Morgunblaðið - 15.06.2004, Page 4

Morgunblaðið - 15.06.2004, Page 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Veldu náttúruliti frá Íslandsmálningu Allar Teknos vörur framleiddar skv. ISO 9001 gæðastaðli. ÍSLANDS MÁLNING akrýlHágæða málning Íslandsmálning Sætúni 4 Sími 517 1500 Útimálning Viðarvörn Lakkmálning Þakmálning Gólfmálning Gluggamálning Innimálning Gljástig 3, 7, 20 Verð frá kr. 298 pr.ltr. Gæða málning á frábæru verði Veggfóður og borðar Skandinavísk hönnun HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær dauð og ómerk tvenn ummæli Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra í tengslum við sölu Jóns Ólafssonar á Norðurljósum. Davíð var hins vegar sýknaður af kröfu Jóns um að hann yrði dæmdur til greiðslu sektar fyrir ummælin og að- dróttanir um skattsvik og þjófnað sem í þeim voru sögð felast. Þá hafn- aði dómurinn kröfu Jóns um 3 millj- óna króna miskabætur. Hin umdeildu ummæli voru látin falla annars vegar í viðtali við RÚV 21. nóvember 2003 og hins vegar í viðtali við Morgunblaðið 22. nóvem- ber. Ummælin á RÚV voru svohljóð- andi: „Og maður hefur þá tilfinningu að þar með sé auðvelt að skjóta und- an fjármunum þannig að ríkisvaldið eigi miklu erfiðara ef að skattaálagn- ing verður í samræmi við skattrann- sókn að ná til sín þeim fjármunum sem þarna eru á ferðinni. Þetta hafði allt þann brag að þarna væri verið að kaupa og selja þýfi í mínum huga.“ Ummælin í Morgunblaðinu voru svohljóðandi: „Þann sama dag sem skattrannsóknarstjóri skilar af sér rannsókn sem snýst um grunsemdir um að það blasi við að maður nokkur sé mesti skattsvikari Íslandssögunn- ar stendur þessi banki fyrir því að losa hans eignir héðan.“ Heimilt að láta í ljós áhyggjur Í dómi héraðsdóms eru rakin þau fimm ákvæði hegningarlaga sem Jón telur að Davíð hafi brotið. Er Davíð sýknaður af þeim sakargiftum. Þannig telur héraðsdómur að Dav- íð hafi hvorki með ummælum sínum í RÚV eða Morgunblaðinu brotið gegn 235. og 236. gr. laganna um ærumeið- andi ummæli og rógburð. Telur dóm- ari að Davíð hafi verið heimilt að tjá sig um þau skattalegu málefni Jóns sem fram komu í skýrslum skatt- rannsóknarstjóra. Einnig telur dóm- ari, m.a. með hliðsjón af þeim fjár- hæðum sem um hafi verið að ræða, að sem fyrirsvarsmanni almannahags- muna hafi Davíð verið heimilt að láta í ljósi áhyggjur af því að erfitt yrði að innheimta álagða skatta Jóns, ef skattálagning yrði í samræmi við nið- urstöður skattrannsóknar. „Var hér ótvírætt um að ræða málefni sem skipti almenning miklu í þeim skiln- ingi sem um ræðir í kafla VI. hér að framan. Eins og áður greinir verða umrædd ummæli ekki skýrð á þá leið að fullyrt hafi verið án nægilegs fyr- irvara að stefnandi hafi öðlast eignir sínar með refsiverðum eða óheiðar- legum hætti. Fólust þannig hvorki rangar fullyrðingar né órökstuddar ásakanir um háttsemi, sem stefnandi hefur ekki verið fundinn sekur um fyrir dómi, í umræddum ummælum. Þá verður einnig að líta til þess að ummælin voru höfð í frammi í beinum tilsvörum stefnda við spurningum fjölmiðlamanna og átti stefndi þess ekki kost að fara yfir eða endurskoða ummæli sín,“ segir m.a. í héraðsdómi. Varðandi ummælin í Morgun- blaðinu segir m.a. í dómi héraðsdóms að í skýrslum skattrannsóknastjóra um skattskil Jóns og félags hans komi fram grunsemdir um vangoldna skatta upp á 3,2 milljarða króna. Fyr- ir liggi í málinu að í einni skýrslunni séu færð rök fyrir því að Jón kunni m.a. að hafa gerst sekur um brot gegn þágildandi ákvæðum laga um tekju- og eignaskatt og 262. gr. hegn- ingarlaga með því að láta rangfæra bókhald og skattframtal Jóns Ólafs- sonar og co sf. Samkvæmt því sem fram hafi komið í málinu sé þetta brot talið varða allt að 1,2 milljörðum króna sem teldist „stórfellt brot, ef sannað væri“, eins og segir í