Morgunblaðið - 15.06.2004, Page 22

Morgunblaðið - 15.06.2004, Page 22
LANDIÐ 22 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Sauðárkrókur | Fyrsta skrefið í uppbyggingu stofnunar sem ber nafn Guðbrandar Þorlákssonar var tekið sl. þriðjudag með formlegri stofnun hennar, sem fram fór í hinni nýju Auðunnarstofu, aðsetri Hólabiskups. Jón Aðalsteinn Baldvinsson vígslubiskup bauð gesti velkomna og sagði ánægjulegt að nú yrði það skref stigið, sem marka mundi tímamót í glæstri uppbyggingu Hólastaðar þar sem menntun, trú og menning mundu saman renna í einum farvegi. Guðrún Helgadóttir tók þessu næst til máls og rakti undirbúning að því að Guðbrandsstofnun var sett á laggirnar, en vilji heima- manna var til þess að tengja saman fræðastörf, sögu og helgi Hóla- staðar, og þótti einsýnt að til þess væri best, að koma á fót stofnun kenndri við einn þekktasta biskup staðarins, sem allt var í senn, trú- maður, vísindamaður og listamað- ur. Samkomulag varð á milli Hóla- skóla og embættis biskups, að leita eftir samvinnu við Háskóla Íslands, sem komið varð á, og var Einar Sigurbjörnsson tilnefndur fulltrúi Háskólans í stjórn auk vígslubisk- ups Jóns A. Baldvinssonar og Skúla Skúlasonar rektors. Sagði Guðrún að vonast væri til að auk ýmiskonar fræða og menn- ingarstarfs mundi Guðbrands- stofnun sinna útgáfustarfi, og stæðu vonir til að starf stofnunar- innar yrði orðið svo mótað að hún yrði í lykilstöðu á 900 ára afmæli skólastarfs á Hólum árið 2006. Þá setti stjórnarformaður, Jón A. Baldvinsson biskup, fyrsta stjórn- arfund, en fyrir lá aðeins eitt mál, en það var stofnun Guðbrands- stofnunar og undirskrift samstarfs- samnings varðandi hana, sem allir stjórnarmenn undirrituðu. Stjórnarformaður afhenti Stein- unni Jóhannesdóttur rithöfundi og fræðimanni lykil að Auðunnar- stofu, en Steinunn er fyrsti fræði- maðurinn sem hefur aðsetur og vinnuaðstöðu þar. Kristín Halla Bergsdóttir fiðluleikari flutti þessu næst verk eftir Grieg. Leiðarsteinar Guðbrandsstofnunar Í Hólaskóla var haldið málþing um Guðbrand Þorláksson og hlut- verk stofnunar hans. Skúli Skúla- son setti málþingið og sagði vel við hæfi að fjallað væri um hinn merka biskup sem verið hefði sameining- artákn sögu, menningar og helgi í lífi þjóðarinnar. Þakkaði Skúli undirbúnings- hópnum vel unnin störf, en síðan tók til máls Einar Sigurbjörnsson. Benti Einar á að rætur bæði Hóla- skóla og Háskóla Íslands lægju djúpt í sögu þjóðarinnar. Rakti Ein- ar sögu háskólastarfs hérlendis, en undirstöður Háskóla Íslands væri að finna á hinum fornu bisk- upsstólum að Hólum og Skálholti, en stólsskólarnir voru lagðir niður um aldamótin 1800 og sameinaðir í Reykjavík þar sem æðsta mennta- stofnun þjóðarinnar hefur verið æ síðan. Þá ræddi hann bókaútgáfu Guðbrandar, en alls gaf hann út um eitt hundrað bækur, var sjálfur höfundur allmargra, og þýddi enn fleiri. Óskaði Einar þess að grunn- gildi Guðbrandar Þorlákssonar það er: hið sanna, fagra, góða, gæsku- ríka og fullkomna, mættu verða þeir leiðarsteinar sem mörkuðu spor Guðbrandsstofnunar. Hjalti Hugason fjallaði um Guð- brand Þorláksson sem biskup og mann, þá ræddi hann mörg mynd- verk sem til eru af Guðbrandi og hvað þau gætu sagt okkur um hann. Hjalti gerði að umtalsefni það, að ef til vill væri íslensk tunga og rit- mál ekki til í dag ef Guðbrandar hefði ekki notið við, en þá vildi hann einnig minna á þróun lands- kirkju hérlendis, sem á margan hátt hefði verið frjálsari og sveigj- anlegri en kirkjan í nágrannalönd- unum, en í þessari þróun sagði hann Guðbrand hafa átt mjög ríkan þátt, um leið og hann hefði lagt meira en flestir aðrir til íslenskrar kirkjusögu. Sagði hann Guðbrand ekki ein- asta hafa verið guðfræðilega menntaðan heldur hafi hann verið fjölmenntaður vísindamaður, og þannig ættu aðstandendur hinna ýmsu vísindagreina að eiga góðan umræðugrundvöll innan vébanda Guðbrandsstofnunar. Síðast á málþinginu tók til máls Steinunn Jóhannesdóttir og fjallaði um það verkefni sem hún nú vinnur að, en það er í raun framhald af bók hennar um Guðríði Sím- onardóttur, en nú fjallar hún um Guðríði og síðari mann hennar sálmaskáldið Hallgrím Pétursson. Var umfjöllun Steinunnar stór- skemmtileg og fjallaði að mestu