Morgunblaðið - 15.06.2004, Síða 27

Morgunblaðið - 15.06.2004, Síða 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2004 27 Viltu: Já Nei 1a Öflugt miðbæjaríf bæði dag og nótt 1b Öflugt miðbæjarlíf eftir miðnætti 2a Fleiri borgarbúa sem búa í nálægð við miðbæinn 2b Fleiri borgarbúa sem búa sem næst Hveragerði, Akranesi eða Reykjanesbæ 3a Skilvikar almenningsamgöngur 3b Engar alenningssamgöngur/ tregar almenningssamgöngur 4a Standa undir rekstri á einum fjölskyldubíl og þrem reiðhjólum 4b Vinna fyrir kostnaðinum við rekstur tveggja – fjögurra fjöl- skyldubíla 5a Nota minni kjörtíma í akstur við útréttingar fjölskyldunnar 5b Nota meiri kjörtíma í akstur við útréttingar fjölskyldunnar 6a Halda menningarnótt í miðbænum þar sem ennþá eru verslanir 6b Halda menningarnótt í Kringlunni 7a Halda upp á 17. júní í lifandi miðbæ 7b Halda upp á 17.júní í Smáralind 8a Tengja framtíðar byggingarland í Vatnsmýrinni við miðbæinn og nærliggjandi hverfi 8b Gera framtíðar byggingarland í Vatnsmýrinni að úthverfi 9a Eignast hátækni sjúkrahús LSH þar sem A, B og C hlutar þess eru ekki aðskildir með stórum umferðarmannvirkjum 9b Eignast hátækni sjúkrahús LSH sem mun byggjast upp á þrem umferðareyjum A er norðan við gömlu Hringbrautina, B-hlutinn er á milli gömlu og nýju Hringbrautarinnar. C er sunnan við nýja ofanjarðar Hringbraut. 10a Minnka loft- og hljóðmengun 10b Auka loft – og hljóðmengun 11a Nota skattpeninga þína til þess að borga fyrir neðanjarðar Hringbraut 11b Nota skattpeninga þína til þess að borga fyrir sex akreina ofanjarðar Hringbraut 12a Samfellda byggð frá Reykjavíkurhöfn að Nauthólsvík 12b Sundurskorna byggð í hjarta höfuðborgarinnar þar sem fram- tíðaríbúar Vatnsmýrarinnar þurfa að koma sér yfir 6 akreina stofnbaut til að komast með börnin sín að Tjörninni til að gefa öndunum brauð. HVERNIG höfuð- borg viljum við Ís- lendingar eiga og láta afkomendur okkar taka við? (SJÁ TÖFLU) Kæri lesandi, þetta eru bara nokkrar þeirra stóru spurn- inga sem við öll ætt- um að spyrja okkur. Skipulagsmál snerta líf, heilsu og fjárhag okkar allra. Ef þú hefur kross- að við já í flestum lið- um merktum b þá skaltu ekki lesa lengra. Þeir sem hins vegar hafa krossað við já í flestum liðum merktum a ættu að láta rödd sína heyrast með því að skrifa sig á undir- skriftalista þar sem þess er krafist að framkvæmdir við ofanjarðar 6 akreina Hringbraut sem á eftir að liðast um Vatnsmýrina verði stöðv- aðar og spurningin um ofan- eða neðanjarðar Hringbraut borin und- ir atkvæði íbúanna í tengslum við vænt- anlegar kosningar um fjölmiðlafrumvarpið. Undirskriftalistinn er á slóðunum forsíða www.mbl.is og www.tj44.net/ hringbraut/ Söfnun undirskrifta lýkur um miðnætti mánudaginn 21. júní. Etv. auðveldar það þér að mynda þér skoðun um þetta stór- mál ef þú lest frétt á bls. 4 í Fréttablaðinu sunnudag 13. júní. „Hringbraut í opinn stokk.“ Líf eða dauði höfuðborgar Dóra Pálsdóttir skrifar um færslu Hringbrautarinnar Dóra Pálsdóttir ’Skipulagsmálsnerta líf, heilsu og fjárhag okk- ar allra.‘ Höfundur er kennari. STAKSTEINAHÖFUNDUR helgar mér heilan pistil sl. sunnudag og af því tilefni vil ég taka þetta fram: Ónógur undirbúningur laga- setningar og hraðkeyrsla gegn- um þingið er til marks um „mikinn asa“ eða öllu heldur óðagot og sýnir veika stöðu Al- þingis sem löggjafarstofnunar gagnvart framkvæmdavaldinu. Langar ræður dag og nótt skipta engu máli, heldur inni- hald þeirra, og það ræðst af þeim upplýsingum í gögnum sem fyrir liggja og því svigrúmi sem þingmönnum er gefið til að íhuga mál. Með þessari ábend- ingu er ekki fallið frá neinum athugasemdum við þá máls- meðferð sem lýst er sem „mikl- um asa“. Staksteinahöfundur telur mig almennt skjótan til svars, en til að gera umsögn um fjölmiðla- frumvarpið svo úr garði sem ég hefði kosið taldi ég mig þurfa lengri tíma en tæplega tvo daga og hafði þann fyrirvara á í um- sögninni. Sjálfur hlýt ég að vera dómbærari um