Morgunblaðið - 15.06.2004, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 15.06.2004, Qupperneq 45
SUMAR Í SKÁLHOLTI • Helgartilboð fyrir gesti Sumartónleika í Skálholti Gisting, allar máltíðir, staðarskoðun, kynning fornleifarannsókna auk allra atburða sumartónleikanna. • Miðaldakvöldverður í anda Þorláks biskups helga (d. 1193) Uppskriftir eru sóttar í matreiðslurit frá því um 1200. Veislustjóri flytur sögulegar skýringar á tilurð réttanna. Næsta veisla 19. júní. Tekið við pöntunum. • Kaffiborð að hætti Valgerðar biskupsfrúar Uppskriftir eru frá því um 1800. Hlaðborð allar helgar í sumar Velkomin Skálholtsskóli – sími 486 8870 skoli@skalholt.is MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2004 45 DAGBÓK Á SPRENGISANDI Ríðum, ríðum og rekum yfir sandinn, rennur sól á bak við Arnarfell. Hér á reiki er margur óhreinn andinn, úr því fer að skyggja á jökulsvell. Drottinn leiði drösulinn minn, drjúgur verður síðasti áfanginn. Þei, þei! þei, þei! þaut í holti tófa, þurran vill hún blóði væta góm, eða líka einhver var að hóa undarlega digrum karlaróm. Útilegumenn í Ódáðahraun eru kannske að smala fé á laun. Grímur Thomsen LJÓÐABROT 70 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 15. júní, er sjötugur Helgi Kristinsson, Fróðengi 6, Reykjavík, fyrrum sjómað- ur og nú byggingaverka- maður. Af því tilefni mun hann ásamt eiginkonu sinni, Birthe Annelise Pedersen, taka á móti gestum á morg- un, 16. júní, kl. 19.30 í sal Þjóðdansafélags Reykjavík- ur, Álfabakka 14a. 40 ÁRA afmæli. Bryn-dís Bjarnadóttir, bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, verður fertug hinn 17. júní. Af því tilefni munu hún og eiginmaður hennar, Sig- urður R. Árnason, taka á móti gestum á heimili þeirra, Lágholti 21, hinn 16. júní kl. 19. Á DAUÐA mínum átti ég von, en ekki því að makker myndi opna á einum spaða! Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ÁDG96432 ♥K5 ♦-- ♣ÁG2 Vestur Austur ♠-- ♠-- ♥G1086 ♥Á7432 ♦10732 ♦KD64 ♣K10874 ♣D965 Suður ♠K10875 ♥D9 ♦ÁG985 ♣3 Það gerist sannarlega margt skrýtið við brids- borðið. Norður var enn að telja spaðana sína þegar makker hans hóf óvænt sagnir með einum spaða. Spilið kom upp á lands- liðsæfingu, og þar sem vís- indin réðu för gengu sagnir þannig fyrir sig: Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 spaði Pass 2 grönd Pass 3 lauf Pass 5 tíglar Pass 5 spaðar Pass 6 spaðar Svar norðurs á tveimur gröndum er slemmutilboð í spaða og jafnframt spurning um stuttlit. Þegar suður sýnir einspil laufi með þremur laufum þarf norður aðeins hjartaásinn á móti til að geta sagt sjö spaða. Ein- föld ásaspurning dugir ekki, en núorðið nota flestir svo- nefnda „exclusion“ spurn- ingu, þar sem stökk upp á fimmta þrep er spurning um lykilspil fyrir utan sagðan lit. Stökkið í fimm tígla þýð- ir því: „Hvað áttu mörg lyk- ilspil fyrir utan tígulinn?“ Suður svarar á öðru þrepi, sem sýnir eitt lykilspil, sem auðvitað hlýtur að vera trompkóngurinn, því sóknin á ALLA spaðana! Þar með er alslemman út úr mynd- inni. Þetta voru beinhörð vís- indi. En Sigurbjörn (Bessi) Haraldsson sýndi hvernig hægt er að gefa vísindunum listræna áferð. Hann var í norður, Ásmundur Pálsson í suður, en AV þeir Bjarni Einarsson og Þröstur Ingi- marsson: Vestur Norður Austur Suður Bjarni Bessi Þröstur Ásmundur -- -- -- 1 spaði Pass 2 grönd Pass 3 lauf Pass 5 hjörtu ! Pass 6 lauf Pass 7 spaðar Allir pass Bessi spurði um lykilspil FYRIR UTAN hjartað! Hann var ákveðinn í að segja sjö, en vildi forða makker frá hjartaútspili. Skemmtileg hugmynd, sem virtist ætla að heppnast þegar Bjarni lagði af stað með smáan tígul. Nú má taka alla slagina með því að trompa fimmta tígulinn frí- an, en Ásmundur valdi að trompasvína fyrir D10 (Þröstur lét kónginn í fyrsta slag) og fór einn niður. Aðgerðin heppnaðist, en sjúklingurinn dó. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. c4 Rf6 2. d4 c6 3. Bf4 Db6 4. Dd2 Re4 5. Dc2 d5 6. f3 Da5+ 7. Rd2 Rxd2 8. Bxd2 Dd8 9. e3 g6 10. Bd3 Bg7 11. Re2 dxc4 12. Bxc4 Rd7 13. Bb3 a5 14. a3 e5 15. O-O O-O 16. Had1 exd4 17. Rxd4 De7 18. Hfe1 Re5 19. e4 c5 20. Rb5 Staðan kom upp á heims- meistaramóti kvenna sem lauk fyrir skömmu í Elista í Rússlandi. Búlgarska skák- mærin Antonaeta Stef- anova (2490) bar sig- ur úr býtum í mótinu en hún hafði einmitt svart í stöðunni gegn fyrrverandi heims- meistaranum Maju Chiburdanidze (2502). 20... c4! 