Morgunblaðið - 13.06.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.06.2004, Blaðsíða 23
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 2004 23 1 BUR‹ARÁS Fjárfestingarfélagi› Bur›arás hefur flutt starfsemi sína úr Pósthússtræti í Sigtún 42 vi› hli› Ásmundarsafns. Símanúmer fyrirtækisins er sem fyrr 578 7800. Bur›arás flytur í Sigtúni› Sigtúni 42 105 Reykjavík Sími 578 7800 Fax 578 7819 www.burdaras.is LANDSÞING Bindindissamtak- anna IOGT, sem haldið var helgina 5. og 6. júní, furðar sig á og leggst ein- dregið gegn frumvörpun nokkurra alþingismanna um lækkun áfengis- kaupaaldurs og rýmkun aðgengis að áfengi og segir í ályktun samtakanna að slík frumvörp séu í algerri and- stöðu við samþykktir Alþjóða heil- brigðissamtakanna (WHO) og heil- brigðisáætlun Alþingis, sem samþykkt var 2001. Á landsþinginu, sem haldið var í Galtalækjarskógi, var Gunnar Þor- láksson endurkjörinn formaður sam- takanna. Þá voru allir stjórnarmenn endurkjörnir, utan Ingu G. Aradótt- ur, sem ekki gaf kost á sér til endur- kjörs, en í hennar stað kom Anna Sigríður Karlsdóttir. Meðal gesta á þinginu komu frá Svíþjóð þau Torsten Friberg, fram- kvæmdastjóri IOGT-NTO og Cath- arina Sandberg og Susanne Wiesel- gren sem báðar eru í stjórn barnahreyfingar IOGT-NTO þar í landi. Þá voru, við hlið Landsþings- ins, haldin þing Barnahreyfingar IOGT og Ungmennahreyfingar IOGT. Árni Einarsson, framkvæmda- stjóri Fræðslumiðstöðvar í fíkni- vörnum flutti á þinginu erindi um stöðu bindindishreyfingarinnar í nú- tíð og framtíðarmöguleika hennar. Fjallaði hann í því samhengi einkum um Samstarfsráð í forvörnum, mót- un stefnu þess og væntanlegan samning við stjórnvöld, en sex bind- indisfélög eiga aðild að ráðinu. Þá reifaði Gunnar Þorláksson ýtarlega skýrslu stjórnar IOGT um marg- þætt starf á ýmsum sviðum. Meðal annarra ályktana Lands- þingsins má telja þakkir til toll- og löggæslumanna fyrir árvekni í bar- áttu gegn innflutningi og sölu ólög- legra fíkniefna, þakkir til ríkisstjórn- arinnar fyrir framlag til Sam- starfsráðs í forvörnum, auk áminningar um að áfengi sé það fíkniefni sem mestum skaða valdi. Ályktun IOGT um áfengiskaupaaldur Andstætt samþykkt- um WHO og Alþingis SKÓFLUSTUNGA að starfs- mannaþorpi Fjarðaáls á Reyðarfirði verður tekin 8. júlí nk. Þá tekur Bechtel við lóðinni og hefur form- lega undirbúning byggingafram- kvæmda. Að sögn Hrannar Péturs- dóttur, starfsmanna- og kynningar- stjóra hjá Fjarðaáli, er nú verið að koma á fót tveimur samráðshópum með fulltrúum fjölbreytts hóps hagsmunaaðila. „Annað er samstarfsverkefni Landsvirkjunar og Alcoa og er hlut- verk hópsins að skilgreina mæli- kvarða til að hægt sé að mæla þau áhrif sem virkjunin, flutningslínurn- ar og Fjarðaál munu hafa á sam- félagið, efnahaginn og náttúrulega umhverfið á svæðinu,“ segir Hrönn. „Stefnt er á að þessi hópur skili af sér í október. Hinn hópurinn er settur af stað að fengnu samráði við Fjarðabyggð og samanstendur af fulltrúum ýmissa hagsmunaaðila úr sveitarfélaginu. Sá hópur hefur það hlutverk að meta þau áhrif sem til- vist Fjarðaáls mun hafa á sveitarfé- lagið, finna hvar málin og tækifærin eru og vinna hugmyndir að því hvernig við getum tekið á þessum málum saman á sem bestan hátt. Sá hópur mun væntanlega starfa til frambúðar, þó að við endurskoðum mögulega hlutverk, verklag og sam- setningu hópsins þegar starfsemi Fjarðaáls hefst,“ segir Hrönn. Áhrif álvers í Fjarða- byggð krufin til mergjar Reyðarfirði. Morgunblaðið. Fáðu úrslitin send í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.