Morgunblaðið - 13.06.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.06.2004, Blaðsíða 44
SKOÐUN 44 SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÁKVÖRÐUN Ólafs Ragnars Grímssonar, um að synja laga- frumvarpi Alþingis staðfestingar, er for- dæmalaus. Með því að beita fyrir sig 26. gr. stjórnarskrár- innar og neita að skrifa undir sam- þykkt lög frá löggjaf- anum hefur hann breytt aðkomu emb- ættis forseta Íslands að íslenskum stjórn- málum. Af þessum sökum er það sjálf- sagt og eðlilegt að ákvörðun hans og for- sendur hennar séu skoðaðar gaumgæfilega. Þjóðaratkvæðagreiðslur Þegar mál eru borin undir þjóðina er mikilvægt að skýrt liggi fyrir um hvað sé kosið. Um þetta eru flestir sammála. En um hvað verð- ur kosið í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni um fjölmiðlafrumvarpið? Því miður eru menn ekki á einu máli um það. Við skulum grípa niður í skrif Sverris Jak- obssonar, stjórn- armanns VG í Reykjavík og bróður varaformanns Vinstri- grænna, sem birtust á vefritinu múrinn.is: „Ef þjóðin notar þetta einstæða tækifæri til að lemja á puttana á Davíð er ljóst að rík- isstjórn sjálfstæðis- og framsóknarmanna er í miklum vanda. Eðlileg vinnubrögð væru að boða til nýrra þingkosninga, enda er það ekkert annað en van- traustsyfirlýsing ef þvinga þarf ríkisstjórn út í þjóðaratkvæða- greiðslu með þessum hætti og þjóðin hafnar lagafrumvarpi henn- ar.“ Sverrir er ekki eini vinstri- maðurinn sem lítur málið þessum augum. Í huga margra vinstri- manna, sem allajafnan væru fylgj- andi strangri samkeppnislöggjöf, snýst þjóðaratkvæðið ekkert um lög á fjölmiðla. Nei, markmiðið er að ná höggi á Davíð Oddsson for- sætisráðherra og ríkisstjórnina. Af þeim sökum kjósa þeir gegn laga- frumvarpinu, en ekki vegna þess að innihald frumvarpsins angri þá sérstaklega. Aðstaðan er allt önnur þegar mál eru borin undir þjóðaratkvæði af löggjafanum sjálfum því þá blandast ekki sjónarmið, eins og Sverris Jakobssonar, í eins ríkum mæli í málið. Því er heppilegra að þjóðaratkvæðagreiðslur fari fram með þeim hætti, heldur en að for- setinn neiti að staðfesta lög lýð- ræðislega kjörins þjóðþings. Óvissa Ekki liggur fyrir hvað réð ákvörð- un Ólafs. Ljóst er að um mörg mál hefur verið deilt harkalegar heldur en fjölmiðlafrumvarpið (samanber til dæmis árás á Al- þingi í marsmánuði árið 1949). Ekki er heldur ástæðan sú að Ólafur Ragnar telji að lögin kunni að brjóta í bága við stjórn- arskrána. Hann hefur sjálfur lýst því yfir að það sé dómstólanna að meta það. Ekki eru lögin óaft- urkræf í þeim skilningi að ekki sé hægt að breyta þeim eða afnema í framtíðinni rétt eins og öðrum lögum. Hins vegar er það rétt, að samkvæmt skoðanakönnunum var meirihluti fólks andvígur lögunum. Meira að segja mótmæltu vinstri- menn á þingi sem sífellt kalla þó eftir strangari samkeppnislöggjöf og kusu jafnvel gegn því á sínum tíma að einkaréttur ríkisins til út- varpsrekstrar yrði afnuminn! Það voru vissulega margir á móti lög- unum en mun Ólafur þá hér eftir synja öllum þeim lagafrumvörpum sem í skoðanakönnunum mælast með lítinn stuðning kjósenda? Framkvæmd atkvæðagreiðsl- unnar er einnig háð nokkurri óvissu, enda er fáum orðum varið í hana í stjórnarskránni. Óvissa er alltaf slæm þegar kemur að lögum, enda mikilvægur hluti réttarríkisins að lög séu skýr og beiting þeirra fyrirsjáanleg. Þessi krafa um skýrleika er sér- staklega sterk á einstökum svið- um, svo sem á sviði refsiréttar og stjórnskipunar. Það er slæmt að það skuli ekkert liggja fyrir um það hvenær megi eiga von á því að Um slæma ákvörðun Hafsteinn Þór Hauksson skrif- ar um ákvörðun forsetans ’Það er slæmt að þaðskuli ekkert liggja fyrir um það hvenær megi eiga von á því að lögum verði synjað staðfest- ingar í framtíðinni.