21. Ba4 hvítur hefði tap- að manni eftir 21. Bxc4 Dc5+. Í fram- haldinu tapar hvítur peði án nokkurra bóta. 21...Rd3 22. He2 Rxb2 23. Hb1 Rxa4 24. Dxa4 c3 25. Be3 Bd7 26. Dc2 SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Hfc8 svartur hefur nú bisk- upaparið og peði meira sem dugði honum til sigurs en það þýddi sæti í úrslitavið- ureign mótsins. 27. a4 Hc4 28. Bc1 h5 29. Ba3 De6 30. f4 Dg4 31. Bd6 Bxb5 32. axb5 Hd8 33. e5 Dxf4 34. Hf1 Dg4 35. h3 De6 36. b6 a4 37. Kh1 Hd7 38. Ha1 Kh7 39. Hf1 Hc6 40. Hef2 Db3 41. De2 Hxb6 42. De4 Hc6 43. Hb1 Dc4 44. Dc2 b5 45. Hff1 Hcxd6 46. exd6 Hxd6 47. Hf2 Bh6 48. Hbf1 Hd7 49. Hf3 Bd2 50. Hf6 a3 51. Ha1 Ha7 52. Hd6 a2 53. Hd8 Bg5 54. He8 b4 55. Df2 Hc7 og hvítur gafst upp saddur lífdaga. ÁRNAÐ HEILLA 60 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 15. júní, er sextug Sigrún Bjarnadóttir, Heiðvangi 10, Hellu. Eiginmaður hennar, Valur Haraldsson, varð sex- tugur 30. sept síðastliðinn. Af því tilefni taka hjónin á móti ættingjum og vinum á Brúarlundi, Landsveit, laugardaginn 19. júní kl. 14– 18. Gestir eru vinsamlega beðnir að koma ekki með blóm vegna ofnæmis afmæl- isbarns. Opnunartími mán.-fös. kl. 11-18 lau. kl. 11-14 Hverafold 1-3 • Torgið Grafarvogi • Sími 577 4949 Skipagötu 5 • Akureyri • Sími 466 3939 Sumarsprengja 30% afsláttur af öllum vörum Komið og gerið frábær kaup Flott föt fyrir 17. júní www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Með kveðju. Hákon, sími 898 9396, lögg. fasteignasali. HRAUNBÆR - 4RA HERB. ÍBÚÐ Á 1. HÆÐ ÓSKAST Til mín hafa leitað hjón sem óska eftir 4ra herb. íbúð í Hraunbæ. Skilyrði að íbúðin sé á 1. hæð. Æskilegt að eignin sé í góðu ástandi. Verðhugmynd allt að 14,0 millj. Afhendingartími gæti verið ríflegur. Áhugasamir vinsamlega hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar.      STJÖRNUSPÁ Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbörn dagsins: Þú ert vel gefin/n og hefur næman skilning á fólki. Þú ert jafnframt fyndin/n og að- laðandi og getur yfirleitt fengið þitt fram með töfrum þínum. Níu ára tímabili er að ljúka í lífi þínu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú munt líklega lenda í vanda- baráttu vegna peninga eða eigna í dag. Reyndu að forðast þetta því deilurnar snúast í raun ekki um neitt sem skiptir máli. Naut (20. apríl - 20. maí)  Deilur við foreldra þína eða nána vini eru nær óumflýj- anlegar í dag. Þú vilt hafa þitt fram og það vill hinn aðilinn líka. Reyndu að komast hjá þessu. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það eru miklar líkur á að það komi upp deilur í vinnunni í dag. Þó það sé greinilega þörf fyrir að ræða hlutina er þetta ekki rétti tíminn til þess. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Vinur þinn eða kunningi mun hugsanlega reyna að fá þig til einhvers sem þú ert ekki viss um að þú viljir gera í dag. Þú getur forðast deilur með því að fresta því til morguns að gera upp hug þinn. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú munt að öllum líkindum lenda í valdabaráttu við for- eldra þína eða yfirmenn í dag. Láttu ekki telja þig á neitt sem þú ert ekki sannfærð/ur um. Kannaðu málið upp á eigin spýtur. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú munt líklega lenda í rök- ræðum um stjórnmál, heim- speki eða trúmál í dag. Fólk er upptekið af því að koma sjón- armiðum sínum á framfæri. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þetta er góður dagur til hvers konar rannsókna. Þú ert óvenju skarpskyggn og ættir að geta fundið þau svör sem þú leitar að. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þetta er góður dagur til að leita inn á við. Þú getur gert þetta í samvinnu við ráðgjafa eða sál- fræðing eða bara ein/n með sjálfri/sjálfum þér. Reyndu að forðast deilur við foreldra þína. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú hefur ákveðnar hugmyndir að breytingum í vinnunni. Þú ættir þó ekki að reyna að þröngva hugmyndum þínum upp á aðra. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Sýndu börnum og ungmennum þolinmæði í dag. Það hefur ekkert upp á sig að setja sig á háan hest og tala niður til fólks. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er hætt við deilum innan fjölskyldunnar í dag því fólk stendur fast á sínu. Reyndu bara að taka það rólega. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er hætt við að ákefðin hlaupi með þig í gönur í dag. Reyndu að slaka svolítið á og sjá hlutina í víðara samhengi. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.