það en staksteinahöfundur. Þótt fjölmiðlanefndin ynni gott starf svo langt sem það náði, vannst henni ekki tóm til að gera öllum þáttum málsins skil, t.d þeim sem lutu að skuldbindingum gagnvart Efnahagssvæði Evrópu. Þetta hefur formaðurinn viðurkennt. Stjórnskipuleg álitaefni hefði einnig þurft að skoða betur og stöðu íslenzkra fjölmiðla í al- þjóðlegri samkeppni, meðal annars í ljósi samkeppnislaga og samþjöppunar á markaði. Ég hef þessi orð ekki fleiri, en legg til að staksteinahöfund- ur hefji rannsókn á málinu, spyrji fjölmiðlanefndarmenn hvort þeim hafi gefizt tóm til að kanna allt málið með viðhlít- andi hætti. Í framhaldi af því væri æskilegt að staksteinahöf- undur skoðaði gaumgæfilega allan aðdraganda að gerð frum- varpsins. Þá væri gott að hann leitaði til þeirra sem beðnir voru um umsögn og kannaði hvort þeir teldu sig hafa fengið nægan tíma. Loks væri fróðlegt að fá viðhorf alþingismanna um málsmeðferð. Um þetta mætti síðan skrifa grein sem yrði 1–2 bls. í Morgunblaðinu og þar birtust allar staðreyndir máls- ins. Ég ætla að bíða með frek- ari skrif þar til þessi grein birt- ist. Sigurður Líndal Asi og óðagot Höfundur er fyrrverandi prófessor. Í AÐDRAGANDA og kjölfar ákvörðunar forseta lýðveldisins um að skjóta fjöl- miðlalögunum til þjóðarinnar hefur harðasti kjarni Sjálf- stæðisflokksins agnú- ast út í að lýðræð- issinnar hafa talað um málskotsrétt for- seta. Þeir hafa kallað þetta öfugmæli, orða- leik og sagt að með því sé verið að klæða ákvörðun forsetans í rangan búning. Þessi málflutningur byggist á merkilegri van- þekkingu sjálfstæð- ismanna á eigin sögu varðandi stjórnarskrá lýðveldisins. Mál- skotsréttur forseta er nefnilega hugtak sem ekki er nýtt af nálinni heldur beinlínis runnið úr smiðju sjálfstæðismanna sjálfra í tengslum við stjórnarskrána frá 1944. Magnús Jónsson alþingismað- urnotaði orðið „málskotsréttur“ ítrekað í umræðum á Alþingi um stjórnarskrána árið 1944. Mál- skotsréttinn kallaði hann á einum stað „þessa stórkostlegu heimild til að bera lagafrv. undir þjóð- aratkvæði“. Öðru sinni fjallaði Magnús meðal annars um valdsvið forseta og sagði orðrétt: „Ég álít þó ekki hægt að komast hjá því að áskilja honum þennan málskots- rétt, þannig að hann geti fellt lög úr gildi, ef hann þykir réttari fulltrúi þjóðarviljans en Alþingi.“ Orðalag í yfirlýsingu forseta lýðveldisins þegar hann hafnaði fjöl- miðlalögunum fyrr í þessum mánuði virðist sótt að hluta í þessi orð þingmannsins frá 1944. Tilefni orðalags Magnúsar Jónssonar er auðfundið. Í grein- argerð með stjórn- arskrárfrumvarpinu árið 1944 skýra höf- undarnir þann rétt sem í 26. grein stjórnarskrárinnar er veittur forseta lýðveldisins til að synja lögum staðfestingar. Þar segir m.a. orðrétt: „Ákvörðun um slíka staðfestingarsynjun eða mál- skot til þjóðaratkvæðis tekur for- seti…“ Magnús Jónsson var alþing- ismaður Sjálfstæðisflokksins. Í milliþinganefndinni sem samdi frumvarp til stjórnarskrárinnar og þar á meðal hugtakið „málskot til þjóðaratkvæðis“ voru fyrir Sjálf- stæðisflokkinn Gísli Sveinsson og Bjarni Benediktsson, síðar for- maður Sjálfstæðisflokksins og for- sætisráðherra. Það voru því hvorki núverandi forseti lýðveld- isins né aðrir lýðræðissinnar sam- tímans sem færðu hugtökin „mál- skot til þjóðaratkvæðis“ eða „málskotsréttur“ inn í umræðu um embætti forseta Íslands. Það var Sjálfstæðisflokkurinn sjálfur. „Málskot til þjóðaratkvæðis“ Össur Skarphéðinsson skrifar um málskotsrétt forseta ’Þessi málflutningurbyggist á merkilegri vanþekkingu sjálfstæð- ismanna á eigin sögu varðandi stjórnarskrá lýðveldisins.‘ Össur Skarphéðinsson Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Upplýsingar í síma 552 2028 og 552 2607 www.graennkostur.is Sendum grænmetisrétti til fyrirtækja í hádeginu • Magnafsláttur Sængurfataverslun, Glæsibæ • Sími 552 0978 Bómullar-, satín- og silkidamask-sett í úrvali

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.