Morgunblaðið - 13.06.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.06.2004, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 2004 11 ’Stjórnsýslan má aldrei bregðastþannig við athugasemdum, sem gerð- ar eru við starfshætti hennar, hvort sem það er með réttu eða röngu, að borgararnir fái á tilfinninguna að þeim verði með einhverjum hætti refsað.‘Tryggvi Gunnarssonumboðsmaður Alþingis, segir það valda sér áhyggjum þegar fólk segist ekki geta kvartað, því þá fái það eitthvað í bakið. ’Þetta var okkar leið til að gagnrýnaað fólk gangi kaupum og sölum eins og hver annar neysluvarningur.‘Arnar Gíslason, ráðskona í karlahópi Femínista- félagsins, um uppboð á femínistum í Kolaportinu. ’Ég gekk rólega að honum og kast-aði yfir hann háfnum. Svo hélt ég honum upp að bringunni og gekk með hann til Jessicu. Hann var rosalega þreyttur og sofnaði í fanginu á henni.‘Kristrún Jenný Alfonsdóttir, 11 ára vest- urbæingur, náði páfagauknum Alex eftir margra klukkutíma eftirför. ’Við viljum nú öll slá striki yfir gaml-ar deilur og sameinast um að Írak verði nútímalegt, lýðræðislegt ríki, að Írak sem búi við stöðugleika verði afl til góðs, ekki einvörðungu fyrir Íraka sjálfa heldur allt svæðið og þannig fyrir alla heimsbyggðina.‘Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fagnaði niðurstöðu Öryggisráðs SÞ sem samþykkti til lögu Bandaríkjamanna og Breta um framtíð Íraks. ’Þetta er það versta sem ég hef séðsíðan Abu Ghraib-hneykslið kom upp.‘Tom Malinowski hjá samtökunum Human Rights Watch segir viðhorf í skýrslum ráðuneyta dóms- og varnarmála í Bandaríkjunum gefa til kynna að Bandaríkjamenn hafi lagt á ráðin um stríðsglæpi og leitað leiða til að komast hjá ábyrgð. ’Það var okkar skoðun [forystu-manna stjórnarflokkanna] að það væri ekki farsælt fyrir samráð og samstarf að annar aðilinn setti þau skilyrði að hann fengi að ráða þessu öllu saman.‘Davíð Oddsson forsætisráðherra eftir fund með fulltrúum stjórnarandstöðu á þriðjudag. Á fund- inum var ákveðið að Alþingi komi saman í lok júlí og þjóðaratkvæðagreiðsla um fjölmiðlalög verði í fyrri hluta ágústmánaðar. ’Það er dapurlegt að þeir vilja ekkitaka í útrétta hönd okkar um að setjast sameiginlega yfir málið og reyna að ná samkomulagi um alla þætti þess strax á frumstigi um- ræðna.‘Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður VG, eftir fund stjórnarandstöðu með formönnum rík- isstjórnarflokkanna. ’Börn sem taka þátt í stríði eru sviptæsku sinni. Hermennskan á eftir að móta þroska þeirra og lífsviðhorf.‘Ásthildur Linnet skrifaði mastersritgerð um barnunga hermenn í Kólumbíu, en þeir eru taldir vera 11–14 þúsund. ’Þeir menga, þeir taka mikið pláss,þeir eru hættulegir gangandi fólki og öðrum sem nota göturnar. Þeir eru skrípamynd af bifreið.‘Denis Baupin, fulltrúi græningja í borgarstjórn Parísar, segir torfærujeppa ekki henta í borgum. ’Ökumaðurinn skapaði mikla hættumeð framúrakstri á veginum en ég held að lögreglumenn hafi brugðist hárrétt við aðstæðum.‘Friðrik Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í Kópa- vogi, um 44 ára ökumann sem reyndi að komast undan á 200 km hraða á Reykjanesbraut á fimmtudagsmorgun. Ummæli vikunnar Reuters smiðum Morgunblaðið/Friðþjófur      &# ", &   -"  BREYTINGAR á hitafari í hafinu í kringum Ísland hafa veru- leg áhrif á atferli loðnustofnsins. Loðnan er mikilvæg fæða fjölda fiski- og fuglategunda auk hnúfubaks og hrefnu og hefur því mikið að segja um afkomu þeirra ekki síður en okkar mannanna. Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur Hafrannsóknastofn- unarinnar, segir loðnuna greinilega viðkvæma fyrir breyttum umhverfisskilyrðum. „Loðnan virðist hafa hopað undan hlýja sjónum tvö síðastliðin ár, hugsanlega síðastliðin þrjú ár. Það hefur sennilega gerst með þeim hætti að loðnuseiðin rekur norðar en venjulega, alla leið út fyrir landgrunnið. Þess vegna finnst mjög lítið af loðnuseiðum og öðru loðnu- ungviði inni á íslenska landgrunninu. Það er afar slæmt því loðnan er mik- ilvæg fæða ýmissa fiska- og fuglateg- unda. Seiðin fara væntanlega alla leið inn í Austur-Grænlandsstrauminn, sem rennur suður með austurströnd Grænlands, og alast því upp í Græn- landssundi eða á grænlenska land- grunninu þar fyrir vestan. Í apríl í fyrra fannst t.d. mikið af ársgömlum seiðum í Grænlandssundi, um 50–60 sjómílur undan strönd Grænlands. Þau voru vel á sig komin, höfðu sem sagt lifað af sinn fyrsta vetur sem hefur mest að segja um afkomu loðn- unnar. Þetta er árgangurinn sem við erum enn að leita að en höfum ekki fundið. Leitarskilyrði hafa aftur á móti verið nokkuð erfið vegna hafíss, þannig að ég vil ekki afskrifa þennan árgang.