Morgunblaðið - 13.06.2004, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 13.06.2004, Blaðsíða 64
Meiri viðbúnaður lögreglu og tollgæslu að skila árangri í fíkniefnamálum AUKIÐ eftirlit og samstarf lögregluemb- ætta og tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli, ásamt meiri viðbúnaði lögreglu almennt, er að skila árangri við uppljóstrun og rannsókn fíkniefnamála að undanförnu. Þetta er mat Ásgeirs Karlssonar, aðstoðaryfirlögreglu- þjóns hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík, en eins og kom fram í blaðinu í gær hefur mikið annríki verið hjá lögreglunni í fíkniefnamálum síðustu daga og vikur. Lagt hefur verið hald á nokkur kíló af efnum; kók- aíni, amfetamíni, hassi og e-töflum. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir hjá SÁÁ, segir að neysla á fíkniefnum hér á landi hafi verið nokkuð stöðug síðustu ár. Þó megi merkja aukna neyslu á kannabisefnum í öll- um aldurshópum og meira virðist vera um kókaín í umferð en áður. Sömuleiðis sé farið að bera á heróíni á ný, sem sé sérstakt áhyggjuefni, og fleiri flokkar ólöglegra lyfja séu fluttir inn í landið, bæði róandi og örvandi lyf. Varðandi e-töflur telur Þórarinn nokkurt framboð vera af þeim í dag og verðið lægra en oft áður, um 2.000 krónur taflan. Verðlag á fíkniefnum hafi að öðru leyti verið stöðugt. Meiri vopnaburður Ásgeir Karlsson telur að magn fíkniefna í umferð sé ekki að aukast óeðlilega mikið, þótt fréttir af fíkniefnamálum hafi verið tíðar að undanförnu. Fyrst og fremst megi skýra þetta með auknum viðbúnaði lögreglu- og tollgæsluyfirvalda. Hvort árstíðin skipti ein- hverju máli, sumarbyrjun og stutt í útihátíðir hjá ungmennum, telur Ásgeir svo ekki vera. Ungmenni séu heldur ekki með fjármuni undir höndum fyrr en í júlímánuði, ætli þau sér á annað borð að verða sér úti um fíkniefni. Spurður hvort harkan sé að aukast í heimi fíkniefna, og mál séu farin að dreifast meira um landið, segir Ásgeir engan vafa leika á því. Reykjavík sé ekki lengur eini vettvangur fíkniefnamála, enda þótt meginviðskipti fari þar fram. Meira sé um vopnaburð fíkniefna- neytenda en áður og þessi þróun sjáist einnig í fleiri bankaránum undanfarið þar sem vopnum hefur verið beitt. Fólk leiti allra leiða til að fjármagna neyslu sína á fíkniefnum og svífist einskis. „Þessar haldlagningar sýna okkur og sanna að það margborgar sig að halda úti ströngu eftirliti. Þetta er vandamál sem borgar sig að sinna og það má ekki gefa því lausan tauminn,“ segir Ásgeir. Aukin neysla á kókaíni GÆÐAEFTIRLIT með meðferð geðsjúkra hefst hér á landi í sumar. Hlutverkasetur, atvinnusköp- un fyrir geðsjúka, hefur fengið styrk frá Nýsköp- unarsjóði námsmanna og heilbrigðisráðuneytinu til að hrinda gæðaeftirlitinu í framkvæmd. Elín Ebba Ásmundsdóttir, forstöðuiðjuþjálfi á geðsviði Landspítala – háskólasjúkrahúss, segir að reynsla og þekking geðsjúkra verði nýtt til að leggja mat á þjónustuna. „Reyndar efast ég ekkert um að reynsla geðsjúkra verður nýtt á geðdeildum í framtíðinni, í miklu meiri mæli en nú er, til dæmis með því að ráða starfsmenn á geðdeildir sem sjálfir hafa reynslu af að kljást við geðsjúkdóma.“ Elín Ebba segist alltaf hafa lagt mikla áherslu á að spyrja sjúklingana sjálfa hvaða leiðir þeir vilji fara og ráðgast við þá sem náð hafi bata um hvað hafi reynst þeim best. Gæðaeftirlit felist í að not- endur í bata, í samvinnu við sérfræðinga, spyrji aðra sjúklinga um hvað gagnist þeim best. Fyrir utan að hjálpa kerfinu að bæta þjónustuna skapi gæðaeftirlitið störf fyrir geðsjúka og efli þannig sjálfstraust þeirra. Gæðaeftirlit á geðdeildum  Sjálfstraust/18 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. Smáauglýsingar á Leitið og þér munið finna! UM 25,2% Íslendinga á aldrinum 15–89 ára neyta ekki áfengis sam- kvæmt könnun sem IMG Gallup gerði í maí síðastliðnum fyrir Sam- starfsráð um forvarnir, samstarfs- vettvang sex bindindissamtaka. Hlutfall bindindisfólks er hæst í yngstu og elstu aldurshópunum og konur eru bindindissamari en karl- ar. Bindindismenn eru hlutfallslega fleiri á landsbyggðinni en á höf- uðborgarsvæðinu. Þá kemur fram að færri neyta áfengis í hópi þeirra sem lægri hafa tekjur og sem eingöngu hafa lokið grunnskólaprófi, borið saman við fólk með hærri tekjur og háskóla- próf. Alls kváðust 6,5% aðspurðra hafa farið í áfengismeðferð en geta má þess að í hliðstæðri könnun sem gerð var fyrir rúmum áratug var hlutfallið mun lægra, eða 2,6%. 