Morgunblaðið - 13.06.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.06.2004, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Á standið í hafinu í kringum Ísland hefur tekið mikl- um breytingum á undanförnum ár- um með tilheyr- andi afleiðingum fyrir lífríkið og fiskistofnana. Hækkandi sjávarhiti er m.a. ástæða þess að þorskurinn braggast ekki sem skyldi og þar af leiðandi verður þorskkvótinn minni, samkvæmt tillögum Haf- rannsóknastofnunarinnar sem kynntar voru fyrir skömmu. En ástandið í hafinu í kringum landið í dag er þó ekkert einsdæmi en nýt- ing auðlindanna hefur aftur á móti breyst mjög allra síðustu áratugina og því kunna breytt umhverfisskil- yrði að koma fram með öðrum hætti en áður. Ástand sjávar við Ísland ræðst af breytingum á hlutfallslegum styrk straumkerfanna sem fara hjá landinu, s.s. Golfstraumsins, Irm- ingerstraumsins, Austur-Íslands- straumsins o.fl. straumkerfa. Þegar sjórinn hlýnar hér við land er það fyrir tilstilli sterkari strauma. Þannig berst nú meira af hlýjum og selturíkari Atlantssjó norður og austur fyrir landið en gert hefur frá árinu 1997. Ekki er vitað með vissu hvað veldur breytingum á straumum en sumir telja að hlýnun á heimsvísu (e. global warming) hafi áhrif á straumkerfi hafanna. En sveiflur í veðurfari eru þekktar á norður- hveli jarðar. Eftir hlýskeið á ár- unum eftir 1920 til 1964 skall á kuldaskeið sem varði fram yfir 1970. Árferði hefur síðan batnað en engu að síður verið fremur breyti- legt frá ári til árs en ýmis einkenni hlýskeiðs hafa komið fram á síð- ustu 5–6 árum. Þannig hefur hita- stig sjávar fyrir norðan og vestan land hækkað um 3–5 gráður frá árinu 1997. Á hlýskeiðinu sem hófst á 3. áratug síðustu aldar varð hlýrra og hitastig sjávar hinsvegar jafnvel hærra en nú er og þá var hugtakið hlýnun á heimsvísu ekki til. Hlýrri sjór er næringarríkari Fræðimenn telja að seltumagn sé betri mælikvarði á ástand sjávar en hitastig, þar sem seltan er ekki eins háð árstíðum og hitastig. Það er hinsvegar mikil fylgni milli seltumagns sjávar og hitastigs hans. Hlýr og selturíkur sjór er talinn efla lífríki sjávar, hann er næringarríkari og í honum dafna betur þörungar sem lífkeðjan í haf- inu byggist á; dýrasvif lifir á þör- ungunum, loðnan á dýrasvifinu, þorskurinn á loðnunni o.s.frv. Því má segja að þegar meira er af hlýj- um og selturíkari sjó verði lífsskil- yrðin í hafinu betri, frumframleiðni og dýrasvif eykst og þannig vex al- mennt burðargeta fiskimiðanna og þar af leiðandi útbreiðsla og af- rakstur flestra nytjastofna. Á þessu eru þó undantekningar eins og sjá má á hruni hörpudisk- stofnsins í Breiðafirði sem rakið er til sýkingar og dauðsfalla sem aft- ur kann að tengjast háu hitastigi sjávar. En almennt segja fræðin að flestar fisktegundir uni sér betur í hlýrri sjó og þá verður framleiðni þeirra meiri. Fiskifræðingar hafa enda greint meiri framleiðni í haf- inu við landið síðustu árin. Sterkari seiðavísitölur í þorski hafa verið mældar frá árinu 1997 en nokkru sinni fyrr eða um það leyti sem bera fór á hlýrri sjó við landið. Með sterkari straumum berst einn- ig meira af seiðum á uppvaxtar- stöðvar fyrir norðan landið og í hlýrri sjó vaxa seiðin hraðar, vit- anlega að því gefnu að þau fái nóg að éta. Það hefur m.a. verið sýnt fram á það í fiskeldi að hærra hita- stig hraðar efnaskiptum í fiski, þ.e.a.s. ef fiskurinn fær nóg að éta. Sjávarhitabreytingar geta haft töluverð áhrif á útbreiðslumörk einstaka fiskistofna og göngur þeirra. Hækkandi hitastig í hafinu fyrir norðan landið virðist hafa breytt mjög hegðun loðnustofnsins, hún virðist hopa undan hlýja sjón- um og halda sig þar sem þorsk- urinn nær ekki til hennar. Þorsk- urinn er afar háður loðnu í fæðu og rannsóknir Hafrannsóknastofnun- arinnar sýna að hlutfall loðnu í magainnihaldi þorsks hefur