“ Síldin gæti skilað sér „heim“ Hjálmar segir að hækkandi sjávarhiti gæti aftur á móti leitt til þess að norsk-íslenska síldin gæti gengið á sína gömlu haga á Norður- og Austurmiðum. „Norsk-íslenska síldin komst ekki inn á Norður- og Austurmið eftir að hlýskeiði síðastu aldar lauk hafísárið 1965. Hún hrökklaðist undan kuldanum austur í Noregshaf og síðan var stofninn einfaldlega ofveiddur, einnig smásíldin inni á fjörðum í Norður-Noregi. Það eru því fyrst og fremst veiðarnar sem ollu því að þessi stofn hrundi og hefur ekki gengið aftur á Íslandsmið. Það er í raun ekkert sem kem- ur í veg fyrir að þessi síld syndi inn á Norðurmið í dag. Það hefur hún reyndar gert af og til síðustu ár en í litlum mæli þó. Sennilega gengur hún ekki hingað í stórum stíl fyrr en fram kemur virkilega stór árgangur. Reyndar er á leiðinni einn slík- ur að því er virðist, en hann er nú tveggja ára og hluti hans gæti komið alla leið að Íslandi í fyllingu tímans. En það má ekki gera ráð fyrir neinu síldarævintýri fyrr en stofninn nær fyrri styrk og tekur sér auk þess vetursetu austur af landinu, líkt og var um miðbik síðustu aldar,“ segir Hjálmar. Hann segir kolmunnann sömuleiðis una sér vel í hlýrri sjó, sem best sjáist á því hversu mikið stofninn hefur eflst á síðustu árum. „Kolmunnastofninn hefur framleitt marga óvenjustóra árganga síðasta áratug, sem væntanlega skýrist af hagstæðari skilyrðum. Þessi góða nýliðun hefur haldið uppi gríðarlegum afla undanfarin ár og getur gert á næstunni, hvað sem síðar verður,“ segir Hjálmar.                       0   " 0   ! "#$ %& '  (   " &# ", &   -"  Loðnan hopar und- an hlýja sjónum Hjálmar Vilhjálmsson „ÞAÐ eru allt aðrar aðstæður í hafinu nú en ég hef áður upp- lifað. Síðustu árin hefur engin loðna skilað sér á slóðina en það brást ekki áratugum saman að loðnan gekk upp að landinu á sumrin,“ segir Óli H. Ólason, út- vegsbóndi í Grímsey, sem stund- að hefur miðin í kringum eyjuna í meira en 60 ár. Hann segir ekki nokkurn vafa á því að loðnuleysið megi rekja til hækkandi sjáv- arhita. Hann segir að yfirboðshiti á miðunum í kringum Grímsey sé núna nærri 8 gráður og slík hlýindi hljóti að hafa einhver áhrif. „Loðnan er örugglega að hopa undan hlýja sjónum. En ég hef lengi talið að trollveiðar á loðnu hafi afskaplega vond áhrif á stofninn. Sennilega er um að ræða samspil ýmissa þátta.“ Óli segir að þorskmagar séu þorskinum. En það sem verst er að það er meira af smáþorski inni í þorskinum en við eigum að venjast. Það kann ekki góðri lukku að stýra ef hann er farinn að éta undan sér.“ Þá hefur ýsan valdið Gríms- eyingum vandræðum síðustu ár, hún bókstaflega flæðir yfir mið- in. „Ýsan er orðin hreinasta plága, hún er alls staðar. Hún er verðlaus og við eigum lítinn ýsu- kvóta. Það er sama hvar við bleytum krók, það hleypur ýsa á hann um leið. Þetta hefur verið svona í að verða þrjú ár og ég man ekki eftir öðru eins. Eins fengum við þónokkra skötuseli í grásleppunetin á vertíðinni í vor en það er kvikindi sem við sjáum annars aldrei á þessum slóðum. Þetta er allt öfugsnúið einhvern veginn,“ segir Óli. hvar annars er allt iðandi af lífi á þessum árstíma. „Ég hef farið tölu- vert norður fyrir eyna en það er hvergi líf að sjá. En þó virðist þar nóg af fiski. En hann er á skrýtnu fæði. Ég hef orðið var við að þorskurinn sem liggur al- veg við Kol- beinseyna er fullur af þara, hann er kominn á grænmetisfæði! Eins liggur hann í alls konar botnrusli og við verðum líka var- ir við talsvert af smákarfa inni í nánast galtómir þessa dagana, enda enga loðnu að hafa fyrir þorskinn. „Þorskurinn hefur lítið að éta. Það er samt svo skrýtið að hann er feitur og vel haldinn en á það verður að líta að hann er fljótari að vinna úr fæð- unni í hlýja sjónum. Og það er líka nóg af honum, það vantar ekki. Við er- um á línu og það hefur verið mokfiskirí, svo ekki sé meira sagt. Aftur á móti gengur verr á hand- færunum, fiskurinn virð- ist sólginn í beituna en fúlsa við gúmmíinu í þessu ástandi.“ Loðnuleysið hefur áhrif á fleira en fiskana. Óli segist að nú sjáist ekki fugl við Kolbeinsey, Þorskur á grænmetisfæði Óli H. Ólason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.