Morgunblaðið - 15.06.2004, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 15.06.2004, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2004 29 Í HELSINKI um miðjan janúar á næsta ári halda Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunin og Evrópusam- bandið ráðherraráðstefnu allra 52 Evrópulanda. Þar hittast heilbrigð- isráðherrar, embættismenn, fræði- menn og fulltrúar frjálsra fé- lagasamtaka og ræða þann víðfeðma mála- flokk: geðheilbrigð- ismál í Evrópu á fjög- urra daga lokuðum fundi. Áhersla fund- arins er m.a. á geðheil- brigði barna og ung- linga, geðheilbrigði og vinnu og geðheilsu eldri borgara, ásamt því að ræða fordóma og þjónustu við geð- sjúka. Ætlunin er að heilbrigðisráðherr- arnir skrifi undir yf- irlýsingu og fram- kvæmdaáætlun sem hrinda á í framkvæmd til að auka geðheil- brigði Evrópubúa á tímum örra breytinga; og næg ástæða er til. Um 850 milljónir manna búa í Evrópu. Áætlað er að á hverjum tíma þjáist 33 milljónir þeirra af þunglyndi, um 3 milljónir af geð- klofa, um 20 milljónir ungmenna í álfunni búa við örorku vegna geð- rænna kvilla á hverjum tíma og um 5 milljónir þjást af elliglöpum svo dæmi séu tekin. Í Evrópu eru fram- in um 170.000 sjálfsvíg á hverju ári og meirihluti þeirra sem falla fyrir eigin hendi eiga við geðræn eða áfengis- og vímuefnatengd vanda- mál að stríða. Bilið á milli þeirra sem þarfnast meðferðar og þeirra sem fá meðferð er mikið. Allt að fimmtungur þeirra sem þjást af geðklofa, helmingur þunglyndra og 90% þeirra sem misnota áfengi fá ekki meðferð, þrátt fyrir að allar rannsóknir bendi til þess að inngrip af einhverju formi myndi draga verulega úr byrði einstaklinga, fjöl- skyldna og samfélagsins alls. Víða í Evrópu má rekja stóran þátt aukn- ingar veikindadaga og fjarveru frá starfi til álags og þunglyndis. Upp- lýsingakerfi heilbrigðisþjónust- unnar eru víðast hvar í Evrópu van- fær um að greina staðbundnar félagslegar, menningarlegar og efnahagslegar ögranir og tækifæri sem tengjast geðröskunum og hvernig megi vinna með þær ögr- anir og tækifæri að bættri geð- heilsu. Fordómar gegn geð- sjúkdómum eru enn stórt vandamál í Evrópu sem oft valda því að þeir sem þjást hræðast það að leita sér hjálpar og eiga oft erfitt með að finna sér vinnu eftir meðferð og að- lagast samfélaginu. Stefna í geðheil- brigðismálum er ekki samhæfð í Evrópu. Sum lönd hafa enga stefnu, jafnvel enga löggjöf varðandi mála- flokkinn og treysta enn á tímum valddreifingar og tilfærslu þjónustu við geðsjúka frá stofnun út í sam- félagið, á stóra geðspítala með afar slæmum aðbúnaði og hárri dán- artíðni. Fjármunir sem renna til geðheilbrigðismála eru víða í Evr- ópu langt frá því að vera í samræmi við hlutdeild málaflokksins í heil- brigðiskerfinu. Slíkur skortur á fjármagni bitnar oft illa á minni- hluta- og jaðarhópum í samfélaginu svo sem: heimilslausum, innflytj- endum og fíklum ásamt því sem þeir hinir eldri og börn búa iðulega við verri aðgang að þjónustunni. Umbóta er þörf til að bæta þjón- ustu, breyta viðhorfum, skapa þekk- ingu og færni, en umfram allt vinna að skilningsríkara samfélagi í Evr- ópu í garð geðsjúkra. Ástand geð- heilbrigðismála í Evrópu kann að vera fjölbreytt og margvíslegt, allt frá Usbekistan í austri til