Morgunblaðið - 15.06.2004, Side 34

Morgunblaðið - 15.06.2004, Side 34
MINNINGAR 34 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Bjarni Herjólfs-son fæddist í Vestmannaeyjum 19. júlí 1932. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 3. júní síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Herjólfur Guðjóns- son, verkstjóri frá Oddsstöðum í Vest- mannaeyjum, f. 25. des. 1904, d. 31. jan. 1951, og kona hans Guðbjört Guðbjarts- dóttir frá Grinda- vík, f. 11. okt. 1906, d. 21. sept. 1997. Bræður Bjarna eru Guð- bjartur Jóhann, verslunarmað- ur, f. 30. des. 1938, kvæntur Birnu Bogadóttur frá Litluhól- um í Vestmannaeyjum, og Guð- jón, húsasmíðameistari, f. 23. mars 1941, var kvæntur Jó- hönnu Sigríði Jónsdóttur, d. 20. desember 1990. Sambýliskona Guðjóns er Valborg Ísleifsdóttir. Herjólfur og Guðbjört bjuggu að Einlandi í Vestmannaeyjum og voru kennd við það hús. Hinn 10. október 1959 kvænt- ist Bjarni Unni Ketilsdóttur, f. 5. jan. 1933, sem ættuð er frá Ísa- firði og lifir hún mann sinn. Þau byggðu sér hús við Búastaðabraut í Vestmannaeyjum. Hús þeirra fór und- ir ösku og eimyrju í eldgosinu 1973, og bjuggu þau hjón eftir það á Klepps- vegi 120 í Reykja- vík. Þau eignuðust eina dóttur, Auði, hjúkrunarfræðing, f. 1. febrúar 1960. Bjarni lauk gagn- fræðaprófi við Gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum vorið 1949 og vorið 1951 lauk hann við sama skóla landsprófi eins og inntökupróf í mennta- skóla nefndist þá. Bjarni hóf nám og störf í flugumferðar- stjórn árið 1954 og starfaði í tvö ár í Reykjavík á vegum Flug- málastjórnar, en síðan á Akur- eyri, þar til hann fluttist aftur til Vestmannaeyja árið 1957. Bjarni starfaði síðan sem flug- umferðarstjóri í Vestmannaeyj- um alla sína starfsævi til 1995, er hann lét af störfum, 63 ára að aldri. Útför Bjarna verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Með nokkrum orðum langar mig að kveðja minn gamla vin og granna Bjarna Herjólfsson. Við vorum á líku reki, Bjarni þó nærri þremur árum eldri, aldir upp á sömu torfunni, efst og austast á Heimaey fyrir eldgosið 1973, þar sem nú eru hlíðar Eldfells. Þetta var nokkur heimur út af fyr- ir sig, þegar komið var upp úr Skarði, norðan við Presthús og sunnan við Goðastein, sem var forn gata, er lá að býlum á austureyjunni, meðfram túnum Vesturhúsa, hlaðin stórum blágrýtissteinum að þeirri hlið sem túnið var. Öllu hafði því löngu fyrir eldgosið í Heimaey verið umturnað með reglustikuskipulagi. Uppi á bæjum var sérstaklega sumarfallegt, græn og grösug tún, sveit í miklum útgerðarbæ, sem iðaði af lífi og fisklykt alla vetrarvertíðina, frá því í janúar og fram í miðjan maí. Þá hurfu aðkomnir vertíðarmenn úr nærsveitum Suðurlands, að austan, vestan og norðan, á braut og til síns heima, en við tóku vorverk með til- heyrandi undirbúningi kálgarða og túna. Forfeður okkar Bjarna höfðu búið þarna mann fram af manni. Föð- urafi hans var Guðjón Jónsson, bóndi og líkkistusmiður, á Oddsstöðum, sem mikil ætt er komin frá. Tún og túngarðar Eystri-Búastaða, þar sem afi minn og amma bjuggu og síðar föðursystir, svo og tún foreldra minna á Bessastöðum og þeirra Ein- landshjóna lágu saman. Allt vann þetta fólk í sátt og samlyndi og má segja deildi með sér kjörum og lífsins gæðum. Við Bjarni vorum í krakka- skaranum með frændfólki mínu á Búastöðum og krökkum frá Odds- stöðum, Túni, Hlaðbæ og Kirkjubæj- um. Það var fyrst löngu síðar, þegar við, uppkomnir menn, upplifðum að allt var horfið og aldrei