snar- minnkað. Þó fæða þorsks sé afar fjölbreytt virðist sem hann nái ekki að bæta sér upp loðnuskortinn. Það er því töluvert minna í maga þorsksins á Íslandsmiðum en oft áður. Ýsan unir sér vel En á móti kemur að með hlýrri sjó fyrir norðan og austan land aukast líkur á göngum norsk-ís- lensku síldarinnar á Norður- og Austurmið, enda hafi þá safnast þar meira af rauðátu sem er að- alfæða síldarinnar. Þá hefur út- breiðsla ýsu aukist gríðarlega við landið á undanförnum árum og hún veiðist nú í miklum mæli fyrir Norðurlandi. Ýsan er ekki eins háð loðnu í fæðuvali og þorskur og virðist una sér vel við breytt um- hverfisskilyrði. Sömu sögu er að segja af útbreiðslu tegunda sem alla jafna halda sig á suðlægari miðum, s.s. skötuselur, lýsa og kol- munni, sem nú finnast í meira mæli norðar en áður. Eins hefur á síðustu misserum orðið vart við sjaldgæfar fisktegundir hér við land. Fiskifræðingar segja þó ekki bein tengsl milli hlýrri sjávar og stærðar fiskistofna, það sé með öðrum orðum ekki þar með sagt að þorskstofninn stækki þó að hitastig sjávar við landið hækki. Hins veg- ar má hafa í huga að svipað hita- farsástand ríkti í hafinu við Ísland fyrir árið 1965 en það ár gekk hafís að Norðurlandi og hafði vitanlega áhrif á hitastig sjávarins. Þó að erfitt sé að benda á bein áhrif haf- íssins á lífríkið í hafinu má þó nefna að norsk-íslenska síldin hvarf af Íslandsmiðum um þetta leyti. Eins minnkaði augljóslega framleiðni lífrænna efna í hafinu, einkum fyrir norðan og austan landið. Lífkeðjan nýtt á annan hátt Hitastig sjávar er háð mörgum og flóknum þáttum og því erfitt að spá fyrir um hver þróunin í þess- um efnum verður á allra næstu ár- um. Þó er ekkert í spilunum nú sem bendir til annars en að sú þró- un sem verið hefur síðustu árin haldi áfram, a.m.k. næsta árið. Skilyrðin í sjónum geta þó breyst mjög snöggt og hitastig sjávar snarlækkað nánast í einu vetfangi, líkt og gerðist árið 1965. Í erindi sem Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, flutti á síðasta ári velti hann því fyrir sér hvað muni gerast ef hlýnun síð- ustu ára verður viðvarandi. Það er hinsvegar vandasamt að bera sam- an áhrif hækkandi sjávarhita fyrr og nú. Sagði Jóhann að hafa yrði í huga að nú væru uppi aðrar að- stæður en á hlýskeiði síðustu ald- ar; ástand fiskistofna er annað, veiðitækni er önnur og meiri og líf- keðjan í heild er nýtt með öðrum hætti. Til að mynda voru þá ekki stundaðar loðnuveiðar og veitt hóf- lega úr síldarstofnum, bæði norsk- íslenska og íslenska. Þá voru virki- lega afkastamiklar bolfiskveiðar ekki stundaðar hér við land fyrr en nokkru eftir stríð. Eins má geta að nú eru ekki stundaðar hvalveiðar, líkt og gert var á hlýskeiði síðustu aldar. Jóhann leiddi engu að síður að því líkum að með viðvarandi hlýn- un gætu botnfiskveiðar aukist, sem og síldveiðar. Kolmunnaveiðar myndu að öllum líkundum vaxa en á kostnað loðnuveiða sem aftur hlýtur þá að hafa áhrif á þorsk- veiðarnar. Eins er talið að bæði hörpuskelstofnar og rækjustofnar myndu minnka ef hlýnaði meira. Öngþveiti á Íslands Loðnan er horfin, þorskurinn er svangur, ýsan flæðir yfir allt og skötuselurinn skýtur upp kollinum þar sem síst skyldi. Það ríkir nánast öngþveiti á miðunum í kringum Ísland um þessar mundir, ástandið er allt öðruvísi en menn eiga að venjast. Skilyrðin í hafinu hafa breyst mikið á allra síðustu árum, hitastig sjáv- arins hefur hækkað umtalsvert, einkum fyrir norðan og austan landið, með tilheyrandi af- leiðingum fyrir lífríkið. Helgi Mar Árnason leit- aði skýringa á því hvað í ósköpunum er eig- inlega um að vera.                                  !  "# !   $% &'    $ $ !    ( #  $' ) %     *'+     *'+                &# ", &   -"  hema@mbl.is                  .   ! .   ! /    &# ", &   -" 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.