Íslands í norð-vestri en ef við vinnum saman að sameignilegu markmiði og lær- um af hvert öðru getum við breytt tölunum hér að ofan á betri veg. Mikilvægt er að hafa tvíræðni málefnisins í huga þar sem við erum öll að vissu leyti samsett úr þáttum bæði heislu og veikinda og því þætt- ir sem stuðla að geð- heilsu og geðveiki eru því að áliti margra inn- byggðir í okkur öll. Því er mikilvægt að leggja áherslu á geð- heilsuþættina, þá þætti sem við öll búum við og græðum á að rækta, jafnt sem einstaklingar og heild. En hvernig er hægt að minnka byrði sam- félaga og einstaklinga í Evrópu vegna geð- raskana? Vinna þarf með þá þætti sem við höfum stjórn á og vinna með þá í „láréttri nálgun“. „Lárétt nálgun“ er nálgun sem er sambland af „top- down“-nálgun stjórnvalda, með stefnur, markmið og ákveðna for- gangsröð sem blandast svo saman í miðjunni á láréttu plani við „bottom-up“-nálgun borgaralegs samfélags með framkvæmdakraft frjálsra fé- lagasamtaka sem bugspjót. Í slíkri heildarnálgun og sam- vinnu tel ég líkurnar mestar á að ná árangri. Viðfangs- efnin eru mörg: Við þurfum að berjast gegn fordómum. Við þurfum að koma meðferð geðsjúkra í aukn- um mæli út af sjúkrahúsum og útí samfélagið. Við þurfum að undirbúa samfélagið undir slíkar gjörðir. Við þurfum að takmarka álag nútímans og hugsa vel um jaðarhópa sam- félagsins sem er hættara við geð- röskunum. Við þurfum á skipulagð- an hátt að styrkja heilbirgða lífshætti, helst með „mjúkum krafti“1 en ekki „hörðu afli“2 og beinum boðhætti. Við þurfum að gera heilsugæsluna virkari í þjón- ustu við geðsjúka og geðheilbrigði. Við þurfum að samþætta heil- brigðis- og félagsmálayfirvöld í þjónustu við geðsjúka og að draga skýrar línur milli hlutverks ríkis og sveitarfélaga. Við þurfum að auka hlutverk sveitarfélaga í þjónustu við geðsjúka og geðheilbrigði. Við þurf- um að stuðla að auknum rann- sóknum á orsökum geðraskana og geðheilbrigði og ýta undir valddreif- ingu (empowerment) til notenda þjónustunnar. Við þurfum að tryggja að sanngjörn stefna og lög séu til staðar í málefnum geðheil- brigðis og að þeim sé markvisst fylgt eftir. Og síðast en ekki síst þurfum að að tryggja það að not- endur kerfisins og fjölskyldur þeirra séu partur af öllum ákvörð- unum sem teknar eru um geðheil- brigðismál. Þau eru kjarni þjónust- unnar og um þau á þjónustan að snúast; því má aldrei gleyma. Svo þarf bara að hrinda þessu í framkvæmd með aðgerðaráætlun á nýju ári. Um það á fundurinn í Helsinki að snúast en kannski er mikilvægasti tíminn einmitt tíminn eftir fundinn þegar kemur í ljós hvort hin fjölbreyttu ríki Evrópu munu taka af skarið og vinna að sameiginlegum markmiðum eftir aðgerðaáætluninni eða fljóta sofandi að feigðarósi með fögur fyrirheit undir koddanum. Við skulum öll vona að svo verði ekki. Tími enn meiri breytinga er framundan en eigum við að ná markmiðum okkar getum við ekki aðeins stólað á kerfið heldur verð- um við öll sem eitt að horfa inná við og hefja breytingu þar. Ég bið ykk- ur því að spyrja ekki hvað þið getið haft út úr lífinu heldur hvað þið get- ið gert fyrir aðra. Með því náum við öll tilvist. 