varð þetta aftur augum litið, að við gerðum okk- ur grein fyrir hvers slags fríðindi það voru að alast upp í þessu umhverfi og með því góða fólki sem þarna lifði og hrærðist. Við Bjarni á Einlandi kynntumst fyrst að marki þegar við lásum sam- an undir landspróf veturinn 1951, frá því í febrúar og fram til vorprófa. Þetta var eftir hið skelfilega slys sem varð þegar flugvélin Glitfaxi fórst með 20 manns rétt við Reykja- víkurflugvöll hinn 31. janúar 1951, en faðir Bjarna, Herjólfur Guðjónsson, fórst með vélinni. Bjarni var við nám í Laugarvatnsskóla þegar þetta gerðist og var móður sinni og bræðr- um styrkur. Flugslysið var mikið áfall fyrir alla og auðvitað sérstak- lega þá sem áttu um sárast að binda, en skuggi þess hvíldi yfir Vest- mannaeyjum og heimilum aðstand- enda í mörg ár. Við Bjarni náðum saman þessa erfiðu mánuði í lífi hans og fjölskyldunnar. Upp frá því urðum við vinir, en þeir bræður stóðu þétt saman við hlið móður sinnar, Björtu, sem hugsaði alla tíð um heimilið að Einlandi og velferð þeirra bræðra af sérstakri alúð og umhyggju. Það er óhætt að segja að Bjarni var ekki út- ausandi eða hvers manns viðhlæj- andi, en í hvert skipti sem við hitt- umst, sem oftast var á förnum vegi eða í flugturninum hjá honum, þegar komið var til Eyja eftir gosið, fann ég að mér var tekið sem trúnaðarvini. Við vinir þeirra Einlandsbræðra eigum margar góðar minningar um hið fagra og snyrtilega heimili á Ein- landi. Stundum var setið við spil í suðurstofunni, en mest uppáhald fannst mér að vera uppi á lofti og fletta þar „Villabókunum“, sem voru þykkir innbundnir doðrantar með danska fjölskyldublaðinu Familie Journalen, sem Herjólfur heitinn, sjálfmenntaður í dönsku og Norður- landamálum, las. Heilu dagana und- um við okkur við að skoða þessi blöð og teiknimyndasöguna „Willie paa Eventyr“, sem kveikti í mér löngun til að læra þetta mál. Því var viðbrugðið hvað Bjarni var skyldurækinn í sínu starfi sem flug- umferðarstjóri, nákvæmur og glögg- ur. Eftir að hann átti heimili í Reykjavík, dvaldi hann öllum stund- um í Flugturninum, þegar hann átti vaktir á Vestmannaeyjaflugvelli. Eftir fjölskyldu hans var starfið hon- um allt, hans líf og yndi. Unnur og Bjarni voru sérstaklega samstiga í lífsbaráttunni og venju- lega er rætt um þau bæði, þegar nafn annars þeirra ber á góma. Þau ferð- uðust mikið saman, um alla Evrópu og víðar. Fyrir aðeins nokkrum árum hitti ég þau sem nýtrúlofuð og vígreif í Kaupmannahöfn á ferðum sínum. Í Höfn var Unnur reyndar heimavön, en hún vann stundum heilu sumrin á vegum Flugleiða á Kastrup-flugvelli. Einkadóttirin Auður, sem hefur góða og víðtæka menntun á sínu sviði, hjúkrunarfræðinni, var augasteinn föður síns. Við andlát Bjarna Herjólfssonar kveðjum við vandaðan, vammlausan mann, sem vann sín störf í kyrrþey og af trúmennsku, fór sínar eigin há- vaðalausu leiðir, í sátt við Guð og menn. Við Anika sendum Unni, Auði og þeim Einlandsbræðrum og fjölskyld- um þeirra einlægar hluttekningar- kveðjur. Blessuð sé minning Bjarna Herj- ólfssonar. Guðjón Ármann Eyjólfsson. Mig setti hljóðan er faðir minn hringdi í mig og tilkynnti mér að Bjarni, föðurbróðir minn, væri látinn eftir stríð við mikil veikindi. Á augna- blikum sem þessum hrannast upp minningar um góðan mann og þær gleðistundir sem við áttum saman, þó þær hafi verið alltof fáar í seinni tíð. Bjarni var einstaklega skemmtilegur maður, sprellari mikill og man ég öll gömlu fjölskylduboðin eins og þau hafi gerst í gær. Þegar ég var lítill