um ár séra Hallgríms á Hólum og tengsl hans við frænda sinn Guð- brand Þorláksson. Varpaði hún fram spurningunni: Hvað gerir mann að skáldi – og skáld að stór- skáldi? Leitaðist Steinunn við að svara þessari spurningu í máli sínu og benti á afgerandi þætti í lífi Hall- gríms sem gætu hafa markað hon- um braut sem einu ástsælasta skáldi Íslendinga. Að málþingi loknu var helgi- stund í dómkirkjunni á Hólum. Unnið að stofnun Guðbrandsstofnunar á Hólum Samstarfssamninginn undirrituðu Einar Sigurbjörnsson prófessor (lengst til vinstri), Skúli Skúlason rektor og Jón A. Baldvinsson vígslubiskup. Morgunblaðið/Björn Björnsson Jón A. Baldvinsson vígslubiskup afhenti Steinunni Jóhannesdóttur rithöf- undi lykil Auðunnarstofu, en hún vinnur að bók Guðríðar Símonardóttur. Húsavík | Framhaldsskólanum á Húsavík var slitið á dögunum við fjölmenna og hátíðlega athöfn í Húsavíkurkirkju. Að þessu sinni út- skrifuðust 15 stúdentar, 14 nemend- ur af almennum námsbrautum og 1 af uppeldisbraut. Þetta var í 17. sinn sem skólanum var slitið og hafa þá 457 nemendur lokið námi við skól- ann. Þar af eru 250 stúdentar, 62 af iðnbrautum og 162 af ýmsum starfs- náms- og undirbúningsbrautum. Í ræðu sinni kom skólameistari, Guðmundur Birkir Þorkelsson, m.a. inn á samstarf skólans við Félags- og skólaþjónustu Þingeyinga og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga um heildstæða endurhæfingu öryrkja sem þótti takast mjög vel en 9 nem- endur útskrifuðust af þeirri braut. Gunnar Baldursson aðstoðarskóla- meistari fór yfir starf skólans á skólaárinu og Björgvin Leifsson stjórnaði brautskráningu og verð- launaafhendingu. Að venju var boðið uppá tónlistaratriði í kirkjunni og söng Kristján Þ. Halldórsson við undirleik Juliet Faulkner. Hilmar Valur Gunnarsson flutti ávarp fyrir hönd nýstúdenta. Viðurkenningar fyrir góðan námsárangur og störf að félagsmál- um voru veittar. Framhalds- skólinn brautskráði stúdenta Morgunblaðið/Hafþór Útskriftarhópurinn ásamt Guðmundi Birki Þorkelssyni skólameistara. Siglufjörður | Siglfirðingar efndu til sjómannastundar í Siglufjarðar- kirkju fyrir skömmu. Um var að ræða sambland af skemmti- og menningardagskrá þar sem fjöldi bæjarbúa leggur hönd á plóginn til gera þetta sem ánægjulegast þó svo að óumdeilanlega hvíli mestur und- irbúningur á herðum sóknarprests- ins séra Sigurðar Ægissonar og Sveins Björnssonar, formanns sjó- björgunarsveitarinnar. Það er mikið um söng í sjómanna- stundinni en ýmsar frásagnir tengd- ar sjómennsku á milli söngatriða. Þarna komu fram kirkjukórinn, karlakór Siglufjarðar, kvennakórinn og ennfremur sönghópurinn Dyfr- urnar sem skipaður er fjórum ung- um konum. Gylfi Ægisson var mætt- ur og flutti þrjú af sínum kunnustu lögum. Allt tónlistarfólkið fékk frá- bærar undirtektir. En það tónlistar- atriði sem mest kom á óvart var tví- mælalaust gömul upptaka með söng Ágústs Gíslasonar sem þjóðin þekkir undir nafninu Gústi Guðsmaður. Þessa upptöku hafði séra Sigurður Ægisson grafið upp en þar flutti Gústi gamlan bænasálm. Miðað við að Gústi mun hafa verið um áttrætt þegar söngur hans var tekinn upp var rödd hans ótrúlega tær og sterk. Við athöfnina voru ein sjómanns- hjón heiðruð. Það voru Sveinn Sveinsson og Björg Friðriksdóttir sem bæði eru Siglfirðingar að upp- runa. Sveinn hefur stundað sjósókn á bátum og togurum frá Siglufirði í liðlega 40 ár og fer enn túr og túr sem vélstjóri á togurum Þormóðs ramma. En Sveinn var liðtækur skíðamaður á yngri árum, m.a. Ís- landsmeistari í skíðagöngu og var það rifjað upp í ágætu ávarpi sem Sveinn Björnsson flutti þegar hann afhenti þeim hjónum blóm og viður- kenningarskjal af þessu tilefni. Sveinn flutti einnig upprifjun frá því að hann var að byrja sinn sjó- mannsferil fyrir 40 árum við gjör- ólíkar aðstæður og nú tíðkast. Var saga hans fróðleg, ekki síst fyrir þá sem alast upp við lög og reglugerðir um alla hluti. Þá varð hann og skips- félagar hans að gera sér að góðu að fá verulegan hluta af vetrarkaupinu greiddan í fatnaði. Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Björg Friðriksdóttir og Sveinn Sveinsson voru heiðruð fyrir störf sín. Hlustuðu á söng Gústa Guðsmanns

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.