dómn- um. Síðan segir: „Að mati dómara var meginefni ummæla stefnda 22. nóvember 2003 [Í Morgunblaðinu] fullyrðing um að í skýrslum skattrannsóknarstjóra kæmi fram rökstuddur grunur um að stefnandi hefði gerst sekur um stór- fellt brot á skattalögum, líklega stór- felldasta brot hérlendis fyrr og síðar. Ekki verður annað séð en að sú full- yrðing fái almennt staðist þótt aðeins sé litið til fyrirliggjandi upplýsinga um skýrslu skattrannsóknarstjóra um skattskil Jóns Ólafssonar og co sf. Getur dómari þannig ekki fallist á að með orðalaginu „mesti skattsvikari Íslandssögunnar“ hafi stefndi rang- lega sakað stefnanda um refsiverða háttsemi án nægilegs fyrirvara, enda kemur skýrlega fram í ummælum stefnda að um er að ræða grunsemdir byggðar á skattrannsókn sem stefnda var heimilt að ræða opinber- lega, eins og að framan greinir.“ Héraðsdómur telur Davíð ekki hafa brotið gegn 234. gr. hegningar- laga, þar sem segir að hver sá sem meiðir æru annars manns með móðg- un í orðum eða athöfnum, og hver sem beri slíkt út, sæti sektum eða fangelsi allt að einu ári. Dómari skýr- ir þessa grein á þá leið að í opinberri umræðu um málefni sem varði al- menning miklu megi einnig hafa í frammi skoðanir sem kunna að móðga eða hneyksla samborgarana. „Enda þótt dómari telji að stefnda hefði verið hægðarleikur að orða og setja hugsun sína fram með öðrum og kurteislegri hætti verður hann ekki sviptur rétti til að hafa persónulega skoðun á gildi þeirra athafna stefn- anda sem hér voru til umfjöllunar og færa þá skoðun í orð án þess að baka sér refsiábyrgð,“ segir í dómi héraðs- dóms. Þá telur héraðsdómur að Davíð hafi ekki brotið gegn 237. gr. hegn- ingarlaga, um að það varði sektum að bregða manni brigslum án nokkurs tilefnis, þótt hann segi satt. Að mati dómara er málatilbúnaður stefnanda ósamrýmanlegur því að um brigsl sé að ræða. Stefnandi, Jón, hafi engin sjálfstæð rök fært fram til stuðnings því að Davíð hafi brotið gegn um- ræddu ákvæði. Davíð er sömuleiðis ekki talinn hafa brotið gegn 229. gr. hegningar- laga, um að hver sá sem skýrir op- inberlega frá einkamálefnum annars manns, án þess að nægar ástæður séu fyrir hendi er réttlæti verknað- inn, sæti sektum eða fangelsi allt að einu ári. Bendir héraðsdómari á að Jón hafi sjálfur átt frumkvæði að því að ítarleg umfjöllun um skýrslur skattrannsóknarstjóra hafi verið birtar í Morgunblaðinu. Þegar af þeirri ástæðu verði ekki talið að um- ræddar skýrslur, eða ásakanir í þeim, hafi talist til einkamálefna Jóns þeg- ar Davíð viðhafði hin umstefndu um- mæli í nóvember 2003. Ráðherra vandi framsetningu orða sinna Í almennum athugasemdum dóm- ara um stöðu málsaðila, kemur m.a. fram að með hliðsjón af stöðu Davíðs Oddssonar verði að leggja til grund- vallar að ummæli hans á opinberum vettvangi hafi að jafnaði veruleg áhrif á þjóðfélagsumræðu og mótun á við- horfum fólks til manna og málefna. Í ljósa þessara áhrifa verði að gera þá kröfu til hans að hann vandi til inn- taks og framsetningar orða sinna. Sérstaklega eigi þetta við þegar hann tjái sig um málefni einstaklinga eða annarra aðila sem ekki eru beinir þátttakendur í hefðbundinni stjórn- málaumræðu. Málið dæmdi Skúli Magnússon héraðsdómari. Lögmaður Jóns Ólafs- sonar var Sigríður Rut Júlíusdóttir hdl. og lögmaður Davíðs Oddssonar Eiríkur Elís Þorláksson hdl. Sýknaður af sakargiftum um brot á fimm ákvæðum hegningarlaga í máli Jóns Ólafssonar Tvenn ummæli ráðherra dæmd dauð og ómerk í héraðsdómi Dómari telur fullyrðingu um „mesta skattsvik- ara Íslandssög- unnar“ standast Morgunblaðið/ÞÖK Fréttamenn ræða við Sigríði Rut Júlíusdóttur, lögmann Jóns Ólafssonar, að lokinni dómsuppsögu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærdag. GRÉTAR Ólafsson, fyrrverandi yfirlæknir hjarta- og lungna- skurðdeildar Land- spítala – háskóla- sjúkrahúss, lést aðfaranótt 14. júní á krabbameinsdeild Landspítalans á sjö- tugasta og fjórða ald- ursári. Grétar lauk emb- ættisprófi í læknis- fræði við Háskóla Ís- lands 1958. Að loknu kandídatsári og hér- aðsskyldum hér heima lá leiðin til Svíþjóðar vorið 1960 þar sem hann aflaði sér sérmenntunar í almennum handlækningum og brjóstholsskurðlækningum. Hann starfaði á nokkrum sjúkrahúsum í Svíþjóð, lengst af í Malmö, uns hann hélt heim til starfa við Landspítala Íslands sumarið 1969. Honum var veitt sérfræðistaða við brjóstholsað- gerðadeild Landspítalans 1970 og 1973 var hann settur til að gegna stöðu yfirlæknis við sömu deild. Sama ár var hann settur til að gegna dósentsstöðu í brjóstholsskurðlækn- ingum við Háskóla Íslands. Grétar gegndi dósentsstöðu sinni til 1996 og lét af störfum sem yfirlæknir sökum aldurs 31. október 2000. Hann var ötull bar- áttumaður þess og aðal- hvatamaður að því að opnar hjartaaðgerðir hæfust hérlendis. Það markmið náðist fyrir réttum 18 árum, hinn 14. júní 1986, að fyrsta opna hjartaaðgerðin var framkvæmd hérlendis undir stjórn Grétars. Hann var kjörinn heið- ursfélagi Skurðlækna- félags Íslands og var veitt gullhjarta Lands- samtaka hjartasjúk- linga. Grétar Ólafsson gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir lækna og há- skólamenn, sat m.a. í stjórn lækna- ráðs Landspítalans um árabil og var formaður ráðsins 1978–1982. Hann sat í launanefnd sjúkrahúslækna og var um skeið formaður hennar og átti sæti í stjórn lífeyrissjóðs lækna í mörg ár. Árin 1986 til 1990 var Grét- ar formaður Bandalags háskóla- manna og jafnframt formaður Sam- bands háskólamanna á Norður- löndum (NAR) 1986–1987 og vara- formaður 1987–1990. Grétar kvæntist 1958 eftirlifandi eiginkonu sinni Hólmfríði Magnús- dóttur lækni. Hann lætur eftir sig eina uppkomna dóttur, Sólveigu. Andlát GRÉTAR ÓLAFSSON Utanríkisráðherra Hefur komið áhyggjum á framfæri „ÉG HEF þegar rætt þetta mál við sendiherra Bandaríkj- anna hér á landi og komið á framfæri áhyggjum Íslend- inga út af þessu máli,“ segir Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra inntur eftir við- brögðum við áskorun, sem honum hefur verið send, um málefni fanga við Guant- anamoflóa á Kúbu. Ellefu aðilar standa að áskoruninni en í henni er skorað á ríkisstjórn Íslands að koma mótmælum á framfæri með formlegum hætti við rík- isstjórn Bandaríkjanna „vegna þeirra mannréttindabrota sem nú viðgangast í herstöðinni við Guantanamo-flóa á Kúbu“, eins og segir í ályktuninni. „Ég hef komið þessum áhyggjum á framfæri,“ ítrekar Halldór aðspurður. – En finnst þér það nægi- legt? „Á, þessu stigi, já,“ segir Halldór. SIGRÍÐUR Rut Júlíusdóttir, lögmaður Jóns Ólafssonar, segir dóminn sigur fyrir skjólstæðing sinn, þótt hún segist ekki sátt við að stefnandanum hafi ekki verið dæmdur málskostnaður eftir að hafa unnið málið í aðalatriðum. Hún segir dóminn hljóta að hafa áhrif á stöðu forsætisráðherra að því leyti að trúverðugleiki hans hafi beðið nokkurn hnekki. „Stöðu sinnar vegna er hann yfirmaður stjórnsýslunnar og ýmissa rann- sakenda,“ segir Sigríður Rut. „Með þessum ummælum sínum er hann að brjóta gegn grundvallarrétti þegns í þjóðfélaginu að vera saklaus uns sekt sé sönnuð með dómi. Það hlýtur að vera varhugavert að maður, sem er yfir rannsakendum í máli manns sem ekki hefur verið dæmt í, láti hafa eftir sér að það blasi við að maðurinn sé sekur um þá háttsemi sem honum er gefið að sök. Þetta verður vonandi til þess að valdhafar í þjóðfélaginu hugsi sig tvisvar um áður en þeir viðhafi ummæli sem þessi.“ Eiríkur Elís Þorláksson, lögmaður Davíðs Oddssonar, vildi ekki tjá sig um dóminn þegar Morgunblaðið leitaði viðbragða hans í gær. „Hlýtur að hafa áhrif á stöðu ráðherra“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.