Morgunblaðið - 11.06.2004, Síða 56
FÓLK Í FRÉTTUM
56 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÞEGAR fréttist um lát Bents Jædigs
streymdu djassleikarar á spilastaði
Kaupmannahafnar til að spila og
skála í minningu meistarans.
Banamein hans var lifrarkrabbi.
Fáir djassleikarar settu jafnmikinn
svip á djasslíf borgarinnar og á
Kaupmannahafnardjasshátíðinni lék
hann oft á tugum tónleika.
Eldsál í djassinum
Það er mikill missir að Bent Jæ-
dig, ekki aðeins fyrir fjölskyldu, vini
og dansk djasslíf – heldur gjörvallan
djassheiminn. Þótt Niels-Henning,
Palle Mikkelborg og Svend Asmus-
sen hafi kannski verið þekktari er-
lendis, var enginn norrænn djass-
leikari í jafnmiklu uppáhaldi hjá
kollegum sínum um víða veröld. Það
var næstum sama við hverja, sem
kunnu að spila bíbopp, þú nefndir
nafn Bents. Andlitin ljómuðu. Bent
var einn af fremstu bíbopp-tenórsax-
istum Evrópu og óefað fremstur
allra Dana í þeirri tónlist. Tónn hans
var voldugur, kraftmikill og tær og
hugmyndaflugið frjótt. Ég kynntist
Bent haustið 1973 og hélst vinátta
okkar alla tíð. Hlustaði ég á hann á
óteljandi tónleikum; seinast með Ted
Curson í Kaupmannahöfn 2. júní árið
2000, en kvöldið áður hafði hann
ásamt dönskum og íslenskum djass-
leikurum djammað í sextugsafmæli
Tryggva Ólafssonar málara á Amag-
er, þar sem Bent bjó lengstum. Mér
er minnisstætt hversu samleikur
þeirra Teds var magnaður þótt lítt
hafi verið æft fyrir tónleikana – þeir
töluðu sama tónamál. Stundum
ræddum við Bent saman í síma –
beinskeytt samtöl og stutt og minn-
isstætt er mér er hann hringdi eitt
sinn og sagði eftir að hafa heilsað:
„Ég á að spila með Art Farmer í
kvöld.“ Síðan var kvatt. Ekki var síð-
ur eftirminnilegt að eyða stund með
honum og vinkonu hans Tove En-
voldsen. Þar fóru saman tvær eldsál-
ir í djassinum.
Lærisveinn Gunnars Ormslevs
Þeir voru óteljandi bandarísku
djassmeistararnir sem gistu Kaup-
mannahöfn og léku með Bent Jædig,
en þar bjó hann lengstum utan á ár-
unum 1957 til 1969 er hann dvaldi
mestmegnis í Þýskalandi; lék þar í
stórsveitum og með sólistum á borð
við Albert Mangelsdorff og Chet
Baker. Hann lærði á klarínett frá 13
ára aldri, en er hann var í sjóhernum
og skip hans lá í Reykjavíkurhöfn
kynntist hann Gunnari Ormslev sem
kenndi honum undirstöðuatriðin í
tenórsaxófónleik, eftir það var siglt
til Englands þar sem Tubby Hayse
bætti í sjóðinn; annars var Bent
sjálflærður á hljóðfærið, en flautu-
leik nam hann á konservatoríinu í
Mannheim. Í Danaveldi lék Bent
með Radioens Big Band, Ernie Wilk-
ins Almost Big Band og stjórnaði
kvintett með Richard Boone svo eitt-
hvað sé nefnt. Síðustu þrjátíu árin
hefur hann þó jafnan leikið með eigin
kvartettum og tríóum með mönnum
á borð við Ben Beisakow, Jesper
Lundgaard, Bjarne Roswold og Ole
Strenberg og má heyra það á plöt-
unum Sizzlin’, The Red Lighting og
Bent The Sailor. Auk þess lék Bent á
fjölda platna með ýmsum djasssveit-
um að ógleymdri plötu hans og Rich-
ard Boone: Make Someone Happy. Á
síðustu árum hafa fremstu ungdjass-
arar Dana s.s. Kersten Osgood og
Jonas Westergaard leikið með hon-
um. ,,De helt unge var vilde med at
spille med ham!“ skrifaði Mette
Fanø hjá Danska djasssambandinu
mér er hún tilkynnti andlát Bents.