1 „að fá almenning til þess að breyta sjálf- stætt án þess að upplifa þrýsting“ 2 „að beita beinum boðhætti til að ná fram breytingum á breytni almennings“ G-evrópa Eftir Héðin Unnsteinsson Höfundur er starfsmaður Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar. Og síðast en ekki síst þurfum við að að tryggja það að not- endur kerfisins og fjölskyldur þeirra séu partur af öllum ákvörðunum sem teknar eru um geðheilbrigðismál. Héðinn Unnsteinsson aðildarþjóð ESB sem veitt hefur hvað harðasta mótspyrnu gegn valdaframsali til ESB. Þeir felldu Maastricht- samninginn og fengu í framhaldinu sam- þykktar veigamiklar undanþágur en höfnuðu svo evru í enn einni þjóð- aratkvæðagreiðslu. Meirihluti Íra felldi Nice-samninginn í þjóðaratkvæði en nið- urstaðan snerist við undir þrýstingi áróðursherferðar og hótana þegar kosið var í annað sinn. Algengt er að heyra bæði í fjölmiðlum og manna á meðal að Íslendingar og Norðmenn verði að ganga í ESB fyrr eða síðar hvort sem þeim líki betur eða verr. Í þessum áróðri táknar ESB sama og Evrópa, samanber að ESB-sinnar kalla sig ,,Evrópusinna“ og spyrja oft með þjósti hvort fólk ætli sér að vera ,,á móti Evrópu“. En þegar við lítum í kringum okkur sjáum við að þessi áróð- urskennda örlagahyggja gengur þvert á þær staðreyndir sem við blasa. Flest bendir til þess að stór hópur ríkja í norðvestanverðri álfunni vilji áfram varðveita sjálfstæði sitt þótt kannski megi segja að í sumum þeirra sé seint í rassinn gripið. En þó ekki um seinan. andstöðuna gegn síauknu afsali ýmissa þátta sjálfstæðis til ESB. En í Bretlandi er það hægrivængurinn sem forystuna hefur. Sú staðreynd breytir þó engu því að allar eru þessar hræringar þver- pólitískar í eðli sínu líkt og við sjáum hér á Íslandi. Þau straumhvörf sem eru að birtast okkur í Svíþjóð og Bretlandi á seinustu misserum falla jafnframt vel að þeirri mynd sem blasir við á Íslandi og í Noregi þar sem andstaða hefur lengi verið nægilega sterk til að koma í veg fyrir aðild. Fyrir rúmu ári var fylgi við ESB-aðild komið upp í 69% í Noregi undir áhrifum fjölmiðlafárs í kringum stækkun ESB til austurs. Nú er sú sveifla gengin til baka og munur á fylk- ingum aftur orðinn óverulegur; skoð- anakönnun í seinustu viku sýndi að meirihluti var gegn aðild. Danir eru sú stefnu straumurinn tekur. Eftir að Bretar hafa hafnað bæði evru og stjórn- arskrárdrögum gæti nið- urstaða orðið óbreytt ástand að öðru leyti. Eins gæti orðið ofan á að Bretar endurheimti eitthvað af því valdi sem þeir hafa þegar framselt til Brussel svo sem yfirráðin yf- ir fiskimiðum sínum en það er einmitt á stefnuskrá Íhaldsflokksins. Enn er meirihluti fyrir áframhaldandi aðild Bret- SB og stóru valdaflokkarnir a báðir þá stefnu. En spurn- ur; munu önnur forysturíki sig við að Bretar komi í veg töku stjórnarskrár ESB með a henni? Því að ekki tekur sumum aðildarríkjum en öðr- jóðarskútan breska lendir a í stórsjó þegar að því kemur reiði atkvæði um nýja stjórn- m aðeins 25% Breta styðja um ndir og þá kann ýmislegt að til endurskoðunar sem lengi álfsagður hlutur. Svíþjóð er að því leyti ólík því asir í Bretlandi að í Svíþjóð imenn framar öðrum leitt etlandi Algengt er að heyra bæði í fjölmiðlum og manna á með- al að Íslendingar og Norð- menn verði að ganga í ESB fyrr eða síðar hvort sem þeim líki betur eða verr. Höfundur er rithöfundur og formaður Heimssýnar. miklu meira, við erum