Morgunblaðið - 13.06.2004, Side 23

Morgunblaðið - 13.06.2004, Side 23
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 2004 23 1 BUR‹ARÁS Fjárfestingarfélagi› Bur›arás hefur flutt starfsemi sína úr Pósthússtræti í Sigtún 42 vi› hli› Ásmundarsafns. Símanúmer fyrirtækisins er sem fyrr 578 7800. Bur›arás flytur í Sigtúni› Sigtúni 42 105 Reykjavík Sími 578 7800 Fax 578 7819 www.burdaras.is LANDSÞING Bindindissamtak- anna IOGT, sem haldið var helgina 5. og 6. júní, furðar sig á og leggst ein- dregið gegn frumvörpun nokkurra alþingismanna um lækkun áfengis- kaupaaldurs og rýmkun aðgengis að áfengi og segir í ályktun samtakanna að slík frumvörp séu í algerri and- stöðu við samþykktir Alþjóða heil- brigðissamtakanna (WHO) og heil- brigðisáætlun Alþingis, sem samþykkt var 2001. Á landsþinginu, sem haldið var í Galtalækjarskógi, var Gunnar Þor- láksson endurkjörinn formaður sam- takanna. Þá voru allir stjórnarmenn endurkjörnir, utan Ingu G. Aradótt- ur, sem ekki gaf kost á sér til endur- kjörs, en í hennar stað kom Anna Sigríður Karlsdóttir. Meðal gesta á þinginu komu frá Svíþjóð þau Torsten Friberg, fram- kvæmdastjóri IOGT-NTO og Cath- arina Sandberg og Susanne Wiesel- gren sem báðar eru í stjórn barnahreyfingar IOGT-NTO þar í landi. Þá voru, við hlið Landsþings- ins, haldin þing Barnahreyfingar IOGT og Ungmennahreyfingar IOGT. Árni Einarsson, framkvæmda- stjóri Fræðslumiðstöðvar í fíkni- vörnum flutti á þinginu erindi um stöðu bindindishreyfingarinnar í nú- tíð og framtíðarmöguleika hennar. Fjallaði hann í því samhengi einkum um Samstarfsráð í forvörnum, mót- un stefnu þess og væntanlegan samning við stjórnvöld, en sex bind- indisfélög eiga aðild að ráðinu. Þá reifaði Gunnar Þorláksson ýtarlega skýrslu stjórnar IOGT um marg- þætt starf á ýmsum sviðum. Meðal annarra ályktana Lands- þingsins má telja þakkir til toll- og löggæslumanna fyrir árvekni í bar- áttu gegn innflutningi og sölu ólög- legra fíkniefna, þakkir til ríkisstjórn- arinnar fyrir framlag til Sam- starfsráðs í forvörnum, auk áminningar um að áfengi sé það fíkniefni sem mestum skaða valdi. Ályktun IOGT um áfengiskaupaaldur Andstætt samþykkt- um WHO og Alþingis SKÓFLUSTUNGA að starfs- mannaþorpi Fjarðaáls á Reyðarfirði verður tekin 8. júlí nk. Þá tekur Bechtel við lóðinni og hefur form- lega undirbúning byggingafram- kvæmda. Að sögn Hrannar Péturs- dóttur, starfsmanna- og kynningar- stjóra hjá Fjarðaáli, er nú verið að koma á fót tveimur samráðshópum með fulltrúum fjölbreytts hóps hagsmunaaðila. „Annað er samstarfsverkefni Landsvirkjunar og Alcoa og er hlut- verk hópsins að skilgreina mæli- kvarða til að hægt sé að mæla þau áhrif sem virkjunin, flutningslínurn- ar og Fjarðaál munu hafa á sam- félagið, efnahaginn og náttúrulega umhverfið á svæðinu,“ segir Hrönn. „Stefnt er á að þessi hópur skili af sér í október. Hinn hópurinn er settur af stað að fengnu samráði við Fjarðabyggð og samanstendur af fulltrúum ýmissa hagsmunaaðila úr sveitarfélaginu. Sá hópur hefur það hlutverk að meta þau áhrif sem til- vist Fjarðaáls mun hafa á sveitarfé- lagið, finna hvar málin og tækifærin eru og vinna hugmyndir að því hvernig við getum tekið á þessum málum saman á sem bestan hátt. Sá hópur mun væntanlega starfa til frambúðar, þó að við endurskoðum mögulega hlutverk, verklag og sam- setningu hópsins þegar starfsemi Fjarðaáls hefst,“ segir Hrönn. Áhrif álvers í Fjarða- byggð krufin til mergjar Reyðarfirði. Morgunblaðið. Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.