Morgunblaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2004 11 DAGLEG neysla lakkríss getur verið varasöm jafnvel þótt einungis sé um lítið magn að ræða. Þetta kom fram í máli Helgu Ágústu Sig- urjónsdóttur, sérfræðings í lyflækn- ingum og innkirtlasjúkdómum, á þingi Félags íslenskra lyflækna sem haldið var á Sauðárkróki nýlega. Helga starfar nú í Gautaborg en hún skrifaði doktorsritgerð um þetta efni árið 2002. Lengi hef- ur verið vitað að ofneysla lakkríss geti haft alvar- legar afleiðingar en nú hefur jafn- framt verið sýnt fram á að reglu- leg neysla lítils magns geti verið varasöm. Helga segir að upphaf rannsókn- anna megi rekja til sjúkratilfellis sem var greint á Borgarspítalanum fyrir 13 árum. Þá kom þangað stúlka með lífshættulega lágt kal- íum og of háan blóðþrýsting. Kal- íum er ákveðið salt í blóðinu sem frumur líkamans nýta í samskiptum sínum og skortur á því getur leitt til slævðra taugaviðbragða, vöðva- slappleika og jafnvel alvarlegra hjartsláttartruflana. Lakkríssýrurnar skipta máli Í framhaldi af þessu fyrsta tilfelli gerðu Helga og samstarfsfélagar hennar tilraunir þar sem fólk var látið borða ákveðið magn af lakkrís í fjórar vikur. Þar kom fram mark- tækur munur á blóðþrýstingi. Helga hélt svo rannsóknum sínum áfram í Gautaborg og þær hafa nú leitt í ljós að það nægir að borða 50 grömm af lakkrís á dag í tvær vikur til þess að fá marktækar breytingar á blóðþrýstingi og söltum í líkaman- um. „Við erum búin að sýna fram á að það nægir að borða lítið magn á dag. Það sem skiptir þó mestu máli er magn lakkríssýrunnar í lakkr- ísnum en það er aldrei tilgreint á umbúðum,“ segir Helga og bætir við að það standi vonandi til bóta þar sem Evrópusambandið sé að skoða þessi mál. Að sögn Helgu hafa nýlega verið greind tvö tilfelli hér á Íslandi þar sem blóðþrýstingur er of hár og kalíum lífshættulega lágt. Rannsóknir Helgu sýndu jafn- framt fram á að blóðþrýstingur fólks sem er með háan blóðþrýsting fyrir hækkar a.m.k. tvöfalt á við aðra við að borða lakkrís. „Fólk með háan blóðþrýsting er ennþá næmara fyrir þessari hömlun á ensímkerfið sem lakkrís veldur og því á fólk með háan blóðþrýsting helst ekki að neyta lakkríss. Það á í raun að gilda það sama um lakkrís og alkóhól og annað slíkt. Ekki neyta þess daglega og ekki í of miklu magni.“ Lítill munur milli einstaklinga Helga segir að lengi hafi því verið haldið fram að það sé eingöngu óhófleg neysla á lakkrís sem sé varasöm og jafnvel að einungis sumir einstaklingar sýni einkenni. „Nú erum við búin að reikna það út að það er ekkert óskaplega mikill munur á milli einstaklinga nema hjá þeim sem eru með mjög háan blóð- þrýsting,“ segir Helga og bætir við að of hár blóðþrýstingur geti aukið líkur til dæmis á heilablóðfalli. „Fólk er kannski viðkvæmara fyrir því að kalíumið lækki. Það fær lam- anir í vöðvana og þá fyrst og fremst vöðvana sem eru nær líkamanum. Það byrjar oft með því að það getur ekki gengið eða á erfitt með að beita höndum.“ Helga segir að lakkrís sé líka varasamur fyrir fólk með lágan blóðþrýsting. Mikil neysla geti jafn- vel leitt til bjúgs. „Ein stúlka í rannsókninni sem var látin borða 100 grömm á dag í fjórar vikur þyngdist um 6,8 kg. Það var allt vökvi sem rann af henni þegar hún hætti að borða lakkrís,“ segir Helga og bætir við að lakkrís geti jafnvel haft áhrif á ensímkerfi í líkamanum í 2–4 mánuði eftir að neyslu hans er hætt. Dagleg neysla á lakkrís getur verið varasöm Hætta á of háum blóðþrýstingi og hjartsláttartruflunum vegna lítils kalíums í blóði RANNSÓKNIR hafa leitt í ljós að sá eða sú sem borðar 50 grömm af lakkrís á dag í tvær vikur getur fengið alvarlegar hjartsláttartrufl- anir og of háan blóðþrýsting. Þetta er mun minna magn en áður hefur verið haldið fram. Til viðmiðunar má benda á að ein lakkrísrúlla vegur í kringum 15 grömm. Lakkrís er ekki einungis í sæl- gæti með sama nafni heldur er hann að finna í ýmsum vöruteg- undum. Sem dæmi má nefna: Bjór og þá sérstaklega í dökkan bjór, tóbak, tyggjó, hóstamixtúrur og jafnvel snyrtivörur. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Nokkrar rúllur á dag Helga Ágústa Sigurjónsdóttir Doktor í jarðfræði  ÁRNI Hjartarson, jarðfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum, varði PhD-ritgerð við Kaup- mannahafnarháskóla 30. apríl sl. Ritgerðin, sem er á ensku, nefnist Skagafjarðarmislægið og jarðsaga þess. Aðalleiðbeinandi í verkefninu var dr. Asger Ken Pedersen, sem er að góðu kunnur á Íslandi, bæði fyrir rannsóknir hérlendis og auk þess sat hann lengi í stjórn Nor- rænu eldfjalla- stöðvarinnar. Andmælendur voru Paul Martin Holm, lektor við jarð- fræðideildina í Höfn, prófessor Harald Furnes frá háskólanum í Bergen og pró- fessor Ole Huml- um við Óslóarháskóla. Ritgerðin samanstendur af 7 sjálfstæðum vísindagreinum sem hver um sig fjallar um afmarkaða þætti í jarðfræði Skagafjarðar eða um hugmyndir sem af henni leiða. Auk þeirra fylgir ritgerðinni við- auki með ítarlegri lýsingu á bygg- ingu jarðlagastaflans og stóru jarð- fræðikorti. Jarðsögu héraðsins má í grófum dráttum skipta í fjóra kafla. Fyrsti hlutinn er myndun svæðisins í gos- beltum Norðurlands á tertíer, fyrir 5–9 milljónum ára. Þeirri uppbygg- ingu lauk þegar svæðið hafði rekið út úr gosbeltunum. Þá hófst annar kafli og þá náðu roföflin yfirhönd- inni og frumdrættir núverandi landslags tóku að mótast, m.a. dalakerfi Skagafjarðar. Þriðji kafl- inn hófst fyrir um tveimur millj- ónum ára en þá kom eldvirkni upp að nýju í héraðinu, bæði inni í Skagafjarðardölum, úti á Skaga og í firðinum sjálfum. Sumir dalanna hálffylltust af hraunum. Þessi um- brot stóðu í um milljón ár en síðan tók að draga úr eldvirkninni og roföflin urðu allsráðandi á ný. Fjórði og síðasti kafli jarðsögunnar spannar undangengin milljón ár eða svo. Á þeim tíma hafa vötn og jöklar náð að rjúfa burtu megnið af hinum ungu gosmyndunum og móta landslagið í núverandi horf. Í ritgerðinni eru ýmsar nýj- ungar. Þar er sýnt fram á að eitt mesta gjóskugos sem orðið hefur í gjörvallri jarðsögu Íslands átti sér stað í s.k. Tinnáreldstöð í Skaga- firði fyrir 5,5 milljónum ára. Þá myndaðist gríðarmikill líparítgúll á svæðinu sem var mörg hundruð metra hár og 8 km3 að stærð. Jafn- framt varð gríðarlegt öskufall. Askan barst norður í höf og hefur fundist í djúpsjávarseti 500 km norður af landinu. Dalakerfi Skagafjarðar er mjög gamalt og var að mestu mótað fyrir meira en tveimur milljónum ára, þ.e. fyrir ísöld. Þáttur ísaldarjökla í landmótuninni er mun minni en margir hafa haldið en það er raun- ar atriði sem prófessor Trausti Einarsson benti á upp úr miðri síð- ustu öld. Eldvirknin sem kom upp í Skagafirði fyrir tveimur milljónum ára átti sér stað þegar nýtt gosbelti reyndi að ryðja sér til rúms á Norðurlandi. Það náði þó ekki fót- festu og kulnaði út eftir milljón ár. Ástæðurnar fyrir þessu eru taldar vera sveiflur í virkni heita mött- ulstróksins undir landinu. Rannsóknirnar í Skagafirði gáfu til kynna mun hraðara landrek á svæðinu en almennt hefur verið talið. Í framhaldi af þeim nið- urstöðum var þetta skoðað fyrir landið í heild og gerð athugun á gliðnun þess út frá gosbeltunum. Þá kom í ljós að hið hraða landrek virtist alls staðar gera vart við sig. Athugunin sýndi einnig að þetta ferli hefur verið í gangi í a.m.k. 15 milljón ár. Afleiðingin er sú að Ís- land er mun stærra en það ætti að vera samkvæmt hefðbundinni túlk- un á jarðsögunni og skilningi manna á landreki og gliðnun. Árni Hjartarson CLUB Lögberg, málflutningsfélag laganema, bar sigur