ekki hálfnuð. Það tekur einhver ár að klára það,“ segir Hallgrímur. Arnór segir að nú standi fyrir dyrum að end- urskipuleggja herstöðina í kringum flugvöllinn. „Nú eru Þjóðverjarnir að fara og aðrir að koma inn, við þurfum að endurskipuleggja það algjörlega, síðan þurfum við að ná saman þessu fjölþjóðlega herliði. Það eru 24 þjóðir hérna og við verðum að gera þá að samhentum hópi. Það er næsta verkefni,“ segir Arn- ór. Hann segir að undirbúningur og skipulag Íslend- inga hafi gefist ágætlega. „Allir Íslendingarnir hérna eru þjálfaðir borgaralegir sérfræðingar, þeir eru áhugasamir og samhentir. Við Íslendingar höfum eng- ar áhyggjur af því að við leysum þetta ekki með glæsi- brag,“ segir Arnór. Hann segir að Íslendingarnir hafi það gott í Kabúl. „Þetta er dálítið erfitt umhverfi. Það er heitt hérna og þurrt, en menn venjast vel og við höfum það gott. Það er náttúrulega ekki mikið annað að gera en að vinna,“ segir Arnór. gar fara Kosovo, m 900 rímur. illjarða á næstu trúum nar- sraða rður ærin gja hann flug- kring. ug- r að mt eftir m fyrir árangur NATO og starfsemi hjálparstofnana koma vell- r Afgana Morgunblaðið/Nína Björk Jónsdóttir sson (t.v.) sýna Halldóri Ásgrímssyni flugvöllinn í Kabúl. „Við Ís- ð leysum þetta ekki með glæsibrag,“ segir Arnór. „ÞETTA er bara svona verbúðarstemning. Maður býr í herbergi með einhverjum félaga, ég er með Þjóð- verja t.d. og það bara gengur fínt. Ég er að læra þýsku og hann er að læra betri ensku,“ segir Ólafur Egilsson, einn íslensku friðargæsluliðanna í Kabúl. Ólafur er aðstoðarmaður Hallgríms N. Sigurðs- sonar flugvallarstjóra en starfar sem kennari í Lög- regluskólanum hér á Íslandi. „Þetta er náttúrlega ekki hættulaust, en það er mjög mikið öryggi hér myndi ég segja. Það er passað vel upp á mannskapinn og það eru alltaf stöðugar eftirlitsferðir,“ segir Ólaf- ur þegar hann er spurður út í öryggi starfsmannanna. Ólafur fylgir Hallgrími út af flugvellinum þegar hann þarf að fara á fundi í Kabúl og víðar, en hann segir að hinir Íslendingarnir séu alltaf inni á flugvellinum. Sofa, vinna, borða Á flugvellinum er íþróttaaðstaða, hægt að spila blak og hefur nokkurs konar „félagsheimili“ verið komið á fót fyrir Íslendingana í gámi sem þeir erfðu eftir Norðmenn og sem nefndur hefur verið hinu nor- ræna nafni „Ásgarður“. Þar geta Íslendingarnir kom- ið saman og gert sér glaðan dag. „Satt best að segja er maður það þreyttur eftir daginn að maður fer bara snemma að sofa. Við byrjum að vinna um áttaleytið á morgnana og vinnum alveg til átta á kvöldin. Svo fer maður í sturtu, fær sér að borða og upp í rúm.“ Ólafur verður í fjóra mánuði í Kabúl, en hinir Ís- lendingarnir verða flestir í þrjá mánuði í senn. Hann segir að Íslendingarnir séu vel búnir undir starfið og að námskeiðið sem þeir sóttu í Noregi hafi verið góð- ur undirbúningur. „Norðmenn eru fagmenn og kunna þetta. Þeir eru búnir að vera í svona verkefnum í mörg ár og vita hvað þarf,“ segir hann. Morgunblaðið/Nína Björk Jónsdóttir „Við byrjum að vinna um áttaleytið á morgnana og vinnum alveg til átta á kvöldin. Svo fer maður í sturtu, fær sér að borða og upp í rúm,“ segir Ólafur Egilsson friðargæsluliði. Verbúðarstemn- ing í Kabúl

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.