurs. Svíinn Sven-Göran Er- iksson þjálfar lið Englendinga og Þjóðverjinn Otto Rehhagel þjálfar lið Grikklands en þeir eru fáir sem spá því að Rehhagel verði sá mað- ur sem verði fyrstur útlendinga til að vinna stórmót í knattspyrnu. Aftur á móti eru taldar góðar líkur á að Portúgalar eða Englendingar muni gera tilkall til sigurs í keppninni. Scolari gæti verið sá maður sem tæki Portú- gala skrefi lengra en í síðustu keppni, en þá töpuðu þeir fyrir Frökkum í undanúrslitum. Fari svo að Eriksson takist ætlunarverk sitt með enska liðið yrði það athyglisvert í ljósi ár- angurs Englendingsins George Raynor sem leiddi Svíþjóð í úrslitaleik HM árið 1958. Þrátt fyrir að Svíþjóð hafi beðið ósigur fyrir Brasilíu í þeim leik er Raynor sigursælasti erlendi landsliðsþjálfarinn. Hollendingurinn Guus Hiddink var nálægt því að jafna met Raynors þegar hann þjálfaði lið Suður-Kóreu á HM 2002 en liðið komst undir hans stjórn í undan- úrslit. Margir aðrir þjálfarar hafa reynt og mistek- ist. Helsta dæmið um slíkt er Serbinn Bora Mi- lutinovic sem þjálfað hefur fimm landslið á fimm síðustu heimsmeistaramótum. Hann þjálf- aði Mexíkó 1986, Kosta Ríka 1990, Bandaríkin 1994, Nígeríu 1998 og Kína 2002. Þrátt fyrir að hafa aldrei náð lengra en í fjórðungsúrslit, með Mexíkó, hafði hann náð góðum árangri allt þar til Kína beið afhroð í síðastu heims- meistarakeppni. Enginn útlendingur hefur unnið stórmót Reuters Brasilíumaðurinn Luiz Felipe Scolari, þjálfari portúgalska landsliðsins. Markverðir: 1-Ricardo Pereira (Sporting) 12-Quim Silva (Braga) 22-Jose Moreira (Benfica). Varnarmenn: 13-Miguel Monteiro (Benfica) 4-Jorge Andrade (Deportivo) 5-Fernando Couto (Lazio) 15-Beto Severo (Sporting) 3-Rui Jorge (Sporting) 14-Nuno Valente (Porto) 2-Paulo Ferreira (Porto) 16-Ricardo Carvalho (Porto) Miðjumenn: 10-Rui Costa (AC Milan) 7-Luis Figo (Real Madrid) 8-Armando Petit (Benfica) 6-Francisco Costinha (Porto) 20-Deco Souza (Porto) 19-Tiago Mendes (Benfica) 18-Maniche Ribeiro (Porto) Sóknarmenn: 11-Simao Sabrosa (Benfica) 9-Pauleta (Paris St Germain) 17-Cristiano Ronaldo (Man. Utd) 21-Nuno Gomes (Benfica) 23-Helder Postiga (Tottenham) Portúgal Markverðir: 1-Antonis Nikopolidis (Panathinaikos) 12-Kostas Chalkias (Panathinaikos) 13- Theof. Katergiannakis (Olympiakos) Varnarmenn: 5-Traianos Dellas (Roma) 18-Yannis Goumas (Panathinaikos) 2-Yourkas Seitaridis (Panathinaikos) 14-Takis Fyssas (Benfica) 4-Nikos Dabizas (Leicester City) 3-Stelios Venetidis (Olympiakos) 19-Michalis Kapsis (AEK Aþena) Miðjumenn: 21-Costas Katsouranis (AEK Aþena) 6-Angelos Basinas (Panathinaikos) 7-Theodoros Zagorakis (AEK Aþena) 16-Pantelis Kafes (Olympiakos) 23-Vassilis Lakis (AEK Aþena) 10-Vassilis Tsartas (AEK Aþena) 17-Giorgios Georgiadis (Olympiakos) 8-Stelios Giannakopoulos (Bolton) 20-Giorgos Karagounis (Inter Milan) Sóknarmenn: 22-Dimit. Papadopoulos (Panathinaikos) 15-Zisis Vryzas (Fiorentina) 9-Angelos Haristeas (Werder Bremen) 11-Demis Nikolaidis (Atletico Madrid) Grikkland Markverðir: 23-Iker Casillas (Real Madrid) 1-Santiago Canizares (Valencia) 13-Daniel Aranzubia (Athletic Bilbao) Varnarmenn: 5-Carles Puyol (Barcelona) 6-Ivan Helguera (Real Madrid) 3-Carlos Marchena (Valencia) 2-Joan Capdevila (Deportivo) 12 Garcia Gabri (Barcelona) 15-Raúl Bravo (Real Madrid) 18-Cesar Martín (Deportivo Coruna) 22-Gutiérrez Juanito (Betis) Miðjumenn: 21-Juan Carlos Valeron (Deportivo) 16-Xabi Alonso (Real Sociedad) 8-Ruben Baraja (Valencia) 14-Vicente Rodríguez (Valencia) 4-David Albelda (Valencia) 19-Sánchez Joaquín (Real Betis) 20-Xavi Hernández (Barcelona) Sóknarmenn: 7-RaúlGonzález (Real Madrid) 11-Albert Luque (Deportivo) 9-Fernando Torres (Atletico Madrid) 10-Fernando Morientes (Mónakó) 17-Joseba Etxeberria (Athletic Bilbao) Spánn Markverðir: 1-Sergei Ovhinnikov (Lokomotiv Moskva) 12-Vyacheslav Malafeyev (St.Pétursborg) 23-Igor Akinfeyev (CSKA Moskva) Varnarmenn: 16-Vadim Yevseyev (Lokomotiv Moskva) 17-Dmitry Sennikov (Lokomotiv Moskva) 13-Roman Sharonov (Kazan) 21-Alexei Bugayev (Torpedo Moskva) 14-Alexander Anyukov (Samara) Miðjumenn: 4-Alexei Smertin (Portsmouth) 19-Vladimir Bystrov (St.Pétursborg) 2-Vladislav Radimov (St.Pétursborg) 20-Dmitry Loskov, (Lokomotiv Moskva) 7-Marat Izmailov (Lokomotiv Moskva) 5-Andrei Karyaka (Samara) 8-Rolan Gusev (CSKA Moskva) 22-Evgeny Aldonin (CSKA Moskva) 6-Igor Semshov (Torpedo Moskva) 10-Alexander Mostovoi (Celta Vigo) 15-Dmitry Alenichev (FC Porto) Sóknarmenn: 9-Dmitry Bulykin (Dynamo Moskva) 3-Dmitry Sychev (Lokomotiv Moskva) 11-Alexander Kerzhakov (St.Pétursborg) 18-Dmitry Kirichenko (CSKA Moskva) Rússland  ÍTALSKI dómarinn skrautlegi Pierluigi Collina mun dæma opn- unarleik EM milli Portúgals og Grikklands. Collina, sem er 44 ára fjármálaráðgjafi frá Bologna, er alls ekki óvanur að dæma stórleiki en hann dæmdi meðal annars úrslita- leik HM árið 2002, úrslitaleik Meist- arakeppni Evrópu 1999 og úrslita- leik Evrópukeppni félagsliða í maí síðastliðnum.  COLLINA segist vera mjög spenntur fyrir leiknum. „Ég er mjög ánægður. Þetta er í fyrsta sinn sem ég dæmi opnunarleik á stór- móti. Opnunarleikirnir eru mjög sérstakir,“ sagði Collina. Þjóðverj- inn Markus Merk mun dæma stór- leik Englands og Frakklands.  LUIS Figo hefur sagt að hann muni að öllum líkindum hætta að leika með portúgalska landsliðinu eftir EM í Portúgal. Figo, sem er 34 ára, segir að hann vilji gefa yngri leikmönnum tækifæri og að hann sjáifram á að vera ekki valinn sjálf- krafa í landsliðið eins og verið hef- ur.  LEDLEY King mun að öllum lík- indum spila við hlið Sol Campbell í vörninni þegar Englendingar mæta Frökkum á sunnudag. John Terry er meiddur og kemur í ljós í dag hvort hann verður orðinn leikfær, ef ekki mun King taka stöðu hans. Upphaflega var talið að Jamie Carr- agher myndi taka stöðu Terry en Sven-Göran Eriksson virðist ætla að treysta á King sem leikur í mið- varðarstöðunni hjá Tottenham.  LANDSLIÐ Grikklands hefur orðið fyrir töluverðum skakkaföllum sökum meiðsla. Aðalframherji liðs- ins Demis Nikolaidis er að stíga upp úr meiðslum en markmaðurinn Ant- onis Nikopolidis, varnarmaðurinn Traianos Dellas og miðjumaðurinn Vassilis Lakis eru allir meiddir. Otto Rehhagel, þjálfari gríska landsliðsins, er þó bjartsýnn á að þeir verði orðnir klárir í slaginn á laugardag þegar Grikkland mætir Portúgal í opnunarleik mótsins.  JEAN-Alain Boumsong, varnar- maður Frakklands og Auxerre, seg- ir að vörn Englendinga sé ekki slök. „Sumir segja að varnarleikur Eng- lendinga sé veikleikamerki en ég er ekki sammála því. Þeir eiga góða menn í öllum stöðum en þó hefur England ekki átt úrvalsmarkvörð í töluverðan tíma,“ sagði Boumsong en hann mun leika með Glasgow Rangers á næstu leiktíð.  