strákur hlakkaði maður til næsta boðs því maður vissi aldrei hvaða gríni og glensi Bjarni frændi tæki upp á næst. Hann var snillingur í að koma okkur frændsystkinunum til þess að hlæja og fullorðna fólkinu oft líka. Til þess notaði hann alls konar grínnef, gleraugu og hárkollur auk þess sem alls konar bombur voru tíð- ar með tilheyrandi hlátri og gleði. Bjarni var mjög barngóður maður enda varði hann miklum tíma í að koma okkur krökkunum til að hlæja og hafa gaman af. Þetta voru skemmtilegir tímar því hann átti ein- staklega auðvelt með að láta mann veltast um af hlátri af alls kyns sprelli og uppákomum. Bjarni vann sem flugumferðarstjóri í flugturnin- um í Vestmannaeyjum og það var ekki sprellarinn Bjarni sem stjórnaði flugumferðinni þar. Eitt af því skemmtilegasta sem ég gerði þegar ég var yngri var að heimsækja Bjarna í flugturninn og fylgjast með honum vinna innan um öll þessi tæki og tól sem voru mjög spennandi fyrir lítinn gutta eins og mig. Þarna var nákvæmur og greindur maður á ferð sem iðkaði starf sitt af svo mikilli kostgæfni að jafnvel ég litli guttinn tók eftir því. Með þessum línum vil ég kveðja frænda minn sem veitti mér ófáar gleðistundirnar um ævina. Hugur minn er hjá frænda mínum og ekki síst eftirlifandi eiginkonu hans Unni og Auði dóttur hans. Megi minning þín lifa í hjörtum okkar. Herjólfur Guðbjartsson. BJARNI HERJÓLFSSON Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Eiginmaður minn, ÞÓRÐUR PÁLSSON frá Sauðanesi, verður jarðsunginn frá Blönduóskirkju laugar- daginn 19. júní kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeir, sem vilja minnast hans, láti líknarstofn- anir njóta þess. Sveinbjörg Jóhannesdóttir og aðrir aðstandendur. Lokað eftir hádegi í dag í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ vegna jarð- arfarar GUÐMUNDAR KARLS GÍSLASONAR. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, EINAR SVEINBJARNARSON, Ysta-Skála, Vestur-Eyjafjöllum, verður jarðsunginn frá Ásólfsskálakirkju, Vest- ur-Eyjafjöllum, föstudaginn 18. júní kl. 15.00. Páll Vilhjálmur Einarsson, Áslaug Sigurðardóttir, Sigríður Anna Einarsdóttir, Ólafur Hjálmarsson, Guðlaugur Sigurður Einarsson, Annika Rosén, Sigurjón Eyþór Einarsson, Elín Hallgrímsdóttir og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, HAFLÍNA MARÍN BJÖRNSDÓTTIR frá Kolkuósi, er lést á Dvalarheimili aldraðra, Sauðárkróki, fimmtudaginn 10. júní, verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 19. júní kl. 14. Kristín Heiður Sigurmonsdóttir, Gísli Magnússon, Rut Sigurmonsdóttir, Hreinn Elíasson, Margrét Sigurlaug Sigurmonsdóttir, Magnús Guðmundsson og fjölskyldur. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför okkar ást- kæra föður, tengdaföður, sonar og bróður, ÞÓRIS JÓNSSONAR, Fagrahvammi 14, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir viljum við senda FH fyrir ómet- anlegan stuðning og aðstoð. Erla Björg Þórisdóttir, Davíð Rúrik Martinsson, Auður Dögg Bjarnadóttir, Björk Þórisdóttir, Hjörtur Þórisson, Jón Helgi Pálmason, Sigríður Erla Magnúsdóttir, Magnús, Unnur, Pálmi og fjölskyldur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GRÉTAR ÓLAFSSON læknir, Hvassaleiti 56, lést á Landspítala Hringbraut mánudaginn 14. júní. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Lands- samtök hjartasjúklinga, sími 552 5744. Hólmfríður Magnúsdóttir, Sólveig Grétarsdóttir, Guðmundur A. Guðmundsson, Grétar Örn Guðmundsson, Jóhanna Fríða Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.