Bent Jædig lék hér fyrst, utan
með Ormslev í gamla daga, á Nor-
rænum útvarpsdjassdögum 1990.
Hann kom aftur og blés með Jesper
Thilo á RúRek djasshátíðinni 1995,
bæði með Stórsveit Reykjavíkur í
Ráðhúsinu og Eyþóri Gunnarssyni,
Tómasi R. Einarssyni og Einari Vali
Scheving í Þjóðleikhúskjallaranum.
Í sömu ferð hélt Jazzvakning upp á
tuttugu ára afmæli sitt á Ömmu Lú
og var þá Boone/Jædig-kvintettinn
endurvakinn. Richard, sem þá hafði
alfarið snúið sér að söngnum og var
hættur að blása í básúnu vegna
lungnasjúkdóms, tók hornið með til
landsins og blés nokkur lög í tilefni
dagsins. Voru þessir tónleikar mikil
upplifun. Bent heimsótti Ísland í síð-
asta skipti 1998 er Jazzvakning
minntist þess að sjötíu ár voru liðin
frá fæðingu Gunnar Ormslevs. Var
hann glaður að fá tækifæri til að
heiðra minningu æskufélaga síns og
lærimeistara.
Turnar Kaupmannahafnar verða
ekki umluktir sömu sveiflu á
djasshátíðinni í júlí eftir að Bent Jæ-
dig er allur. Það verður aldrei eins
fyrir okkur, sem þekktum hann, að
koma til borgarinnar. Einn af helstu
töframönnum hennar er horfinn – en
tónlist hans lifir svo lengi sem jarð-
arbúar hlusta á djasshljóðritanir.
Bíbopp-meistari Dana allur
Tenórsaxófónleikarinn
Bent Jædig lést í Kaup-
mannahöfn aðfaranótt
9. júní á sextugasta og
níunda aldursári. Hann
kom þrisvar til Íslands
til tónleikahalds auk
þess sem hann dvaldi
um tíma í Reykjavík
ungur maður. Hér á eft-
ir minnist Vernharður
Linnet Bents Jædigs.
Bent Jædig blæs í saxinn í Þjóðleik-
húskjallaranum 1995.
ÞEGAR ráðist er til atlögu við
hefð á borð við þá sem sígildar „slap-
stick“-gamanmyndir 4. og 5. áratug-
arins á borð við My Girl Friday, The
Piladelphia Story og Adam’s Rib
skilja eftir sig, er eins gott að gera
það vel og hafa eitthvað frumlegt til
málanna að leggja. Annars er nefni-
lega hætt við að viðbótin detti dauð
niður í samanburði við snjallar fyr-
irmyndirnar. Gamanmyndin Lögmál
hrifningar sækir bæði uppbyggingu
og innblástur til þessara gömlu góðu
gamanmynda, sem skörtuðu stjörn-
um á borð við Cary Grant, Katharine
Hepburn og Spencer Tracy, og
gengu fyrir snjöllum samtölum,
beittum húmor, ódrepandi sam-
keppnisanda og gagnkvæmu að-
dráttarafli tveggja ómótstæðilegra
fulltrúa kynjanna.
Lögmál hrifningar segir einmitt
frá tveimur þrjóskum sjarmörum,
skilnaðarlögfræðingunum Audrey
og Daniel, sem teljast meðal þeirra
færustu í faginu. Leiðir þeirra liggja
fyrst saman í réttarsalnum, þar sem
Daniel vinnur skilnaðarmál fyrir
hönd skjólstæðings síns með því að
beita einkar rætnum mælskubrögð-
um gegn Audrey og hennar skjól-
stæðingi. Lögfræðingarnir missa sig
brátt úti nokkurs konar keppni um
hvor sé betri skilnaðarlögfræðingur,
og fer gagnkvæm aðdáun þeirra og
andúð hraðvaxandi eftir því sem
hitnar í kolunum.