ALAN Shearer hjá Newcastle hefur vísað þeim sögusögnum á bug að hann sé á leiðinni til Genoa á Ítalíu. „Ég á aðeins átta ár eftir sem knattspyrnumaður og mitt eina markmið er að hjálpa Newcastle við að vinna titla, í þakklætisskyni við aðdáendur liðsins sem eru þeir bestu í heiminum,“ sagði Shearer. FÓLK Francesco er leikmaður sem mungera gæfumuninn,“ sagði Trap- attoni eftir fyrstu æfingu ítalska liðs- ins í Portúgal. „Ef þú lítur á ítalska liðið undanfarin ár þá er enginn sem jafnast á við hann. Hann er eins og Platini þegar Frakkar sigruðu EM 1984. Totti er einn af þeim leikmönn- um sem ráða úrslitum leikja. Hvert einasta lið í Evrópu hefur leikmann sem er ómissandi fyrir lið sitt. Zidane hjá Frökkum, Beckham hjá Englend- ingum og Rui Costa hjá Portúgölum. Hjá Ítölum liggur ábyrgðin á herðum Totti. Það er enginn eins og hann hér í Portúgal,“ sagði Trapattoni sem spáir því að hann eigi eftir að skyggja á Zinedane Zidane. „Frakkar eru bundnir vð fæturna á Zidane, en Francesco er fjölhæfari en Frakkinn. Enginn þjálfari hefur leikmann eins og Totti innan sinna raða. Andstæð- ingar okkar munu reyna að finna leið- ir til að stöðva hann en hann fellur djúpt aftur og finnur svæði auk þess sem hann finnur alltaf framherjana okkar,“ segir þessi litríki þjálfari. Totti hefur fullan stuðning þjálfara síns en hann á þó enn eftir að sýna sig og sanna með ítalska landsliðinu og hefur hann leikið langt undir getu á síðustu tveimur stórmótum, einkum þegar kemur að markaskorun. Hann skoraði aðeins tvö mörk á EM 2000 þar sem Ítalía tapaði í úrslitaleik gegn Frakklandi auk þess sem hann skor- aði ekki eitt einasta mark á HM í Jap- an og Suður-Kóreu árið 2002. Á síð- asta tímabili hjá Róma skoraði hann 20 mörk, sem er það mesta sem hann hefur skorað í eftstu deild á Ítalíu, og því er kappinn til alls líklegur í Portú- gal. En þessi ummæli Trapattonis hafa fallið í grýttan jarðveg hjá mörgum af leikmönnum ítalska liðsins og er Alessandro Del Piero sagður vera einn þeirra. Hann átti að hafa haft eft- ir sér að hann væri jafngóður leik- maður og Totti þrátt fyrir að hafa átt slakt tímabil með Juventus. Totti var þó fljótur að gera lítð úr hrósi þjálf- arans og sagði að hópurinn væri sam- heldinn og yrði Evrópumeistari í fyrsta sinn síðan 1968. „Ég er upp með mér vegna ummæla Trapattonis, en ég held að það séu margir aðrir leikmenn sem skipta miklu máli. Við erum sterkur hópur og við viljum allir vinna. Enginn leikmaður getur unnið leik upp á eigin spýtur. Hver leikmað- ur hefur ákveðnu hlutverki að gegna og ef allir vinna sína vinnu getum við farið alla leið,“ sagði Totti. Fyrsti leikur Ítalíu er á mánudag- inn þegar liðið mætir Dönum. Reuters Giovanni Trapattoni, landsliðsþjálfari Ítala, bindur miklar vonir við framherjann snjalla, Francesco Totti. Enginn sem jafnast á við Totti GIOVANNI Trapattoni, þjálfari ítalska landsliðsins, er sannfærður um að Francesco Totti muni veita Ítölum jafnmikinn innblástur og Michel Platini veitti Frökkum fyrir 20 árum. Platini leiddi Frakka, nánast einn síns liðs, til sigurs á EM árið 1984 þar sem hann skor- aði níu mörk og það síðast í 2:0 sigri Frakka á Spánverjum í úrslita- leiknum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.