úr býtum í Norrænu málflutningskeppninni, sem fram fór um seinustu helgi, en liðsmennirnir eru allir nemendur við lagadeild HÍ. Norræna málflutningskeppnin fer fram árlega, en þar eru flutt mál sem snerta mannréttindi. Tólf lið frá Norðurlöndunum tóku þátt, en Club Lögberg var fulltrúi ís- lenskra laganema. „Keppnin felst í málflutningi eins og við værum að flytja mál fyrir Mannréttinda- dómstóli Evrópu og ávörpum dóm- arana sem slíka,“ segir Heiða Björg Pálmadóttir, ein af liðs- mönnum Lögbergs. „Dómararnir í keppninni eru norrænir dómarar, annars vegar frá Mannréttinda- dómstóli Evrópu og hins vegar frá Hæstarétti hvers af Norðurlönd- unum. Það eru búin til mál, sem við fáum send til undirbúnings. Fyrri hluti málsins felst í greinargerð- arskrifum og síðari hlutinn í munn- legum flutningi fyrir dómurum.“ Heiða Björg segir það vera afar góða tilfinningu að sigra í keppn- inni og liðið sé í sjöunda himni. Klúbburinn fær viðurkenningu fyr- ir sigurinn og 15.000 sænskar krónur í verðlaun. Hrafnhildur María Gunnarsdóttir, einn liðs- manna klúbbsins, fékk viðurkenn- ingu sem besti ræðumaður síns rið- ils. Þá fékk klúbburinn viðurkenn- ingu fyrir bestu varnargreinar- gerðina. Riðlar og undanúrslit fóru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á laug- ardag, en úrslitakeppnin var háð í Hæstarétti á sunnudag, þar sem Club lögberg bar sigur úr býtum gegn Club S:t Erik frá Svíþjóð. Keppt í flutningi mannréttindamála Morgunblaðið/ÞÖK Sigursælir meðlimir Club Lögberg í Hæstarétti. F.v. Hervör Pálsdóttir, Heiða Björg Pálmadóttir, Sesselja Sigurð- ardóttir, Þórunn Pálína Jónsdóttir, Ari Karlsson og Hrafnhildur María Gunnarsdóttir. Fráleitt að segja niður- stöðuna sigur fyrir stjórnvöld MAGNÚS Norðdahl, deildarstjóri lögfræðideildar ASÍ, segir ummæli Vilhjálms Egilssonar, ráðuneytis- stjóra í sjávarútvegsráðuneytinu, um niðurstöður Alþjóðavinnumálastofn- unarinnar (ILO) varðandi afskipti stjórnvalda af gerð kjarasamninga sjómanna benda til takmarkaðs skiln- ings hans á alvarleika málsins. Magnús segir Vilhjálm hafa kynnt sjónarmið stjórnvalda á þingi ILO en nefndarformennirnir, sem séu hátt skrifað fólk í alþjóðasamfélaginu, hafi komist að niðurstöðu sem í einu og öllu sé samhljóða niðurstöðum sér- fræðinganefndarinnar áður. Lendum í flokki með þriðja heims ríkjum „Þarna var ekki um neina áfrýjun að ræða, málið var tekið fyrir vegna þess hversu alvarlegt það er og þarna lendum við í flokki með löndum eins og t.d. Zimbabwe og Bangladesh. Það voru aðeins fimm ríki sem þurftu að sæta sérstakri meðferð út af sam- þykkt númer 98 sem er grundvallar- samþykkt.“ Magnús segir því fráleitt að tala um niðurstöðuna sem sigur fyrir ís- lensk stjórnvöld eins og Vilhjálmur geri og ef eitthvað sé sé hún mikil skömm fyrir íslenska ríkið enda um ítrekuð brot að ræða síðastliðinn einn og hálfan áratug. Það samræmist ekki lýðræðisríkjum á Vesturlöndum að gera slíkt. Magnús bendir á að í þessu tilviki hafi engin ríkisstjórn staðið upp til stuðnings fyrir Ísland en slíkt sé óal- gengt því yfirleitt reyni ríkisstjórnir að veita hver annarri styrk ef efni og ástæður þykja til þess. En í þessu til- viki hafi bara ein ríkisstjórn, ríkis- stjórn Argentínu, gefið mjög stutta yfirlýsingu þar sem hún hafi lýst því yfir að íslensk stjörnvöld myndu nú vonandi huga að því að færa þessi mál til betri vegar. Magnús segir þau ummæli Vil- hjálms að niðurstöðurnar hafi ekki legið fyrir vera rangar. Fundar- stjórnin hafi komist að niðurstöðu sem hafi verið lögð fyrir nefndina og hún verið samþykkt. Ekki skipti öllu máli í þessu sambandi hvenær end- anleg fundargerð liggi fyrir. „Niður- staðan féll við hamarshögg þriðju- daginn 8. júní,“ segir Magnús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.