‘ Hafsteinn Þór Hauksson Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433 Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16 Flott föt fyrir konur á aldrinum 25-90 ára Upplýsingar í síma 552 2028 og 552 2607 www.graennkostur.is Sendum grænmetisrétti til fyrirtækja í hádeginu • Magnafsláttur Til sölu rúmlega 11 hektara landspilda á mjög góðum stað í Ölfusi. Landið er gróið og afgirt. Á rennur meðfram landinu. Mjög stutt í heitt og kalt vatn, svo og rafmagn. Verulega áhugavert land til ýmissa nota. Upplýsingar gefur sölumaður Hóls – bújarðir, Jón Hólm Stefánsson, sími 896 4761. Land í Ölfusi Jörðin er á góðu og eftirsóttu svæði milli Hveragerðis og Selfoss í svonefndu nýbýla- hverfi. Húsakostur jarðarinnar er mikill og býður upp á margvíslega nýtingarmögu- leika, en gripahús eru nú innréttuð sem nýtísku hest- hús. Mjög gott íbúðarhús. Landstærð um 30 hektarar. Hitaveita. Einkasala. Upplýsingar gefur sölumaður Hóls – bújarðir, Jón Hólm Stefánsson, sími 896 4761. Til sölu er jörðin Akurgerði í Ölfusi OPIÐ HÚS SUNNUDAGINN 13. JÚNÍ MILLI KL. 15.00-17.00 Glæsilegt og vandað 170,4 fm einbýlishús á tveimur hæðum, ásamt 39,2 fm innbyggðum bílskúr. 3-4 herbergi og 2 stofur. Hús sem býður uppá mikla möguleika, t.d. að hafa séríbúð á jarðhæð með sérinngangi. Húsið er nánast fullbúið. Glæsilegt hús með góðu útsýni og með golfvöllinn í göngufæri. KRISTINN SÖLUMAÐUR TEKUR Á MÓTI GESTUM. Glæsilegt hús með góðu útsýni og með golfvöllinn í göngufæri. ÓLAFSGEISLI GRAFARHOLTI 533 4300 564 6655 Salómon Jónsson - löggiltur fasteignasali Sími 594 5050 Fax 594 5059 Lynghálsi 4//110 Reykjavík GVENDARGEISLI 12 Opið hús í dag milli kl. 15 og 16 Góðar 4ra herbergja íbúðir í þessu verðlaunahúsi til afhend- ingar nú þegar án gólfefna. Innrétting í eldhúsi og innihurðir spónlagðar úr mahóní. Stæði í bílageymslu fylgir. Útitröppur eru með snjóbræðslulögnum. Aðeins tvær íbúðir eftir. Verð frá 18,3 millj. Verið velkomin. Júlíus tekur á móti ykkur með heitt á könnunni. EINBÝLISHÚS VIÐ HÁUHLÍÐ EÐA HÖRGSHLÍÐ ÓSKAST. Fjársterkur kaupandi óskar eftir 300-400 fm einbýlishúsi, með útsýni, við Háuhlíð eða Hörgshlíð. Afhending þarf ekki að fara fram fyrr en eftir 1-2 ár. Góðar greiðslur í boði. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. EINBÝLISHÚS Í LAUGARÁSNUM EÐA HÆÐARBYGGÐ, GARÐABÆ, ÓSKAST Traustur kaupandi óskar eftir 350-450 fm einbýlishúsi í Laugarásn- um. Hæðarbyggð Garðabæ kemur einnig til greina. Húsið þarf ekki að losna fyrr en eftir eitt til eitt og hálft ár. Góðar greiðslur í boði. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. SNORRABRAUT 56 - ÍBÚÐ ÓSKAST Höfum verið beðin að útvega 2-3ja herb. íbúð í fjölbýlishúsinu við Snorrabraut 56. Staðgreiðsla í boði. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. EINBÝLI Í GARÐABÆ EÐA KÓPAVOGI ÓSKAST Erum með kaupanda að fasteign fyrir allt að 50 milljónir. Skilyrði er að í húsinu séu 4 svefnherbergi og góðar stofur. Húsið þarf að vera í Garðabæ eða í Kópavogi (Lindahverfi). Aðrar staðsetningar koma þó til greina. Góðar greiðslur í boði. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. EIGNIR ÓSKAST Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Bankastræti 3 sími 551 3635 www.stella.is SNYRTIVÖRUR Nýja kremlínan „Golden Caviar“ frá BIODROGA www.thumalina.is Sængurfataverslun, Glæsibæ • Sími 552 0978 Sængur, koddar og dýnuhlífar AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.