73% svarenda sögðust neyta áfengis og aldrei hafa farið í áfeng- ismeðferð og 20,6% neyttu ekki áfengis og höfðu ekki farið í með- ferð. Fleiri karlar en konur neyta að jafnaði áfengis og fleiri karlar en konur kváðust neyta áfengis þrátt fyrir að hafa farið í áfengismeðferð, eða 2,8% á móti 0,9% kvenna. Þegar litið er til aldursskiptingar kemur í ljós að flestir í aldurs- hópnum 60–69 ára neyta áfengis þrátt fyrir að hafa farið í áfeng- ismeðferð eða 5,3% og sker sá hóp- ur sig nokkuð úr hvað þetta varðar. Næstur á eftir er yngsti aldurshóp- urinn, 15–19 ára, en þar er hlut- fallið 2,9%. Þegar tekjur fólks eru hafðar til hliðsjónar neyta tæp 60% fólks með tekjur undir 250 þúsund krónum áfengis og hafa ekki farið í með- ferð, en hjá hópi þeirra sem hefur yfir 550 þúsund krónur er hlutfallið tæp 85%. Sömu sögu er að segja af menntun fólks og áfengisneyslu, rúm 60% fólks sem eingöngu hefur lokið grunnskólaprófi neyta áfengis og hafa ekki farið í meðferð en hjá fólki með háskólapróf er hlutfallið rúm 85%. Úrtakið í könnuninni var 1.465 manns á aldrinum 15–89 ára og var svarhlutfall 62,4%. Sam- starfsráð um forvarnir er sam- starfsvettvangur sex bindind- issamtaka: Barnahreyfingar IOGT, Bindindisfélags ökumanna, Bind- indissamstaka IOGT á Íslandi, Ís- lenskra ungtemplara, Samvinnu- nefndar skólamanna um bindindisfræðslu og Ungmenna- hreyfingar IOGT. Fjórði hver neytir ekki áfengis Könnun á áfengisneyslu gerð fyrir samstarfsráð sex bindindissamtaka um forvarnir )  '     &# ", ; :+                                          TVÖ sterk tímabil tísku og tíðaranda eru kveikjan að tveimur söng- leikjum sem sýndir verða í Reykjavík í sumar. Inntak þeirra er talið munu höfða til fólks í dag, enda má finna enduróm hinna skýru hug- mynda í samtím- anum; annars veg- ar um frið og frjálsar ástir og hins vegar þá sann- færingu að hver sé sinnar gæfu smið- ur. Söngleikurinn Hárið, frá árinu 1967, verður frum- sýndur í Austurbæ í blábyrjun júlí, í þriðja sinn af atvinnuleikurum hér á landi. Leikstjóri er Rúnar Freyr Gíslason. Fimmtudagskvöldið 24. júní nk. fer hins vegar á fjalirnar söngleikurinn Fame frá árinu 1992, byggður á samnefndri kvikmynd frá 1980. Verk- inu leikstýrir Bjarni Haukur Þórsson á nýju leik- sviði í Vetrargarðinum í Smáralind. Í Tímariti Morgunblaðsins í dag er rætt við Bjarna Hauk og alla þrjá leikstjóra Hársins á Ís- landi, um verkin sjálf, tíðarandann og ekki síst endurútsetta tónlistina sem að samtímasið verð- ur gefin út á geisladiskum í sumar. Þau Björn Thors og Ragn- hildur Steinunn Jónsdóttir verða í lykilhlutverkum í sýningum sumarsins. Tvöföld sumargleði MAÐURINN sem handtekinn var við húsleit í Þorlákshöfn á föstudag viðurkenndi við yfir- heyrslur lögreglunnar á Selfossi í gær um- fangsmikla sölu á hörðum fíkniefnum undan- farið ár og vörslu á fíkniefnum og þýfi, m.a. vopnum. Að sögn Elísar Kjartanssonar, rannsóknar- lögreglumanns á Selfossi, var farið í húsleitina vegna gruns um fíkniefnasölu og vörslu þýfis. Í húsi mannsins fundust nokkur grömm af am- fetamíni, búnaður til sölu og neyslu fíkniefna, haglabyssa, riffill, loftskammbyssur, skotfæri, kylfa, nokkrir hnífar og tvær axir. Að lang- mestu leyti var þetta þýfi úr innbrotum á höf- uðborgarsvæðinu, auk tölva, hljómflutnings- tækja, myndavéla og annarra raftækja. Elís segir þýfið að mestu vera greiðslu til mannsins fyrir fíkniefni. Hann hafi ekki sjálf- ur verið í innbrotum en starfsemi hans að- allega verið bundin við höfuðborgarsvæðið. Elís segir manninn, sem er á þrítugsaldri, hafa sýnt samstarfsvilja við rannsóknina og að loknum yfirheyrslum hafi ekki verið talin ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir honum. Málið sé engu að síður umfangsmikið og rannsókn þess haldi áfram hjá lögreglunni á Selfossi. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Við húsleitina í Þorlákshöfn á föstudag var lagt hald á fíkniefni, vopn og margs konar annað þýfi úr innbrotum á höfuðborgarsvæðinu. Viðurkenndi umfangsmikla sölu Hald lagt á mikið af vopnum og öðru þýfi í Þorlákshöfn ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.