Það er ekki erfitt að sjá hvað leik-
stjórinn Peter Howitt er að reyna að
gera með þessa gamanmynd, og að
sama skapi jafnaugljóst hvað grein-
lega vantar upp á að það takist nógu
vel. Persónurnar eru vandlega út-
skornar, sem sagt algjörar andstæð-
ur og kómískar á sinn ólíka sérvitr-
ingslega máta, en fyrir vikið kemur
ekkert í skapgerð þeirra á óvart, og
ástarrómansinn verður þvingaður og
sjálfstýrður. Þau Julianne Moore og
Pierce Brosnan hafa reyndar bæði
sjarma sem til þarf í hlutverkin, en
það dugar ekki til. Moore tekst að
fanga athygli áhorfandans út í gegn-
um myndina, en rokkar fram og aft-
ur milli tjáningarríks gamanleiks og
tilgerðarlegs ofleiks. Brosnan er
heldur enginn Cary Grant, sem er
reyndar óraunhæf krafa, en greini-
lega sú fyrirmynd sem reynt er að
sækja til í myndinni. Til þess að per-
sóna hans gangi upp og hafi forsend-
ur til að ganga í augun á hinni
heillandi Audrey, þarf leikarinn að
ná vandmeðförnu stigi hins ómót-
stæðilega óþolandi karlmanns, en
það tekst Brosnan ekki, þótt hann
fari nálægt því á stundum.
Ef til vill er þó miðlungsgóðu
handritinu um að kenna að hvorki
kómedían né ástarsagan komast á al-
mennilegt flug. Sagan á tvímæla-
laust sína fyndnu og krúttlegu kafla,
en það er eitthvert tómahljóð í tunn-
unni sem skyggir á skemmtunina.
Ástarsaga með
tómahljóði
KVIKMYNDIR
Laugarásbíó, Kringlubíó
og Borgarbíó Akureyri
Leikstjórn: Peter Howitt. Handrit: Aline
Brosh McKenna, Robert Harling. Aðal-
hlutverk: Pierce Brosnan, Julianne
Moore, Parker Posey, Michael Sheen.
Lengd: 87 mín. Bandaríkin, Þýskaland.
New Line Cinema, 2004.
Laws of Attraction / Lögmál hrifningar
Rómantík í réttarsalnum: Julianne Moore og Pierce Brosnan í Lögmáli
hrifningar.
Heiða Jóhannsdóttir
Fréttir á SMS
DILBERT
mbl.is
NÝTT: Miðasala á netinu
www.borgarleikhus.is
Stóra svið Nýja svið og Litla svið
DON KÍKÓTI eftir Miguel de Cervantes
Su 13/6 kl 20
SÍÐASTA SÝNING Í VOR
CHICAGO eftir J. Kander, F. Ebb og B. Fosse
Lau 12/6 kl 20,
Lau 19/6 kl 20
SÍÐUSTU SÝNINGAR Í VOR
BELGÍSKA KONGÓ eftir Braga Ólafsson
Su 13/6 kl 20
SÍÐASTA SÝNING
RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare
í samstarfi við VESTURPORT
Í kvöld kl 20 - UPPSELT
Lau 12/6 kl 15 - UPPSELT
Lau 12/6 kl 20- UPPSELT
SÍÐUSTU SÝNINGAR
TANZ THEATER HEUTE - LJÓSMYNDASÝNING
í samvinnu við Goethe Zentrum - Í FORSAL
Miðasala: 568 8000
Nýr opnunartími: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00 - 18:00
miðviku-, fimmtu- og föstudaga: 10:00 - 20:00
laugardaga og sunnudaga: 12:00 - 20:00
www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is
Fim. 24. júní FRUMSÝNING kl. 19.30 - UPPSELT
Fös. 25. júní Sýning nr. 2 kl. 19.30 - UPPSELT
Mið. 30. júní Sýning nr. 3 kl. 19.30 - ÖRFÁ SÆTI
Fim. 1. júlí Sýning nr. 4 kl. 10.30 - FÁ SÆTI
Fös. 2. júlí Sýning nr. 5 kl. 19.30 - LAUS SÆTI
Sun. 4. júlí Sýning nr. 6 kl. 17.00 - LAUS SÆTI
Lau. 10. júlí Sýning nr. 7 kl. 16.30 - LAUS SÆTI
Lau 10. júlí Sýning nr. 8 kl. 19.30 - FÁ SÆTI
í sumarsveiflu í kvöld
Leikhúsgestir munið spennandi matseðil, s. 568 0878
Hljómsveit Geirmundar V.